Fréttablaðið - 14.11.2004, Síða 46

Fréttablaðið - 14.11.2004, Síða 46
26 14. nóvember 2004 SUNNUDAGUR HANDBOLTI Leikurinn var jafn til að byrja með en þegar á fór að líða gerðu Haukarnir sig seka um mis- tök á mistök ofan sem olli því að sænska liðið jók smátt og smátt forystu sína. Þunglamalegur sóknarleikur og fjöldi slakra sendinga sem enduðu í röngum höndum lögðu grunninn að góðum og tiltölulega auðveldum Svíanna þegar upp var staðið. Í upphafi var ekki að sjá að Haukar væru lakara liðið enda var jafnt á öllum tölum fyrstu 20 mínútur leiksins. Undir lok fyrri hálfleiks fór þó að bera á slæmum mistökum hjá Haukum og Svíarn- ir gripu tækifærin um leið og þau gáfust. Í seinni hálfleik hélt Sävehof áfram að auka það for- skot sem þeir höfðu unnið og Haukar virtust lítinn áhuga hafa á að komast aftur inn í leikinn fyrr en í blálokin þegar þeim tókst að minnka muninn í þrjú mörk, 32- 29, en eftirleikurinn varð þeim um of og Sävehof kláraði leikinn eftir það. Það segir sennilega allt sem segja þarf að markvörður Hauka stóð sig einna best leikmanna liðs- ins. Af útileikmönnum var Hall- dór Ingólfsson að venju einna traustastur en aðrir og fleiri leik- menn þurfa að eiga góðan leik til að sigra sterk lið á borð við Sävehof en liðið gerði sér lítið fyrir í sínum síðasta leik í Meist- aradeildinni og sigraði Kiel nokk- uð sannfærandi á heimavelli. Lítið bar á köppum á borð við Andra Stefan og Vigni Svavarssyni og tókst Svíunum að mestu að loka á hornamenn Haukanna. Ólíkt liði Hauka voru margir Svíanna að spila vel. Þeir Jan Lennartsson og Jonas Larholm fóru á kostum með níu mörk hvor og markvörður liðsins, Per Sand- ström, varði fimmtán skot eins og Birkir Ívar hinum megin vallar- ins. Leik US Creteil og Kiel sem einnig leika í F-riðli var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun og því óvíst hvort Haukar enda í þriðja eða fjórða sæti í riðlinum. ■ DAPURT GEGN SÄVEHOF Eftir að hafa gert óverðskuldað jafntefli í leik liðanna hér heima bjuggust margir við að Haukar ættu að geta lagt Sävehof að velli úti í Svíþjóð en það var öðru nær. Sex marka tap varð raunin. Engar rósir í Svíþjóð Handknattleikslið Hauka gerði engar rósir í síðasta leik sínum í F-riðli Meistarakeppninnar í handbolta gegn sænska liðinu Sävehof. Liðið spil- aði undir meðallagi á köflum og tapaði með sex marka mun. Notaleg tilboðshelgi Komdu inn Það verður þægileg stemning í sýningarsal okkar um helgina og við bjóðum gestum og gangandi að koma inn úr kuldanum og njóta þess með okkur. Fjöldinn allur af frábærum tilboðum í gangi. Kaffibarþjónar frá Te & Kaffi, þ.á.m. Íslandsmeistari kaffibarþjóna, skenkja lúxuskaffi. Komdu á Nýbýlaveginn og vertu eins og heima hjá þér um helgina. Opið kl. 12-16 laugardag og kl. 13-16 sunnudag. Notaleg tilboðshelgi við Nýbýlaveginn Toyota Kópavogi Sími 570-5070 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 26 35 5 1 1/ 20 04 Notaleg tónlist Tónlistarmennirnir landsþekktu Stebbi og Eyfi fá gesti til að skipta yfir í afslappaða gírinn með söng og spjalli, kl. 14 - 15.30 laugardag og sunnudag. Tilboð með öllum seldum fólksbílumÓkeypis vetrardekk fylgja öllum nýjumCorolla, Avensis og Yaris. Tilboð Yamaha tæki á tilboði Seljum e ldri árger ðir af mótor hjólum o g vélsleð um á lækkuð u verði. F-RIÐILL MEISTARADEILDINNAR Í HANDBOLTA* L U J T stig 1. Kiel 5 4 0 1 8 2. Sävehof 6 3 2 1 8 3. US Creteil 5 1 1 3 3 4. Haukar 6 1 1 4 3 * Leik US Creteil og Kiel var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun 10 mín. 7-7 20 mín. 13-12 30 mín. 19-16 40 mín. 26-20 50 mín. 32-26 60 mín. 38-32 Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 8, Þórir Ólafsson 7, Ásgeir Örn 5, Freyr Brynjars- son 4, Vignir Svavarsson 4, Andri Stefan 3, Gísli Jón 1 Birkir Örn Ívarsson varði 15 skot Mörk Sävehof: Jonas Larholm 9, Jan Lennartson 9, Erik Fritzon 7, Kim Ander- son 7, Robert Johansson 5, aðrir færri Sandström og Bladh vörðu 19 skot LOEB EFSTUR Citroën-liðið ætlar enn á ný að tryggja sér sigur í heimsmeistara- keppninni í rallakstri sem fram fer í Ástral- íu. Helsti keppinauturinn er úr leik. Heimsmeistarakeppnin í rallakstri: Loeb í góðri stöðu RALLAKSTUR Heimsmeistarinn franski Sebastian Loeb hefur sett stefnuna á að vinna Ástral- íurallið eftir að Svíinn Marcus Grönholm, sem leiddi þá keppni framan af, lenti í árekstri með þeim afleiðingum að hann er úr leik. Var fram að því um æsi- spennandi keppni að ræða enda munaði aðeins sekúndubrotum á þeim tveim eftir fyrstu sérleiðir. Loeb, sem ekur fyrir Citroën, þarf ekki á sigrinum að halda þar sem hann tryggði sér heims- meistaratitilinn fyrir allnokkru en liðsstjóri Citroën gaf þau skilaboð út eftir það að ekkert yrði dregið af fyrr en öllum keppnum væri lokið. Sú seigla ætlar að tryggja liðinu enn frek- ar efsta sætið bæði í flokki öku- manna og bílaframleiðanda ef fram fer sem horfir. Gangi það eftir verður Loeb aðeins annar rallökumaðurinn sem vinnur fleiri en sex keppnir á einu ári. Hann lét þó hafa eftir sér að það væri eftirsjá að Grönholm þar sem keppni þeirra hafi verið afar skemmtileg. ■ [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] ENSKA ÚRVALSDEILDIN Tottenham - Arsenal 4-5 0-1 Naybet (37.), 1-1 Henry (45.), 1-2 Lauren v. (55.), 1-3 Vieira (60.), 2-3 De- foe (61.), 2-4 Ljungberg (69.), 3-4 King (74.), 3-5 Pires (81.), 4-5 Kanoute (88.) Southampton - Portsmouth 2-1 0-1 Jakobsson sjm. (12.), 1-1 Blackstock (18.), 2-1 Phillips (71.) Man. City - Blackburn 1-1 1-0 Sibierski (45.), 1-1 Dickov v. (78.) Liverpool - Crystal Palace 3-2 1-0 Baros v. (23.), 1-1 Kolkka (44.), 2-1 Baros (45.), 2-2 Hughes (52.), 3-2 Baros v. (90.) Fulham - Chelsea 1-4 0-1 Lampard (33.), 1-1 Diop (57.), 1-2 Robben (59.), 1-3 Gallas (73.), 1-4 Tiago (81.) Charlton - Norwich 4-0 1-0Johansson (15.), 2-0 Johansson (21.), 3-0 Konchesky (75.), 4-0 Euell (88.) Bolton - Aston Villa 1-2 1-0 Diouf (21.), 1-1 McCann (41.), 1-2 Hitzlperger (89.) Birmingham - Everton 0-1 0-1 Gravesen v. (69.) EFSTU LIÐ: Stig Chelsea 32 Arsenal 30 Everton 26 Bolton 22 Aston Villa 21

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.