Tíminn - 05.09.1973, Blaðsíða 1
IGNIS
FRYSTIKISTUR
RAFTORG SÍMI: 26660
RAFIÐJAN SIMI: 19294
Hálfnað
erverk
þá hafið er
I
I
sparnaður
skapar
verðmæti
Samvinnubankinn
Ráðherra-
nefnd farin
til Bonn til
viðræðna
ÞRÍR islenzkir ráðherrar,
Einar Agústsson, Lúðvik
Jósepsson og Magnús Torfi
Óiafsson, héldu i gær til
Vestur-Þýzkalands, ásamt
Rans G. Andersen scndiherra
og Jóni Arnaids ráðuneytis-
stjóra, til viðræðna við \ est-
ur-þýzku stjórnina um land-
heigisdeiiuna.
Viðræður munu hefjast á
morgun, en eins og kunnugt er
hefur einkum verið um það
rætt i samningaumleitunum
Islendinga og Vestur-Þjóð-
verja, að hinir siðarnefndu
fengju leyfi til þess aö veiða á
tilteknu belti á milli þrjátiu og
fimmtiu milna.
Islendingar munu leggja
fram á viðræðufundum
þessum gagntilboð við til-
lögum Vestur-Þjóðverja, og
kunnugt er, að Vestur-Þjó-
verjar munu leggja fram
ákveðnar tillögur. Af hálfu
Vestur-Þjóðverja hefur verið
látið uppi að reynt verði eftir
megni að finna lausn á deil-
unni á þessum fundum.
Þá hefur verið tilkynnt, að
utanrikisráðherra muni
halda til Washington i lok
þessa mánaðar til viðræðna
við herverndarsamninginn.
Einar Agústsson
utanrikisráðherra.
Heilbrigðisyfirvöld
hér við öllu búin
Saksóknara send kæra
á sementsverksmiðjuna
vegna meintra galla á sementi fró henni
BLAÐIÐ hcfur fregnað, að Þor-
valdur Þórarinsson, hrl., hafi
sent saksóknara rikisins kæru
vegna meintra svika Sements-
Sjdlfvirk
símstöð
Miövikudaginn 5. sept. kl. hálf-
fjögur verður opnuö sjálfvirk
simstöð á Þingeyri. Svæðisnúmer
er 94 en notendanúmer 8100 - 8299.
Stöðin er gerð fyrir 200 númer, en
80 númer verða nú tekin í notkun.
Fjöldi simasveita er 30 og fjöldi
sveitalina 7.
vcrksmiðju rfkisins við söiu á
gölluðu sementi og krafizt opin-
berrar rannsóknar. Kæru sina
byggir Þorvaldur á skýrslun, sem
Jóhannes Bjarnason, verkfræö-
ingur, lagði fyrir stjórn Sements-
verksmiöjunnar og siðar fyrir
ráðherra ásamt kæru og ósk um
opinbera rannsókn. Mun Jó-
hannes telja sig hafa sannanir
fyrir þvi, að i september og októ-
ber 1968 og i febrúar 1969 hafi
veriö selt svikið sement eöa
gallað svo þúsundum lesta skipti
á fullu verði og sem ógölluð vara.
Allt þetta sement mun hafa verið
selt út á landsbyggöina.
1 september og október 1968 fór
Ásgeir Pétursson, sýslumaður,
stjórnarformaður verksmiöju-
stjórnar Sementverksmiöjunnar,
með framkvæmdastjórn verk-
smiöjunnar eftir að Jóni Vestdal
haföi veriö veitt lausn frá störfum
vegna skattsvikamálanna. Viö
störfum fr.kv.stj. af Asgeiri tók
Svavar Pálsson, endurskoöandi
verksmiöjunnar, og var hann for-
stjóriifebrúarmánuöi 1969 erhin
meintu svik áttu sér einnig stað,
að þvi er segir i skýrslu Jóhann-
esar Bjarnasonar, sem veriö
hefur verkfræðingur viö verk-
smiöjuna um langt árabil. Mun
Jóhannes hafa lagt fram skýrslu
sina og kæru til ráðherra á þeim
grundvelli, aö hann vildi firra sig
ábyrgð á umræddum meintum
svikum, en hann mun telja, að
gallaöa sementiö muni hafa i för
meö sér mikla sprungugalla i
steypu.
„Gat ei nema guð og eldur...."
Þetta er hið nýja yfirbragð Vestmannaeyja, og þannig mun upprennandi kynslóð gcyma mynd þeirra i minni sér. Ilelgafell rls yfir miðjum bæn-
um, en tii vinstri við þaö er nýja fellið, sem hér I Reykjavik hefur verið skirt Eldfcll við hcldur daufar undirtektir Vestmanneyinga, að Timan-
um hefur skilizt. Stöðugt þokast nú i átt til eðlilegra iífsháttum íEyjum, og nýjustu kannanir benda til þess, að um fimmlan hundruð manns
muni hafa þar búretu i vetur. — Ljósmynd: llermann Einarsson.
til Italiu með skelfiski, sem
smyglað var inn i landið frá
Norður-Afrlku. Itölskum yfir-
völdum hefur lengi verið kunnugt
um þetta smygl, og á nú að reyna
að koma i veg fyrir þaö með öll-
um tiltækjum ráðum.
Margir ferðamenn hafa forðað
sér frá Italiu og ýmsar stórar
ferðaskrifstofur hafa aflýst ferö-
um þangað.
NÚ HAFA alls fimmtán manns
látizt af völdum kóleru á ttaiiu og
veikin hefur núborizt tii Sardiniu
og Vestur-Þýzkaiands. Yfirvöld á
itaiíu hafa aukið heilbrigðiseftir-
lit og í fiestum Evrópulöndum er
þess fariö á leit við þá, sem ætla
til italiu, að þeir láti bólusetja sig
og allir ferðamenn, sem koma frá
italiu, eru krafðir um bólu-
setningarvottorð.
Talið er, að kóleran hafi borizt
Allmargt íslendinga á
ítaliu
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Timinn hefur aflað sér, mun
nokkuð af Islendingum vera á
Italiu um þessar mundir. Sem
stendur mun þó enginn ferða-
hópur héðan vera á Italiu, heldur
er hér um að ræða fólk, sem
ferðast á eigin vegum, eða með
dönskum ferðaskrifstofum, aðal-
lega Tjæreborg.
Ein Islenzk ferðaskrifstofa mun
þó efna til Italiufarar þann 11.
sept. og veröur þá fariö til
Rómar og Sorrentó og dvalizt i
viku á hvorum staö. Þess má geta
að Sorrentó er smáborg i ná-
grenni viö Napóli, en þar varð
kólerunnar fyrst vart. 35 manns
hafa þegar pantaö far i þessa
ttaliuferð, en búizt er viö þvi að
einhverjir heltist úr lestinni af
ótta viö kóleru samkvæmt upp-
lýsingum frá ferðaskrifstofunni.
Iláðleggja bólusetningu
Þá haföi Timinn tal af Guöjóni
Magnússyni lækni á skrifstofu
landlæknis og spurðist fyrir um
viðbúnað islenzkra heilbrigöis-
yfirvalda vegna kólerunnar.
Guðjón sagöi, að öllum, sem
hygöu á Italiuför væri ráðlagt aö
láta bólusetja sig og mætti ætla,
aö flestir eöa allir yrðu viö þeim
tilmælum, og samvinna væri meö
Framhald á bls. 19
Ný stafsetning í gildi:
HIST OG FLUST
SKAL ÞAD VERA
SKYNDIAFTAKA hefur fariö
fram á zetunni að boði
menntamálaráöuneytisins og
fyrirlagi nefndar, sem skipuö
var I vor til þess að cndur-
skoða gildandi stafsetningu og
greinarmerkjasetningu. Þar
að auki eigum við framvegis
aö skrifa hist og flust og
hreyst, sem vel aö merkja
þýöir hitzt, flutzt og breytzt.
Auglýsing um þetta birtist i
blaöinu i dag, og skulu þessar
nýju reglur gilda I öllum skól-
um, sem styrktir eru af
rikisfé. Þessa reglu skulu em-
bættismenn og ríkisstarfs-
menn einnig hafa i heiðri, er
þeir semja embættisskjöl.
Reglur þær, sem nú er verið
að breyta, hafa verið i gildi á
fjórða tug ára. Hefur nú verið
undinn mjög bráður bugur að
breytingum, svosem ráöa má
af þvi, að þessi nýju fyrirmæli
eru gefin út sömu dagana og
skólarnir eru að hefjast.
Kóleru-
farald-
urinn
á Ítalíu