Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 20
„Ég verð örugglega í vinnunni lungann af deginum og ef allt gengur að óskum þá fer ég kannski bara í saltfisk til mömmu og leyfi foreldrum mínum að virða fyrir sér afmælisbarnið,“ segir Björn Jörundur. Eftiminni- legasta afmælið segir hann vera þegar hann varð 9 ára en þá hélt hann boxkeppni í anddyri for- eldra sinna. „Boxið var ólöglegt á þessum tíma en við stóðum þarna og boxuðum samt sem áður. Einn var rotaður og frændi minn sem átti það til að bíta frá sér beit strákinn í næsta húsi sem var fimm árum eldri en hann. Allt saman leystist þetta upp í grát en ég var alsæll yfir þessu skemmti- legasta afmæli sem ég hef nokkurn tímann lifað.“ segir Björn Jörundur. Hann segist ekki myndi bjóða upp á slíka keppni í afmælisveislu nú enda sé box leyft í dag og ekki eins spennandi. „Annars dó boxáhugi minn þarna um 10 ára aldurinn, ég myndi kannski frekar bjóða upp á felu- leik eða eitthvað slíkt,“ segir Björn Jörundur sem hefur ekki haldið sérstaklega upp á afmælið sitt í ein 16 ár og finnst skemmti- legra að fara í afmæli til annarra. „Fyrir mér er afmælið bara eins og hver annar dagur og það er helst að maður bregði sér út að borða,“ segir Björn Jörundur. Nýlega settist hann í ritstjóra- stól hjá Fróða og stýrir þar blað- inu B&B sem kom í stað Bleikt & blátt. „Þetta tekur nánast allan minn tíma þar sem ég er að móta og þróa þetta nýja blað en það er stefna mín að það verði skyldu- eign allra karla um hver mánaða- mót,“ segir Björn Jörundur sem telur vinnuna fjölbreytta, líflega og skemmtilega og er ánægður með hversu góðar móttökur blað- ið hefur fengið. „Flest blöð eru bara fyrir konur og þess vegna er það yfirlýst stefna okkar að hafa karlrembutón til að peppa upp strákana,“ segir Björn Jörundur. Auk þess stendur Björn í ströngu þar sem hann er að undir- búa tónleika með félögum sínum í NýDönsk og sinfóníuhljómsveit- inni. „Við höfum aldrei áður unnið með sinfó, hinsvegar höfum við oft verið með þeim í partíum en ekki spilað með. Nema reyndar hann Ólafur Hólm sem reglulega kemur þar fram sem slagverks- leikari. Hann er okkar fulltrúi í sinfó,“ segir Björn Jörundur. kristineva@frettabladid.is Menningarvefritið Skýjaborg- ir.com opnaði um mánaðamótin en það er tileinkað minningu Einars Benediktsonar skálds. „Það verð- ur fjallað af og til um Einar á síð- unni en annars birtum við þarna alls konar efni tengt bókmennt- um, listum og menningu,“ segir ritstjórinn Ásgeir Jóhannesson. „Vefurinn er uppfærður daglega og við stefnum að því að vera með viðtöl, birta greinar og brot úr bókum.“ Ásgeir segir stofnun vefritsins sprottna upp úr skorti á menning- arumfjöllun á vefnum og þar sem Einar Benediktsson sé nokkrum ristjórnarmeðlimum mjög hug- leikinn hafði þótt við hæfi að til- einka ritinu minningu hans.“ Auk ritstjórnarinnar kemur nokkur fjöldi lausapenna og greinahöf- unda að ritinu en þeir birta skrif sín eftir hentugleika. Ég held að kistan.is sé eina menningar- vefritið sem eitthvað kveður að á netinu þannig að ég er sann- færður um að það er pláss fyrir fleiri vefrit af þessu tagi,“ segir Ásgeir sem er mjög sáttur við viðtökurnar og heimsóknafjöld- ann í skýjaborgina.“ Einar Benediktsson var fræg- ur fyrir að byggja skýjaborgir og loftkastala og það má því rekja nafn síðunnar beint til skáldsins stórhuga. „Kostir og gallar Einars kristallast í þessu nafni en þó skýjaborgirnar hans hafi ekki gengið sérstaklega vel upp hjá honum á viðskiptasviðinu þá átti hann margar mjög góðar hug- myndir sem seinna áttu eftir að verða að veruleika þó hann hafi ekki framkvæmt þær sjálfur.“ Ásgeir segist aðspurður ekki sjá neina gróðavon í skýjaborgun- um og segir útilokað að tala um menningarvefritið sem einhvers konar viðskiptahugmynd þannig að það er fyrst og fremst hugsjón- in sem rekur hann og félaga hans áfram en tækifærið er notað til þess að halda minningu Einars á lofti. „Við stefnum að því að opna undirsíðu sem verður helguð Einari en okkur finnst hann að sumu leyti hafa gleymst og að of lítið hafi verið fjallað um hann.“ ■ 20 11. október 2004 MÁNUDAGUR ELMORE LEONARD Þessi vinsæli glæpasagnahöfundur sem skrifaði meðal annars Get Shorty og Out Of Sight er 79 ára í dag. BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON: ER 34 ÁRA Í DAG „Ég sleppi því að skrifa þá hluta sem fólk hleypur yfir og nennir ekki að lesa.“ - Elmore Leonard er með einfalda uppskrift að vinsælum bókum og sleppir einfaldlega því sem fólk nennir ekki að lesa. timamot@frettabladid.is BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON Er ekki sérstaklega mikið afmælisbarn og lítur á þetta sem hvern annan dag. „Ef allt gengur að óskum þá fer ég kannski bara í saltfisk til mömmu.“ 11. október 1986 Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna, og Mikhail Gorba- tsjov, Sovétleiðtogi, funduðu í Höfða í Reykjavík þar sem þeir ræddu fyrst og fremst af- vopnunarmál. Fundurinn stóð í tvo daga og vakti heims- athygli. Leiðtogunum varð lítið ágengt í Reykjavík og viðræð- ur þeirra strönduðu meðal annars á Stjörnustríðsáætlun Reagans en Gorbatsjov vildi fyrir alla muni að forsetinn hyrfi frá draumaverkefni sínu um að koma upp tækjum og tólum til að skjóta kjarn- orkuflaugar niður utan úr geimnum. Stórlaxarnir hurfu síðan hvor til síns heima og voru ekkert sérstaklega hressir með fundinn sem skilaði litl- um árangri. Einhverjir sögu- skýrendur vilja þó meina að fundurinn hafi valdið straum- hvörfum í samningum um fækkun kjarnorkuvopna þó ekkert hafi þokast í málum fyrr en Reagan og Gorbatsjov hittust í þriðja sinn í Was- hington 1987. Leiðtogafundur- inn átti hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar sem sat límd fyrir framan sjónavrpstækin og horfði á hurðarhúninn á Höfða tímunum saman í beinni útsendingu en í kuld- anum fyrir utan húktu frétta- menn og biðu þess þrekaðir og illa á sig komnir að heims- fréttirnar yrðu til í þessu virðu- lega húsi í Reykjavík. HÖFÐI Hurðarhúnninn á aðaldyr- um hússins lék veigamikið hlutverk í beinum sjónvarpsútsendingum frá leiðtogafundinum í Höfða í Reykja- vík árið 1986. ÞETTA GERÐIST LEIÐTOGAR STÓRVELDANNA FUNDUÐU Í REYKJAVÍK Leiðtogafundur í Höfða MERKISATBURÐIR 1886 Thomas Edison, sækir um einkaleyfi fyrir fyrstu upp- finningunni sinni aðeins 19 ára gamall. Pilturinn hafði hannað atvæðatalningavél sem var hugsuð fyrir þing- kosningar en þingið sá þó ekki ástæðu til að kaupa vélina af honum. 1975 Sjónvarpsþátturinn „Satur- day Night Live“ er sendur út í fyrsta sinn. 1975 Bill Clinton og Hillary Rod- ham ganga í hjónaband sem síðar átti eftir að reyna mikið á þegar Bill var orð- inn forseti Bandaríkjanna og Monica Lewinsky kom til skjalanna. 1984 Kathryn D. Sullivan er fyrsta konan sem fer í geimgöngu en hún var í leiðangri með geimskutl- unni Challenger. 1994 Írakskir hermenn hverfa frá landamærum Kúveit. AFMÆLI Svanhildur Hólm Valsdóttir, sjónvarpskona, er 30 ára. ANDLÁT Hafdís Erla Eggertsdóttir, Þórðarsveig 1, lést 2. október. Kristín S. Steinsdóttir, Kleppsvegi 120, lést 7. október. JARÐARFARIR 13.30 Hjördís Kjartansdóttir, Seilugranda 9, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju. 13.30 Hjalti Elíasson, rafvirkjameistari, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju. 13.30 Jóhanna Jóhannsdóttir, Byggða- vegi 99, Akureyri, verður jarðsung- in frá Akureyrarkirkju. 15.00 Örn Sigurjónsson, Lækjarsmára 2, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. Mál og menning hefur gefið útFrosnu tærnar eftir Sigrúnu Eldjárn. Frosnu tærnar er skemmti- leg og spennandi saga fyrir krakka og er sjálfstætt fram- hald verðlauna- bókarinnar Týndu augun sem kom út 2003 og hlaut ein- róma lof gagn- rýnenda. Allt er breytt á Há- hóli eftir að álög- um Þokudrottning- arinnar er aflétt. Samt er eitthvað skrýtið á seyði í sveitinni og því leggja Stína og Jonni á ný upp í mikla hættuför, en nú í fylgd Skafta unga. Sigrún hefur samið fjölda barnabóka og margar persónur hennar, eins og langafi, Kuggur, Teitur tímaflakkari og vinirnir Harpa og Hrói, hafa heillað íslensk börn um árabil. Jafnframt hefur hún myndskreytt fjölda bóka, til dæmis vinsælar barnaljóðabækur Þórarins bróður síns. Sigrún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Fyrir bókina Týndu augun hlaut hún tilnefningu til Norrænu barnabókaverðlaunanna. Sama bók hreppti fyrsta sæti í vali bóksala á bestu barnabók ársins. Hjá Almenna bókafélaginu erkomin út bókin Betra bak eftir dr. Jenny Sutcliffe. Ævar Örn Jós- epsson þýddi. Um er að ræða fjórðu bókina í ritröðinni Handhægu heilsu- bækurnar, en áður hafa komið út, Betri heilsa betra líf, Nátt- úrulegar og hefð- bundnar lækningar og Burt með verk- ina. Boðskapur bók- arinnar er einfaldur: Stundaðu æfingar og beittu aðferð- um og ráðleggingum sem lýst er í henni, en hugaðu líka að lífsstíl þín- um í heild. Heilbrigt líferni á öllum sviðum er besta forvörnin gegn bak- verkjum og vísasta leiðin til að draga úr þeim vanda sem þú kannt að eiga við að etja nú þegar – og jafnvel losna við hann fyrir fullt og allt. Betra bak gerir í máli og myndum grein fyr- ir ýmsum leiðum sem miða að því að draga úr verkjum og óþægindum og bendir á aðferðir til að fyrirbyggja að vandinn skjóti upp kollinum á ný. NÝJAR BÆKUR ÁSGEIR JÓHANNESSON Stundar laganám við Háskóla Íslands og les nú af kappi fyrir próf en gefur sér þó tíma til að sinna vefritinu skyjaborgir.com þar sem minning Einars Ben er í hávegum höfð. „Það er full langt gengið að tala um þetta sem borgaralegt rit en þó fólk úr öllum flokkum leggi til efni neita ég því ekki að hægri taugin þar er sterk.“ Skýjaborg Einars Ben á netinu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Einn rotaður og annar bitinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.