Fréttablaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 48
20 6. september 2004 MÁNUDAGUR Við auglýsum.. ...enn og aftur eftir íslenskum knattspyrnuunnendum. Þegar botnbaráttuslagur FH og Fjölnis hófst í Krikanum í gær var aðeins einn áhorfandi mættur á völlinn – blaðamaður Fréttablaðsins. Hann lét lítið í sér heyra. sport@frettabladid.is ,,Það hlaut að koma að því. Þetta er nú búið að að vera ágætt.” Sagði markadrottningin Olga Færseth í gær en þá mistókst henni að skora í fyrsta skipti á Hásteinsvelli frá því hún gekk til liðs við ÍBV ■ FH–FJÖLNIR 2-1 0–1 Helga Franklínsdóttir 17. 1–1 Sigríður Guðmundsdóttir 42. 2–1 Valdís Rögnvaldsdóttir 73. BEST Á VELLINUM Valdís Rögnvaldsdóttir FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–12 (8–7) Horn 4–6 Aukaspyrnur fengnar 12–13 Rangstöður 5–2 GÓÐAR Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir FH Guðrún Sveinsdóttir FH Eva María Árnadóttir FH Lind Hrafnsdóttir FH Sigríður Guðmundsdóttir FH Valdís Rögnvaldsdóttir FH Sonný Lára Þráinsdóttir Fjölni Helga Franklínsdóttir Fjölni Hrefna Sigurðardóttir Fjölni Erla Þórhallsdóttir Fjölni Rúna Sif Stefánsdóttir Fjölni ■ ÍBV–VALUR 1-3 0–1 Nína Ósk Kristinsdóttir 3. 1–1 Margrét Lára Viðarsdóttir 11. 1–2 Laufey Ólafsdóttir 23. 1–3 Kristín Ýr Bjarnadóttir 59. BEST Á VELLINUM Laufey Ólafsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–16 (5–8) Horn 3–5 Aukaspyrnur fengnar 12–10 Rangstöður 7–1 MJÖG GÓÐAR Laufey Ólafsdóttir Val Málfríður Sigurðardóttir Val GÓÐAR Pála Marie Einarsdóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val Kristín Ýr Bjarnadóttir Val Guðbjörg Gunnarsdóttir Val Íris Sæmundsdóttir ÍBV Rachel Kruze ÍBV Karen Burke ÍBV LANDSBANKADEILD KVENNA [ LOKASTAÐAN ] Valur 14 13 1 0 56–7 40 ÍBV 14 10 2 2 69–12 32 KR 14 9 3 2 49–20 30 Breiðablik 14 5 0 9 25–35 15 Stjarnan 14 3 5 6 18–40 14 FH 14 4 2 8 14–54 14 Þór/KA/KS14 1 5 8 14–48 8 Fjölnir 14 1 2 11 7–37 5 MARKAHÆSTAR Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 23 Olga Færseth, ÍBV 20 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 16 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR 13 Kristín ýr Bjarnadóttir, Val 12 Getum komist ofar FH-stúlkur enduðu í sjötta sæti Landsbankadeildar kvenna eftir að þær lögðu Fjölni sem var þegar fallið úr deildinni. Þær stefna enn ofar á næsta ári. FÓTBOLTI FH-stelpur luku tímabil- inu með sigri á Fjölni, 2-1, í Kaplakrika í gærdag. Þar með endaði liðið í sjötta sæti deildar- innar með 14 stig, jafnmörg og Stjarnan, sem hafði betra marka- hlutfall. Góður árangur hjá FH- stelpum, þær voru aðeins einu stigi á eftir Breiðabliki sem end- aði í fjórða sæti, og sérstaklega ef miðað er við áföllin sem dundu yfir í vor. Fyrst skipti Sif Atladóttir yfir í KR og síðan meiddist hinn efni- legi framherji, Elín Svavarsdóttir. Enda var það svo að byrjun móts- ins var liðinu erfið en FH-stelpur sýndu karakter, þeim óx smám saman ásmegin og sýndu að þær eiga svo sannarlega heima í efstu deild. Til sóma Fjölnisstelpur voru fallnar fyrir leikinn en óhætt er að segja að frammistaða þeirra í sumar hafi verið félaginu til sóma. Hér er á ferð kornungt lið sem sýnt hefur þrælgóða takta. Mikil og góð barátta hefur einkennt það en satt best að segja hefur heppnin ekki verið með Fjölnisstelpum. Ef fram fer sem horfir kemur liðið fljótt upp aftur, reynslunni ríkari. Leikurinn fór fram við frekar erfiðar aðstæður, mikil rigning var lengstum og völlurinn því verulega þungur. Samt sem áður sáust ágætis tilþrif á báða bóga og í það heila hefði jafntefli líklega verið sanngjörnustu úrslitin. Viljum gera betur Fyrirliði FH-stelpna, Hlín Pét- ursdóttir, var ánægð með sigurinn og uppskeruna. „Við sýndum hvað í okkur bjó eftir erfiða byrjun og erum mjög ánægðar með árang- urinn í sumar. Við viljum gera enn betur en til þess þarf okkur að ganga betur að halda leikmönnum því það er svo erfitt til lengdar að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt á hverju tímabili. Takist það getum við komist enn ofar, engin spurn- ing,“ sagði Hlín sms@frettabladid.is „Við viljum gera enn betur en til þess þarf okkur að ganga betur að halda leikmönnum því það er svo erfitt til lengdar að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt á hverju tímabili.” ,, SKREFI Á UNDAN Fjölnisstúlkur áttu lítið erindi í grimmar FH-stúlkur í Krikanum í gær. Þær gáfust þó aldrei upp og luku tímabilinu með miklum sóma. FH-ingurinn Guðrún Sveinsdóttir skeiðar hér auðveldlega fram hjá varnarmanni Fjölnis. Fréttablaðið/Vilhelm FÓTBOLTI “Við vildum sýna það að við værum með besta liðið og ég held við höfum gert það hér á Há- steinsvelli í dag,” sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, eftir að lið hennar hafði sigrað lið ÍBV 3-1 í Eyjum og var um leið fyrsta liðið til að sigra þar í tvö ár. “Ég er afskaplega ánægð með þennan sigur en mig varðar ekkert um það hvenær ÍBV tapaði hérna síðast. Við erum bara tap- lausar í sumar og ég er mjög sátt við það. Mér fannst við spila mjög vel í seinni hálfleik og er mjög ánægð með fyrri hálfleikinn. Hvort þær voru sterkari eða veikari en ég átti von á veit ég ekki, ég hugsa ekki mikið út í það. Við vorum að spila vel og það skiptir mestu máli,” sagði Elísa- bet sem eins og kunnugt er var rekin sem þjálfari ÍBV fyrir réttum tveimur árum síðan. Valsstúlkur tóku forystuna strax á 3. mínútu leiksins þegar Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði gegn hálf vængbrotnu liði ÍBV. Markvörður liðsins, Claire Johnstone, lék ekki með og Hanna G. Guðmundsdóttir sem ekki hefur æft í sumar stóð á milli stanganna. Hún virtist úr leikæf- ingu og má skrifa tvö fyrstu mörk Vals á hana. Þá vantaði Michelle Barr og Sammy Britton í vörnina en þær voru báðar meiddar. Margrét Lára reyndi hvað hún gat í sókninni en náði aðeins einu sinni að koma knettinum framhjá góðum markverði Vals, Guðbjörgu Gunnarsdóttur, þrátt fyrir nokkur góð marktækifæri. “Leikurinn þróaðist svipað og í fyrri umferðinni á móti Val á Vals- vellinum. Við fengum aragrúa af færum í byrjun og náðum að vísu að nýta eitt núna en við hefðum getað verið þremur eða fjórum mörkum yfir snemma í fyrri hálf- leik,” sagði Olga Færseth, fram- herji hjá ÍBV, sem tókst ekki að skora í leiknum og er þetta í fyrsta sinn sem hún skorar ekki á Hásteinsvelli frá því hún gekk til liðs við ÍBV fyrir tveimur árum. Valsstúlkur tóku öll völd á vell- inum í seinni hálfleik og unnu sanngjarnan 3-1 sigur og verð- skulda Íslandsmeistaratitilinn enda ekki tapað leik í deildinni í sumar. Laufey Ólafsdóttir kom Valsstúlkum í 2-1 eftir að Margrét Lára hafði jafnað metin snemma í fyrri hálfleik en Kristín Ýr Bjarna- dóttir gulltryggði sigurinn á 59. mínútu með góðu skallamarki. JIA Íslandsmeistarar Vals undirstrikuðu yfirburði sína með því að leggja ÍBV í Eyjum: Sýndum að við erum bestar Á SKOTSKÓNUM Laufey Ólafsdóttir var best á Hásteinsvelli í gær og skoraði að auki eitt mark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.