Fréttablaðið - 06.09.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 06.09.2004, Síða 4
4 6. september 2004 MÁNUDAGUR Ljósanótt í Reykjanesbæ gekk vel: Yfir þrjátíu þúsund sáu flugeldasýninguna HÁTÍÐARHÖLD Þúsundir sóttu við- burði Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíð í Reykjanes- bæ, en fjögurra daga hátíðar- höldum lauk í gærkvöld. Ætlað er að tæplega þrjátíu þúsund manns hafi verið við höfnina á flugeldasýningu á laugardags- kvöldið og nokkur þúsund að auki hafi hafst við í miðbænum. Íbúar bæjarins eru um ellefu þúsund. Steinþór Jónsson, formaður Ljósanætur, var í skýjunum yfir gangi mála. „Þetta var stórkost- legt. Allt gekk vel upp og engar athugasemdir gerðar.“ Hann segir hátíðarhöldin afar jákvæð fyrir Reyknesinga. „Það skapast mikil samheldni meðal bæjar- búa og fólk er afar stolt af bænum sínum. Svo er þetta ómetanlegt tækifæri fyrir fólk til að koma sköpun sinni á fram- færi.“ Á annað hundrað ólíkra atriða voru á dagskránni og segir Steinþór það ekki mark- mið að stækka hátíðina frá því sem nú var því, fólk komist hreinlega ekki yfir fleiri við- burði. ■ VIÐSKIPTI Kaup Landssímans á Fjörgný, sem á sýningarrétt á ensku knattspyrnunni og 26% hlut í Skjá einum, verða tekin til at- hugunar hjá Samkeppnisstofnun. Líkur eru taldar á að það verði gert með hliðsjón af átjándu grein samkeppnislaga þar sem segir að samkeppnisráð geti ógilt samruna fyrirtækja sem þegar hafi átt sér stað eða sett slíkum samruna skil- yrði ef hann er talinn hindra virka samkeppni með því að markaðs- ráðandi staða verði til. Ákvæðið á við samruna þar sem sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrir- tækja er einn milljarður króna eða meiri, en Landssíminn fer yfir það viðmið. Málið er ekki komið í formlega meðferð hjá Sam- keppnisstofnun og henni hafði ekki borist tilkynning um sam- runann fyrir helgi. Hins vegar eru taldar miklar líkur á því að málið verði tekið til athugunar og stofn- unin hefur heimild til að taka mál sem þessi upp af eigin frum- kvæði. Þá hefur stofnunin þrjátíu daga til að tilkynna fyrirtækj- unum hvort hún telji ástæðu til frekari rannsóknar á samrunan- um og þrjá mánuði þaðan í frá til að taka endanlega ákvörðun um lögmæti hans. Málið gæti því dregist fram undir áramót og haft áhrif á undir- búning einkavæðingar Lands- símans, en Ólafur Davíðsson, for- maður einkavæðingarnefndar, hefur sagt að nefndin sé að fara að vinna af fullum krafti að sölu 98% hlutar ríkisins í félaginu. Aðspurð- ur vildi Ólafur ekki tjá sig um áhrif hugsanlegrar athugunar Samkeppnisstofnunar á söluferlið. Eigendur fyrirtækja sem eru til at- hugunar hjá Samkeppnisstofnun geta farið fram á flýtimeðferð og í þessu tilviki gæti Geir H. Haarde fjármálaráðherra farið fram á hana fyrir hönd ríkissjóðs. ghg@frettabladid.is Aðsókn að Þjóðminja- safninu góð: Á þriðja þús- und gestir um helgina SAFN „Húsið iðaði af lífi alla helgina,“ segir Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður en Þjóðminjasafnið hefur nú verið opið almenningi í fjóra daga. Á þriðja þúsund gesta sóttu safnið á laugardag og sunnudag og seg- ist Margrét afar ánægð með að- sóknina. „Húsið tók þessum fjöl- da mjög vel, það fór vel um alla og andrúmsloftið var rólegt og yfirvegað þrátt fyrir fjölmenn- ið.“ Í hinu nýja Þjóðminjasafni má margt gera annað en að horfa. Tölvur með ýmiss konar upplýsingum og afþreyingu eru í safninu, leiksvæði fyrir börn, kaffihús og safnbúð. Allt þetta nýtti fólk sér til fullnustu. „Fólk var afskaplega duglegt við að nýta þá þjónustu sem í boði er,“ segir Margrét sem merkti ánægju í andlitum gesta og jafn- vel undrun yfir ágæti og glæsi- leik safnsins. Þjóðminjasafnið er opið frá 11 til 17, alla daga nema mánu- daga. ■ Ætlarðu að skoða nýja safnið um Halldór Laxness á Gljúfrasteini? Spurning dagsins í dag: Var rétt hjá Símanum að kaupa hlut í Skjá einum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 53% 47% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is NÝFÆTT BARN Lungnasjúkdómar eru þekkt vandamál meðal barna með of lága fæðingarþyngd en fyrst nú hefur tekist að sýna fram á tengsl milli þyngdaraukningar eftir fæð- ingu og sjúkdóma í lungum. Of lág fæðingarþyngd: Lungu ekki fullþroskuð BBC LÆKNISFRÆÐI Börn sem stækka of hægt á meðgöngu en bæta það upp eftir fæðingu eiga það á hættu að fá lungnasjúkdóma á fyrstu vikunum, að því er ný bresk rannsókn leiðir í ljós. Lungnasjúkdómar eru þekkt vandamál meðal barna með of lága fæðingarþyngd en fyrst nú hefur tekist að sýna fram á tengsl milli þyngdaraukningar eftir fæðingu og sjúkdóma í lung- um. Rannsóknin var gerð í Háskól- anum í Southampton og birtust niðurstöður hennar í lækna- blaðinu American Journal of Respiratory and Critical Care Medicine. Að sögn eins prófessoranna sem stýrðu rannsókninni eru nið- urstöðurnar meðal annars taldar benda til þess að lungu barna sem þroskast of hægt í móður- kviði séu ekki fullþroskuð við fæðingu. Hugsanlegt er að börnin muni eiga við öndunar- færasjúkdóma að stríða síðar á ævinni en stefnt er að því að fylgjast með börnunum áfram svo hægt verði að ganga úr skugga um hvort svo sé. ■ HORFT TIL HIMINS Fjölmenni fylgdist með flugeldasýningu Ljósanætur í Reykjanesbæ VÍ KU R FR ÉT TI R/ H IL M AR B R AG I ÓLAFUR DAVÍÐSSON Ólafur vill ekki tjá sig um áhrif hugsanlegrar athugunar Samkeppnisstofnunar á sölu Símans. Einkavæðing gæti tafist Samkeppnisstofnun hefur þrjá mánuði til að skila niðurstöðu um Landssíma og Skjá einn. Á sama tíma er undirbúningur að einka- væðingu að komast á fullt. Kristinn H. Gunnarsson um kaup Símans á Skjá einum: Þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar VIÐSKIPTI Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknar- flokksins, segir kaup Landssím- ans á hlut í Skjá einum í ósam- ræmi við stefnu ríkisstjórnar- innar. Það sé ekki stefna hennar að ríkið eigi tvö ríkissjónvörp, það sé heldur ekki stefna hennar að markaðsráðandi fyrirtæki eigi fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki. Þá segir hann það ekki stefnu ríkisstjórnarinnar að vera mót- andi aðili á fyrirtækjamarkaði, þvert á móti hafi verið ákveðið að einkavæða Landssímann til að láta einkaaðilum eftir þróun á því sviði. Kristinn telur víst að forystu- menn stjórnarflokkanna hafi vitað um viðskiptin áður en þau fóru fram, enda skipi þeir fólk í stjórnina sem hljóti að starfa þar í samræmi við stefnu ríkis- stjórnarinnar. Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur sagt að hann hafi ekki vitað um kaup Landssímans fyrr en þau voru um garð gengin. Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson, stjórnarmaður í Landssímanum, segir að stjórn- in hafi hag fyrirtækisins í huga þegar teknar eru viðskiptalegar ákvarðanir. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið og vísaði á Rannveigu Rist, stjórnarfor- mann Landssímans. Ekki hefur náðst í hana þar sem hún er stödd erlendis. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA KRISTINN H. GUNNARSSON Segir það ekki stefnu ríkisstjórnarinnar að eiga tvö ríkissjónvörp.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.