Tíminn - 07.09.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.09.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 7. september 1973 TÍMINN 9 Útgcfandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-' arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Kitstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aöaistræti 7, simi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Rlaöaprent h.f n—------------------------ Stjórnmála- sambandi slitið? Á sameiginlegum fundi þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn var á Hallormsstað nú i vikunni, bar Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra upp til- lögu þess efnis, að þvi verði lýst yfir við Breta, að eigi sér stað frekari ásiglingar af þeirra hálfu,muni þeim verða tilkynnt, að stjórnmála- sambandi milli íslands og Bretlands verði slit- ið. í tillögunni var jafnframt skorað á Atlants- hafsbandalagið að fordæma njósnaflug brezku Nimrod-þotanna hér við land og þvi lýst yfir, að verði það ekki gert.muni íslendingar taka afstöðu sina til Nato til endurskoðunar. Þessi tillaga ólafs Jóhannessonar forsætis- ráðherra var samþykkt einróma á fundinum. Mun tillagan nú koma til afgreiðslu á fundi rikisstjórnarinnar n.k. þriðjudag,og má telja vist, að hún verði samþykkt þar, og rikisstjórn- in muni þá tilkynna brezku rikisstjórninni um þessa ákvörðun. Nato hefur lýst þvi yfir af sinni hálfu, að flug brezku Nimrod-þotanna hér við land, sé ekkert á vegum Atlantshafsbandalagsins og þvi óvið- komandi. Það flug sé eingöngu á vegum Breta og á þeirra ábyrgð. Eins og kunnugt er,hafa þessar njósnaflugvélar Breta hlotið fyrir- greiðslu flugumsjónar á íslandi við þetta njósnaflug, sem er til beins stuðnings við of- beldisaðgerðir Breta innan islenzku fiskveiði- lögsögunnar. Bretum mun verða tilkynnt,að fyrir alla slika þjónustu við brezkar njósna- og herflugvélar verði tekið af hálfu islenzkra flug- umferðaryfiravalda,og verði það þá á ábyrgð Breta, ef sliku flugiverðurhaldiðáframog slys hlýzt af. Mun rikisstjórnin endanlega ganga frá slikri tilkynningu á rikisstjórnarfundi á þriðjudag. Eins og komið hefur fram i fréttum,lýsti Ól- afur Jóhannesson forsætisráðherra þvi yfir á ársafmæli útfærslunnar i 50 milur, að aðgerð- irnar gegn ofbeldisverkum Breta hér við land yrðu hertar bæði á sviði gæzlu og stjórnmála. Forsætisráðherra hefur nú gert tillögur sinar um næstu aðgerðir Islendinga á stjórnmála- sviðinu. Ólafur Jóhannesson hefur látið i ljós undrun sina á þvi, að almenningur skuli ekki hafa dregið úr kaupum sinum á brezkum vörum, þegar svo alvarlegt ástand hefur skapazt i samskiptum Bretlands og fslands og Bretar beita okkur ofbeldi og efnahagslegum hefndar- aðgerðum. Hvatti hann almenning til að fylgja gagnráðstöfunum stjórnvalda eftir með þvi að hætta að kaupa brezkar vörur. Timinn vill i þessu sambandi benda á, að verkalýðsfélögin hafa það algerlega i hendi sér að taka fyrir sölu og dreifingu á brezkum vörum hér á landi með þvi að neita að vinna við uppskipun á vörum frá Bretlandi. Slikt bann,á- kveðið af frjálsum samtökum verkalýðsfélaga, myndi verða verðugt svar við áframhaldandi ofbeldi Breta, sem þegar hefur leitt til dauða eins varðskipsmanna okkar. — TK. P. E. H., Aftenposten: Flótti fró Austur-Þýzka- landi veldur ógreiningi Austur-Þjóðverjar vilja fó flóttamenn framselda en Vestur-Þjóðverjar harðneita því FRANSKA rikisstjórnin kvartar undan þvi, að vestur- þýzka stjórnin i Bonn sýni málefnum Vestur-Evrópu ekki nægilega hollustu. Samtimis sjást þess æ fleiri merki, að Austur-Evrópu- menn eru ákaflega óánægðir með þá annmarka, sem koma i veg fyrir að unnt sé að nálg- ast eðlilegt samband milli Vestur-Þýzkalands annars vegar og Tékkóslóvakiu, Ung- verjalands og Bulgariu hins vegar. Þessi þrjú Austur-Evrópu- riki hafa ekki stjórnmálasam- band við Vestur-Þýzkaland. Fulltrúar stjórnanna i Bonn og Prag hafa setið á fundum, þar sem ganga átti frá samning- um um stjórnmálasamband að nýju. Þeir samningar strönduðu gersamlega á deilu um eitt atriði i samningunum um Berlin, eða hvort erind- rekar stjórnarinnar i Bonn hafi haft rétt til þess að gerast fulltrúar svonefndra „jurdiskra persóna”, (eða fyrirtækja og stofnana) sem heima eiga i Vestur-Beriin. STJÖRNIN i Bonn á þannig i striði við undarlegar mót- sagnir. Leiðtogarnir i Paris voru frumkvöðlar baráttunn- ar fyrir bættri sambúð við Austur-Evrópurikin. Samt kvartar franska stjórnin undan þvi, að Willy Brahdt kanslari séofákafur i viðleitni sinni til þess að bæta sambúð- ina við Austur-Evrópurikin og sé á hraðri leið i austurátt. Jafnframt kvarta rikisstjórnir Austur-Evrópurikjanna yfir þvi, að Bonnstjórnin sé allt of þvermóðskufull og ósveigjan- leg i afstöðu sinni. Nokkurt hlé varð á sam- komulagsumleitunum milli Vestur-Þjóðverja og Tékka og Vestur-Þjóðverja og Ung- verja. Eftir þetta hlé hafa blöð i Austur-Evrópu verið mun hvassyrtari i ummælum sin- um um Vestur-Þýzkaland en áður. AUSTUR-ÞJÓÐVERJAR hafa haft forustu i þessu efni. Þeir gera ágreining um samn- ingana um flutninga að og frá Vestur-Berlin um austur-bvzk umráðasvæði og segja Dlátt afram, að lifandi fólki sé smyglað úr landi. Austur-Þjóðverjar eiga þarna við flóttamenn, sem hjálpað er til þess að komast til Vestur-Þýzkalands — og greiða oft stórfé fyrir. Þessa aðstoö er mun auðveldara að veita eftir að samningarnir um flutninga milli Vestur- Þýzkalands og Vestur-Berlin- ar gengu i gildi. Þessir flutningar eiga að ganga truflunarlaust sam- kvæmt samningunum og þess vegna hefir verið slakað á könnun landamæravarða á flutningabilunum. Flóttamenn eru teknir i bilana á fyrirfram ákveðnum stöðum meðfram veginum. Þeir er ýmist fengið falskt vegabréf eða þeir eru faldir i flutningum, og siðan skilað ýmist til Vestur-Þýzka- lands eöa Vestur-Berlinar. SAMKVÆMT frásögnum i blöðum i Tékkóslóvakiu hafa svipaöir atburöir gerzt þar. Flokksblaöið Rude Pravo sagði fyrir skömmu frá tveim- ur Austurrikismönnum, sem báöir aka vöruflutningabilum, og voru dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar fyrirtilraun til að smygla tékkneskum rikis- borgurum úr landi. Vestur-þýzka stjórnin hefir snúizt gegn viðskiptahlið þess- arar aðstoðar við flóttafólk, en þóknunin fyrir flutninginn nemur venjulega fjörtiu þús- und þýzkum mörkum. En stjórnin er og verður sýnilega ósveigjanleg i þvi efni, að allir Austur-Þjóðverjar, sem sam- band hafa við vestur-þýzk stjórnvöld skuli sæta sömu veðferð og vestur-þýzkir þegnar að þvi leyti, að þeim verði leyfð búseta i landinu. Flóttamenn verða þvi velkomnir til Vestur-Þýzka- lands hér eftir sem hingað til. Óhugsandi er, að vestur-þýzk stjórnvöld fáist til að bæta við fyrri samninga ákvæöum um, að flóttamenn, sem ekki eru afbrotamenn samkvæmt vest- ur-þýzkum lögum, verði framseldir. Aöeins er til eitt dæmi um slika samninga milli austræns og vestræns rikis, eða milli Sovétrikjanna og Finnlands. HVER er þá mannfjöldinn, sem þarna er um að ræða? Siðan 1969 hafa komiðfimm til sex þúsund Austur-Þjóðverjar til Vestur-Þýzkalands á ári. Um fjórðungur þeirra hefir brotizt yfir jarðsprengjusvæði eða flúið á annan lifshættuleg- an hátt. Samkvæmt frásögn vikublaösins Die Zeit koma hinir flestir frá öðrum Austur- Evrópurikjum Fullyrt er i frásögnum blaðsins, að um 100 manns hafi komið með flutningabil- um á þvi ári, sem liðið er siðan samningurinn um flutninga að og frá Vestur-Berlin var undirritaður. Þessi tala er þó hverfi nærri viss og fullyrt er til dæmis i Der Spiegel, að 2000 manns hafi komiö með þess- um hætti siðast liðið ár, þar.af 115 læknar, sem mikill skortur er á i Austur-Þýzkalandi, en þeim veitist auðvitað auðveld- ara en öðrum að vinna sér inn þær fjárhæðir, sem greiða verður fyrir flutninginn. Samkvæmt samningnum eru Vestur-Þjóðverjar skyldir að leggja sig fram um að koma i veg fyrir misnotkun hans. Til mála kemur þvi, að snúast gegn þeim, sem stunda aðstoð við flóttamenn eina og hver önnur viðskipti, og að þvi vék talsmaöur rikisstjórnar- innar fyrir um það bil mánuði. FÓLKSFLÓTTINN hlýtur óhjákvæmilega að torvelda sambúð þýzku rikjanna með- an það er freistandi fyrir Austur-Þjóðverja, annað hvort af stjórnmálaástæðum eða efnahagsástæðum, að komast til Vestur-Þýzkalands, hvað sem liður hættunni á fangelsisdómi eða dauða. Grundvallarmunur er á skilningi rikisstjórnanna á réttarmeðferð i þessu sam- bandi og er þvi óhugsandi, að samkomulag verði um það at- riði. Onnur rikisstjornin litur svo á, að fólk eigi að vera frjálst ferða sinna eins og þvi sýnistog tekiðskuli vel á móti flóttafólki. Hin rikisstjórnin er aftur á móti þeirrar skoðunar, að landamærin og allir flutningar yfir þau eigi að lúta afar ströngu eftirliti. Hvorug sýnir minnstu merki um skoðanaskipti. Þetta þrátefli er ekki upp- örvandi fyrir þá, sem vonast eftir, og vinna að þvi að eðli- legt ástand verði i Evrópu og „flutningur hugmynda, fólks og upplýsinga”, verði frjáls milli landa. En þráteflið ætti hins vegar að róa þá, sem ótt- ast að Vestur-Þjóðverjar séu i þann veginn að fjarlægjast Vestur-Evrópu. Aðstoð við flóttamenn er glæpur .Svona vill Honecker hafa þaö”, stóð undir þessari teikningu I Die Welt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.