Tíminn - 05.09.1973, Síða 17

Tíminn - 05.09.1973, Síða 17
Miðvikudagur 5. september 19/3 TIMINN 17 Bikarkeppni KSÍ: Hvort reynist haldbetra, raunhyggjan eða hjótrúin? „BEA-OPEN" um helgina Kylfingar — til kynnið þátttöku í dag! „BEA-OPEN”... opin flokka- keppni Oolfklúbbs Suöurn. fer fram ;í Hómsvellinum vift Leiru uin næslu helgi. Leiknar verða :i(» holur i meistara- I. og 2. flokki. Peir.sem liafa áhuga á að taka þátt i þcssu opna inóti, eru heönir að tilkynna þálttöku sina til golf- klúbba, sem viðkomandi er með- limur i, fyrir kl. 20.00 i kvöld. Nánar verður sagl frá keppninni sem stendur yfir laugar- og sunnudag, i hlaðinu á föstu- daginn. Slökkvilið Keflavíkur- flugvallar gefur Slökkvilið Keflavikurflugvallar bcfur gefið 0.000,00 krónur i söfn- unina til styrktar ekkju llauks B. Ilaukssonar, knattspyrnumanns. Slökkviliðið lagði peningana inn á girórciking söfnunarinnar nr. 20002. Allmörg framlög frá vinnu- liópum og einstaklingum hafa hori/.t og er vonandi, að íþrótta- menn og iþróttaunnendur taki höndum saman, minnugir þess, að safnast þegar saman kemur. Vann Norfolk- meist- arann Finnbogi Guömannsson, tslands- meistari i knattborðsleik, „Billiard” tók þátt i „billiard”- keppni út i Bandarikjunum fyrir stuttu. llann keppti við nokkra sterkustu knattborðsspilara I Norfolk i Virginia-fylki, þar á meöal Norfolk-meistarann. Finnbogi stóð sig mjög vel i keppninni. Hann spilaði tólf leiki, vann ellefu og tapaði aðeins einum. Finnbogi gerði sér litið fyrir og vann Norfolk-meistarann sex sinnum i röð. Þeir sem voru vitni að þessari keppni, sögðu að Finnbogi hafi vakið mikla athygli fyrir skemmtilega spilamennsku og gerði hann margar kúlur á mjög skemmtilegan hátt. En eins og menn vita, þá eru kúlur skotnar niður i göt i „billiard”. STEINAR JÓHANNSSON... hefur ósjaldan skorað mörk á Skaganum. Hvað gerir hann i kvöld? ARNAR GUÐLAUGSSON... sést hér skora mark fyrir Fram, gegn Viking. Hann leikur meö Framliöinu að nýju í vetur. t siðasta Reykjavikúrmóti varð röð liðanna, þessi: 1. Vikingur 2. Valur 3. Fram 4. KR 5. Armann 6. Þróttur 7. ÍR 8. Fylkir í kvöld fara fram undanúrslit i Bikar- keppni KSÍ, en á Laugardalsvellinum leika Fram og Vest- mannaeyingar og á Akranesvelli leika Akurnesingar og Kefl- vikingar, Bendir flest til þess, að tvö utanbæjar- félög leiki til úrslita i Bikarkeppninni i ár, þvi að Fram virðist ekki lik- legt til afreka, a.m.k. ef miðað er við siðasta leik. Spá iþróttasiðu Timans er sú, að Kefl- vikingar og Vestmanna- eyingar leiki til úrslita i Bikarkeppninni i ár. Annars er það svo einkennilegt, að það lið, sem lagt hefur Viking að velli i Bikarkeppninni á undan- förnum árum (4 sinnum á fimm árum), hefur orðið Bikar- meistari. Samkvæmt þeirri reglu ættu Framarar að verða Bikar- meistarar i ár. Nú er að vita, hvort reynist haldbetra, raun- hyggjan eða hjátrúin! Leíkurinn Laugardalsvelli i kvöld milli Fram og Vestmannaeyinga hefst kl. 18. Leikur Akurnesinga og Keflvikinga á Akranesi hefst á sama tima. Bikarmeistarar frá hafa þessi félög orðið. 1960 KR 1961 KR 1962 KR upphafi, 1963 KR 1964 KR 1965 Valur 1967 KR 1968 Vestmannaeyjar 1969 Akureyri 1970 Fram 1971 Vikingur 1972 Vestmannaeyjar Núverandi bikarmeistarar hafa lagt tvö Reykjavikurfélög að velli i bikarkeppninni. F’yrst Val á Laugardalsvellinum og siðan KR á Melavellinum. Báðir leikirnir voru nokkuð sögulegir. 1 leik Vals og Eyjamanna, var Hermanni Gunnarssyni vikið af leikvelli og i leik KR og Eyjamanna, vakti netamarkið umtalaða mikla athygli. Hvaö skeður i kvöld? Slá Eyjamenn, þriðja Reykjavíkur- félagið úr bikarkeppninni, eða halda Framarar merki Reykja- vikur á lofti.? Handknattleikur: FRAMARAR ENDUR- HEIMTA LEIKMENN Fjórir fyrrverandi meistaraflokksmenn munu leika aftur með Framliðinu í vetur. Handknattleiksvertíðin Framliðið i handknatt- leik hefur nú endur- heimt fjóra fyrrverandi meistaraflokksmenn, sem munu leika með lið- inu i vetur. Þessir leik- menn eru Arnar Guð- laugsson, Stefán Þórðarson, Pálmi Pálmason og Sveinn Sveinsson. Það er öruggt, að þessir leik- menn koma til að styrkja liðið mikið og að hefjast má þvi búast við að Framliðið verði með i baráttunni i vetur. Arnar mun aftur koma til Reykjavikur, en hann hefur dvalizt á Húsavik sl. ár. Stefán Þórðarson hefur stundað nám i Danmörku, en er nú alkominn heim. Pálmi, sem stundar nám i tþróttakennaraskólanum á Laugarvatni, mun verða sóttur i leiki i vetur. Þá er Sveinn byrjaður að æfa aftur, en hann hætti á siöasta keppnisbili og fór að vinna út á landi. Handknattleiksvertiðin byrjar nú um miðjan mánuðinn, með Reykjavikurmótinu. Nýtt fyrir- komulág hefur verið tekið upp i mótinu. Liðunum átta, sem taka þátt i þvi, hefur verið raðað niður • i tvo riðla og verður nú i fyrsta skiptið leikinn fullur leiktimi 2x30 min. i Reykjavikurmótinu. 1 a-riðli leika Reykjavikur- meistarar Vikings, Fram, 1R og Armann. 1 b-riðli leika Islands- meistarar Vals, KR, Þróttur og Fylkir. Eins og sést á þessu, þá er a-riðillinn miklu sterkari og má búast við tvisýnni og spennandi keppni i honum. Aftur á móti eiga Valsmenn að vinna b-riðilinn örugglega.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.