Tíminn - 07.09.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.09.1973, Blaðsíða 15
Föstudagur 7. september 1973 TÍMINN 15 Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar á, viljum við ekki traðka á,” segir Pússer og leggur D.engsa upp að brjósti sér, svo að hann geti fengið kvöldmat. ,,Ég þekki þetta allt saman frá pabba. Þeir, sem hafa völdin og peninga, hafa bara gaman af þvi, þegar smælingjarnir þjóta upp, og gera ekkert annað en gabb að þeim.” „Ég gæti þó — ” segir Pinne- berg þrákelknislega. „ — ekki neitt! Svona hættu þessu nú á endanum!” Það er reiðisvipuo 6 Pússei) Pg Pinne- berg horfir alveg forviða á hana og finnst hann alls ekki þekkja hana lengur. Hann gengur út að glugganum, staðnæmist þar og segir i hálfum hljóðum. „Næst held ég að ég verði að greiða at- kvæði með kommúnistunum, þrátt fyrir allt. En Pússer svarar ekki, og barnið drekkur og smjattar af ánægju. April kemur og með honuin kviöinn, en Heilbutt hjálpar Hvað verður af Heilbutt? — Heilbutt er rekinn. Það er kominn april — april, eins og hann er vanur að vera, og á að vera, fullur af duttlungum, sólskini, skýjum, haglskúrum, grænu grasi og gullmurum, brestandi brumhnöppum og löng- um vaxtarsprettum á trjám og runnum. Jafnvel Spannfuss þrútnar og tútnar, og afgreiðslu- mennirnir i karlmannadeildinni kunna á hverjum degi nýjar sögur um afleiðingar af kappi hans og starfsáhuga. Flestar sögurnar herma, að það sé ætlun hans, að einn afgreiðslumaður komi eftirleiðis i stað tveggja, eða þá í mesta lagi að lærlingur verði tekinn i stað þess, sem burt er rekinn. Heilbutt spyr Pinneberg þess oft um þessar mundir, hvernig honum gangi —og hvað mikið sóisölubókinnihans.Og ef Pinneberg stynur þvi upp með vndræðasvip, að það séu sextiu eða hundrað og tiu mörk, er það þegjandi samkomulag, að Pinneberg beri af tilviljun að, þegar Heilbutt er nýbúinn að selja frakka eða alfatnað, og Siðan færir Pinneberg upphæðina inn i sina sölubók. En þeir verða að gæta hinnar mestu varkárni, þvi að Jánecke er með nefið ofan i öllu, en þó er Kessler enn hættu- leg ri njósnari. Þeir verða að not- færa sér þá stuttu stund, sem Kessler er nð gleypa i sig matinn, og ef hann kemur þeim samt sem áöur að óvörum, segja þeir full- um fetum, að Pinneberg hafi lánazt að kræk ja sér i eina búðar- gægjuna, og Heilbutt býður herra Kessler með mestu rósemi að rétta að honum nokkra vel úti látna löðrunga. Hvar eru fuglar þeir er á sumri sungu? Hvar eru þeir dýrðar- dagar, þegar Pinneberg fannst hann vera duglegur seljari? Allt er nú orðið svo breytt og allt öðru visi. Viðskiptamennirnir hafa aldrei verið jafn erfiðir viðfangs og nú. Þarna kemur feitur og bústinn borgari ásamt konu sinni og ætlar að lita á frakka. „Tuttugu og fimm mörk er það hæsta, sem ég borga, ungi maður. Skiljið þér það? Einn af spila- félögum minum hefur nýlega keypt sér frakka úr ósviknu ensku efni með iofnu fóðri fyrir tuttugu mörk!” Pinneberg brosir dauflega. „Ætli þessi herra hafi ekki gert fullmikið úr þessum kjarakaup- um. Ósvikinn enskur úlsterfrakki fyrir tuttugu mörk, nei-----” „Heyrið mig, ungi maður, þér skuluö nú ekki ætla yður að fara aö telja mér trú um, aö vinur minn ljúgi mig fullan. Það er óhætt að treysta þvi, sem hann segir, skal ég láta yður vita. Og ég skal lika láta yður vita, að ég er ekki upp á það kominn að láta yður bjóða mér þetta og annað eins!” Bústni borgarinn espast meir og meir. Pinneberg flýtir sér að biðja auðmjúklegast fyrir- gefningar Kessler er á gægjum og herra JSnecke stendur á hleri bak við frakkahengi, en enginn kemur til hjálpar. Viðskiptin fara auðvitað alveg út um þúfur. „Hvers vegna ertið þér viðskiptafólkið svona?” spyr herra Janecke i mildum ásökunarrómi. „Þér voruð allt öðru visi hérna áður, herra Pinneberg.” „Já, Pinneberg, veit það vel, að þetta var allt öðru visi hérna áöur. En siðan þetta bölvaða lág- markskerfi kom til sögunnar, hefir hann og aðrir misst kjarkinn og trúna á sjálfan sig. Fyrst i mánuðinum slarkast allt öf.enda hefir fólk þá oftast einhver peningaráð, en bráðum kemur dagur—eða kannski tveir dagar, — sem enginri (raupandi lætur sjá sig, og þegar hann gengur siðan heim frá Mandel um kvöldið, er hann að hugsa um það, að á morgun verði hann og skuli selja fyrir þrjú hundruð mörk, til þess að komast á réttan kjöl aftur. A morgun verð ég að selja fyrir þrjú hundruð mörk, er siðasta hugsun hans, þegar hann hefir boðið'f’ússergóða nótt með kossi og liggur vakandi i myrkrinu. Það er ekki svo auðvelt að sofna með slika hugsun i höfðinu, og það er heldur ekki siðasta hugsunin af sliku tagi, sem ásækir hann um nóttin. t dag verð ég að selja fyrir þrjú hundruð mörk, kveður við i hug- skoti hans, undir eins og hann vaknar, meðan hann drekkur morgunkaffið, meðan hann er á leiðinni i búðina, meðan hann gengur inn i karlmannafata- deildina: Þrjú hundruö mörk, þrjú hundruð mörk. Nú kemur viðskiptamaður. Æ hann vill bara fá frakka yfir áttatiu mörk i mesta lagi. Pinne- berg dregur fram hvern frakkann eftir annan, mátar þá og lætur i ljosi hrifningu sina yfir hverjum frakka, sem hann hengir á manninn, og þvi hrifnari sem hann gerist, þvi þurrari verður viöskiptavinurinn á manninn. Vesalings Pinneberg reynir allar H veiðibrellur. Nú reynir hann fyrir :: sér með hinu auðmýktarlegasta :| smjaðri: „Herrann hefir alveg j| óvenjulega fágaðan smekk. :: Herranum fer allt vel.” Hann jj finnur hvernig andúð viðskipta- jj mannsins eykst stöðugt, en getur jj þó ekki annað Viðskiptamaður- j: inn fer lika. Hann ætlar að hugsa jj sig betur um. Pinneberg stendur jj einn eftir alveg utan við sig og jj eyðilagður. Hann veit, að hann j: hefir fariij) Vitlaust að þessu öllu jj saman, en hann gat ekki hagað :j sér öðruvisi. Það var hræðslan, jj sem knúði hann áfram. Kviðinn jj vegna þeirra beggja, sem biða j: heima, þar sem allt er af svo jj skornum skammti og allt verður ;; að skera við neglur sér. Hvernig ■■ skyldi það þá verða þegar — ? jj ■■ En siðan kemur hjálpin i gervi •■ Heilbutts, hins bezta drengs af öllum góðum drengjum. Hann *i kemuij þtilkvaddur og segir: ■■ „Hversu mikið, Pinneberg?” ■■ ítann er aldrei með neinar •• áminningar um það að fara »i öðruvisi að eða herða sig, hann •• er aldrei með neitt raus i fræðslu- -j tón eins og Janacke og Spannfuss •• þvi hann veit vel að Pinneberg •■ kanna að selja, og hann veit af jj hverju hann getur það ekki núna. jj Pinneberg er ekki úr stáli né jj steini. Pinneberg er deigur, og jj þegar þeir þrýst^ |á hann og jj þjappa að honum, missir hann jj sina eðlilegu mynd, lyppast niöur jj og verður að klessu. ■■ ■■ Nei hann missir ekki móöinn, jj hannnærvaldi yfirsjálfumsér aft- jj ur og lifir glaða daga, þegar hann jj er alveg eins og hann á sér og jj engin verzlun fer út um þúfur hjá jj honum. Hann heldur að hann sé j: búinn að vinna bug á kviðanum. :: 8 1494 Lárétt 1) Veikar,- 5) Fljótiö,- 7) Strax.- 9) Þökk,- 11) Togaði.- 13) Rugga,- 14) Onáleggs.- 16) Eins,- 17) Nesi.- 19) Manns- nafn,- Lóðrétt 1) Borg.- 2) Leit,- 3) Egg.- 4) Æðir.- 6) Mælikvaröar.- 8) Klukku,- 10) Alda,- 12) Eykta- mark.- 15) Stórastofu.- 18) Þingdeild,- Ráðning á gátu no. 1493 Lárétt 1) Kaplar.- 5) Óið.- 7) Ná,- 9) Trúð - 11) Trú,- 13) Als,- 14) Auða..- 16) DE,- 17) Iðnin,- 19) Grannt.- Lóðrétt 1) Kantar,- 2) Pó,- 3) Lit,- 4) Aðra.- 6) Aðsent.- 8) Aru,- 10) Úldin.- 12) Úöir,-15) Aöa.- 18) NN,- :: :: iliiii 1 Föstudagur 7. september 7.00 Morgunútvarp. Veður fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15, (for ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfinii kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl 8.45: Sigriður Eyþórsdóttii heldur áfram að lesa söguna „Kári litli i skólanum” eftii Steían Júliusson- (5) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lögá milli liða. Morgunpopip kl. 10.25: Arlo Guthrie syng ur. Fréttir kl. 11.00. Tónlisl eflir Francis Poulenc 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Síðdegissagan: „Suinarfriið” eftir Cæsar MarValdimar Lárusson les (5). 15.00 Miðdegistónleikar: Kammersveitin i Zfírich leikur Divertimento fyrir strengjasveit eftir Béla Bartók: Edmond de Stoutz stj. Útvarpshljómsveitin i Moskvu leikur Sinfóniu nr. 9 eftir Sjostakovitsj. Alexander Gauk stjórnar. 15.45 Lesin Dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.40 Spurt og svarað. Guðrún Guðlaugsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Sinfónískir tónleikar. a. Scherzo Capriccioso eftir Dvorák. Konunglega ffl- harmoniusveitin i Lundún- um leikur, Rudoll Kempe stj. b. Sinfónia nr. 1 i c-moll op. 68 eftir Brahms. Filhar- móniusveitin i Berlin leikur, Herbert von Karjan stjórn- ar. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.00 Þjóð ríki og foringi. Vilmundur Gylfason ræðir við llelga S. Jónsson um llokk þjóðernissinna á fjórða áratugnum. 21.30 Útvarpssagan: „Verndarcnglarnir" eflir Jóhannes úr Kötluni Guðrún Guðlaugsdóttir les sögulok (21). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapist- ill. tíerra, hinir nýliöarnir fá lúninga. Hvers -------- legna ekki ég? V Þú ; hefur ekk: " verið samhvkkt 22.35 Draumvísur. Sveinn Magnússon og Sveinn Arna- son sjá um þáttinn. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. iii FÖSTUDAGUR 7. septemberi 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Fóstbræður. Brezkur sakamála- og gaman- myndaflokkur með Tony Curtis og Roger Moore. Mannræningjarnir. Þýð- andi Óskar Inginiarsson. 21.20 Hestamót sumarsins. Svipmyndir frá nokkrum sunnlenzkum hestamótum, þar á meðal frá móti á Mánagrund við Keflavik og siðsumarskappreiðum Fáks. Umsjón Ómar Ragn- arsson. 22.00 Að utan. Þáttur með er- lendum fréttamyndum. Umsjón Sonja Diego. 22.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.