Tíminn - 05.09.1973, Síða 7

Tíminn - 05.09.1973, Síða 7
Miftvikudagur 5. september 1973 TÍMINN 7 Erlent verkafólk býr við andúð og misrétti í f jölmörgum löndum ERLENT vinnuafl er i dag ein af forsendum efnahagslegra og tækni- legra framfara i iðn- þróuðum löndum. Samt sem áður er þetta verkafólk i störfum, sem engir aðrir vilja taka að sér. Og þótt kjör þess hafi nokkuð batnað á undanförnum árum, þá eiga erlendir verka- menn enn við andúð og misrétti að búa. Daglegt lif þeirra einkennist af óöryggi, streitu og vaxandi firringu. Þetta kemur fram í skýrslu, sem Alþjóðlega vinnumálastofn- unin, ILO, hefur látið gera, og sem send hefur verið til hinna 123 aðildarrikja ILO. 1 skýrslunni er einnig að finna ýmsar tillögur um aðgerðir til að bæta kjör og lifs- skilyrði erlends verkafólks, og verða þær tillögur teknar til um- ræðu á næsta þingi ILO i Genf að ári. Milljónir erlendra verkamanna Þeir koma þúsundum Þeir koma þúsundum saman dag hvern — klöngrast um borð i lest, áætlunarbil eða vöruflutn- ingabil á leið til fyrirheitna lands- ins, þar sem atvinna er næg. 1 Vestur-Evrópu eru um 11 milljónir erlendra verkamanna og framfærenda þeirra: Spán- verjar, Italir, Júgóslavar, Portú- galir, Tyrkir, Grikkir, Túnisbúar, Alsirmenn, Marokkómenn og margir af öðrum þjóðernum. t Norður-Ameriku eru fyrir- heitnu löndin Bandarikin, þar sem 4,2 milljónir útlendinga hafa aðsetur, og Kanada, sem tók á móti 161 þúsund innflytjendum á árinu 1969 einu saman. Sennilegt er talið, að um ein milljón manna, einkum land- búnaðarverkamanna, hafi farið frá Paraguay og Bóliviu yfir til Argentinu. Kólumbiumenn' hafa einnig leitað til nágrannarikisins Venezuela, og eru nú 3-7 hundruð þúsund talsins þar. Striður straumur erlends vinnuafls fer um lönd Vestur-- Afriku, einkum þó til Filáb'eins- strandarinnar og Ghana, sem hafa tekið við 900 til 1500 þúsundum manna, mörgum þeirra frá Efri-Volta. I suður- hluta Afriku eru um 300 þúsund afriskir verkamenn við vinnu fjarri heimalöndum sinum. A árunum 1969 og 1970 foru um 150 þúsund innflytjendur til Astraliu. Ólöglegur flutningur á erlendu vinnuafli Einungis hluti af þessum miklu flutningum fólks er skipulagður. Flestir fara i atvinnuleit á eigin spýtur. Og ólöglega innflytjendur er hægt að finna i flestum löndum, að þvi er segir i skýrslunni. Ýmsar aðferðir eru notaðar til starfa I öðru landi. Sumir koma sem ferðamenn, en setjast siðan að án þess að hafa til þess til- skyld leyfi. öðrum er hins vegar smyglað yfir landamærin. Eitt nýjasta dæmið um það, er smygl á verkamönnum frá Vestur- Afriku til Frakklands, og á Ind- verjum og Pakistönum til Bret- lands. Það er fjárhagslegt gróðafyrir- tæki að stunda smygl á verka- fólki. Ýmsir millimenn, sem sjá um slikt smygl, fá verulegar fjárhæðirhjá hverjum ólöglegum innflytjanda. Þannig greiða t.d. Mexikanar um 300 bandariska dali fyrir að komast með ólög- legum hætti yfir bandarisku landamærin. I Frakklandi er talið, að það kosti um 5 þúsund franka að smygla manni frá Mauritaliu til Frakklands. Margar frásagnir hafa borizt af þvi, að smyglarar hafi rúið ólög- lega innflytjendur inn að skyrtunni. Misrétti En vandamálin eru ekki einungis bundin við þá, sem komast til ar.r.arra landa á ólög- Iegan hátt. Staðreyndin er sú, aö erlendt verkafólk á I daglegri baráttu við alls konar misrétti og óréttlæti. í mörgum löndum eru ákvæði I lögum og reglugerðum, sem tak- marka mjög a.m.k. um vissa tima.frelsi erlends verkafólks til aö velja sér starf og vinnustað.' Og margir eiga erfitt með að fá atvinnu við sitt hæfi, þar sem, hæfni þeirra, próf og viðurkenn- ingar gilda ekki i viðkomandi landi. Þá er andúð heimamanna á erlendu vinnuafli mjög algeng, og þaö á sinn þátt i að skapa það andrúmsloft misréttis, streitu og firringar, sem svo oft umlykur erlent verkafólk. Þessar félags- legu staðreyndir gera þvi erfiðara fyrir að fá atvinnu, eða aö hækka i tign á vinnustað. Og oft leiöir þetta ástand til launa- misréttis auk þess, sem erlent verkafólk er oft utan viö félags- lega löggjöf i þvi landi, sem það starfar i, kjarasamninga og verkalýðssamtök. Félagsleg vandamál Hin félagslegu vandamál eru fjölmörg. Fram kemur i skýrslunni, að a.m.k. helmingur kvæntra erlendra verkamanna i Vestur-Evrópu hafa orðið að skilja fjölskyldur sinar eftir. Og það skapar oft mörg ný vandamál aö sameina fjölskyldunna ekki hvað sizt á sviði húsnæðismála. 1 skýrslunni segir, að útvegun á húsnæði fyrir erlenda verkafólkið sé eitt af meiriháttar vanda- málum margra rikja. Þessi riki eigi oftast við húsnæðisskort að striða, og þá alveg sérstaklega skort á ódýru húsnæði i borgum og iðnaðarbæjum. Þessi skortur veröi sifellt meira vandamál, þvi erlendu verkamennirnir leggi meiri og meiri áherzlu á að fá aö hafa fjölskyldur sinar hjá sér. Þá er einnig mikil þörf á áð bæta féiagslega þjónustu fyrir verkatólkið, einkum til að byrja með, þegar það er að venjast ólikum aðstæðum i nýju landi. Einnig er sérstaklega bent á þá staðreynd, að vinnuslys meðal erlendra verkamanna er a.m.k. tvöfa'lt til þrefalt sinnum tiðari en hjá öðrum verkamönnum. Hér kemur ekki aðeins til, að erlendir verkamenn eru látnir i erfiðustu og hættulegustu störfin, heldur einnig reynsluleysi og ónóg þekk- ing á nauðsynlegustu öryggis- reglum auk málaerfiðleikanna, sem oft eru miklir. Öryggisleysið Þess til viðbótar hangir svo Damoklesarsverð yfir þessum verkamönnum i formi órétt- mætrar og einhliða útvisunar Þetta hefur i för mér sér lagalegt öryggisleysi, sem leiðir oft til þess, að verkamennirnir sætta sig við óeölilega slæm vinnuskilyrði, og láta af ýmsum þeim rétt- indum, sem þeim ber lögum sam- kvæmt. „Þetta lagalega öryggisleysi”, segir i skýrslunni, „skapar þannig ástand á milli verka- mannsins og atvinnurekandans að verkamaðurinn er, með réttu eða röngu, hikandi við að leita réttar sina af ótta við, að honum verði sagt upp — en uppsögnin getur stundum haft i för með sér, að hann verði þegar i stað að yfir- gefa landið”. Rætt á ILO-inginu 1974 Þótt það skipti auðvitað mestu máli, hvað gert er til þess að bæta aðstöðu og kjör erlendra verka- manna i hinum ýmsu rikjum, þá Hamarshögg og sagarhljóð í Nýjadal um helgina Hinn nýi skáli Ferðafélagsins i Nýjadal — smlði aö verða lokiö. UM siðustu helgi var farið á vegum Ferðafélags islands i Nýjadal. Þátttakendur voru 13 sjálfboöaliðar og var Jóhannes Kolbeinsson fararstjóri. 1 sumar hefir verið byggt sæiuhús þar, en annað, fárra ára gamalt, er þar fyrir. Gamla húsið tekur um 60 manns i svefnpláss, en nýja húsið er aðeins stærra. A laugardaginn var rigning og rok og ekkert hægt að vinna úti, en þann dag var unnið við innrétt- ingar i húsinu. A sunnudaginn var gott veður og var þá steyptur pallur við dyr eldra hússins, og gengið frá reykháfi nýja hússins. Eldra húsið er svo til nýtt, en umferð orðin það mikil yfir Sprengisand, að nauösynlegt var aö byggja þarna meira. Næsta sumar veröur lokið við innréttingar nýja hússins og þaö málað utan. Húsin tvö I Nýjadai — það fer að verða staðarlegt þarna I öræfaþögninni. — Nikulásson. Ljósmyndir: Stefán telur nefnd sú, sem skýrsluna samdi, nauðsynlegt, að ILO reyndi að koma á alþjóðlegum reglum um þetta efni — reglum, sem gætu orðið sá rammi, sem aögerðir einstakra rikja gætu tekið mið af. Þvi leggur nefndin til, að aðildarríki ILO kanni mögu- leikana á nýjum alþjóðareglum Þessar reglur ættu m.a. að beinast að þvi, að koma i veg fyrir ólöglega flutninga á erlendu vinnuafli, og tryggja jafnréttisað- stööu þeirra við innlenda menn i hvivetna. Þegar svör rikisstjórnanna hafa borizt, mun ILO semja nýja skýrslu, með tillögum, og leggja hana fyrir þing ILO á næsta ári. —(EJ þýddi) IGNIS ÞVOTTAVÉLAR RAFIDJAN — VESTURGOTU 11 19294 RAFTORG V/AUSTURVÖLL 26660 Skólastjóri óskast Skólastjóra vantar að barnaskóla Staðar- hrepps að Reykjaskóla i Vestur-Húna- vatnssýslu. Heimanakstur. Nánari upplýsingar i fræðslumáladeild menntamálaráðuneytisins, og hjá for- manni skólanefndar Þórarni Þorvalds- syni,Þóroddsstöðum, simi um Brú. Einkaritari Samvizkusöm og reglusöm stúlka óskast nú þegar til starfa fyrir opinbera stjórnar- nefnd, sem nýlega hefur tekið til starfa og vinna skal að framkvæmd iðnþróunará- ætlunar. Góð kunnátta i ensku og einu norður- landamáli nauðsynleg. Véíritun eftir segulböndum. Geta til að vinna sjálfstætt nauðsynleg. Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist blaðinu merkt 1526 fyrir 11. september n.k.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.