Fréttablaðið - 06.09.2004, Page 2

Fréttablaðið - 06.09.2004, Page 2
2 6. september 2004 MÁNUDAGUR Ný gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar: Óvíst hvenær framkvæmdir hefjast GATNAFRAMKVÆMDIR Óvíst er hvenær framkvæmdir við ný gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar hefjast enda óráðið hverrar gerðar þau eiga að vera. Í drögum að matsáætlun eru þrír kostir tíundaðir, tveggja hæða, þriggja hæða og svokölluð plan- gatnamót sem eru gatnamót á einni hæð, líkt og nú er. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að nefndir borgarinnar eigi enn eftir að ræða málið en það verði gert í haust og fyrri part vetrar. Í kjölfarið þurfi svo að tryggja fjárframlög frá rík- issjóði til verkefnisins. Margir hafa hrifist af hugmynd- inni um þriggja hæða gatnamót sem að sögn Árna hefur bæði kosti og galla. „Svona gatnamótum fylg- ir hraðari umferð sem gæti aukið slysahættu, umhverfisáhrifin eru mikil og svo þarf að skoða vand- lega hvað gerist á næstu gatnamót- um á eftir. Lítið vinnst ef umferð- arþunginn færist bara til.“ Áætlað er að kostnaður við þrig- gja hæða gatnamót kosti um þrjá milljarða króna en plan-gatnamót innan við milljarð. „Það eru önnur stórverkefni, eins og Sundabrautin, sem við höfum viljað leggja meira kapp á og við gerum ekki allt í einu,“ segir Árni Þór. „Enda tel ég, al- mennt séð, að ekki sé mikill umferð- arvandi í Reykjavík, ekki miðað við það sem þekkist annars staðar.“ ■ Neyð í Flórída Fellibylurinn Frances gekk yfir Flórída í gær. Fjórar milljónir manna voru án rafmagns. Vindurinn minni en reiknað var með en gæti tekið aftur upp í kvöld. FLÓRÍDA, AP Um fjórar milljónir manns voru án rafmagns í gær í Flórída eftir að fellibylurinn Frances gekk yfir ríkið með mikl- um vindi og úrhellisrigningu. Þök fuku af húsum, tré rifnuðu upp með rótum og umferðarljós lágu eins og hráviði þar sem fellibylur- inn hafði farið yfir. Tilraun var gerð til að koma rafmagni aftur á en vegna veðurofsa þurftu viðgerð- armenn frá að hverfa. George Bush lýsti yfir neyðar- ástandi í þeim sýslum sem Frances gekk yfir, sem þýðir að íbúar þeirra og sveitastjórnir geta feng- ið alríkisaðstoð við endurbygging- ar vegna þess tjóns sem fárviðrið veldur. Umfang fellibylsins er það mikið að óttast er um skemmdir í næstum öllu ríkinu, tæpum mán- uði eftir að fellibylurinn Charley geisaði sem kostaði 27 manns lífið og olli tjóni upp á tug milljarða króna. Jeb Bush, ríkisstjóri í Flór- ída, varaði fólk eindregið við því að fara út í gær og skoða skemmd- ir fyrr en yfirlýsing kæmi frá yfir- völdum þess efnis að hættan væri liðin hjá. Eftir að fellibylsviðvörunin kom fram fóru fram stærstu fólksflutn- ingar í sögu ríkisins þegar 2,8 milljónir manns var sagt að flýja heimili sín frá strandsvæðum rík- isins. Af þeim flýðu 86.000 manns í neyðarskýli. Rúmlega sexhundruð manns þurftu að flýja í annað sinn í gær þegar þak skóla sem þau höfðu dvalið í fauk að hluta. Óttast var að fellibylurinn ylli miklum usla en í gær var ljóst að mesti krafturinn var farinn úr honum áður en hann náði ströndum Flór- ída. Hættustiginu var því lækkað úr fjögur niður í hættustig eitt. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sem stödd er rétt sunnan við Orlando í Flórída, segir veðrið ekki vera ofsaveður hjá sér. „Hér er rigning og meira rok en maður er vanur að sjá, en þetta er að ganga yfir. Verst er að hann fer svo hægt yfir og því hefur hann valdið meiri usla.“ Heldur dró úr veðurofsanum í gærmorgun en veðurfræðingar sögðu möguleika á að vindinn taki aftur upp í kvöld. svanborg@frettabladid.is Vesturbakkinn: Múrinn stækkar ÍSRAEL, AP Ísraelar hófu að byggja nýja hluta aðskilnaðarmúrsins á suðurhluta Vesturbakkans í gær, aðeins nokkrum dögum eft- ir að tveir palestínskir sjálfs- vígssprengjumenn urðu 16 manns að bana í sprengjutilræði í bænum Beersheba. Talsmenn Ísraels sögðu að bygging múrs- ins væri ekki vegna sprengjutil- ræðsins en sögðu að reiði al- mennings hefði gert fram- kvæmdina brýnni. Alþjóðadóm- stóllinn í Haag hefur lýst hluta múrsins í andstöðu við lög en Ísraelar ætla að sniðganga dóm- inn. ■ HRINGBRAUTARAPÓTEK Lokaði tímabundið vegna vopnaðs ráns. Rán í Vesturbænum: Ræningi ófundinn LEIT Maðurinn sem réðst inn í Hringbrautarapótek á laugar- dag vopnaður lofbyssu var ófundinn þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Hann var með lambhúshettu á höfði en myndir náðust af honum á ör- yggismyndavélar apóteksins. Einn viðskiptavinur var í versluninni þegar maðurinn kom þar inn, veifaði byssunni og ógnaði starfsfólki. Hann hafði nokkuð af lyfjum upp úr krafs- inu. Lögregla hóf þegar víðtæka leit að manninum en hún hefur reynst árangurslaus. Viðskipta- vinir Hringbrautar komu að lok- uðum dyrum eftir ránið og í til- kynningu frá versluninni stóð að verslunin væri lokuð tímabund- ið vegna vopnaðs ráns. ■ „Nei, mig langaði til þess en ég bjó í sveit og hippamenningin náði aldrei þangað.“ Jakob F. Ásgeirsson sagnfræðingur spurði í grein í Viðskiptablaðinu á dögunum hvort ekki væri tími til kominn að skynibornir grunnskólakennarar tækju í taumana og sendu þessa gömlu hippa út á galeið- una, og átti þar við forystusveit kennara. Eiríkur Jóns- son er formaður Kennarasambands Íslands. SPURNING DAGSINS Eiríkur, ertu hippi? REYKJANESBÆR Erilsamt hjá lögreglu á Ljósanótt. Reykjanesbær: Handtekinn með e-töflur NÆTURLÍF Það var erilsamt hjá lög- reglunni í Keflavík aðfaranótt laugardags. Sjö dansleikir fóru fram í bænum í tilefni af Ljósa- nótt. Maður var handtekinn á veit- ingastað með sextán e-töflur og tvö grömm af amfetamíni innan- klæða. Frá miðnætti til klukkan sjö um morguninn voru tilkynntar fimm líkamsárásir og fimm menn gistu fangaklefa lögreglu vegna ölvunar og óspekta. Þá voru höfð afskipti af á annan tug ungmenna sem höfðu áfengi um hönd eða virtu ekki útivistarreglur. Tveir ökumenn voru handteknir grun- aðir um ölvun við akstur. ■ Á GRÆNU Ökumenn bíða þess að geta beygt frá Kringlumýrarbraut inn á Miklubraut. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L FRANCES Á JENSENSTRÖND, FLÓRÍDA Rúmlega tvær og hálf milljón manns flýðu strandsvæði Flórída áður en fellibylurinn Frances gekk yfir ríkið. M YN D A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Næstráðandi Saddams Hussein: Laufakóngurinn handsamaður AP BAGDAD Írösk yfirvöld greindu frá því í gær að næstráðandi Saddams Hussein, Izzat Ibrahim al-Douri, sem nefndur hefur verið laufakóngurinn, hefði ver- ið handtekinn í Norður-Írak í gær. Því er haldið fram að hann hafi verið handtekinn á lækna- stofu þar sem hann gekkst undir læknismeðferð en því er haldið fram að hann þjáist af lungna- bólgu og þurfi blóðgjöf. Al-Douri var valdamesti mað- ur ríkisstjórnar Saddams Hussein sem enn lék lausum hala og hafði Bandaríkjastjórn heitið 60 milljónum króna til höfuðs honum. Óvissa er um hvort fregnirnar um handtöku hans séu sannar en áður hefur verið sagt frá því að hann hafi náðst en það ekki verið á rökum reist. Al-Douri er í sjötta sæti á lista Bandaríkjahers yfir 55 eft- irlýsta valdamenn ríkisstjórnar Saddams. 44 þeirra sem eru á listanum hafa þegar látið lífið eða verið handsamaðir. ■ IZZAT IBRAHIM AL-DOURI Írösk stjórnvöld segjast hafa handtekið hægri hönd Saddams Hussein, sem nefnd- ur hefur verið Laufakóngurinn. Hann var næstráðandi í ríkisstjórn Saddams og sjötti á lista Bandaríkjastjórnar yfir eftirlýsta ráðamenn Saddams. Settar höfðu verið 60 milljónir króna til höfuðs honum. Ígræðsla líffæra úr svínum í mannfólk: Hættuminni en var talið LÍFTÆKNI Ígræðsla á líffærum úr svínum í menn er að öllum líkind- um mun öruggari en áður hefur verið talið, að því er ný rannsókn hefur leitt í ljós. Almennur skort- ur er í heiminum á líffærum til ígræðslu og telja margir að notk- un á líffærum úr dýrum, og þá sérstaklega úr svínum, geti mætt þörfinni. Fram til þessa hafa þó rann- sóknir gefið það til kynna að það sé langt frá því hættulaust að græða dýralíffæri í menn. Niður- stöður nýrrar rannsóknar sem læknadeild Harvard-háskólans stóð fyrir sýndu fram á það að áhættan er mjög lítil. Frumur úr mönnum og svínum voru græddar í mýs og kom í ljós að frumur úr mönnum þrifust vel með frumun- um úr svínunum. Áður hafði verið talið að vírusar sem finnast í svínafrumum geti sýkt mann- frumur. ■ Veikindi Bills Clinton: Fer í aðgerð á næstu dögum MILWAUKEE, AP Gert er ráð fyrir því að Bill Clinton gangist undir hjá- veituaðgerð á hjarta í dag eða á morgun. Aðgerðin er fremur al- geng og þurfa sjúklingar sem gangast undir slíka aðgerð að dveljast á sjúkrahúsi í þrjá til fimm daga eftir aðgerð. Læknar hafa ekki gefið út yfir- lýsingu um líðan Clintons en sam- kvæmt upplýsingum AP-frétta- stofunnar eru þrjár slagæðar í hjarta stíflaðar. Hann fékk ekki hjartaáfall en í yfirlýsingu frá fjölskyldu Clintons segir að hún sé mjög fegin því að upp komst um vandann áður en eitthvað al- varlegra hefði átt sér stað. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.