Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 12
12 11. október 2004 MÁNUDAGUR RÁÐSTEFNA Um eitthundrað innri endurskoðendur frá flugfélögum hvaðanæva úr heiminum sækja ráðstefnu sem Flugleiðir hafa veg og vanda að og hefst á Hótel Nordica í Reykjavík í dag. Um er ræða ráðstefnu sem haldin í er í samvinnu við alþjóða- samtök innri endurskoðenda flug- félaga. Markmið og tilgangur sam- takanna er að viðhalda og þróa endurskoðunarstaðla í flugrekstri. Flugleiðir hafa verið með í sam- tökunum frá upphafi og eiga nú fulltrúa í stjórn. Að sögn Sveinbjörns Egilsson- ar, starfsmanns Endurskoðunar Flugleiða hf., stuðla samtökin að innbyrðis tengslum flugfélaga og styrkir það fagleg vinnubrögð. „Ráðstefna sem þessi dregur saman það besta sem er að gerast í faginu í heiminum í dag og þátttak- endur deila með sér þekkingu og reynslu,“ segir Sveinbjörn. Meðal þeirra Íslendinga sem erindi flytja á ráðstefnunni eru Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræð- ingur, Jónas S. Sverrisson og Theó- dor R. Gíslason frá KPMG og Ársæll Hreiðarsson frá Median hf. - bþe BANDARÍKIN Forsetaframbjóðandi sem hefur með sér bönnuð gögn í kappræðum og forseti sem fær svör sín við spurningum í sömu kappræðum frá aðstoðar- mönnum sínum sem segja honum til í gegnum falinn hljóð- nema. Þetta er meðal þess sem gengið hefur um netheima að undanförnu. Fljótlega eftir að fyrstu kappræður George W. Bush og John Kerry áttu sér stað fór myndbútur úr þeim sem eldur um sinu þar sem virtist upplýst að Kerry hefði svindlað í kapp- ræðunum. Kerry sást fara í vasa sinn og virtist sækja eitthvað. Það er stranglega bannað sam- kvæmt reglum sem fulltrúar frambjóðendanna komu sér saman um fyrirfram. Ekki sást þó hvort Kerry tæki eitthvað úr vasanum. Nú telja sumir svo að Bush hafi haft hljóðnema á sér og fengið góð ráð frá starfsmönnum kosningabaráttu sinnar um hverju hann ætti að svara. Vísa menn þar til bungu aftan á jakka forsetans þar sem þeir telja að búnaðurinn hafi verið falinn. Væntanlega þarf vart að taka fram að stuðningsmenn Bush hlæja að þessu. Á morgun eru nákvæmlega þrjár vikur til forsetakosninga í Bandaríkjunum. - bþg Skýjakljúfur: Stærstur í heiminum KÍNA, AP Gengið hefur verið frá samningum um framkvæmdir við stærsta skýjakljúf heims sem reistur verður í Sjanghæ í Kína. Skýjakljúfurinn, sem mun hýsa heimsfjármálamiðstöðina í Sjanghæ, verður 492 metrar að hæð þegar hann verður risinn. Hann verður því tuttugu metrum hærri en sá skýjakljúfur sem nú er stærstur, Taipei 101 í Taívan. Reyndar eru liðin sjö ár frá því framkvæmdir við nýja skýja- kljúfinn hófust en þær frestuðust um fimm ár þegar eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði dróst saman. ■ ■ NORÐURLÖND Dauðsfall við Hólmavík: Lést í smala- mennsku DAUÐSFALL Tilkynnt var um manns- hvarf í umdæmi lögreglunnar á Hólmavík seinni partinn á laugar- daginn. Leitað var að manninum í sveitinni við Hólmavík í dágóða stund áður en hann fannst látinn. Að sögn lögreglu var maðurinn að sinna smalamennsku og varð bráðkvaddur. Maðurinn var bóndi í Bitrufirði en ekki er hægt að gefa upp nafn hans á þessari stundu. ■                                 ! "#   $       %   &  )  #   *++) ), #  ++) )-   #  ++) ). # /# ++)        0  1"   /  0     2 #  "#  3  4  /# !#  #  "##   #  3       5$   /      "  6  1$/      5$  #           . # +7+8            !   " #  $  %  #                            HLAUPIÐ MILLI HEIMSÁLFA Tugþúsundir manna tóku þátt í 26. Evrópu-Asíu maraþoninu sem fram fór í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Fólkið hljóp yfir brú yfir Bosporussund sem skilur að Asíu og Evrópu. FARÞEGAVÉL NAUÐLENTI Far- þegaflugvél SAS Braathens með 113 farþega um borð á leið frá London þurfti að nauðlenda í Stafangri í Noregi eftir að ljóst varð að stýribúnaður í vængjum flugvélarinnar virkaði ekki sem skyldi. Gripið var til ýtrustu var- úðarráðstafana vegna lendingar- innar en allt gekk þó að óskum. RÁÐSTEFNA FLUGLEIÐA Haldin í samvinnu við alþjóðasamtök innri endurskoðenda flugfélaga. KERRY OG BUSH Í ÖÐRUM KAPPRÆÐUNUM Sumir stuðningsmenn hvors frambjóðanda um sig eru mjög tortryggnir í garð andstæðingsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Alþjóðleg ráðstefna á vegum Flugleiða: Styrkja fagleg vinnu- brögð við endurskoðun Frambjóðendur sakaðir um að fara á svig við reglurnar: Samsæriskenningar í algleymingi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.