Tíminn - 07.09.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.09.1973, Blaðsíða 17
Föstudagur 7. septeniber 1973 TÍMINN 17 Skorar í öllum leikjum og fer sennilega með aðalliðinu til Belfast ASGEIK SIGURVINSSON sést hér í baráttu um knöttinn i iands- leik. Asgeiri Sigurvinssyni viröist vegna vel í Bel- gíu. Forráðamenn Standard Liege viður- kenndu nýlega, að hann hefði ekki verið keyptur til félagsins til að keppa með aðalliði félagsins, a.m.k. ekki fyrst um sinn, en frammistaða hans með varaliðinu hefði verið svo góð, að mjög líklega yrði hann látinn leika með aðal- liðinu innan skamms. Nýlega barst Albert Guð- mundssyni, formanni KSI, bréf frá Asgeiri, þar sem hann segir frá högum sinum. M.a. segir hann: ,,Af mér er allt gott að frétta. Ég byrjaði strax að æfa, þegar ég kom aftur frá Hollandi. A fyrstu æfingunni var hnéð betra en ég hafði þorað að vona. Og þegar þetta er skrifaö er það miklu betra, svo að þetta er allt i áttina. Ég lék minn fyrsta leik fyrir Standard 30. ágúst við lið rétt utan við Liege. Viö gerðum jafntefli, 2:2 og skoraði ég annað markið og lagði það fyrra, og er þetta ekki slæm byrjun þvi að þeir virðast vera ánægðir með mig. Nú er deildakeppnin byrjuð hér, og Standard vann sinn fyrsta leik, 2:0, á móti C.S. Brugge á heimavelli Stand- ard. Ahorfendur voru um 30 þúsund, Eins og i Skotlandi, , leika varalið liðanná á heima- velli liðsins, er leikur á úti- velli. Ég fór til Brugge og þar unnum við 4:0, og skoraði ég eitt markanna, en i siðari hálf- leik fékk ég högg á hnéð og varð að fara út af. Ég fer sennilega með aðal- liðinu til Belfast, 11. septem- ber, en þar á Standard Liege að leika i UEFA-keppninni. Þetta getur orðið skemmtileg ferð, ekki sizt vegna þess, að þá gefst tækifæri til að tala ensku, en satt að segja gengur mér ekki allt of vel með frönskuna.” Þvi má bæta viö, aö islenzkir dómarar munu dæma þennan leik i Belfast, Guðjón Finnbogason, Rafn Hjaltalin og Guðmundur Haraldsson. —all. Fram- arar mæta Skaga- • • monnum í kvöld Þrír knattspyrnu- leikir i Reykjavík í dag FRAMARAR mæta Skagamönn- um á Laugardalsvellinum i kvöld i l. deildarkeppninni. Þessi vika er erfið hjá Framleikmönnunum, þvi að þeir leika fjóra leiki á viku, sem er nokkuð mikið. Þeir léku gegn Eyjamönnum I bikarkeppn- inni sl. miðvikudag, mæta Skaga- mönnum kl. 18.30 i kvöld. Þá leika þeir gegn Keflvikingum i 1. deild á mánudagskvöldið og siðan mæta þeir Keflvíkingum aftur i úrslitaleik Bikarkeppni KSt n.k. miðvikudagskvöld. 1 dag fer einn leikur fram i 3. deildarkeppninni. Þá keppa Fylk- ir og Isaf jörður um það, hvort lið- iö leiki gegn Reyni i úrslitum i 3. deild. Leikurinn fer fram á Mela- vellinum kl. 16.30. Kl. 20.30 leika svo Þróttur og Armann i 2. deild- arkeppninni á Melavellin- um. Glæsileg verð- laun í BEA-open Golfkeppnin fer fram hjá Golfklúbbi Suðurnesja um helgina HIN árlega B.E.A. opna keppni hjá Golfklúbbi Suðurnesja fer fram um helgina og verður þetta siðasta opna golfmótið hjá G.S. á þessu sumri. Mótið hefst kl. 09.00 á laugar- dag með þvi að hinn irski framkv.stj. BEA, Joe Kennedy slær fyrsta högg keppninnar. Mót þetta er sérstaklega vinsælt, þar sem hér er keppt i þrem flokkum. Mót þetta er sérstaklega vinsælt, þar sem hér er keppt i þrem flokkum þ.e. i m.fl. 1. fl. og 2. fl. og eru veitt mjög glæsileg 1, 2, 3, verðl. A laugardag verður svo til- kynnt um sérstök verðlaun, sem BEA veitir þeim er fer holu i höggi, og einnig verða sérstök verðlaun veitt þeim, sem næstur er holu á Bergvikinni seinni dag keppninnar. Einnig má minna á, að Austurbakki h.f. gaf i vor golf- poka af dýrustu gerð þeim er fyrstur færi holu i höggi i keppni hjá GS og hefur hann ekki enn gengið út, svo að til mikils er að vinna i þessu móti, auk þess sem hér er um stigamót til Golflands- liðsins að ræða, og hafa eflaust margir hug á að ná sér i stig, og reyna að tryggja sér sæti i lands- liðinu, sem hefur það framundan á sumri komandi, að keppa i fyrsta sinn á heimavelli við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Sviptingar hjá KSÍ: NÝI FRAMKVÆMDA STJÓRINN REKINN! Friðurinn virðist nú al- gerlega vera úti á kær- leiksheimili KS(. Eins og kunnugt er, óskaði Bjarni Felixson eftir því, að bókað væri eftir sér, aö hann teldi framkomu for- manns KSI, Alberts Guð- mundssonar, gagnvart Henning Enoksen í Hollandi til vansæmdar. Birti Mbl. Þessa bókun Bjarna tveimur dögum síðar, en leitaði áður stað- festingar á fréttinni hjá Hreggviði Jónssyni, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri KSí síðan Árni Ágústsson lét af störfum. 1 gær gerðist þaö svo, að Hreggviöi Jónssyni var til- kynnt, að hann væri rekinn frá störfum. Var það gjaldkeri KSI, Friðjón Friðjónsson, sem haföi það skemmtilega starf með höndum að tilkynna Hreggviði þessa ákvöröun, sem mun ekki hafa veriö tekin af stjórn KSI heldur einstak- lingum innan stjórnarinnar, þvi að stjórnarfundur veröur ekki haldinn fyrr en n.k. mánudag. Astæðan fyrir brottrekstri Hreggviðs mun vera sú, að hann staöfesti við blaðamann Mbl. aö Bjarni Felixson hefði látið bóka eftir sér vitur á formann KSl. I stuttu viðtali viö Hreggviö I gær, sagöi hann, að þetta væri hlægilegur skrípaleikur. Hann heföi ekki vitað betur en hann væri að gegna skyldum sinum sem framkvæmdastjóri, þegar hann svaraði blaöamanni Mbl., enda hefði formaður KSl marg- lýst yfir, aö allir fundir KSl væru opnir blaöamönnum og KSI hefði ekkert að fela fyrir þeim. Vildi Hreggviður ekki segja fleira um málið á þessu stigi. BEA- Open RÁSTÍMARNIR i BEA- OPEN, sem fer fram hjá Golfklúbbi Suðurnesja, eru þessir: Kl. 9.00 Gunnlaugur Ragnarsson Jóhann R. Benediktsson Brynjar Vilmundarson kl. 9.10 Óskar Sæmundsson Ómar Kristjánsson Pétur Auðunsson kl. 9.20 Sigurður Albertsson Július Júliusson Hallgrimur Júliusson kl. 9.30 Marteinn Guðnason Heimir Stigsson Ólafur H. Ólafsson kl. 9.40 Ragnar Magnússon Sigurjón Gislason Ingimundur Arnason kl. 9.50 Þorbjörn Kjærbo Loftur ólafsson Pétur Antonsson kl. 10.00 Högni Gunnlaugsson Magnús Hjörleifsson Jóhann Ó. Jósepsson kl. 10.10 llilmar Steingrimsson Bent Hansson Agúst Svavarsson kl. 10.20 Kjartan L. Pálsson Guðmundur Ringsted Björn V. Skúlason kl. 10.30 Albert Watne Ingólfur Helgason Guðbjartur Jónsson kl. 10.40 Aðalsteinn Guðlaugsson Knútur Björnsson EFTIR HÁDEGI: kl. 13.30 Sigurður Héðinsson Svan Friðgeirsson Hólmgeir Guðmundsson kl. 13.40 Jóhann R. Kjærbo Birgir Björnsson Þorgeir Þorgeirsson kl. 13.50 Hafsteinn Þorgeirsson Ragnar Ólafsson Jón Þorsteinsson kl. 14.00 Geir Svavarsson Hörður Guðmundsson Sigurður Hafsteinsson kl. 14.10 Ólafur Þorvaldsson Magnús Birgisson Skarphéðinn Skarphéðinsson kl. 14.20 Ingólfur Bárðarson Heimir Skarphéðinsson Guðjón Einarsson kl. 14.30 Ólafur Skúlason Jón Sigurösson Þorvaldur Arinbjarnarson Marteinn Guðjónsson Aðrir þátttakendur, sem koma til að taka þátt I keppninni, fara svo á eftir þessum mönnum út á völl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.