Fréttablaðið - 14.11.2004, Side 12

Fréttablaðið - 14.11.2004, Side 12
12 14. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Forstjóri Marels segir rekst- urinn lofa góðu í ár eftir erfitt ár í fyrra. Hann segir marga kosti við að reka fyrir- tækið á Íslandi. Skattaum- hverfi og gott starfsfólk eru kostir Íslands en miklar launahækkanir og gjaldeyris- áhætta hafa neikvæð áhrif. Marel hefur á tuttugu árum vax- ið úr því að vera hugmynd tveg- gja fræðimanna við Háskóla Ís- lands í það að verða fjölþjóðlegt iðnfyrirtæki sem fær 98 prósent tekna sinna frá útlöndum. Í upp- hafi framleiddi Marel vogir og hugbúnað til notkunar í sjávar- útvegi og þótt um fjörutíu pró- sent af sölu fyrirtækisins enn þann dag í dag séu vörur til notkunar í sjávarútvegi hefur framleiðsla fyrir annan mat- vælaiðnað stóraukist. Sjávarútvegur undirstaðan Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að sjávarútvegur- inn og tæknin þaðan hafi verið ákveðin undirstaða velgengni Marels á öðrum mörkuðum. „Það gera sér ekki allir grein fyrir því hvað fiskvinnsla hér er framarlega,“ segir hann. Nú ný- verið seldi Marel úrbeiningar- vinnslulínu til eins stærsta framleiðanda nautakjöts í Ástr- alíu. „Þar erum við raunveru- lega að notast við tækni úr fisk- vinnslu,“ segir hann. Nú starfa um þrjú hundruð manns á skrifstofu og í verk- smiðju Marels í Garðabæ og ámóta fjöldi í verksmiðju fyrir- tækisins í Danmörku. Þessu til viðbótar eru hundruð sölu- manna á vegum Marels víða um heim. Þeir sjá einnig um þjón- ustu til þeirra aðila sem keypt hafa vörur Marels. Byggt utan um tækin Í verksmiðju Marels í Garðabæ má sjá bæði fólk og vélmenni vinna að stórum sem smáum út- búnaði sem svo er sendur eftir pöntun. „Við ráðleggjum við- skiptavinum okkar að byggja utan um tækjabúnaðinn svo ekki þurfi að sníða tækjabúnað- inn eftir húsnæðinu,“ segir Hörður. Sama hugmyndafræði var notuð við hönnun á nýjum höfuðstöðvum Marels í Garða- bæ. Aðföngin koma inn öðrum megin í verksmiðjuhúsið en fullunnin vara er send í gáma í hinum enda hússins. Þar var einnig lagt mikið upp úr loft- ræstingu og hljóðeinangrun. Þetta hefur lánast vel því þegar komið er inn á verkstæði Mar- els má allt eins halda að þar fari fram skákmót eins og stórvirk framleiðsla á iðnvörum. Reksturinn í rétta átt Rekstur Marels hefur verið góð- ur það sem af er ári. „Þetta hefur verið gott ár. Á miðju síð- asta ári var ákveðin niðursveifla en margir þættir hafa hjálpað til við að gera stöðuna betri nú, „ segir Hörður. „Þetta hefur ekki verið nein bylting en allar deild- irnar eru að þokast í rétta átt í rekstrinum,“ segir hann. Marel starfar nú á þremur mörkuðum. Um fjörutíu prósent af tekjum félagsins koma í gegnum sölu á búnaði til vinnslu á sjávarfangi en hin sextíu pró- sentin skiptast nokkuð jafnt á milli búnaðar til vinnslu á fugla- kjöti og dýrakjöti. Að sögn Harðar hefur það í för með sér ákveðna kosti að starfa á þess- um þremur mörkuðum því gjarnan sé það svo að þegar niðursveifla sé á einum þeirra sé uppgangur á öðrum. „Mark- mið okkar er að salan skiptist nokkuð jafnt á alla þessa mark- aði og í ár erum við komin ná- lægt því,“ segir Hörður. Hörð samkeppni Samkeppnin um viðskipti á heimsmarkaði er mjög hörð og margir um hituna. „Það er eng- inn einn risi á þessum markaði vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is „Marel hefur lengi verið sterkt sóknarlið en vörnin hefur ekki verið sérlega góð og við höfum oft spilað án markvarðar. Nú má segja að við séum búin að þétta vörnina og setja mann í markið og séum til- búin til þess að takast á við enn frekari vöxt.“ Marel tilbúið í sóknarleikinn Antwerpen 124 km Brussels 100 km Liege Lille 224 km Paris 387 km London 420 km Düsseldorf 135 km Eindhoven 128 km Dortmund 232 km Hannover Bremen Köln 123 km Bonn 123 km Frankfurt 320 km Luxembourg 142 km Strassbourg 406 km Stuttgart Rotterdam 224 km Amsterdam 250 km Eins og skot Liège -beint fraktflug 11 sinnum í viku Frá 15. október eykur Icelandair Cargo vikulegt fraktflug til og frá Liége úr 6 ferðum í 9 á viku. Við bætum svo um betur frá 1. nóvember og fljúgum 11 sinnum í viku á þessari leið. Icelandair Cargo í Liege er í innan við 400 km fjarlægð frá mörgum af stærstu borgum Evrópu. Á skyggða svæðinu hér að ofan á 75% af allri flugfrakt frá Evrópu sér uppruna. Icelandair Cargo býður þér landflutninganet hvaðan sem er í Evrópu. Nýttu þér hraðvirkasta flutningsmátann innan Evrópumarkaðar. Hafðu strax samband við Icelandair Cargo við Flugvallarveg í Reykjavík. Sími 5050 400, fax 5050 630, veffang icelandaircargo.is. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I FR 2 57 01 09 /2 00 4 Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. HÖRÐUR ARNARSON, FORSTJÓRI MARELS Segir kostnað vegna íslensku krónunnar hafa neikvæð áhrif á rekstur iðnfyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni. Næstum allar tekjur Marels koma frá útlöndum og félagið skilar bókhaldi í evrum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.