Fréttablaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 1
● handboltavertíðin formlega hafin
Reykjavík Open í handbolta:
▲
SÍÐA 24
Stjarnan og
Haukar sigruðu
● á fyrstu tónleikum vetrarins
Liene Circene:
▲
SÍÐA 35
Lettneskur píanóleikari
spilar í Salnum
● 41 árs í dag
Sverrir Stormsker:
▲
SÍÐA 18
Vaxinn upp úr
því að þroskast
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
MÁNUDAGUR
STJÓRNARSKRÁ ESB Rætt verður
um helstu álitamál varðandi stjórnarskrá
Evrópusambandsins í málstofu Lagastofn-
unar í Lögbergi klukkan 12.15. Kurt Ebert,
prófessor við lagadeild háskólans í Inns-
bruck í Austurríki, mun fjalla um mikilvæg-
ustu áhrifin sem stjórnarskránni er ætlað
að hafa í stækkuðu Evrópusambandi.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
SKÚRAVEÐUR Í BORGINNI Og víða
sunnan og vestan til. Bjart með köflum á
Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 10-15 stig,
hlýjast fyrir austan. Sjá síðu 6
6. september 2004 – 242. tölublað – 4. árgangur
● hús ● fasteignir
Hönnun í
sprengjugeymslu
Kristinn Brynjólfsson:
NEYÐ Í FLÓRÍDA Neyðarástandi lýst
yfir í Flórída þegar fellibylurinn Frances
gekk yfir. Fjórar milljónir manna voru án
rafmagns. Vindurinn minni en reiknað var
með. Sjá síðu 2
KAUPIN ATHUGUÐ Kaup Landssím-
ans á Fjörgný, sem á sýningarrétt á ensku
knattspyrnunni og 26% hlut í Skjá einum,
verða tekin til athugunar hjá Samkeppnis-
stofnun. Sjá síðu 4
ÓVÍST MEÐ FRAMKVÆMDIR Óvíst
er hvenær framkvæmdir við ný gatnamót
Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar hefjast.
Áætlað er að kostnaður við þriggja hæða
gatnamót sé þrír milljarðar. Sjá síðu 2
SAMSTARF VIÐ OG VODAFONE
Norðurljós munu kanna möguleika á sam-
starfi við Og Vodafone vegna stafrænnar
dreifingar á sjónvarpsefni. Sjá síðu 6
36%50%
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Kvikmyndir 30
Tónlist 30
Leikhús 30
Myndlist 30
Íþróttir 20
Sjónvarp 32
BESLAN, AP Íbúar Beslan hófu að
bera fórnarlömb gíslatökunnar til
grafar í gær þegar 22 voru jarð-
settir. Jarðarfarirnar hófust í
bænum þar sem fjöldi syrgjenda
kom saman hjá opnum líkkistum
þeirra sem grafa átti. Samkvæmt
hefð héldu konurnar sig nærri en
mennirnir stóðu í röðum og báru
eldri fjölskyldumeðlimum samúð-
arkveðjur áður en stutt athöfn fór
fram. Á meðan jarðað var héldu
aðrir áfram að grafa nýjar grafir
og höfðu um 150 grafir verið tekn-
ar í gær.
Þetta voru fyrstu jarðarfarirn-
ar af mörgum en að minnsta kosti
350 manns létu lífið og enn er um
200 manns saknað. Því má gera
ráð fyrir að tala látinna muni enn
hækka.
Yfirvöld hafa birt myndir af
særðum börnum sem eru of ung
til að gefa upp nöfn sín við hliðina
á listum yfir nöfn særðra. Víða
um bæinn má sjá mæður með
mynd af ástvinum sínum, í von
um að einhver geti sagt til um af-
drif þeirra.
Lýst var yfir tveggja daga
þjóðarsorg í Rússlandi í dag. Fán-
ar munu blakta í hálfa stöng og
skemmtiefni tekið af dagskrá
sjónvarpsstöðvanna. Enn hefur
enginn lýst ábyrgð á gíslatökunni
á hendur sér. ■
Þjóðarsorg lýst yfir í Rússlandi:
Fórnarlömb borin til grafar
SJÓSLYS „Samkvæmt lögum og regl-
um ber að skoða bol og vél skipa á
tveggja ára fresti,“ segir Hermann
Guðjónsson, siglingamálastjóri hjá
Siglingastofnun. Í fyrradag sökk
Kópnes frá Hólmavík eftir að leki
kom að skipinu þar sem þeir voru
að veiðum fyrir norðan Húnaflóa.
Er þetta sjöunda skipið sem ferst
með þessum hætti á árinu og hefur
fjöldinn vakið athygli sjóslysa-
nefndar sem hyggst leggja til hert-
ar eftirlitskröfur á hendur Sigl-
ingastofnun.
Hermann segir að strangt til
tekið sé eftirlitsskylda með skipum
ekki lengur á höndum Siglinga-
stofnunar. „Í okkar umboði starfa
nokkrar skoðunarstofur víða um
land og þar er fylgt þeim alþjóð-
legu reglum sem flestar þjóðir fara
eftir. Skipsskrokka skal sam-
kvæmt reglum skoða á tveggja ára
fresti en sé um tæringu að ræða á
bol skipsins á slíkt að koma í ljós
við slíkar skoðanir.“
Jón Ingólfsson, hjá Rannsóknar-
nefnd sjóslysa, segir þetta ár vera
orðið einsdæmi hvað varðar sjó-
slys vegna leka og veltir fyrir sér
hvort ekki sé kominn tími til að
breyta reglum um skoðun eða bein-
línis herða þær. Hann bendir á að
jafneinfalt tæki og lekavari hefði
getað bjargað þessu skipi sem og
öðrum sem svipað hefur orðið
ástatt um en reglur kveða aðeins á
um að stærri skip hafi slíkan búnað
um borð. „Þar er um að ræða lítinn
nema sem gerir viðvart um leið og
sjór kemst í vélarrúm og þá gefst
skipverjum meiri tími til að bregð-
ast við aðstæðum og jafnvel hefja
dælingu áður en sjór kemst í vél-
arnar en þá er fokið í flest skjól.“
Fram hefur komið að áhafnar-
meðlimir Kópnes voru þrír talsins
en eiga samkvæmt reglum um skip
af þessari stærðargráðu að vera
minnst fjórir. Jón telur mögulegt
að fjórði maður hafi getað breytt
einhverju en um slíkt verður aldrei
vitað fyrir víst.
albert@frettabladid.is
Vill hertar reglur
um skoðun skipa
Rannsóknarnefnd sjóslysa vill herða reglur um ástandsskoðun skipa.
Sjö skip hafa farist það sem af er ársins vegna leka í vélarrúmi.
Suður-Afríkumaður
handtekinn:
Sprengju-
smíð stöðvuð
SUÐUR-AFRÍKA, AP Suður-Afrískur
kaupsýslumaður var handtekinn
um helgina grunaður um áform
um smíði kjarnorkusprengju.
Maðurinn, sem á verksmiðju
rétt sunnan við Jóhannesarborg,
neitar öllum ásökunum. Hann var
handtekinn eftir að lögregla og eft-
irlitsstofnun Sameinuðu þjóðanna
höfðu fylgst með honum um hríð.
Talið er að maðurinn geti tengst
öðrum Suður-Afríkumanni sem var
handtekinn í fyrra og ákærður fyr-
ir að smygla búnaði sem notaður er
í kjarnorkuvopn til Pakistan. Verði
hann fundinn sekur á hann yfir
höfði sér þungan dóm. ■
KJARNORKUVERIÐ Í SELLAFIELD
Bretar hafa verið kallaðir fyrir æðsta
dómstól Evrópusambandsins.
Bretar fyrir Evrópudóm-
stólinn vegna Sellafield:
Aðgerða
krafist
SELLAFIELD Bretar hafa verið kallað-
ir fyrir æðsta dómstól Evrópusam-
bandsins vegna ástands mála í
kjarnorkuverinu í Sellafield. Þar
með varð Bretland fyrsta ríki ESB
sem þarf að svara til saka fyrir
Evrópudómstólnum vegna kjarn-
orkumála.
Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins hefur skýrt frá því að
ákvörðunin um að fara með málið
fyrir Evrópudómstólinn þvingi
bresku ríkisstjórnina til að láta af
mótþróa við að leggja fram skýrslu
yfir allt það efni sem geymt er í
Sellafield. Jafnframt þurfi stjórn-
völd að veita eftirlitsmönnum ESB
greiðan aðgang að svæðinu. ■
M
YN
D
A
P
SYSTUR KVADDAR
Systurnar Irina og Alina Tetova voru meðal hinna 22 fórnarlamba Beslan-gíslatökunnar sem jörðuð voru í gær. Þjóðarsorg er nú í Rússlandi.