Fréttablaðið - 14.11.2004, Síða 17

Fréttablaðið - 14.11.2004, Síða 17
Óbilandi sjálfstraust „Það er lesandans að dæma um það hvað honum finnst um orð Laxness, ég er ekki að móralísera. Svona var þetta, svona hugsaði hann þá stundina,“ segir Halldór. „Þegar hann tók þá ákvörðun að vera atvinnuhöfundur var engin aðstaða til þess hér á landi, varla til bókaforlög, höfundarlaun sjaldnast borguð og bækur gefnar út í litlum upplögum. Laxness skynjar að hann þarf fyrst og fremst að skapa sér aðstæður sem tryggja að hann geti helgað sig ritstörfum. Þau hafa forgang fram yfir allt annað í lífi hans. Fyrstu tuttugu árin á hans höf- undarferli, 1920-1940, eru barátta til að geta séð fyrir sér og helgað sig ritstörfum, á sama tíma og hann semur ódauðleg verk. Þetta finnst mér mjög merkileg stúdía.“ Laxness hélt til Hollywood og ætlaði að öðlast heimsfrægð með því að skrifa kvikmyndahandrit. Þar á bæ tóku menn honum ekki beinlínis fagnandi. Viðbrögð Lax- ness voru: „Hér er ekkert hægt að gera við genius.“ Halldór Guð- mundsson segir: „Fyrir utan sköp- unarkraftinn og metnaðinn bjó Laxness yfir óbilandi sjálfs- trausti. Hann gat bæði verið bráð- skemmtilegur, þrælfyndinn og jafnvel óvart fyndinn í bréfum sínum. Maður hlýtur stundum að dást að sjálfsörygginu sem birtist í því viðhorfi að það sé verst fyrir kvikmyndaiðnaðinn að hafa ekki gert hann heimsfrægan. Og vegna þess að heimurinn vildi ekki að hann skrifaði kvikmyndahandrit tekur hann þá ákvörðun að skrifa sögur um Ísland fyrir heiminn.“ Heimur hugmyndanna Myndin sem birtist Laxness í þessari bók Halldórs Guðmunds- sonar er af manni sem virðist alltaf öðru hverju þurfa fjarlægð á fólk til að þykja vænt um það. Það er ekkert einkennilegt að maður sem hugsi þannig taki hug- sjónir fram yfir fólk og þá er komið að Sovétríkjunum og hræðilegum mistökum sem Laxn- ess gerði í stalínisma sínum sem hann boðaði ótrauður á tímabili. Halldór Guðmundsson starfaði um árabil sem útgáfustjóri og kynntist ótal rithöfundum og talar því af reynslu þegar hann segir: „Það er stundum þannig með rit- höfunda að þeir sýna ofurnæmi á fólk í skrifum en loka sig svo af í verunni. Maður finnur það hjá Laxness alla tíð, ekki bara í fyrra hjónabandinu heldur líka því seinna, að hann þarf alltaf öðru hverju fjarlægð, og þá líka á sína nánustu. Hann þarf að loka sig af vegna þess að hann er algjörlega ofan í kviku á því sem hann skrif- ar. Um leið lifir hann í heimi hug- myndanna. Það sem sat í honum, allt frá hans kaþólsku tíð, var að til væru æðri gildi, algild sannindi, sem væru merkilegri en mann- fólkið sjálft. Eftir fyrstu ferð sína til Sovétríkjanna árið 1932 skrifaði hann að þjóðskipulagið væri miklu fullkomnara en fólkið sem við það byggi. Sovétríkin, draumurinn um framtíðarríkið, gaf honum tæki- færi til að segja: Hugsjónir skipta meira máli en fólkið sem er alltaf að svíkja þær. Þessi mælikvarði getur leitt út í hið skelfilega.“ Halldór lagðist í ýmiss konar rannsóknir vegna bókarinnar og naut meðal annars aðstoðar rúss- nesks sagnfræðings sem fór í sov- ésk skjalasöfn til að leita gagna um Laxness. „Niðurstaðan er sú að ekki verður sýnt fram á að Lax- ness hafi leikið tveimur skjöld- um,“ segir Halldór. „Þegar hann studdi Sovétríkin sagði hann sömu hlutina, suma óhugnanlega, við þjóð sína og hann sagði við gest- gjafa sína í Sovétríkjunum. Og það verður heldur ekki sagt með sanni að þetta hafi verið eiginhags- munagæsla því meðan hann var sem eindregnastur stuðningsmað- ur Sovétmanna varð aldrei af því að þeir gæfu út verk hans.“ Hin stóra þverstæða Margir hafa átt erfitt með að fyrirgefa Laxness stuðning hans við Stalín, einn mesta fjöldamorð- ingja sögunnar. „Þetta gerði hann og það var rangt. Það er engin ástæða til annars en að horfast í augu við það,“ segir Halldór, „og ég rek pólitíska þróun hans undanbragðalaust í bókinni. En mér finnst ég oft sjá í bókum hans að hann þjáðist vegna þessa og efasemdirnar leituðu í skáldverk- in. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að Höll sumarlandsins, hluti af Heimsljósi, kannski fallegasta verki hans, var að hluta samin meðan hann var viðstaddur Búkharín-réttarhöldin. En um hvað fjallar Heimsljós? Hún fjall- ar um fegurðarþrána. Sömu feg- urðarþrá og hann hundskammaði franska skáldið og fagurkerann Andre Gide fyrir í Gerska ævin- týrinu, bókinni um Sovétríki Stalíns. Ólafur Kárason er Andre Gide og við höldum með honum, við höldum ekki með Erni Úlfari, hinum rauða penna í bókinni. Eitt af því stórmerkilega við alvöru höfunda er að í listaverkum sínum yfirvinna þeir oft hugmyndalegar takmarkanir sínar. Hin stóra þverstæða á ferli Laxness sem rit- höfundar er að hann skapar áhrifamestu persónur sínar með- an hann tekur hugsjónirnar fram yfir manneskjuna. Þegar hann á sjötta og sjöunda áratugnum fer að taka mannfólkið fram yfir hug- sjónirnar, gerist húmanisti, þá verða persónur hans veikari og skuggakenndari, þótt bækurnar séu margar stórmerkilegar.“ „En Halldór Laxness kynntist fleiri hliðum stjórnmálabaráttunn- ar,“ bætir Halldór við. „Á árunum 1948 og 1949 lendir hann í skatta- og gjaldeyrismálum sem leiddu til þess að auglýst var nauðungarupp- boð á Gljúfrasteini. Eftir margra ára málastapp náðist sátt að mestu, en ég færi að því rök í bókinni að upphaf málsins hafi verið pólitískt, þegar yfirmaður bandaríska sendi- ráðsins hér tók saman við íslensk yfirvöld um að reyna að sanna skattsvik á Halldór til að veikja trúverðugleika hans sem höfund- ar. Þessa mynd er hægt að púsla saman úr merkilegum skjölum sem fundist hafa í bandarískum og íslenskum söfnum.“ Enginn á einkaréttinn Fyrsta bindi af umdeildri ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson kom út fyrir síðustu jól. „Enginn getur átt einkarétt á Laxness,“ segir Hall- dór. „Fjöldi manns hefur skrifað bækur um Halldór og ég ætla rétt að vona að fjöldi manns eigi eftir að skrifa um hann síðar. Ég las bók Hannesar mér til fróðleiks og vitna til hennar í mínu verki. Hannes hefur verið fundvís á heimildir. Ég er ekki sammála því hvernig hann notar þær en ætla ekki að blanda mér í þá umræðu. Ég vil forða nafna mínum frá þeim leiðindum.“ Halldór var í tæp tuttugu ár út- gefandi Máls og menningar og starfaði um tíma sem forstjóri Eddu, stærsta bókaforlagsins hér á landi. Í kjölfar skipulagsbreytinga lét hann af störfum og einbeitti sér að ritun bókar sinnar. „Hluti af því að skrifa þessa bók var að ýta öðr- um hlutum frá,“ segir hann. „Það þýðir heldur ekkert að sitja og sýta þau mistök sem gerð voru við sam- einingu Máls og menningar og Vöku Helgafells, þau liggja fyrir. En mér gafst kostur á að fara í þetta verk og vinna það eins vel og ég gæti og af eins mikilli einbeit- ingu og mér væri unnt. Slík tæki- færi gefast ekki oft. Ég dáist að höfundum sem hafa búið sér þær aðstæður að geta ein- beitt sér að ritstörfum. Hingað til hef ég ekki unnið með þeim hætti en við samningu þessarar bókar gafst mér tækifæri til þess og það hefur verið óheyrilega skemmti- legt.“ Ætlar hann að snúa sér aftur að bókaútgáfu? „Um það hef ég enga ákvörðun tekið. Að undanförnu hef ég ekki saknað atsins þótt ég sakni góðra vinnufélaga. En bók af þessu tagi er aldrei eins manns verk, og ég hef haft frábæra yfirlesara og samstarfsfólk við verkið. Og þegar maður gefur út svona bók er maður auðvitað með í bókabransanum.“ kolla@frettabladid.is SUNNUDAGUR 14. nóvember 2004 17 Á árunum 1948 og 1949 lendir hann í skatta- og gjaldeyrismálum sem leiddu til þess að aug- lýst var nauðungaruppboð á Gljúfrasteini. Eftir margra ára málastapp náðist sátt að mestu, en ég færi að því rök í bókinni að upphaf málsins hafi verið pólitískt, þegar yfirmaður bandaríska sendiráðsins hér tók saman við íslensk yfirvöld um að reyna að sanna skattsvik á Halldór til að veikja trúverð- ugleika hans sem höfundar. Þessa mynd er hægt að púsla saman úr merkilegum skjölum sem fundist hafa í bandarískum og íslenskum söfnum. ,, Hin stóra þverstæða á ferli Laxness sem rithöfundar er að hann skap- ar áhrifamestu persónur sín- ar meðan hann tekur hug- sjónirnar fram yfir manneskj- una. Þegar hann á sjötta og sjöunda áratugnum fer að taka mannfólkið fram yfir hugsjónirnar, gerist húman- isti, þá verða persónur hans veikari og skuggakenndari, þótt bækurnar séu margar stórmerkilegar. ,, Í tilefni af 20 ára afmæli okkar á Grettisgötunni kynnum við enn eina nýjung hjá okkur, höfum stækkað við okkur; skóvinnustofa, fatahreinsun og þvottahús á einum stað. Frábært opnunartilboð; frí hreinsun með öllum skóviðgerðum, já þú heyrðir rétt, þú þarft ekkert að borga fyrir hreinsunina. Gildir til 1. desember 2004. Hreinn efnalaug – þvottahús. 20 ár ÞRÁINN SKÓARI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.