Tíminn - 07.09.1973, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. september 1973
TÍMINN
3
Afleiðingar breytinganna á stafsetningunni:
Fyrirsjáanleg ringulreið og
mikill kostnaðarauki
SC BREYTING á stafsetningu,
sem i fljótu bragði virðist Iftil, að
hætta að nota z f skólum landsins
og skjölum embættismanna rfkis-
ins, mun draga dilk á eftir sér og
valda meiri ringulreið, vinnu-
töfum og kostnaði en menn hafa
liklega gert sér grein fyrir áður
en gengið var til verks.
Ljóst er þegar, að mörgum eru
breytingarnar óljúfar, og munu
þeir ekki fyrirvaralaust semja sig
að nýjum siðum, og þess vegna
verður gamla stafsetningin vafa-
litið ráðandi almennt um sinn að
minnsta kosti. bað veldur aftur á
móti verulegum óþægindum,
töfum og kostnaði i prent-
smiðjum, ef tvenns konar staf-
setning er notuð samhliða, svo
sem hlýtur að verða, þvf að
setjarar eru ekki vélar, sem geta
með fullum og mistakalausum
vinnuhraða sett með nýju staf-
setningunni annan daginn eða
aðra stundina, en hinni gömlu
hina.
Þá er það ankannalegt, að I
skólum eru notaðar skólabækur
með annarri stafsetningu heldur
en kennd verður, og mun það sfzt
verða til þess að gera islenzku-
námið léttara. Af þessu leiðir
sennilega, ef haldið verður áfram
á þessari braut, að náms-
bækurnar verða endurprentaðar
miklu fyrr en ella með ærnum til-
kostnaði, bæði fyrir útgefendur og
ekki siöur námsfólk, sem verður
fyrirsjánlega að leggja gjfur-
legan kostnað við bókakaup, sem
þarflaus hefðu verið að öllu, og
getur varla hjá þvi farið, að það
verði að öllu samantöldu ærinn
skattur, sem kemur þar niður, er
sizt skyldi. Mun þar mælirinn
þykja fullur, þvi að margir
kvarta sáran undan tiðum og
stundum tilefnislitlum skiptum á
skólabókum, er hleypa. kostnaði
við skólanám upp til stórra muna.
Þá hefur blaðið fullar heimildir
fyrir þvi, að Rikisútgáfa náms-
bóka mun verða að taka á sig
talsverðan bagga af þessum
sökum, og ekki ótrúlegt, að út-
gáfufyrirtæki, sem eiga umtals-
vert upplag skólabóka, er þeir
hafa gefið út i góðri trú, telji sig
eiga skaðabótarétt, ef þessar
bækur verða úreltar fyrr en
vænta mátti vegna valdboðs af
þvi tagi, sem hér ræðir um.
Ringulreiðin, sem fylgir breyt-
ingunni á stafsetningunni, verður
lika sennilega meiri heldur en enn
er komið á daginn. Virðist vera
ætlunin að gera fleiri breytingar,
sem deilt veröur út i smá-
skömmtum. Nefndinni, sem
stendur aö breytingunni, var
einnig falið að fjalla um, hvort
framvegis skuli rita y og tvö-
faldan samhljóða, hvenær rita
skuli stóran staf, til dæmis i
nöfnum þjóða, hvort draga tvö
smáorð eða fleiri saman i eitt og
hvernig hafa skuli setningu
greinarmerkja. Auk þess mun
margt fleira hafa borið á góma i
nefndinni —■ jafnvel hvort ekki
skuli setja þá reglu að rita ævin-
lega annaðhvort eitt n eða tvö i
nafnorðum með greini, án tillits
til þess, hvort þau eru karlkyns
eða kvenkyns, sem og lýsingar-
orðum karlkyns i þolfalli.
— bað hefur allt mögulegt borið
á góma, sagði einn nefndar-
maðurinn, er Timinn spurði hann
um þetta.
Eins og þegar er komið fram
eru skoðanir manna á þeirri
breytingu, sem þegar hefur verið
gerð, mjög skiptar, og verða
sjálfsagt enn frekar, þegar farið
verður að ræða málið og þó sér-
staklega, ef verulegar breytingar
verða gerðar til viðbótar. Einn
fremsti skólamaður landsins
vakti til dæmis athygli blaðsins á,
að z hefði veriö felld niður nú
fyrirvaralaust, þegar hún hefði
gilt svo lengi, að allir lands-
menn, sem á annað borð hafa lagt
sig eftir að læra fastar rétt-
ritunarreglur, hefðu tileinkað sér
notkun hennar, nema þá ungbörn
og öldungar.
— Þeir sem eytt hafa drjúgum
hluta ævi sinnar til kennslu af
Aðrir hafa vakið athygli á þvi,
að breytingin, sem gerð hefur
verið. stefni i þá átt að torvelda
þessu tagi, standa nú uppi með
það eftirmæli, það þeir hafi að
þessu leyti unnið ónytjuverk, sem
einskis sé vert. En þeir, sem
numið hafa hjá þeim, verða að
taka sig á, ef þeir eiga að fylgja
þessu.
EINS OG SAGT var frá f blaðinu i
gær, miðvikudag, fór hafrann-
sóknastofnunin I leiðangur til
Eldeyjarmiða fyrr I vikunni, til
að athuga rækjumagnið með til-
liti til magns ýsuseiða. Sendu þeir
sjávarútvegsráðuneytinu skýrslu
þess efnis, að nauðsyn bæri til að
loka miðunum fyrir frekari veið-
um að sinni. Nú hefur blaðinu
borizt fréttatilkynning þess efnis,
að svæðinu veröi lokaö fyrir frek-
ari veiðum frá og með 8. septem-
ber. Nú veröa hins vegar opnuð
ný svæði 1. október, og segir um
það efni f tilkynningunni:
„Akveðið hefur verið að rækju-
veiðar á Arnarfiröi, Isafjarðar-
mönnum eðlilegan skilning á
tungu sinni, þar sem hún fjar-
lægir ritað mál uppruna þess, og
nokkuð af gagnsæi þess fari for-
görðum. Það yrði þó enn frekar,
ef y yrði fellt niður, en það er ein-
mitt eitt af þvi, sem f jallað er um
innan stafsetningarnefndarinnar.
—jh.
djúpi og Húnaflóa skuli hefjast 1.
október n.k. Allir þessir staðir
eiga það sameiginlegt að rækju-
veiðileyfi hafa einungis verið og
verða aðeins veitt skipstjórum
báta, sem skrásettir eru á við-
komandi veiðisvæði, enda hafi
eigendur og skipstjóri báts einnig
verið búsettir i eitt ár i þvi
ákveðna umdæmi. Miða reglur
þessar að þvi að draga úr sókn á
þessi veiðisvæði, en auk þess eru I
veiðileyfin settar ýmsar frekari
sóknar- og aflatakmarkanir til
verndar rækjustofninum á hverj-
um staö. A Arnarfirði mega bátar
þannig ekki veiða meira en 4
smálestir á viku og i Isafjarðar-
djúpi er hámarkið 6 smálestir á
bát á viku eöa 160 smálestir sam-
tals á allan flotann, en reikna má
með þvi að u.þ.b. 50 bátar muni
stunda þessar veiðar i Djúpinu og
u.þ.b. 10 i Arnarfirði. Veiðileyfi á
þessum tveimur svæðum verða
nú bundin þvi skilyrði, að
möskvar efra byrðis og poka i
rækjuvörpum veröi stækkaöir úr
32 mm i 36 mm og er þetta tilraun
til þess að koma i veg fyrir dráp á
smárækju, Ef sú tilraun heppnast
ekki má búast viö þvi að sérstak-
ar flokkunarvélar um borö i bát-
unum veröi gerðar að skilyrði
fyrir rækjuveiðileyfum á þessum
svæðum.
Á Arnarfirði veiddust á siðustu
vertið, sem stóð yfir frá 1. október
til 30. april, u.þ.b. 600 smálestir af
rækju. I ísafjarðardjúpi veiddust
u.þ.b. 1903 smálestir og á Húna-
flóa 1700 smálestir, en það magn
hefur verið ákveðiö hámark þess,
sem veiða má i Húnaflóa á kom-
andi vertið.
Það athugist að þeir, sem hafa i
hyggju aö stunda rækjuveiðar á
einhverju af þessum þremur
svæðum nú i vetur, verða að
senda sjávarútvegsráðuneytinu
umsóknir þar að lútandi fyrir 21.
september n.k. Umsóknir, sem
berast eftir þann tima veröa við-
ast ekki teknar til greina. hs
BRETAR
GRÆÐA
A FYRSTU sjö mánuðum þessa
árs græddu Bretar um 200
milljónir á viðskiptunum við ts-
lendinga. Við seldum til þeirra
vörur fyrir 1816 milljónir, en
keyptum af þeim vörur fyrir 2032
milljónir. Þetta er þó mun hag-
stæðari viöskiptajöfnuður en varð
á siðasta ári, þvi að þá högnuðust
Bretar um 1200 milljónir á við-
skiptum sinum við okkur. Þeir
fluttu hingað vörur fyrir 3025
milljónir, en við fluttum til þeirra
vörur fyrir 1823 milljónir. Af
þessu má sjá, að það er Bretum
alls ekki svo litið hagsmunamál
að halda viðskiptatengslunum viö
tslendinga.
Þeir vöruflokkar sem hingað
eru aðallega fluttir frá Bretlandi
eru vélar, flutningatæki, raf-
magnstæki, unnar málmvörur,
jarðolia, ýmsar iðnaðarvörur,
fatnaður og svo margs konar teg-
undir matvæla.
Athyglisvert verður að fylgjast
með þvi, hvort kaup Islendinga á
brezkri vöru muni minnka næstu
mánuðina. __gj.
Leiðrétting
1 bókarfregninni, sem ég skrif-
aði til kynningar á Sólseturs-
Ijóðum Snæbjarnar Jónssonar
(sbr. Timann s.l. fimmtudag) eru
nokkrar prentvillur. Þessar óska
ég eftir að verði leiöréttar: á
skáldskap Snæbjarnar og þess,
les: gat þess.en i þriðju linu upp-
hafserindis ljóðsins stendur I, þar
sem á að vera aö — og er linan
rétt þannig: — ,,og allt að einu
það mun þitt” — A.Th.
Lokað við Eldey, en
ný svæði opnuð
Lokaspretturinn
framundán i Grimsá
Þaö var gott hljóöið I Þórunni
Eyjólfs I veiöihúsinu viö
Grimsá, þegar Veiðihornið
hafði samband við hana og
innti hana frétta af veiðinni i
ánni.
— Veiðin hefur verið ágæt
undanfariö og nú eru komnir á
land um 1900 laxar og allt
bendir til þess, að um metveiði
verði að ræða i ánni i sumar. I
fyrra komu á land á öllu veiði-
timabilinu 1920 laxar, þannig
að við eigum ekki langt eftir i
þá tölu. Hingað eru væntan-
legir hörkuveiöimenn næstu
dagana, þannig að ég er viss
um að þegar veiðitimanum
lýkur þann 15. september
verðum við komin langt fram
úr veiðinni i fyrra.
Tiu stangir eru leyföar i
Grimsá og hafa tslendingar
verið með þær að mestu leyti
frá þvi útlendingatímanum
lauk 19. ágúst. Þó eru enn ein-
staka útlendingar og núna eru
t.d. Bandarlkjamenn með
tvær stangir.
Sem dæmi um veiöina upp á
siðkastið nefndi Þórunn, að nú
fyrir skömmu hefðu tveir
menn fariö heim með 26 fiska
eftir tveggja daga veiði.
Laxinn er misjafnlega vænn
eins og gengur, nokkuð um
mjög smáan fisk en stórir
fiskar þess á milli. I gær-
morgun komu t.d. á land átta
laxar og voru þeir frá fjórum
og upp i sextán pund að þyngd.
Mun lakara i
Haukadalsá
480 laxar eru komnir úr
Haukadalsá okkar megin,
sagði Benedikt Jónmundsson,
hjá Stangaveiðifélagi Akra-
ness i viðtali viö Veiðihornið.
SVFA er með annan bakka
árinnar á leigu og eru þar
leyfðar tvær stangir sem og á
hinum bakkanum.
— Þetta er talsvert verri
veiði en var i ánni i fyrra. Þá
komu á land okkar megin á
öllu veiðitimabilinu um 800
fiskar. Mér hefur veriö sagt að
veiðin á hinum árbakkanum
hafi gengið enn verr, en hjá
okkur, svo heildarveiöin I ánni
I sumar er aðeins svipur hjá
sjón miðað við þaö sem gerðist
I fyrra.
— Þaö er þó engin ástæða til
svartsýni með framhald á
veiðinni i ánni og ég tel engar
likur á þvi að fariö verði út I
þaö að fækka stöngum i ánni.
Vatnsrennslið hefur verið
mjög gott og jafnt i ánni og
klak virðist ekki hafa brugðist
I ánni.
— Meöalþyngdin er mjög
svipuð og hún var i fyra ein-
hvers staðar nálægt átta
pundum. Það eru sömu
mennirnir sem eru við
veiðarnar i Haukadalsá frá ári
til árs, á þvi svæði, sem
Stangaveiöifélag Akraness er
með á leigu, og eru þeir flestir
Akurnesingar.
270 laxar úr
Flekkudalsá
Veiðitlmanum i Flekkudalsá
lýkur n.k. mánudag. Komnir
eru á land 270 laxar, en það er
lakari veiði en var i ánni I
fyrra.
Það er Stangaveiðifélag
Akraness, sem hefur haft ána
á leigu og eru þrjár stangir
leyfðar i ánni.
Foringinn
er fundinn
Eins og kunnugt er hefur
verið mjög grunnt á þvi góða
milli núverandi stjórnenda
VIsis og Mbl.-manna, sem VIs-
is-menn kalla „Mbl.-klikuna”
I Sjálfstæðisflokknum. llugur
Vísis-manna I garð Mbl.-klik-
unnar kernur fram i ýmsum
myndum, en þcir gæta þess þó
jafnan.að þetta strlð við Mbl.
birtist ekki á siðum Visis
nema undir rós.
1 VIsi I gær er rósagerðin
mjög kænskulega unnin og
verður að beinskeyttu háði.
Þeir sem hlýddu á sjónvarps-
þáttinn á ársafmæli 50 miln-
anna um daginn, muna gerla,
bve mislukkuð för Eyjólfs
Konráðs Jónssonar, ritstjóra
Mbl., var I þennan þátt. Átti
Eykon af þessum sökum
nokkra samúð, þar sem aug-
ljóst var, að hann var eitthvað
illa fyrir kallaður til rökræðna
eða miður sln. llins vegar fann
málflutningur hans enga sam-
úð, enda var hann gjörsam-
lega kveðinn I kútinn.
Er þetta ekki full
mikil forvitni
mikil illkvittni
Auðvitað voru flokksbræður
Eykons almennt vonsviknir
yfir hlut Sjálfstæðisflokksins
eftir þennan sjónvarpsþátt.
En viss vorkunnsemi með
manninuni kom fram I þvi, að
enginn vildi neitt um frammi-
stöðu hans skrifa opinberlega
og ekkert hefur um hana sézt á
prenti fyrr cn I VIsi I gær.
Maðurinn hafði Hka afgreitt
sig einn og sjálfur, hjálpar-
laust. Enda verður það að telj-
ast sérstök illkvittni að leggj-
ast á þann, sem fallið hefur.
En enn meiri illkvittni er
það þó, að hæðast að slikum
manni mcð öfugmælakveð-
skap og hetjudýrkunóð honum
til niðurlægingar. Vlsis-menn
herlu sig samt upp I sllka iðju
og fengu Geir nokkurn Ander-
sen til verksins, en hann er
frægur fyrir þaö, að setja
nafnið sitt undir mestu bull-
greinarnar, sem birtast I VIsi,
maöur nálægur og handhæg-
ur. Hann skrifar I VIsi I gær:
Sjá ég boða yöur mikinn fögn-
uð undir fyrirsögninni ,,For-
ingi er fundinn”. Þar segir
m.a.:
„En hvar sem sltka baráttu-
menn aö finna? Þeir virðast
ekki margir, sem hafa dirfsku
til að takast á við vandann,
a.m.k. ckki opinberlega, þótt
ekki vanti félög og alls kyns
samtök, sem kenna sig viö
lýðræði og sjállslæöi, og skarti
ýmsum valinkunnum nöfnum
goðairæðinnar. Nei, allt er
þetta hjóm og liflaust félags-
málasnakk, kryddað „hæ-
vcrsku” og „heilagsanda-
svip”, án nokkurrar baráttu-
gleði, og án framkvæmda.
Það var þvi nokkur nýlunda
að sjá I sjónvarpsþættinum
þriðjudaginn 28. ágúst sl.
(sem áður er vitnaö til), að
einn af ritstjórum stærsta
borgarablaösins bæði gat og
þorði að nota tjáningarmátt
sinnafþeirri einurð, sem fólk
hafði lengi vænzt frá lýðræðis-
öflum. Hér var maður, sem
færöi fram ferska framsögn
hins baráttuglaöa stjórnmála-
manns.
Ef til vill er hér fundinn sá
maður, sem óumdeilanlega
gæti tekiö að sér forystu fyrir
þeim hópi manna, sem fylgja
lýöræöi og vestrænu frelsi, og
vilja taka af skariö með nýj-
um raunhæfum baráttuað-
ferðum I töluðu og rituðu máli.
Það mun koma I ljós af undir-
tektum þess fólks er beðið hef-
ur.”
Þar með hefur enn einn
bætzt I hóp kandidatanna, se*-
keppa um leiðtogastöð’
Sjálfstæðisflokknum. ^
/