Fréttablaðið - 06.09.2004, Side 20

Fréttablaðið - 06.09.2004, Side 20
Húsnúmer þurfa að vera vel staðsett og skýr svo gott sé að lesa þau. Lýsing er mikilvæg og ber að gæta þess að húsnúmer sjáist við hvaða birtuskilyrði sem er. Stundum getur þurft að lýsa núm- erið upp sérstaklega. Ýmsar útgáfur eru til af skemmtilegum hús- númerum og auk upplýsingagildis geta þau verið mikil prýði. Amerískar lúxus heilsudýnur Berðu saman verð og gæði TURN-FREE Queen 153x203 cm Verð frá 89.900.- ÍBÚÐARHÚS - FRÍSTUNDAHÚS BYGGÐ ÚR NORSKUM KJÖRVIÐI - NÁTTÚRUVÆN FÚAVÖRN RC-Hús ehf. Grensásveg 22, Reykjavík - Sími 5115550 netfang rchus@rchus.is Til leigu 35 fermetra skrifstofupláss á 2. hæð í glæsilegu húsnæði við Borgartún til leigu strax. Mjög fín aðkoma og frábært verð fyrir þessa staðsetningu (um 900 kr. per fermeter + vsk). Upplýsingar í síma 661-7909. Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Bílskúrsþök eru víðast hvar vannýttar lendur. Þetta hefur Guðni Sigurðsson verkfræðing- ur komið auga á og á þaki tvö- falds bílskúrs að Reynimel 56 í Reykjavík hefur hann gert sér uppeldisstöð fyrir skóg. Rækt- unin blasir að hluta til við frá Hofsvallagötunni og prýðir sannarlega umhverfið. Þarna eru í uppvexti barrtré af ýmsum sortum sem eigandinn fer síðan með upp í Stafholtstungur í Borgarfirði. Þar á hann hlut í bújörð sem hann er að klæða skógi ásamt fleirum. Sumar trjátegundir kveðst hann rækta upp af fræi, svo sem birki, elri og lerki og einnig tekur hann stiklinga af ösp og víði. „Þetta er eini staðurinn sem ég hef yfir að ráða til uppeldis plantnanna og það er allt í lagi með hann,“ seg- ir hann um þakið í Vesturbæn- um og kveðst oft vera þar uppi að sinna gróðrinum, vökva og líta eftir. ■ „Byggingin myndi ekki haggast í sprengingu enda er þetta upphaf- lega sprengjugeymsla úr heims- styrjöldinni síðari,“ segir Krist- inn Brynjólfsson innanhússarki- tekt um gömlu kartöflugeymsl- urnar við Rafstöðvarveg í Reykja- vík. „Veggirnir eru hnausþykkir og fær fátt stjakað við þeim enda er byggingarefnið járnbent stein- steypa,“ segir Kristinn. Sjö sjálf- stæðar einingar mynda bygging- una, sem er samanlagt um 1500 fermetrar og er heildarþyngd stálsins rúmlega 254 þúsund kíló. Þykkt bárað stálbogavirki liggur ofan á veggjunum sem fest er saman með yfir 36.000 öflugum stálboltum. „Sambærileg efnis- notkun á sér varla hliðstæðu nú á tímum,“ segir Kristinn um þessa merku byggingu sem á sér sér- staka sögu og fór frá því að hýsa sprengjur í að geyma kartöflur borgarbúa. „Bandaríkjamenn settu hana upp í Hvalfirðinum en eftir stríð var hún öll tekin í sundur alveg til minnstu skrúfu og flutt í heild sinni á núverandi stað. Upp frá því gegndi hún hlutverki kartöflu- geymslu í áratugi, en hingað kom fólk á hverju hausti með uppsker- una og geymdi yfir veturinn,“ segir Kristinn, sem heillaðist af sérstöðu byggingarinnar og ætlar henni nú nýtt hlutverk og með því heldur sérstök saga hennar áfram. „Hér á að rísa hönnunar- og listamiðstöð með lifandi og skapandi umhverfi, þar sem haft er að leiðarljósi að hlutar starf- seminnar í húsunum styðji hver aðra,“ segir Kristinn, sem sjálfur ætlar að reka verslunina Desform í húsinu þar sem hann selur eigin hönnun og framleiðslu á sófum. „Breytingar verða gerðar á útliti og umhverfi byggingarinnar, sem mun gera hana að aðlaðandi stað til að heimsækja. Mikill metnaður er lagður í listræna útfærslu húss og lóðar þar sem sérstaðan verður dregin fram með vönduðum frá- gangi sem myndar andstæður við grófleikann sem fyrir er,“ segir Kristinn, sem áætlar að starfsem- in verði komin af stað í apríl á næsta ári. „Hér verða ekki lengur geymdar neinar sprengjur en ég get lofað að samt sem áður verður mikil dýnamík í húsinu,“ segir Kristinn. ■ Guðni Sigurðsson verkfræðingur: Stundar trjárækt á þakinu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Kristinn Brynjólfsson ætlar að koma upp stórri hönnunar- og listamiðstöð í gömlu kartöflugeymslunum. Hönnunar- og listamiðstöðin Ártúnsbrekku: Hönnun í sprengjugeymslu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Fura, lerki og greni sjást frá götunni. Innar eru birki og víðir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.