Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 34
34 11. október 2004 MÁNUDAGUR Þorgeir Guðmundsson hjá kvik- myndafyrirtækinu Glysgirni er að leggja lokahönd á heimildar- mynd sem ber nafnið Bítlabærinn Keflavík. „Ég er langt kominn með að klippa myndina og vona að ég nái að klára hana fyrir jól,“ segir Þorgeir sem leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Óttari Proppé. „Myndin fjallar um Bítlið í gegn. Hvert land hefur sitt Liver- pool og við höfum Keflavík,“ segir Þorgeir en Herra Rokk, sjálfur Rúni Júl, fer með stórt hlutverk í myndinni. „Við fylgjumst með fæðingu ung- lingamenning- arinnar og hvernig hún varð til í gegn- um herstöðina. Leitum meðal annars svara við því af hverju hún varð til í Keflavík en ekki Reykjavík.“ Keflavík hefur oft verið nefnd- ur Bítlabærinn enda komu þaðan margar af frægustu hljómsveitum landsins. Fyrir nokkru var þar Poppminjasafn Íslands til heiðurs hljómsveitunum en nú hefur það verið sett í geymslu. Fyrirhugað er þó að opna það á ný. „Mér skilst að það vanti húsnæði undir safnið og við eigum upptöku af því þegar Árni Sigfússon bæjarstjóri í Kefla- vík lofar Rúna Júl húsnæði undir það,“ segir Þorgeir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru hug- myndir uppi um að Poppminja- safnið fái samastað í hinum sögu- fræga skemmtistað Stapanum. Glysgirni hefur sent frá sér nokkrar myndir þar á meðal stutt- myndirnar BSÍ, Herför til Brüssel og Memphis. Fyrirtækið var einn- ig meðframleiðandi í hinni sögu- legu mynd Ham lifandi – dauðir. Þorgeir hefur leikstýrt myndun- um en hann segir þetta viðamestu heimildarmynd sem hann hafi ráðist í. Þorgeir er einnig með fleiri hugmyndir í handraðanum, þar á meðal bíómynd í fullri lengd sem hann skrifar í samvinnu við áður nefndan Óttar. „Það vantar ekki hugmyndirnar eða talentinn heldur peninga,“ segir Þorgeir og skellir upp úr. Bítlabærinn Keflavík verður líklega frumsýnd í kvikmynda- húsum í kringum jól en í Sjón- varpinu á næsta ári. kristjan@frettabladid.is Alþingismenn hafa ekki farið varhluta af kennaraverkfallinu frekar en aðrir landsmenn og þurfa að sinna börnum sínum, þegar þau hefðu annars verið í skóla. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, mætti til vinnu á Alþingi í síðustu viku ásamt syni sínum Hirti, 12 ára, og vini hans og jafnaldra, Örvari Inga Óttarssyni. Birta, dóttir leiðtoga hins stóra stjórnarandstöðuflokksins, Össur- ar Skarphéðinssonar, hefur einnig lífgað upp á þingheim á meðan kennaraverkfallið hefur staðið yfir. ■ Tólf ára á Alþingi STEINGRÍMUR J, SONUR OG VINUR Hjörtur sonur hans 12 ára og vinur hans Örvar Ingi koma með vinstri græna for- manninum í vinnuna. HERRA ROKK Rúnar Júlíusson fer með stórt hlutverk í myndinni Bítlabærinn Keflavík. Kvikmyndafyrirtækið Glysgirni gerir myndina en S. Blöndal framleiðir. „Hér á landi halda bæði alþingismenn og sveitar- stjórnarmenn enn þá að það þurfi alls ekki skipulags- fræðinga til að skipuleggja,“ segir Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur. „Afleiðinguna sjá menn bara með því að opna augun. Þess vegna er erfitt að nefna dæmi um gott skipulag hér á landi.“ Hann er hins vegar ekki í miklum vandræðum með að finna dæmi um vel heppnað skipulag erlendis. „Af því endurnýjun miðbæja hefur verið á dagskrá, til dæmis bæði hér í Reykjavík og á Akureyri, þá get ég nefnt dæmi um skipulag sem er ekki bara tískuarki- tektúr, eins og til dæmis í Åkerbrygge, sem er nýja höfnin í Ósló eftir kollega minn Niels Torp. Þarna er skipulag sem virkar vel. Þetta er skemmtilegt og manneskjulegt umhverfi þar sem heildin virkar vel á fólk.“ Skipulagið í Åkerbrygge finnst Gesti að menn gætu tekið sér til fyrirmyndar hér á landi, bæði í Reykjavík og á Akureyri „Annað dæmi um vel heppn- að skipulag er miðbærinn í Baltimore í Bandaríkjun- um, og þriðja dæmið væri svo Faneuil Hall markaður- inn í Boston.“ Gestur segir athyglisvert að í Bandaríkjunum séu telj- andi á fingrum annarrar handar þau fyrirtæki, sem eru fær um að ná þessum gæðum í skipulagsmálum. Bæði dæmin sem hann nefnir koma frá skipulags- fyrirtæki sem heitir Rouse Company. „Ég vona bara að almættið haldi virkilega fast í hend- urnar á þeirri dómnefnd sem á að dæma í alþjóðlegri samkeppni um miðbæinn á Akureyri. Mér er ennþá hulin ráðgáta að hverju er verið að leita þar.“ Fyrir nokkru var haldin alþjóðleg samkeppni um skipulag miðbæjarsvæðisins í Reykjavík. „Það var ein- hver glæsihugmynd frá arkitektum sem fékk fyrstu verðlaunin, en skipulagsmálin eru jafn óleyst og áður. En þetta er bara afleiðing af því að menn skilja ekki hvað skipulag er. Menn verða að átta sig á því að það er ekki bara útlitið sem skiptir máli,“ segir Gestur. | SÉRFRÆÐINGURINN | ...fær Lyfja fyrir að bjóða upp á bólusetningu gegn inflúensu fyrir veturinn. HRÓSIÐ – hefur þú séð DV í dag? Leikskólakennari í Kópavogi Konan mín misþyrmdi dóttur okkar Lárétt: 1 loðið, 6 hæða, 7 í röð, 8 tveir eins, 9 fataefni, 10 skjótt, 12 tæki, 14 tímabil, 15 leyfist, 16 slá, 17 í öfugri röð, 18 ergileg. Lóðrétt: 1 stórt, 2 kærleikur, 3 sólguð, 4 ekkert eftir, 5 svik, 9 blóm, 11 hestur, 13 loka, 14 gremjufull, 17 varðandi. Lausn. Lárétt:1hárugt, 6ása,7aá,8tt,9ull,10 ört, 12tól,14öld,15má,16rá,17uts, 18gröm. Lóðrétt: 1 hátt,2ást,3ra,4galtómt,5 tál,9urt, 11klár, 13lása,14örg,17um. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Afganistan Friðrik J. Arngrímsson Eitt FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÅKERBRYGGE Í ÓSLÓ Þarna þykir Gesti Ólafssyni skipulagsfræðingi hafa ákaflega vel tekist til í skipulags- málum. Skipulag: Nýja höfnin í Ósló þykir til mikillar fyrirmyndar ÞORGEIR GUÐ- MUNDSSON Hann leikstýrir og skrifar handritið að mynd- inni. KVIKMYNDAFYRIRTÆKIÐ GLYSGIRNI: GERIR MYND UM BÍTLABÆINN KEFLAVÍK Herra Rokk í heimildarmynd Á MIÐVIKUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.