Fréttablaðið - 06.09.2004, Síða 63

Fréttablaðið - 06.09.2004, Síða 63
35MÁNUDAGUR 6. september 2004 Póstkröfusími 525 5040 TILBO‹ VIKUNNAR N‡jar og vinsælar geislaplötur á frábæru tilbo›i í verslunum Skífunnar. Meira sítt að aftan - 39 vinsæl 80's lög Óbeint framhald af safnplötunni vinsælu „Sítt að aftan“. Hér eru m.a. Queen, Wham, Duran Duran, Kraftwerk, ABC, Europe, Falco, Modern Talking, Limahl, Culture Club o.fl. Young Buck - Straight Outta Cashville Íslandsvinurinn Young Buck úr G Unit með sína fyrstu sólóplötu. Papa Roach - Getting Away With Murder Jacoby Shidixx og félagar hans í Papa Roach eru hér með sína þriðju plötu. Platan inniheldur m.a. samnefnt smáskífulag sem er í fínni spilun þessa dagana. R Kelly - Happy People/U Saved Me Glæný tvöföld plata frá R Kelly. Fyrri platan inniheldur dansvæna smelli að hætti R Kelly og seinni platan inniheldur lofsöngva sem fá hjartað til að syngja. Maroon 5 - Songs About Jane Maroon 5 hafa heldur betur slegið í gegn með þessari plötu, enda inniheldur hún smellina Harder To Breath, This Love og vinsælasta lag landsins í dag She Will Be Loved. Brandy-Afrodisiac „Afrodisiac“ er fjórða breiðskífa söng- og leikkonunnar Brandy sem sló eftirminnilega í gegn aðeins 19 ára gömul með plötunni „Never Say Never“ og laginu The Boy Is Mine árið 1998. The Jacksons-Very Best Of Þessi tvöfalda safnplata spannar allan feril Jacksons systkinanna. Hér eru lög á borð við ABC, Ben, I’ll Be There, Shake Your Body, Can You Feel It og Blame It On The Boogie. Thomas Thordarson-Sig Det' Logn Ný plata frá hinum íslensk ættaða Tómasi Þórðarsyni, sem flutti framlag Dana í Eurovision söngvakeppninni 2004. Ray Charles-Genius Loves Company Síðasta platan frá Ray Charles er dúetta plata með Norah Jones, Van Morrison, James Taylor, Elton John o.fl. Jeff Buckley-Grace Þreföld afmælisútgafa af þessari mögnuðu plötu Jeff Buckley. Í pakkanum er „Grace“ með endurbættum hljómburði, 13 áður óútgefin lög og að auki DVD mynddiskur. Red Hot Chili Peppers -Live In Hyde Park Frábær tvöföld 26 laga tónleikaplata með Red Hot Chili Peppers á einföldu verði. Auk þeirra bestu og vinsælustu laga er hér að finna 3 ný lög og nokkur tökulög að auki. Pottþétt 35 Mörg af allra vinsælustu lögum sumarsins á tvöfaldri plötu. T.d. Quarashi, Keane, Britney, Pink, Nerd, G Unit, Usher, Outkast, The 411, Nylon, Kelis, 50 Cent, Maroon 5 ofl. o.fl. Vikutilbo› 1.999 kr. 2CD Vikutilbo› 1.799 kr. 2CD Vikutilbo› 1.999 kr. 2CD Vikutilbo› 1.999 kr. Vikutilbo› 1.999 kr. Vikutilbo› 1.999 kr. Vikutilbo› 1.999 kr. Vikutilbo› 2.999 kr. 2CD+DVD Vikutilbo› 1.999 kr. 2CD Vikutilbo› 1.999 kr. 2CD Vikutilbo› 1.999 kr. Vikutilbo› 1.999 kr. „Við köllum þetta Listahátíð í allan vetur,“ segir Vigdís Esradóttir, for- stöðumaður Salarins í Tónlistar- húsi Kópavogs. Vetrardagskrá Sal- arins er að hefjast nú í vikunni, og vart er hægt að segja að of stórt sé tekið upp í sig með því að kalla dagskrána listahátíð. Á dagskránni er að finna hvern stórviðburðinn á fætur öðrum í tónlistarlífinu, og enginn hægðar- leikur að taka eitt fram yfir annað þegar Vigdís er beðin að nefna helstu viðburði vetrarins. „En bara til að stikla á stóru, þá eru þrír ungir Íslendingar að debútera. Þeir heita Víkingur, Ari og Ögmundur. Svo eru sex ein- stæðir tónleikar erlendra gesta. Þeir eru píanóleikararnir Liene Circene frá Lettlandi, sem hélt hér tónleika í vor við fádæma undir- tektir, og Barry Snyder frá Banda- ríkjunum, fiðluleikarinn Earl Car- lyss og eiginkona hans, píanóleik- arinn Ann Schein, strengjakvart- ettinn Pi-Kap frá Prag og gömbu- kvartettinn Phantasm. „Rúsínan í pysluendanum er svo Mary Lou Fallis, kanadíska söngkonan og grínistinn sem fer á kostum ásamt Peter Tiefenbach pí- anóleikara í frumsömdum kabar- ett, þar sem hún gerir grín að „söngkonunni“. Svo koma fram yfir hundrað íslenskir flytjendur, þar á meðal margir af helstu lista- mönnum þjóðarinnar.“ Salurinn varð fimm ára í janúar síðastliðnum. Af því tilefni er þessa dagana að koma út geisla- diskur með úrvali af afmælisdag- skránni síðastliðinn vetur. „Þessi diskur er bara fyrir áskrifendur,“ segir Vigdís og bros- ir í kampinn. „Þeir sem kaupa fimm miða eru þar með orðnir vildarvinir og áskrifendur í Saln- um. Þeir fá sjöttu tónleikana frítt og svo fá þeir jafnframt í hendurn- ar þennan einstæða disk.“ Á disknum getur meðal annars að heyra Kristin Sigmundsson, finnska stórsöngvarann Jorma Hynninen, nýtt lag eftir Tatu Kantomaa með Rússíbönum, selló- snillinginn Erling Blöndal Bengts- son, og hinn heimskunna rúss- neska píanóleikara Igor Kamenz, svo fátt eitt sé nefnt. ■ LETTNESKI PÍANÓLEIKARINN LIENE CIRCENE Hún kemur fram á fyrstu tónleikum vetrardagskrár Salarins í Kópavogi, sem haldnir verða á þriðjudagskvöldið. Níu mánaða listahátíð í Salnum Ídag klukkan 12 hefst forsala miða átónleika söngkonunnar Mariönnu Faithfull sem haldnir verða á Broad- way 11. nóvem- ber. Faithfull mætir hingað til lands með full- skipaða hljóm- sveit og ætlar að flytja öll sín þekktustu lög í bland við lög af síðustu plötu sinni Kissin Time sem kom út árið 2002. Faithfull er enginn byrjandi í bransanum en hún höf söngferil sinn árið 1964 með lag- inu As Tears Go By sem rokkpáfarnir Mick Jagger og Keith Richards sömdu fyrir hana. Rolling Stones tóku lagið ekki fyrr en ári síðar en Faithfull og Jagger voru elskhugar þegar lagið var samið. Ferill hennar hefur verið nokkuð brokkgengur en hún náði nýjum hæðum árið 1979 með breiðskífunni Broken English en féll síðan í skuggann aftur þar til hún söng með Metallicu í laginu Load. Kissin Time fékk svo fyrirtaksdóma þegar hún kom út en á henni vott- uðu margir yngri tónlistarmenn henni virðingu sína með því að taka með henni lagið. Þar á meðal voru Beck, Damon Albarn, Billy Corgan úr Smashing Pumpkins, Dave Stewart úr Eurythmics og Jarvis Cocker úr Pulp. Fyrstu miðarnir á tónleikana á Broadway verða seldir á vefslóðinni concert.is og í síma 511 2255. Við þetta má svo bæta að Concert, sem stendur fyrir tónleikun- um, stefnir að því að flytja inn fleiri eldri og reyndari tónlistarmenn og hefur í þeim tilgangi tryggt sér leigu á fyrsta flokks hljóðkerfi sem ætti að sóma sér vel í stóra sal Háskólabíós. Áfimmtudaginn eru liðin 20 ár fráþví að hin ástsæla hljómsveit Grafík sendi frá sér plötuna Get ég tekið sjéns og af því tilefni ætlar Grafík að halda afmælistónleika í Austurbæ að kvöldi 9. september. Grafík á traust bakland aðdáenda sem hafa engu gleymt frá því að Helgi Björnsson beið eftir því að verða sextán svo hann gæti látið elskuna sína sjá sig í bíó og fór fram á að draumadísin segði „já“ þúsund sinnum. Miðar á viðburðinn hafa rokið út og eins og staðan er í dag eru fáir miðar eftir en þeir eru meðal annars seldir á Hard Rock í Kringl- unni. Grafík var ein áhrifamesta hljómsveit níunda áratugarins á Ís- landi en hún var stofnuð á Ísafirði af þeim félögum Rafni Jónssyni og Rúnari Þóris- syni í kringum árið 1980. Sveitin gaf út tvær plötur á því tímabili en svo árið 1983 gekk Helgi Björnsson til liðs við sveitina og var þá hafist handa við tök- ur á plötunni Get ég tekið sjéns. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.