Tíminn - 05.09.1973, Page 15

Tíminn - 05.09.1973, Page 15
MiOvikudagur 5. september 1973 TÍMINN Hér er fyrsta myndin af nýfæddu, dönsku fjórburunum og hinni stoitu móður þeirra, Kirsten Kynde. Fjórburafæðing í Danmörku Nýfæddu fjórburarnir i Danmörku fengu konunglegar móttökur. Prófessor Dyre Trolle, sem tók á móti Jóakim prins, syni Margrétar drottningar, var fremstur i flokki 30 sérfræðinga, sem við- staddir voru, þegar fjór- burarnir voru teknir með keisaraskurði á Rikis- spitalanum i Kaupmannahöfn. Fiórburarnir eru tvær stúlkur sem vógu 1700 og 1400 grömm,og tveir drengir, sem vógu 1700 og 1600 grömm. Þrátt fyrir lága þyngd hafa þeir góða möguleika á að lifa. Þeir eru nú i súrefniskassa. Móðurinni, hinni 28 ára gömlu kennslukonu, liður vel. Hún hlakkar mikið til að koma heim til eiginmannsins og fjögra ára dóttur þeirra,Berit. En hinir nýju fjölskyldumeð- limir fá ekki að yfirgefa sjúkrahúsið fyrr en þeir vega 2 kg. Kirsten Kynde og eigin- maður hennar, hinn þritugi Lars Ole Kynde, bjuggu sig ekki undir margburafæðingu, þó að þeim hefði verið tilkynnt nokkrum vikum fyrir fæðing- una,að þeim myndu annað- hvort fæðast þriburar eða fjórburar. Mæður okkar hefðu fengið taugaáfall, hefðum við sagt þeim þetta, sagði hinn hamingjusami faðir. — Og við sjálf hættum aðeins á að kaupa barnaföt á eitt barn, þvi að hugsa sér hefðu þrjú dáið... Lars Ole Kynde er mjög hreykinn af konu sinni og börnum. Við höfðum áætlað að eiga þrjú til fjögur börn i allt. En fjögur i einu eru eins og hvalreki. Eðlileg fæðing. Fjórburafæðingin var eðli- leg, en ekki afleiðing af hor- mónakúr. Skirnin á að vera mjög hátiðleg. Afi fjórburanna, presturinn Kárl Kynde,hætti störfum fyrir tveimur mánuðum eftir langt lifsstarf á Norður-Sjálandi. Hann hefur ákveðið að skira fjórburana, sem sitt seinasta embættis- verk. Þeir eiga að heita Ranti, Iben, Truls og Suna. Fjórburarnir eiga ekki að vera notaðir i auglýsinga- eða fjárgróðaskyni. Við kona min höfum talað um þetta og ákveðið að neita öllum auglýsendatilboðum, segir Lars Ole Kynd. — Ég vil ekki að börnin min alist upp með auglýsingaskilti um hálsinn. Aður hafa fæðzt tvennir fjórburar i Danmörku. Þrir drengir og ein stúlka fæddust 1936 á Jótlandi, og fjórir drengii i Kaupmannahöfn árið 1967. (Þýtt og endursagt. gbk.) Ráðstefna alþjóðastofn- ana í V-Evrópu haldin hér DAGANA 5,-7. þ.m. verður haldin hér i Loftleiðahótelinu 5. ráð- stefna Norðurlandaráðs fyrir alþjóðastofnanir i Evrópu. Er þetta i fyrsta sinn sem slik ráð- stefna er haldin hér á landi. Þátt- takendur eru um 40 frá alþjóða- stofnunum i Evrópu, Norður- landaráði, skrifstofu forsætis- nefndar Norðurlandaráðs og öðrum skrifstofum ráðsins. Frá tslandi taka þátt Matthias A. Mathiesen alþm., vara- tormaður tslandsdeildar Norður- landaráðs, Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis, og Þórður Einarsson, deildarstjo'ri, i Rætt verður um hlutverk Norðurlanda i Evrópu, samband alþjóðastofnana og Norðurlanda- ráðs, Efnahagsbandalagið og Norðurlöndin, tollabandalagið og Norðurlöndin og alþjóðavinnu- málastofnunin og Norðurlöndin. Ráðstefnan verður sett af Matthiasi A. Mathiesen alþm., en fyrirlesarar verða meðal annarra: Þórður Einarsson, deildarstjóri i menntamálaráðu- nevtinu, Per Kleppe, fyrrv. ráð- herra i Noregi, V. Kostelecky, ritari efnahagsnefndar Evrópu, Oie Bech, deildarstjóri i utan- rikisráðuneyti Danmerkur og Xke Linden, viðskiptafulltrúi tollabandalagsins. 15 LAUGARDALSVOLLUR Íbikarkeppnin ÍFram - ÍBV I leika i kvöld kl.18 (undanúrslit); I Komið og sjáið I spennandi leik. | Knattspyrnudeild Fram. nmHTTTyiTyinTriTmrmmmiHnii Sérlevfis- oq Itevkjavik — I.augarvatn — Geysir — Gullfoss ■ ..r um Grimsnes, Biskupstungur, Laugardal skemmmeröir al)a daga engin fri við akstur BSl — Simi 22-300 — rtlafur Ketilsson l±±±±±±i±±±±±±±i±±±±±±±±±±i±±±±±±±±±±iil 'ff: >.4s' í ’f Bókavarzla I Borgarbókasafn Reykjavikur óskar að ráða tvo bókaverði. Annar þeirra hafi bókavarðarpróf. Umsóknir sendist borgarbókaverði fyr- ir 15. sept. n.k. Upplýsingar gefnar i sima 10075 virka daga kl. 9-11. 1' 'o'.vC $ . !•' r V > * • . * >./ Borgarbókasafn Reykjavikur. & Frá Fimleikasambandi íslands. Ndmskeið i áhaldafimleikum fyrir iþróttakennara og þjálfara verður i íþróttahúsi Seltjarnar- ness 14. til 16. september n.k. Kennt verður fimleikakerfið „Turnstig- en” fyrir stúlkur og pilta. Kennarar: Harald Brynildsen og Tore Jo- hansen. Innritun og upplýsingar i sima 83402 og 83377. Fimleikasambandið - ír1• <* r ^ :*V: zTr ;,v - J. v> 'S.y- Frd gagnfræðaskólum Reykjavíkur b"immtudaginn 6. septernber n.k., kl. 3-6 siðdegis, þurfa væntanlegir nemendur gagnfræðaskóla Reykjavik- ur (i 1., 2., 3. og 4. bekk) að staðfesta umsóknir sinar þar sem þeir hafa feng- ið skólavist. Nemendur þurfa þó ekki nauðsynlega að koma sjálfir i skólana, heldur nægir að aðrir staðfesti umsóknir fyrir þeirra hönd. % k-f kl m vr ■$'} r-‘. % ■J i, V V Umsóknir um 3. og 4. bekk, sem ekki verða staðfestar á ofangreindum tima, falla úr gildi. Umsækjendur hafi með sér prófskir- teini. Gagnfræðaskólar borgarinnar verða settir 17. september. Nánar auglýst siðar. ‘M'C- .'■* + r - u '■yX? y - V >> ■' 4, \ •/ ’V>Y SÍjZ't Fræðslustjórinn i Reykjavik.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.