Fréttablaðið - 14.11.2004, Síða 1
NÝR MEIRIHLUTI Í EYJUM Sjálf-
stæðisflokkur og Vestmannaeyjalisti skrif-
uðu aðfaranótt laugardags undir yfirlýsingu
um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Vest-
mannaeyja undir slagorðinu „friður og
framfarir“. Sjá síðu 2
STJÓRNSÝSLULÖG BROTIN Garða-
bær braut stjórnsýslulög með því að ganga
ekki frá fráveitukerfinu við iðnaðahverfið í
Molduhrauni á viðunandi hátt. Úrskurðar-
nefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir
kvað upp úrskurðinn. Sjá síðu 4
FORDÓMAR AUKAST Á fimm árum
hafa viðhorf fólks breyst á þá leið að færri
vilja hleypa fleira flóttafólki inn í landið og
fleiri eru andsnúnari því að fólk sem hingað
flytur haldi siðum sínum og venjum. Um
leið telja þó fleiri að landinn hafi gott af er-
lendum áhrifum. Sjá síðu 6
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Kvikmyndir 30
Tónlist 30
Leikhús 30
Myndlist 30
Íþróttir 24
Sjónvarp 32
SUNNUDAGUR
DAGURINN Í DAG
0
-4
All hvasst
-5
All hvasst
+2
StrekkingurStrekkingur
VEÐRIÐ Í DAG
14. nóvember 2004 – 312. tölublað – 4. árgangur
13-18
OPI‹
KORTATÍMABIL
N†TT
STREKKINGUR VÍÐA Í dag má búast
við strekkingsvindi víða um land og
hvassviðri á Norðausturlandi. Veður fer
kólnandi. Sjá nánar á bls. 4
SÍÐA 34 ▲
ROKKAFMÆLI Breska blúsvakningin á
sjöunda áratugnum verður tekin fyrir á
Hvíldardagskvöldi á veitingastaðnum Grand
Rokk í Reykjavík klukkan hálf átta í kvöld.
Syndar verða heimildar- og tónleikamyndir í
tilefni 50 ára afmælis rokksins.
fylgja bla›inu í dag
VÍS fréttir
Fréttabla› Vátryggingafélags Íslands
Halldór Guðmundsson skrifar
um nafna sinn Nóbelsskáldið:
Höfundur
fyrir heiminn
SÍÐUR 16 & 17
▲SÍÐUR 12 & 13
▲
Stúlkan sem lést:
Kem heim
með brauð
SORG Laila, móðir afgönsku stúlk-
unnar sem lést þegar ráðist var á
íslensku friðargæsluliðanna í
Kjúklingastræti í
Kabúl 23. október,
segir að dóttir sín,
Feriba, hafi verið
fyrirvinna átta
manna fjölskyldu.
Hún segir að þeg-
ar Feriba hafi far-
ið að heiman um
morguninn hafi
hún sagt: „Mamma, taktu því ró-
lega, ég kem heim með brauð og
annað sem við þurfum fyrir kvöld-
matinn“. Stúlkan var búin að selja
fyrir tíu dollara þegar hún dó.
Teppasalinn í Kjúklingastræti
segir að Feriba hafi verið frábær
sölumaður. Sumir kaupmennirnir
segja raunar að hún hafi í raun
verið betlari en haft bækur og blöð
til að blekkja lögregluna „Friðar-
gæsluliðarnir elskuðu hana,“ segir
teppasalinn. Sjá síðu 10
KJARABARÁTTA „Skólastarf verður
ekki með eðlilegum hætti næstu
daga. Margir kennarar fengu tauga-
áfall vegna þeirra ólaga sem er beitt
gegn okkur. Margir verða veikir þá
daga sem tekur kennara að jafna
sig,“ segir Jón Pétur Zimsen, kenn-
ari og trúnaðarmaður kennara við
Réttarholtsskóla í Reykjavík.
Jón Pétur segist hafa heyrt í
mörgum kennurum. „Allar forsend-
ur eru þess eðlis að við óttumst
niðurstöðuna,“ segir Jón Pétur og
vitnar til þess að gert sé ráð fyrir að
gerðardómur taki mið af launa-
hækkunum á almennum vinnu-
markaði en ekki þeim stéttum sem
kennurum þykir eðlilegra að bera
sig saman við, svo sem framhalds-
skólakennurum. „Níutíu og þrjú
prósent okkar höfnuðu miðlunartil-
lögunni sem þó gerði ráð fyrir meiri
hækkunum en gerðardómi er gert
að leggja upp með. Þetta er skelfi-
legt eftir sjö vikna verkfall. Það er
ekkert tillit tekið til óska Kennara-
sambandsins og okkur þykir sem
mannréttindi hafi verið tekin af
okkur með ólögum,“ segir Jón Pét-
ur. Hann segir þetta allt verða til að
raska skólastarfi. Sama segja aðrir
viðmælendur blaðsins. Kennurum
sem talað var við þykir ekki sanngj-
arnt að þeim beri að gæta stöðug-
leika og taka mið af almennri launa-
þróun. „Við óttumst að okkur verði
ekki dæmdar meiri hækkanir en á
almenna markaðnum,“ sagði Jón
Pétur.
„Skólastarf byggist ekki síst á að
kennarar séu í andlegu jafnvægi.
Það eru þeir ekki og mun það sjást í
starfinu,“ segir Jón Pétur og bætir
við að það verði ekki aðeins í
Reykjavík. Sjá síðu 4
Kennarar eru
niðurbrotnir
Atburðir síðustu daga hafa slegið marga kennara út af laginu. Erum
dæmd til vinnu eftir sjö vikna verkfall og vitum ekkert hvað tekur við,
segir Jón Pétur Zimsen, trúnaðarmaður kennara í Réttarholtsskóla.
Forstjóri Marels segir
reksturinn lofa góðu í ár:
Marel til í
sóknarleikinn
Heldur skákmót heima
Fjölskylda Sigurjónu Björgvinsdóttur
kennara teflir í minningu föður hennar
FÍKNIEFNI Hollensk kona og íslensk-
ur maður um þrítugt voru handtek-
in við hótel í Reykjavík í fyrra-
kvöld eftir að konan hafði smyglað
innvortis til landsins nokkur
hundruð grömmum af kókaíni. Þau
voru úrskurðuð í tveggja vikna
gæsluvarðhald í Héraðsdómi
Reykjavíkur.
Maðurinn var handtekinn eftir
að hann tók við kókaíninu á hóteli
þar sem konan átti bókaða gistingu.
Fyrir liggur að konan flutti fíkniefn-
in innvortis en hún kom um miðjan
dag á föstudag með flugi frá
Hollandi með millilendingu í Kaup-
mannahöfn. Talið er víst að hún hafi
verið burðardýr. Á þriðja hundrað
gramma af hassi fannst í framhald-
inu í húsleit hjá manninum sem var
handtekinn. Hann hefur áður komið
við sögu lögreglu.
Rannsókn hefur staðið yfir hjá
fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík í nokkurn tíma og er enn
í fullum gangi, að sögn Ásgeirs
Karlssonar, yfirmanns deildarinnar.
Í gær höfðu ekki fleiri en Íslending-
urinn og hollenska konan verið yfir-
heyrðir vegna málsins. - hrs
Tvennt í gæsluvarðhaldi:
Smyglaði kókaíni innvortis
FERIBA
Keflavík:
Maður lést
eftir högg
LÖGREGLA Danskur hermaður beið
bana eftir að hafa verið sleginn
hnefahöggi í höfuðið á skemmti-
staðnum Traffic í Keflavík í fyrri-
nótt. Skoskur maður búsettur
hér á landi var handtekinn í kjöl-
farið, en hann er grunaður um
verknaðinn. Hann var í gær úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til
mánudags.
Vitni sögðu hinn grunaða hafa
slegið danska hermanninn eitt
högg fyrir framan bar veitinga-
staðarins og yfirgefið staðinn að
því loknu. Lögreglan handtók
manninn skömmu síðar á heimili
hans í Keflavík og virtist hann tals-
vert ölvaður. Heimildir blaðsins
herma að höggið hafi verið veitt
vegna þess að manninum mislíkaði
athygli sem Daninn sýndi kærustu
hans. Sjá síðu 2
VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ Lögreglu og þingvarða beið nokkurt verk við að taka til við Alþingishúsið eftir að lög vöru sett á verkfall kennara rétt
fyrir hádegi í gær. Kennarar fjölmenntu á þingpalla og mikil mótmæli fóru fram fyrir framan Alþingishúsið, sem lögregla girti af með borða.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.