Tíminn - 05.09.1973, Síða 9

Tíminn - 05.09.1973, Síða 9
Miftvikudagur 5. september 1973 9 (Jtgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: ISteingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuöi innan lands, i iausasölu 18 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f - Forustugrein úr The Times: Réttarhöldin í Moskvu spilla fyrir samningum Samt er öllum fyrir beztu að halda umleitununum áfram Pólitískt fjármála- hneyksli á Selfossi Fyrir skömmu kom meirihluti hreppsnefndar á Selfossi, ihald og óháðir, með undirritaðan kaupsamning inn á hrepps- nefndarfund, er skuldbatt hreppsbúa til að greiða á næstu árum 90 milljónir króna fyrir 250 ha mýrlendi, eyðibýlið Votmúla i Sand- vikurhreppi. íhaldsmeirihlutinn hafði pukrað i hinni mestu leynd með þetta mál.og það var ekki á boðaðri dagskrá fundarins, þar sem það var tekið fyrir og afgreitt. íhaldsmeirihlutinn þvertók fyrir að veita nokkra fresti i málinu, þannig að hreppsnefndarmönnum og hrepps- búum gæfist tóm til að kanna málið. Voru brot- in skýlaus ákvæði laga um að leita beri álits sýslunefndar. Kaupverð jarðarinnar var 30 milljónir króna með hæstu vöxtum, þannig að Selfossbúar munu þurfa að punga út samtals 90 milljónum króna fyrir að eignast þessa fúamýri i öðrum hreppi, sem talin er algerlega óhæf sem bæjarstæði fyrir kaupstað vegna votlendis, enda heitir eyðibýlið Votmúli.og þarf mikla bleytu i Flóanum til slikrar nafngiftar. Hér er á ferðinni mál, sem snertir fleiri en Selfossbúa eina. Kemur þar fleira til en vita- verð og ólýðræðisleg meðferð málsins og lög- brot og þjösnaskapur við afgreiðslu þess. Með þessu máli er verið að keyra jarðaverð upp fyrir öll skynsamleg mörk.og getur það dregið alvarlegan dilk á eftir sér. Hér er um að ræða rýra eyðijörð, 250 ha , með lélegum húsum og án hlunninda. Til samanburðar má benda á, að fyrir nokkru festi Hvammshreppur kaup á Norður-Vik og Suður-Vik, samtals um 1000 ha, eða öllu landi þvi, sem Vikurkauptún stendur á, fyrir 15 milljónir króna. Hér er um kosta- jarðir að ræða með góðum ibúðarhúsum og vönduðum útihúsum,ásamt miklum túnum. Enginn fær skilið, nema þeir, sem að þessu furðulega bralli stóðu, hvernig óbrjáluðum mönnum dettur i hug að bregða á slikan óráðsiuleik með fjármuni Selfossbúa,til hags- bóta kaupmanni á staðnum. Engar viðhlit- andi skýringar hefur blaðinu tekizt að finna, sem réttlætt gætu slika glópsku, en sögusagnir eru margar á kreiki um legu leyniþráða frá mektardögum Helluráðherrans og óhóflegum lánveitingum Búnaðarb.útibúsins á Hellu til vissra aðila. Sú saga er jafnframt sögð, að þessi stórkostlegi kaupsamningur sé gerður að ráði vera frá öðrum heimi. En hvað sem slik- um sögum liður er hitt vist, að það hlýtur að vera eitthvað sérlega skrýtið, sem skýrt getur þessi kaup. Til að kóróna hneykslið las ihalds- meirihlutinn á Selfsossi upp yfirlýsingu frá seljanda Votmúla, um leið og hann samþykkti kaupin, þess efnis, að i eitt skipti fyrir öll segði kaupmaðurinn sig undan þeim lögum, sem rikisvaldið ætlar að gildi jafnt gagnvart öll- um þegnum rikisins!! Hér eru maðkar i mysunni. Þeir hljóta að koma betur i ljós, áður en langt um liður. 1 tlmaritinu Newsweek er stutt grein um réttarhöldin i Moskvu og lýst nokkrum dömum, sem kveðnir hafa veriö upp að undanförnu. Sföan segir: „Merkilegt er þó, að þeir sovézkir andmælendur, sem enn eru frjálsir aö kaila, halda áfram andófinu. Andrei Sakharov, sem setti saman sovézku vétnis- sprengjuna og skrifaði rit- gerðina ,, Um framfarir, friösamlega tilveru hlið viö hlið og andlegt frelsi”, bauð valdhöfunum einu sinni enn birginn um daginn meö þvi að kalla nokkra vestræna blaöamenn heim til sin. Þar flutti hann þeim áhrifamik- inn boöskap. „Bætt sambúö án lýö- ræðis”, sagði hann, „leysir engan vanda i þessum heimi og þýddi uppgjöf fyrir annaö hvort raunverulegu eöa ýktu afli”. Hann hélt einnig fram, að ótakmarkaöur réttur allra sovézkra þegna til þess aö flytja úr landi ætti aö vera lágmarksskilyröi verzlunar- viðskipta milli Austur- og Vesturveldanna. Hann var- aði og viö þvi, að Sovétrikin gætu aukið hernaðarinátt sinn, ef Vesturveldin hjálp- uöu þeim til aö leysa efna- hagsvandann. „Arangurinn yröi sá, aö heimurinn stæöi aflvana andspænis þessari óviðráðanlegu skrifstofu- valdsvél”, sagði hann að lok- um. RÉTTARHOLDIN i Moskvu i vikunni sem leið hafa skaðað Sovétmenn allverulega og tor- veldað viðleitni þeirra til bættrar sambúðar við vestræn riki. Tilkynnt hefir verið opin- berlega, að sakborningarnir hafi játað sekt sina, en enginn mun taka þá játningu alvar- lega, úr þvi að valdhafarnir þorðu ekki einu sinni að leyfa erlendum fréttariturum að- gang að réttarsalnum. Ekki er heldur á þetta litið sem réttarrannsókn i réttri merkingu þess orðs. Þetta var fyrst og fremst stjórnmála- sýning, sem ætlað var að draga kjark úr og ógna öðrum, sem gagnrýnt hafa eða gagn- rýna vilja stjórnmálakerfi Sovétrikjanna. Réttarhöldin kunna að koma að liði i þessu efni um skeið, en hið einstæða hugrekki óánægöra manna i Sovétrikjunum hlýtur þó að láta að sér kveða á nýjan leik. Og þetta er dýru verði keypt. LEIÐTOGAR Sovétrlkjanna geta ekki haldiö innanrlkis- málunum og utanrikismálun- um fullkomlega aðgreindum. Þeir eiga ekki auðvelt með að herða aga og auka á þrúgun heima fyrir, samtimis og þeir sækjast eftir slökun og bættri sambúö við aðrar þjóðir. Ekki er heldur alveg ljóst, hvort þeir telja sig geta þetta. Réttarhöldin kunna að hafa farið fram vegna þess, að Brejzhnev hafi brostið vald til aö koma I veg fyrir þau. En hann getur einnig hafa talið full tök á valdinu meira viröi en álitið út á viö, eins og talið var, þegar ráöizt var inn i Tékkóslóvakíu árið 1968. Ekki skiptir meginmáli, hvort heldur var. Bresti eitt- hvað á vald Brejzhnevs, verða valdamenn á Vesturlöndum að viðhafa fulla gát. Hafi hann hins vegar gengizt fyrir rétt- arhöldunum þrátt fyrir óskor- Andrei Sakharov aö vald,á varfærnin ekki siður tétt á sér. ÞEGAR Sovétmenn hófu umleitanir sinar, sniðu vest- rænir menn viðbrögð sín að nokkru út frá þeirri forsendu, að Sovétkerfið væri smátt og smátt að verða öruggara, heflaðra og traustsverðara, og Sovétmenn væru því reiðu- búnir að opna dyrnar i vestur hægt og hægt. Af þessum sökum var talið mögulegt að reyna að ná samningum, sem byggðir væru á gagnkvæmu trausti, enda þótt það hefði I för með sér þá áhættu, að Vesturveldin yrðu opnari en áður fyrir áhrifum frá Sovétrikjunum. Einnig var álit manna, að vanda Austur-Evrópu yrði unnt að leysa með auknu frelsi og vestrænir menn gætu ýtt undir þá þróun með samning- unum. Þessar vonir hafa nú dofn- aö. Réttarhöldin i Moskvu i vikunni, sem leið, ásamt grimmilegum og óréttmætum árásum á menn eins og dr. Sakharov, benda eindregið til þess, að kerfið sé enn alltof ótraust til þess að þola þó ekki sé nema smávægilega sundur- þykkju og ofurlitla eftirgjöf á einangruninni. Forráðamenn kerfisins virðast einnig blindir á þjóðhollan tilgang margra þeirra, sem að gagnrýninni standa, en þeir eru einmitt að reyna að forða kerfinu frá stöðnun og krefjast einskis annars en þess, sem stjórnar- skrá Sovétrikjanna heimilar. ÞETTA hlýtur að efla and- stöðu þeirra Vesturlanda- manna, sem ávallt hafa verið andstæöir bættri sambúö. Það hlýtur einnig að vekja alvar- legar efasemdir hjá þeim, sem ákafast hafa keppt að auknum samskiptum við Sovétmenn. Vestrænir fulltrúar viö samningaviöræðurnar, sem hefjast i Genf I þessum mán- uði, verða nú aö viðhafa enn meiri varfærni en áður. Þeir verða að hverfa frá hugmynd- um sínum um möguleika Sovétmanna, bæði i stjórn- málum og efnahagsmálum, enda veröa þeir möguleikar varla aöskildir. Hinir vest- rænu samningamenn verða einnig tortryggnari en áöur á tilgang Sovétmanna og hljóta að beita enn meiri varfærni við allan undirbúning að sam- skiptum og samvinnu. Al- menningur í heimalöndum þeirra verður einnig mun tor- tryggnari en áður. SOVÉTMENN munu bregð- ast illa við þessari breytingu á afstöðu og telja hana bæði verulega óréttláta og áreitna. Þeir halda fram, að réttar- höldin séu innanlandsmál og snerti ekkert annað. Vestræn- ir menn hafi þvi enga ástæðu og engan rétt til þess að láta sig varða um þau á nokkurn hátt. Sé yfirleitt við nokkra að sakast i þessu efni, séu það vestrænir menn, þar sem þeir hafi fallizt á bætta sambúð meö þeim skilyrðum, að flutn- ingur skoðana og hugmynda yrði frjálsari en áður og knúið Sovétmenn á þann hátt til auk- inna ráðstafana til þess að tryggja öryggið inn á við. Þess sé ennfremur að gæta, að Vesturveldin haldi ótrufluðum og eðlilegum samskiptum við riki eins og Grikkland, Tyrk- land og Portúgal, þar sem ægilegir atburðir gerist. ALLT eru þetta mest megnis yfirvarpsröksemdir. Vestrænir menn hafa fyllsta rétt til að álykta um Sovét- menn út frá þvi, sem þeir gefa sjálfir til kynna, og láta i ljós andúð slna bæði i orðum og at- höfnum, þegar grundvallarat- riði i mannrétttndum eru fót- um troðin. Þeir þurfa ekki að beiðast neinnar afsökunar á viðleitni sinni til aukins frjáls- ræðis ihugmyndaflutningi.þar sem Sovétmenn hafa fullt frelsi til þess að boða sinar hugmyndir og skoðanir á Vesturlöndum. Vestrænir menn hafa fullan rétt til þess að semja um jafnan rétt. Hvað snertir einræðisstjórn- ir i vestrænum rikjum er þess að geta, að þær njóta sjaldan vinsamlegrar sambúðar við lýðræöisrikin. Ekki er á neinn hátt viðeigandi að bera þau saman við öflugt stórveldi, sem leitar eftir viðurkenningu og staðfestingu á áhrifasvæöi sinu og auk þess margs konar samkomulagi, sem alla heimsbyggðina varöar næsta miklu. ÞRATT fyrir allt þetta verð- ur að halda áfram leitinni að jákvæðum samningum til gagnkvæmrar blessunar. Engum væri greiöi gerður með þvi að hrekja Sovétmenn á ný,grama i geði.inn fyrir ein- angrunarmúrinn. Báðum hlutum Evrópu getur enn orð- ið verulegur ávinningur að þeim samningaumleitunum, sem yfir standa. Þeir vestrænir menn, sem eru andsnúnir þessum samn- ingaumleitunum á þeim for- sendum, að þær geti orðið til þess aö veikja vestrænt sam- starf, vantreysta um of hæfni Vesturveldanna til þess aö vernda hagsmuni sína og of- treysta mætti Sovétmanna til þess að skaða þessa hags- muni. Mestu varöar að viðhafa kalda tortryggni við samn- ingaumleitanirnar og gera Sovétmönnum fyllilega ljóst, aö innanlandsmálum og utan- rikismálum verður ekki haldið I aðgreindum hólfum,ef vel á að fara. TK.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.