Tíminn - 05.09.1973, Page 19
Miövikudagur 5. september 1973
TÍMINN
19
o Víðivangur
en reiknistofnun háskólans
hefur um nokkurt skeið unnið
að ölduspáni með tölvu. Hér
rer um stórfellt hagsmunamál
fyrir islenzka sjómenn að
ræða og langt er siðan milli-
landaskip á Norður-Atlants-
hafi fóru að nota slíkar spár,
til að finna hagstæðustu
sigiingaleiðir milli Ameriku
og Evrópu, .og hafa skipin
þannig getað forðazt haf-
ölduna, sem dregur úr ferð
skipa og veldur tjóni á farmi
og fari. Mega tslendingar
vænta mikils af tölvuspám
þessum i framtiðinni. Þá mun
Þorbjörn einnig vinna við að
útbúa „tölvuleit” að gúmmi-
bátum. Verður þá unnt að nota
tölvu til að finna gúmmibáta
og skipsbrotsmenn, en margir
minnast frá siðasta vetri, og
reyndar oft áður, þegar
umfangsmiklár leitir stóðu
sólarhringum saman að skips-
brotsmönnum, — og báru svo
ekki árangur. Fer þá tvennt
saman, aö eftir þvi sem lengra
liður frá sjóslysi, minnkar
vonin um að finna skipreika
menn — lifandi, sem berast
um hafið i fangi vinds og
strauma. Vonandi verður
þetta nýja starf „tölvunnar”
til að auka likur á að skipreika
menn í gúmmibátum finnist
fljótt. TK
Leiðrétting
1 grein i blaðinu á þriðjudaginn
þann 4. sept., um það er framhluti
brotnaði af skipi, slæddist inn sú
augljósa villa, að 1/3 af skipinu
um 600 metrar hafi brotnað af. Þá
hefði skipið þurft að vera tæpir 2
km að lengd. Hér var auðvitað átt
við 60 m. Þetta gerðist ekki við
Suður-Ameriku, heldur Suður-
Afriku, eins og myndin sem
fylgir sýnir ljóslega.
o
heilbrigðisyfirvöldum og ferða-
skrifstofum i þessu efni. Ekki er
hægt að skylda menn til þess að
láta bólusetja sig eða hætta við
ítaliuför af þessum orsökum, en
hins vegar er fólki skýrt frá þvi,
að allir, sem frá Italiu koma
hingað til lands, eru krafðir um
bólusetningarvottorð.
Eftirlit með farþegum
Ásamt útlendingaeftirlitinu
hafa starfsmenn borgarlæknis
eftirlit með þeim farþegum er-
lendir frá, sem fara um Reykja-
vikurflugvöll, en héraðslæknirinn
i Keflavik annast farþega, sem
koma til Keflavikurflugvallar.
Farþegar eru spurðir um ferðir
sinar erlendis og allir þeir, sem
dvalizt hafa á ttaliu einhvern
tima á fimm siðustu sólarhring-
um eru skráðir, og þeim látnar i
té sérstakar ráðleggingar um
hreinlæti, og þeim gert að gera
lækni viðvart, þegar i stað, ef þeir
kenna sér meins. Þeir, sem ekki
hafa þegar látið bólusetja sig,
eru bólusettir til þess að milda
áhrif veikinnar, ef i ljós kæmi
siðar, að þeir væru sýktir. Þá
hefur læknum verið sent bréf, þar
sem þess er farið á leit, að þeir
séu á verði gagnvart niðurgangs-
pestum, og að þeir kanni hvar
þeir, sem þjást af sliku hafi
dvalizt að undanförnu með tilliti
til hugsanlegrar kólerusýkingar.
Telji læknir hætta á að um kóleru
sé að ræða, verður sjúklingurinn
þegar i stað lagður inn á lyf-
læknisdeild Borgarspitalans.
Ennfremur sagði Guðjón, að
ekki væri ástæða fyrir fólk að láta
bólusetja sig gegn kóleru, nema
það ætlaði til Italiu eða Afriku og
sagði ástæðulaust að óttast
kóleru i Vestur-Þýzkalandi enn
sem komið væri a.m.k., þvi að
einungis væri vitað um
einn mann, sem veikzt hefði þar i
landi og hann hefði verið ný-
kominn frá Italiu.
Bólusett er tvivegis gegn kóleru
með viku fresti. Þeir, sem búa i
Reykjavik, geta látið bólusetja
sig á Heilsuverndarstöðinni alla
virka daga — nema miðviku-
daga — á milli fjögur og fimm.
Úti á landi annast héraðs-
læknar bólusetningu.
Nóg bóluefni
Nóg er til af bóluefni i landinu
handa ferðamönnum, að þvi er
Lyfjaverzlun rikisins hefur tjáð
skrifstofu landlæknis. Ef svo ólik-
lega færi/að bólusetja þyrfti fólk
hérlendis i stórum stil, er auðvelt
að útvega meira bdluefni með
skömmum fyrirvara, þvi að bólu
efni gegn kóleru er framleitt á
Norðurlöndum.
Kólerubólusetning er aldrei
alveg örugg, fremur en önnur
bólusetning. Það er einstaklings-
bundiö hversu mikið ónæmi
myndast, en þó er óhætt að
fullyrða.að bólusetning dregur
alltaf verulega úr áhrifum
veikinnar. Kóleran er upphaf-
lega komin frá Indlandi, en gýs
alltaf upp annað veifið i Evrópu
og siðast á Spáni fyrir tveimur
árum.
Kólera er erfið viðfangs fyrir
þá sök, að meðgöngutimi
sýkinnar, þ.e. sá timi, sem liður
frá þvi, að menn smitast, þangað
til þeir verða veikinnar varir, er
allt frá fáeinum klukkustundum
upp i fimm sólarhringa.
Einkenni kóleru eru heiftar-
legur niðurgangur og hiti, sem þó
er oft vægur. Vökvatap
sjúklingsins er oft mikið, eða allt
upp i 15-20 litra á sólarhring, og
það er oftast vökvamissirinn,
sem verður mönnum að fjörtjóni.
Annars er tiltölulega auðvelt áð
lækna menn, ef þeir komast undir
læknishendur i tæka tið.
Kólera hlýzt af óþrifnaði
Það er sýkill, sem kólerunni
veldur og smithætta starfar aðal-
lega af menguðu vatni. Það er
þvi ekki óeðlilegt, að sýkin hafi
borizt með skelfiski, þvi að i
Miðjarðarhaflöndunum er skólpi
viða veitt beint i sjóinn, án
nokkurrar hreinsunar, jafnvel i
grennd við baðstrendur.
Þá má lika minnka smithættuna
að miklum mun, ef gætt er nægi-
legs persónulegs hreinlætis.
Verði kóleru vart, er sú borg,
sem i hlut á, yfirleitt einagruð
þegar i stað og þess gætt, að
þaðan fari enginn nema hann hafi
verið bólusettur, sagði Guðjón, en
samkvæmt þeim fregnum, sem
borizt hafa frá Napóli virðist
fjöldi manns hafa flúið borgina,
án þess að hafa verið bólusettur,
og þess vegna kann að reynast
erfiðara en ella að hefta út-
breiðslu veikinnar.
Kólera hefur aldrei borizt
hingað til lands, svo að vitað sé,
og ég tel litla hættu á þvi, að hún
berist hingað nú, sagði Guðjón að
lokum.
HHJ.
Glava
glerullar
hólkar
Hlýindinaf góðri
hitaeinangrun
vara lengur en
ánægjan af
lagu veroi
Hér fæst Tíminn
Á Norðurleið og Austurlandi fæst Timinn:
HVALFIRÐI: Oliustöðinni
BORGARFIRÐI: Hótel Bifröst. Hvitárskálanum v/Hvitárbrú,
B.S.R.B., Munaðarnesi.
HRÚTAFIRÐI: Veitingaskálanum Brú, Staðarskálanum.
BLÖNDUÓSI: Essó-skálanum, Hótelinu, hjá umbm. Þórunni
Pétursdóttur
SKAGASTRÖND: umbm. Björk Axelsdóttur, Túnbraut 9
SKAGAFIRDI: Kf. Skagfirðinga Varmahlið
SAURÁRKRÓKI: Söluskálanum Ábæ, hjá umbm. Guttormi
Óskarssyni Kaupfélaginu
SIGLUFIRÐI: umbm. Friðfinnu Simonardóttur Steinaflöt
ÓLAFSFIRÐI: umbm. Mary Baldursdóttur, Aðalgötu 32
DALVÍK: umbm. Stefáni Jónssyni, Bjarkarbraut 9
IIRISEY: umbm. Björgvini Jónssyni útibússtj. Norðureyri 9
AKUREYKI: umbm. Ingólfi Gunnarssyni, Hafnarstræti 95, i
öllum blaðsöluturnum
S-ÞINGEYJARSÝSLA: I Einarsstaðaskála og Reynihlið við
Mývatn.
HúSAViK: umbm. Stefáni Hjaltasyni, deildarstj.
KÓPASKER: Kf. N-Þingeyinga
RAUFARHÖFN: umbm. Hólmsteini Helgasyni
ÞÓRSHÖFN: Kf. Langnesinga
EGILSSTÖÐUM: Kf. Héraðsbúa, umbm. Ara Sigurbjörnssyni,
Bjarkahlið 3, Héraðsheimilinu Valaskjálf og Flugvellinum.
REYÐARFIRÐI: umbm. Marinó Sigurbjörnssyni, og i
bókabúðinni.
VOPNAFIRÐI: Kf. Vopnafirðinga og i bókabúðinni
ESKIFIRÐI: Óli J. Fossberg og Í bókabúðinni.
SEYÐISFIRÐI: umbm. Þórdisi Bergsdóttur og i bókabúðinni
NORDFIRDI: Gunnari Daviðssyni umbm., Þiljuvöllum 37 og i
bókabúðinni.
IIORNAFIRÐI: Kf. A-Skaftfellinga, Höfn og i bókabúðinni.
Á Suðurlandi fæst Timinn:
SELFOSSI: Kf. Árnesinga og i bókabúð Arinbjarnar Sigurgeir-
sonar og hjá umbm. Jóni Bjarnasyni Þóristúni 7
LAUGARVATNI: KA
ÞRASTASKÓGI: KÁ
EYRARBAKKA: KÁ, umbm. Pétri Gislasyni
STOKKSEYRI: KA, umbm. Sveinbirni Guðmundssyni
ÞORLÁKSIIÖFN: KÁ, umbm. Franklin Benediktssyni
IIVOLSVELLI: KA, umbm. Grétari Björnssyni
IIELLU: KA, umbm. Steinþóri Runólfssyni
HVERAGERÐI: Verzluninni Reykjafossi
Á vesturleið fæst Timinn:
BORGARNESI: Söluturninum, hjá umbm. Sveini M. Eiðssyni,
Þórólfsgötu 10
AKRANESI: Söluturninum, hjá umbm. Guðmundi Björnssyni,
Jaðarsbraut 9
IIELLISSANDI: umbm. Þóri Þorvarðarsyni
ÓLAFSVIK: umbm. Hrefnu Bjarnardóttur
GRUNDARFIRÐI: umbm. Jóhönnu Magnúsdóttur, Borgar-
braut 2
STYKKISHÓLMI: umbm. Hrafnkeli Alexanderssyni
PATREKSFIRDI: umbm. Magnúsi B. Ólsen, Aðalstræti
BiLDUDAL: umbm. Hávarði Hávarðarsyni
SÚGANDAFIRDI :umbm. Hermanni Guðmundssyni, Aðalgötu 2
BOLUNGAViK: umbm. Jóninu Sveinbjörnsdóttur
ÍSAFIRÐI: umbm. Guðmundi Sveinssyni og Bókaverzlun
Jónasar Tómassonar
Kólera
Menntamálaráðuneytið,
3. september 1973.
Laus staða
Staða starfsmanns nieð háskólapróf i verkfræði eða
annarri grein raunvisinda hjá Rannsóknaráði ríkisins
er laus til umsóknar.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um mennt-
un og starfsferil, sendist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. október n.k.
Ferð á Hlöðuvelli
Árnesingafélagið i Reykjavik gengst fyrir
ferð á Illöðuvelli n.k. sunnudag.
Lagt verður af stað frá Búnaðarbankan-
um við Hlemmtorg kl. 8 á sunnudags-
morgun. Ekið verður til Laugarvatns og
hjá Miðdal að Hlöðufelli. Þátttaka til-
kynnist i sima 42146 á kvöldin fyrir föstu-
dagskvöld.
Stjórn og skemmtinefnd.
trmrr? u
Menntamálaráðuneytið,
4. september 1973.
Auglýsing um
afnám Z
I. Eftirfarandi reglur skulu gilda um
stafsetningarkennslu i skólum, . um
kennslubækur útgefnar eða styrktar af
rikisfé, svo og úm embættisgögn, sem út
eru gefin.
II. Ekki skal rita z fyrir upprunalegt
tannhljóð (d, ð, t)+s, þar sem tannhljóðið
er fallið brott i eðlilegum framburði.
Til leiðbeiningar skal bent á eftirfar-
andi atriði:
a) í stofnum fallorða skal tannhljóð
haldast á undan s, hvort sem svo er
framborið eður ei, t.d. lofts ((af loft),
lats (af latur), lands (af land), skorts
(af skortur) o.s.frv.
•b)íorðstofnum skal tannhljóð haldast á
undan s, ef svo er fram borið, t.d.
reiðstu (af reiðast), gleðstu (af
gleðjast): (hefur) mæðst (af
mæða(st)), græðst (af græða(st)),
dáðst (af dá(st)): greiðsla breiðsla
o.s.frv.
c) Ef stofn lýsingarháttar þátíðar sagn-
ar eða lýsingarorðs endar á -tt sam-
kvæmd uppruna, skal þeim stöfum
sleppt, ef endingin -st fer á eftir, t.d.
(hefur) sest (af setja(st), (hefur) flust
(af flytja(st)), (hefur) breyst (af
breyta(st)), (hefur) hrist (af
hitta(st)), stystur (af stuttur) o.s.frv.
d) Ef lýsingarháttur þátiðar i germynd
endar á -st eða -sst, skal miðmyndar-
endingu sleppt, t.d. (hefur) leyst (af
leysast), (hefur) breyst (af breytast),
(hafa) kysst (af kyssast) o.s.frv.
III. Reglur þessar öðlast þegar gildi, og
jafnframt eru numdar úr gildi reglur um z
i III. lið „Auglýsingar um islenzka staf-
setningu”, sem út var gefin af dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu 25. febr. 1929, sbr.
Lögbirtingablað 22. ár, nr. 9 (28. febrúar
1929).
m