Tíminn - 07.09.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.09.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 7. september 1973 Snillingurinn Leighton James... honum hefur verið likt við Denis Law, þegar ha‘nn var að kom ast upp á toppinn. Nýrri knattspyrnustjörnu ernú aðskjóta upp í ensku knattspymunni. Þessi stjarna er hinn 19 ára gamli Burnley-leikmaður, Leighton James, sem er galdramaður með knöttinn. Varnarleikmenn Tottenham fengu heldur betur að kynnast þessum unga snillingi á miðvikudagskvöldið á heimavelli sínum White Hart Lane í Lundúnum. Hann sýndi snilldarleik og var bezti maður leiksins og stuðiaði að góðum sigri Burnley, 2:3. James er Wales-búi, og framtíðarmaður í landsliði Wales. Dave Bowen, framkvæmdastjóri Wales, hefur sagt þetta um Leighton James: „ Leighton er f rábær knattspyrnumaður í dag — eftir nokkur ár mun enginn stöðva hann. Hann minnir mig mikið á Denis Law, þegar hann var að skjótast upp á stjörnu- himininn." Síðustu tveir ieikir James með Burnley hafa verið stórkostlegir. Hann var bezti maðurá vellinum gegnTottenham, og einnig gegn Coventry um sl. helgi. Enska knattspyrnan: SOS: „Eftir nokkur ár mun enginn stöðva hann'!.. ...hefur verið sagt um hinn 19 ára gamla Leighton James hjá Burnley. Leikmenn Tottenham fengu að kynnast honum, þegar Burnley vann 3:2 á White Hart Lane. — Chelsea vi fyrsta leik. — Leeds óstöðvandi. — Law í „stuði". vann sinn Tottenham Hotspur, eða „The Spur’s”, eins og leikmenn liösins eru kallaöir, höfðu yfir 2:1 i hálf- leik, Cyril Knowles og Martin Chivers skoruðu mörk Lundúna- liðsins, en James skoraði fyrir Burnley. Staðan var þannig þar til aðeins 13 minútur voru til leiksloka. Þá jafnaði Frank Casper úr vitaspyrnu. Casper þessi var keyptur til Burnley 1967 frá Rotherham á 27 þús. pund. Skoraði hann mark i fimm fyrstu leikjum sinum með Burnley og hefur ætiö veriö með markhæstu leikmönnum félagsins siðan. Aðeins fjórum min. siðar skoraði Doug Collins úrslitamarkið fyrir Burnley. Collins var einnig keyptur fyrir 27 þús. pund — frá Grimsby. Nú er illa farið að halla undan fæti hjá Tottenham, sem hefur verið eitt frægasta, dýrasta og bezta lið Englands undanfarin ár. Tveir tapleikir á einni viku á heimavelli, gegn Leeds og Burnley. Bill Nicholson, fram- kvæmdastjóri Tottenham, á nú erfitt verkefni fyrir höndum. Hann þarf að finna varnarleik- Enskir punktar: Fer David Hay til Manchester United? Stein, framkvæmdastjóri Celtic vill skipta á honum og öðrum skozkum landsliðsmanni, Alex Forsyth. — Best vill byrja aftur. — Skozki landsliðseinvaldurinn hefur augastað á Denis Law. Nú er útséð um, að skozki landsliðsmaöurinn David Hay mun ekki fara til Tottenham. Jack Stein, framkvæmda- stjóri Celtic, hefur lýst þvi yf- ir, að hann vilji fá annan leik- mann i skiptum fyrir Hay. Stein hefur augastað á Alex Forsyth, skozka iandsiiðsbak- verðinum hjá Manchester United, en hann er óánægður hjá United. Forsyth, sem Manchester United keypli frá skozka liðinu Partick Thistle, er með heimþrá, eins og svo margir Skotar, sem leika með enskum liðum,og hann hefur ekki leikið með United á keppnistimabilinu. Getur þvi farið svo, að Stein, framkvæmdastjóri Celtic, skipti við Tommy Docherty, framkvæmdastjóra United, á Hay og fái Forsyth I staðinn. Annars er það oft með skozka knattspyrnumenn, sem leika með enskum liðum, aö þeir verða leiðir um tima og þjást af heimþrá. Þannig var það um tima hjá öðrum skozk- um landsliðsmanni hjá United, Martin Buchan. En nú virðist það timabil vera liðið hjá honum. Sérstaklega eftir að United keypti yngri bróður hans frá Aberdeen i sumar. GEORGE BEST... v a n d r æ ð a b a r n i ð frá Manchester United, hefur nú lýst þvi yfir, að hann sé orðinn leiður á glaumgosalifinu. Hann vill koma aftur til United og byrja að æfa og leika knattspyrnu. Siðustu fréttir af Best eru þær, að hann hefur fitnað mikið, þar sem hann dvelst á Spáni. DENIS LAW...hinn snjalli leikmaður Manchester City, átti enn einn stjörnuleikinn gegn Coventry á miðviku- dagskvöldið. Willie Ormond, framkvæmdastjóri skozka landsliðsins,gerði sér ferð til Manchester á miðvikudaginn, til að sjá Law leika gegn Coventry á Maine Road. Allt bendir til, að Ormond hafi mikinn áhuga á að fá Law i landslið Skota, sem mætir Tékkum i Glasgow 26. septem- ber i undankeppni HM i knatt- spyrnu. Ef Skotar vinna þann leik, eru þeir búnir að tryggja sér sæti i lokakeppninni i V- Þýzkalandi 1974. Skotland hef ur ekki leikið í lokakeppni frá þvi i Sviþjóö 1958. Skozka landsliðið er nú eitt sterkasta landslið i heimi. Skotar hafa nú yfir mörgum snjöllum knattspyrnumönnum aö ráða, og hefur breiddin aldrei verið eins mikil hjá Skotum. Til gamans má geta þess, að Zagallo, þjálfari og einvaldur heimsmeistaranna frá Brasiliu, sagði fyrir stuttu, að hann væri hræddastur viö Skota I lokakeppninni i V- Þýzkalandi. Hann taldi skozka landsliðið og v-þýzka landslið- ið þau allra sterkustu i Evrópu i dag. menn sem fyrst. Hann getur vart lengur stillt upp vörn, sem hefur fengið á sig sex mörk á heima- velli, i tveimur leikjum. Aftur á móti viröist Burnley- liðið vera meö pálmann i höndun- um. Liðið leikur mjög skemmti- lega knattspyrnu og er sagt, að það sé eina liðið eins og er, sem geti veitt Leeds harða keppni. Burnley, sem kom upp i 1. deild i vor, hefur ekki tapaö leik, enn sem komið er. Úrslitin i leikjunum i 1. deild á miövikudagskvöldið, urðu þessi: Chelsea-Birmingham 3:1 Leeds-Wolves 4:1 Leicester-Man. Utd. 1:0 Man. City-Coventry 1:0 Stoke-Everton 0:0 Tottenham-Burnley 2:3 sótti Leicester á Filbert Street. Frank Worthington skoraði eina mark leiksins á 7. min. siðari hálfleiks. Stoke og Everton gerðu einnig jafntefli, en liðunum tökst ekki að skora. Þetta er fjóröa árið i röð.sem liöin gera jafntefli á Victoria Ground. Denis Law átti enn einn stjörnu- leikinn, þegar Manchester City lék gegn Coventry á Maine Road. Þótt honum tækist ekki að skora, var hann potturinn og pannan i leik City, byggði upp margar sóknir, með frábærum sending- um. Rodneý Marsh skoraði eina mark leiksins, úr vitaspyrnu. Staðan er nú þessi i 1. deild: Það er grenilegt,að það verður erfitt að stöðva Leeds i ensku knattspyrnunni i vetur. Yorkshireliðið hefur sjaldan eða aldrei veriö betra, en einmitt i dag. Fyrir keppnistimabilið var talið.að frama liösins væri lokið, þar sem það var skipaö gömlum „útbrunnum” leikmönnum, sem væru farnir að gefa sig — leik- mönnum eins og Billy Bremner, Mick Jones og Johnny Giles. Þessir leikmenn hafa nú sýnt það, að þeir eiga mikið eítir i knattspyrnunni, og eiga eftir að halda marki Leeds hátt á lofti i vetur. A miðvikudagskvöldið tóku þeir Úlfana i kennslustund á Elland Road. Peter Lorimer náði forustunni fyrir heimamenn, með marki úr vitaspyrnu. Síðan bætti Mick Jones öðru marki við. Derek Dougan, sem skoraði 15 mörk fyrir Úlfana s.l. keppnistimabil, minnkaði muninn i 2:1. Dougan hefur skorað mark i öllum leikj- um úlfanna á keppnistimabilinu, hann er nú markhæstur með fimm mörk i 1. deild. Gamla kempan Billy Bremner skoraði þriðja mark Leeds, sitt fjórða á keppnis- timabilinu. Peter Lorimer innsiglaði siðan stórsigur Leeds með góðu marki undir lok leiksins. Þegar fimm min. voru til leiksloka, var Derek Parkin visað af leikvelli. Til gamans má geta þess, að „nýju, þægu strákarnir” úr Leeds hafa ekki fengiðbókuná keppnistimabilinu — furðulegt! — þar sem liöið hefur leikið fjóra leiki. Lundúnaliðið Chelsea vann sinn fyrsta deildarleik á keppnis- timabilinu, þegar liðið mætti Birmingham á Stfdíiford Bridge. Malcolm Page skoraði fyrsta mark leiksins og kom Birming- ham yfir 1:0. Ian Hutchinson jafnaði 1:1 og siðan komu mörk frá John Hollis og Steve Kember. Fyrsti heimasigur Chelsea varð staðreynd, og fögnuðurinn var geysilegur á „Brúnni.” Ahang- endur Chelsea vona nú bara, að oröin hans Peters Osgood séu að rætast. En „Ossie” sagði fyrir stuttu, að Chelsea færi nú að leika topp-knattspyrnu. Menchester United mátti þola enn eitt tapið, þegar liðið heim- Leeds 4 4 0 0 12 :3 8 Burnley 4 : 3 : l 1 0 8 :4 7 Southampt. 4 2 2 0 6 :4 6 Liverpool 4 2 1 1 4 :2 5 Man. City 4 2 1 1 5 :3 5 Newcastle 4 2 1 1 6 :4 5 Leicester 4 1 3 0 4 :3 5 Coventry 4 2 1 1 4 :3 5 Derby 4 2 1 1 2: :2 5 SheffUtd. 4 2 0 2 7 :5 4 Everton 4. 1 2 1 5: 4 4 Wolves 4 2 0 2 7: :7 4 Man. Utd. 4 2 0 2 3: : 5 4 QP.R. 4 0 3 1 2: :3 3 West Ham 4 0 3 1 6: 7 3 Norwich 4 0 3 1 5: 7 3 Arsenal 4 1 1 2 5: 8 3 Chelsea 4 1 0 3 4: 5 2 Stoke 4 0 2 2 1: 3 2 Tottenham 4 1 0 3 4: 8 2 Ipswich 4 0 2 2 5: 10 2 Birmingham 4 0 1 3 3: 8 1 Framhald á bls. 19 Erlend knatt- L_spyrna_J Vestur-Þýzkaland vann Rússland í vináttulands- leik i knattspyrnu á mið- vikudagskvöldið. Leik- num sem fór fram i Moskvu, lauk með sigri V-Þjóðverja 1:0. Markið skoraði Gerd Miiller á 31. min. siðari hálfleiks. Pólska landsliðið i knattspyrnu, sem leikur gegn Wales og Eng- landi I HM-keppninni i knatt- spyrnu, lék vináttuleik gegn v- þýzka 1. deildarliðinu MSV Duis- burg á miövikudagskvöldið. Pól- land vann leikinn 5:0,og er það mjög góður árangur, þvi að Duis- burg er með sterkustu liðum V- Þýzkalands. Paraguay vann Bolivíu i undankeppni HM i knattspyrnu 2:1. Leikurinn var sá fyrsti i riðli 2 i Suður-Ameriku, en i riðlinum leika þessi lönd: Bolivía, Paraguay og Argentina. Argentina og Bolivía leika um næstu helgi i Argentinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.