Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 8
8 11. október 2004 MÁNUDAGUR UPPLÝSINGATÆKNI Útflutningur hugbúnaðar og tölvuþjónustu hefur nær fjórtánfaldast á tíu árum. Upplýsingatækniútflutn- ingur nam árið 1994 268 milljón- um króna, en nam á síðasta ári rúmlega 3,7 milljörðum króna og hafði þá aukist um 9,5 prósent frá fyrra ári. Í úttekt Seðlabanka Íslands kemur fram að fyrirtæki sem hafa hugbúnaðargerð og ráð- gjöf sem aðalatvinnugrein hafi staðið undir 85 prósentum af út- flutningnum og að útflutningur þeirra hafi aukist um 23 prósent frá árinu 2002. „Útflutningur fyrirtækja í öðrum atvinnugrein- um á hugbúnaði og tölvuþjónustu dróst hins vegar saman,“ segir í skýrslu bankans sem kom út í sumar. Fram kemur að viðskipti með hugbúnað og þjónustu tengda honum hafa vaxið hratt á undan- förnum árum og að stærsta mark- aðssvæði ís- lensks hugbún- aðar sé Evrópa, en hlutdeild Evrópu er sögð hafa vaxið á kostnað Banda- ríkjanna und- anfarin ár. „Á milli áranna 2002 og 2003 jókst útflutn- ingur hugbún- aðar til Evrópu um tæpar 400 milljónir króna reiknað á föstu gengi á meðan útflutningur til Bandaríkjanna dróst saman um 66 milljónir króna. Hlutur Evrópu var orðinn rúmlega 69 prósent alls hugbúnaðarútflutnings í fyrra,“ segir í skýrslu Seðlabank- ans. Frosti Bergsson, stjórnarfor- maður Opinna kerfa group, segir að merki séu um sígandi lukku í upplýsingatæknigeiranum. „Al- mennt má segja að markaðurinn hafi verið að taka við sér, ekki snögglega, heldur höfum við bara verið að sjá jákvæða þróun. Við höfum farið í gegnum samdrátt og svo verið að færast upp á við aftur,“ segir hann. Frosti bendir á að fyrirtækjum hafi fækkað í greininni og að undanfarið hafi aukist fjárfestingar sem lífgi við markaðinn. „Bankar og fjármála- stofnanir fóru fyrst af stað með fjárfestingar og svo símafélögin líka sem héldu dálítið að sér höndum eftir að netbólan sprakk. Þau þurftu aðeins að taka til í sín- um ranni eftir. Svo var líka bara komin þörf á endurnýjun hjá almennum heimilum og fyrir- tækjum,“ bætir hann við. olikr@frettabladid.is SVONA ERUM VIÐ BRAUTSKRÁÐIR STÚDENTAR 1995-1996 1999-2000 2002-2003 Reykjavík 872 828 1008 Landsbyggðin 488 512 605 Heimild: Hagstofan – hefur þú séð DV í dag? Hvolpurinn fipaði hana í akstrinum Kraftaverk að ég lifði bílveltuna af Hvíta-Rússland: Forseti vill sitja lengur MINSK, AP Hundruð manna mót- mæltu í höfuðborg Hvíta-Rúss- lands í gær þeim áformum forseta landsins Alexanders Lukashenko, að halda þjóðaraatkvæðagreiðslu um hvort hann geti setið lengur en tvö kjörtímabil sem forseti. „Fólk er óttaslegið og getur ekki látið skoðanir sínar í ljós,“ sagði Vintsuk Vyacherka, leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Lukashenko var fyrst kjörinn forseti árið 1994 og síðan endur- kjörinn fyrir fjórum árum. Samkvæmt núgildandi reglum getur hann ekki setið lengur en tvö kjörtímabil. ■ Friðargæsluliðar: Tveir urðu fyrir skotum HAÍTÍ, AP Tveir erlendir friðar- gæsluliðar særðust í skotbardaga við stuðningsmenn Jean-Bertrand Aristide, fyrrum forseta Haítí. Þeir eru fyrstu friðargæslulið- arnir sem særast frá því þeir komu til landsins fyrir fjórum mánuðum síðan. Argentínskur hermaður var skotinn í handlegginn í Gonaives á laugardag eftir að stuðningsmenn Aristide sökuðu ráðamenn um að gera ekki nóg til að hjálpa þeim sem urðu illa úti af völdum felli- bylsins Jeanne. Brasilískur her- maður var skotinn í bardögum í höfuðborginni Port-au-Prince. ■ VERKFALL Í DAG Olíuverkamenn í Nígeríu hyggjast hefja verkfall í dag til að mótmæla hækkunum á verði eldsneytis á innanlands- markaði. 29 verkalýðsfélög taka þátt í verkfallinu. Adams Oshi- omhole, leiðtogi verkalýðsfélag- anna, var handtekinn á laugardag eftir að viðræður um lausn deil- unnar skiluðu engum árangri. KOSIÐ Í KAMERÚN Kamerúnbúar ganga að kjörborðinu í dag og ákvarða hvort Paul Biya forseti skuli sitja í sjö ár enn. Biya hefur verið forseti frá 1982 þegar hann var skipaður forseti af eina flokknum sem þá var leyfður. Stjórnarandstæðingar saka hann um að stilla kosningunum núna þannig upp að stjórnarandstæð- ingar eigi enga möguleika á sigri. ■ AFRÍKA TÖLVUR OG FORRIT Fjárfestingar hafa verið að aukast í upplýsingatæknigeira hér á landi og aukinnar bjartsýni gætir. Útflutningur á íslenskum hugbúnaði og þjónustu hefur aukist á milli ára. FROSTI BERGSSON Stjórnarformaður Opinna kerfa group segir sígandi lukku í upplýsingatækni og telur ekki að ný „netbóla“ sé í upp- siglingu. Fjórtánföldun á síðasta áratug Íslenskur upplýsingatæknigeiri hefur verið að taka við sér eftir niður- sveiflu og jukust tekjur af útflutningi hugbúnaðar og þjónustu um 9,5 prósent milli áranna 2002 og 2003. LANDBÚNAÐUR Svokölluð sauða- messa var haldin í fyrsta sinn í Borgarnesi á laugardag. Þessi fjölskylduhátíð er algjörlega helguð sauðkindinni og er ætlað að sýna sauðkindinni þá virðingu sem hún eigi skilið. Þeir sem sáu sér ekki fært að ferðast til Borgarness gátu fylgst með herlegheitunum fram eftir degi í útvarpinu þar sem bein útsending frá hátíðinni var á Rás 2. Á messunni var til dæmis keppt í jarm-idoli sem þar sem leitað var að besta jarminu 2004. Einnig var haldið Íslandsmótið í fjárdrætti, Ís- landsmótið í sauðburði og sauð- ur ársins valinn. Að sögn lögreglunnar í Borg- arnesi fóru hátíðarhöldin vel fram og skemmti fólk sér vel. Réttarball var haldið í félags- heimilinu Skugga og fór allt vel fram þar og skemmti fólk sér með virðingu fyrir náunganum í ró og spekt og í samhljómi með sauðkindinni. - lkg KAPPÁT Þrjú jafn þung sauðalæri voru elduð og fengu keppendur vasahníf að vopni í kappátinu. Hér etja kappi Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti og formaður Félags sauð- fjárbænda í Borgarfirði, Baldur Jónsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness og Guðlaug- ur Þór Þórðarson, þingmaður og borgarfulltrúi. Baldur vann keppnina, Guðlaugur lenti í öðru sæti en Sigurgeir rak lestina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /L JÓ SM ./ SK ES SU H O R N , M AG N Ú S M AG N Ú SS O N FRÆÐSLA Formlegt annað starfsár Menntasmiðju Eskju á Eskifirði er hafið með nýjum námsvísi. Menntasmiðjan er fyrir starfs- fólk Eskju og maka þeirra. Fjöl- mörg námskeið eru í boði. Aðsókn að þeim fjölmörgu námskeiðum sem haldin voru í fyrra var mjög góð, en vegna vinnu sinnar var sjómönnum illa kleift að sækja námskeiðin. Nú er því sérstaklega komið til móts við sjómennina. Í öll skip Eskju verður dreift fjórum margmiðl- unardiskum og geta sjómenn því aukið þekkingu sína jafnt úti á hafi sem í landi. - eg MENNTUN Á SJÓNUM Emil Thorarensen útgerðarstjóri afhendir Steingrími Jóhannssyni skipstjóra á Hólmatind SU-1 margmiðlunardiskana. Sjómenn hjá Eskju geta aukið þekkingu sína á hafi úti: Menntasmiðja Eskju aftur af stað Velheppnuð sauðamessa: Hátíð til heiðurs sauðkindinni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.