Tíminn - 07.09.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.09.1973, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. september 1973 TÍMINN 11 Einn þeirra, sem safnað hafa steinum og steingervingum af mikilli kostgæfni,er Björn Hall- dórsson frá Nesi i Loðmundar- firði. Undirritaður skrapp heim til hans ekki alls fyrir löngu og fékk að lita á steinasafnið hans, sem hann hefur komið smekklega fyrir i sinu fallega heimili við Álf- heima i Reykjavik. Það er bezt að byrja á byrjuninni og spyrja: — Hvenær vaknaði hjá þér sú árátta að safna steinum? — Ég var nú vist ekki gamall, þegar ég byrjaði. Ég á stein, sem ég fann sjálfur og eignaðist, þeg- ar ég var aðeins fimm til sex ára að aldri. — Og hefur þú verið að bjástra viö þetta allar götur siðan? — Já, svo má það vist heita. Annars hefur það ekki verið alveg stööugt, eins og nærri má geta, það hefur verið mörgu öðru að sinna. — Hvað ertu búinn að fara vitt um landið til steinaöflunar? — Ég hef ferðazt viða. Þó hef ég ekki farið mikið um sjálft há- lendið, en ég hef farið mikið um byggðir, bæði að austan, norðan sunnan og vestan. — Hvar er bezt til fanga? — Á Austurlandi er fjölbreytn- in afarmikil hvað bergtegundir snertir, og sömuleiðis eru þar viða tré-steingervingar en aftur á móti er þar litið um blaðför. Ég held, að ég hafi ekki heyrt um nema einn stað á Austurlandi — það er uppi á Jökuldal — þar sem fundizt hefur blað af hlyni. — Er ekki mikið af steingerð- um trjám á Vesturlandi? — Það er, jú, nokkuð af þeim þar, en þó er þar miklu meira af steingerðum blöðum. Það eru þau, sem langmest ber á þar. — Hvar á Vesturlandi er mest af þessu? — Það er til dæmis i Selárdal i Arnarfirði, á Brjánslæk á Barða- strönd, i Tröllatungu og i Mókolls dal i Steingrimsfirði. Fleiri staði mætti nefna, þótt ég láti þetta nægja. — Hvar heldur þú, að þú hafir aflað steina við erfiðastar að- stæður? — Það hefur liklega verið, þeg- ar ég fór ásamt bróður minum upp á Goðaborg, hún er fyrir ofan Nes i Loðmundarfirði. Þar fórum við yfir á brik, sem er á milli Goðaborgar og Skælings. Við skriðum yfir hyldýpisgjá á tveim stórbjörgum sem skorðuð eru efst i gjánni, og komumst þannig yfir á brik, þar sem er hengiflug báðum megin, en sjálf er brikin tiu til fimmtán metrar, þar sem hún er breiðust, en um tveir metrar, þar sem mjóst er. Að of- an er brikin slétt og moldarflag, þar sem hún er einna breiðust. En báðum megin við hana er al- gerlega þverhnipt hengiflug. Þarna uppi fundum við stein- gerðar trjáflisar, sem virðast vera af stóru tré, og þessi staður, þar sem steingervingarnir fund- ust, er eitthvað á milli átta og niu hundruð metra yfir sjávarmál. — Ekki hafið þið gengið þetta? Urðuð þið ekki að skriða? — Við fórum hægt yfir gjána. t Steinarnir i henni eru að visu stórir, en afsleppir, og satt að segja ekki neitt sérlega árenni- legir yfirferðar. Ég held, að ég myndi aldrei aftur vilja reyna að fara þessa leið. — Hvað varstu gamall, þegar þetta var? — Ég var eitthvað rétt um fermingaraldurinn, svona tólf til fjórtán ára. Nei annars, ég held, að ég hafi verið fermdur. Ég hef liklega verið fjórtán. — En hvað i ósköpunum kom ykkur til þess að gera annað eins? — Við vorum vist bara að vita hvað við gætum komizt, nú, og svo lika að athuga hvað væri þarna uppi, þótt sjálfsagt hafi okkur ekki dottið i hug að finna þar það, sem raun varð á. Við hlóðum svo vörðu, þarna úti á brikinni, svo að það er hægt að sjá, að þar hefur maður komið. — Þú hefur vanizt brattlendi i æsku þinni? — Já. Það er mikið um kletta i minum heimahögum. Þareru um allt rákir og brikur, sem fé fer um, og auðvitað vandist maður smalamennsku frá blautu barns- beini, og þurfti þvi alltaf að vera að sækja fé i kletta og syllur i fjöllum. Það var óneitanlega góð æfing. — En svo að við snúum okkur aftur að steinunum : Hvenær á ár- inu safnar þú aðallega? — Satt að segja. þá hefur þessi árátta bitnað að langmestu leyti á sumarleyfinu minu. Ég fer þá söfnunarferðir, langar eða stuttar eftir atvikum, og jafnvel þótt maður sé að grúska i einhyerju öðru, þá hefur maður þetta alltaf jafnframt i huga og lætur ekki ónotuð þau tækifæri, sem bjóðast. — Vel á minnzt: Hefur þú safn- að fleiri hlutum en grjóti úr nátt- úrunnar riki? — Já, dálitið hef ég gert að þvi. Ég heflitiðeitt safnað skeljum. Einu sinni safnaði ég lika jurtum, limdi þær upp og gekk frá þeim eins og vera bar, nafngreindi þær og raðaði þeim upp eftir ættum. — Attu þetta safn ennþá? — Nei, það er langt siðan ég hætti þessu, og svo gaf ég safnið frænda minum. — Hefur þú nokkra hugmynd um, á hverjum steina þinna þu hefur mestar mætur, og vildir sizt að glataðist? — Þessu er mjög vandsvarað. Ég held mikið upp á fyrsta stein- inn, sem ég eignaðist, þennan sem ég minntist á hér að framan. Hann er að visu litill, en mjög sér- kennilegur, og auk þess fyrsti steinninn, sem ég fann, svo mér sé kunnugt. — Er hægt að gera sér ein- hverja grein fyrir aldri þessara steingervinga, sem þú átt hér? — Það kann að vera hægt, en ég vil ekki nefna neinar ákveðnar tölur um það, enda er skammt siðan farið var að aldursgreina berg með tækjum. — Aldurinn skiptir alla vega milljónum ára? — Já, já, það eru margar millj- ónir. Þeir eru svo sem ekki neinir unglingar, steingervingarnir minir. óneitanlega finnur maður Steinar i hillum. Séð inn i einn af steinskápum Björns Halldórssonar. i efri hillunni eru blaöför frá Brjánslæk. Þaö hefur veriö eidgos, þegar blööin féllu, þvi aö á milli þeirra er eldfjallaaska. Blaöförin I neöri hillunni eru aftur á móti frá Selárdal I Arnarfiröi. Þau hafa stein- runniö f vatni, og halda þvi eöliiegri lögun sinni. Steingerðir trjábútar. Efri bútinn fann Björn uppi á fjallsbrfkinni, sem um getur í greininni. Neöri búturinn, sem er meö greinilegum kvisti, fannst á saina staö og stórt steintré, sem nú er varöveitt austur á Hallormsstaö. Það er hvorki nicira né minna en tveir metrar og 25 sentimetrar i uinmál. Þaö inun vera hátt á annan metra á hæö. stundum til þess, hve mannsævin er lftill dropi i hinu mikla hal'i timans. — Við drápum litið eitt á aðra söfnun þina áðan. Hefur þú aldrei safnað eggjum fugla? — Jú dálitið hef ég fengizt við það, og ég á egg nokkuð margra fugiategunda, en það er þö ekki hægt að kalla stórt safn, enda voru það ekki mörg ár, sem ég lagði stund á þá tegund söínunar. — Nú hefur þú, Björn. lagt stund á margvislega söfnún. Þú ert meðal annars mikill bóka- safnari. Hvaða tegund söfnunar heldur þú að sé þér hugstæðust? — Ég veit ekki. Það er ákaf- lega gantan að safna steinum og náttúrugripum, og það veitir lika mikla ánægju að grúska i göml- um skræðum. Hvað af þessu veit- ir mönnum mesta gleði, fer auð- vitað mest eftir upplagi og eðli hvers og eins, en ég held, að aðal atriðið sé að vera lifandi og leit- andi. Mönnum leiðist ekki lil'ið á meðan þeir eiga nóg af hollum og þroskandi áhugamálum. —vs. Þessi laiil' viröast vera úr grósku- inikliini skógi, þótt uú séu þau búin aö vera sleinii um nokkrar áramilljónir. Þaö hcfur veriö hlyrra liérna á Islaudi, þegar þau voru i blóina, en nú cr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.