Tíminn - 14.09.1973, Qupperneq 3

Tíminn - 14.09.1973, Qupperneq 3
Föstudagur 14. september 1973 TÍMINN 3 T Myndir biskupanna meö heiöursmerki á brjósti hanga í gylltum römmum uppi á veggnum, en viö langboröiö sitja þeir, sem nú þjóna kirkjunni, viö tainingu atkvæöa i prestskosningum I Grensásprestakalli i Reykjavík og Hvanneyrarprestakalli i Borgarfiröi. Myndin var tekin i skrifstofu biskups i gærmorgun Timamynd: GE ÚRSUT TVEGGJA PRESTKOSNINGA Sr. Halldór Gröndal Síðastliðinn sunnudag, 9. sept- ember, fór fram prestkosning i Grensásprestakalli i Reykjavik. Umsækjendur voru tveir, sr. Halldór S. Gröndal og sr. Páll Pálsson. Atkvæði voru talin i gær- morgun á skrifstofu biskups. A kjörskrá voru 3.242. Atkvæöi greiddu 1.751. Sr. Halldór hlaut 1.056 atkvæði, sr. Páll 673 atkv. Auðir seðlar voru 20 og ógildir 2. Kosningin vor lögmæt og sr. Halldór S. Gröndal þvi lög- lega kjörinn prestur i Grensás- prestakalli. Þennan sama dag, fór fram prestkosning i Hvanneyrar- prestakalli i Borgarfjarðarpró- fastsdæmi. Umsækjandinn var einn, sr. Ólafur Jens Sigurðsson. A kjörskrá voru 249. Atkvæði greiddu 153. Umsækjandinn, sr. Ólafur, hlaut 146 atkvæði. Auðir seðlar voru 7. Kosningin var lögmæt, og sr. ólafur Jens Sigurðsson þvi kjörinn lögmætri kosningu prestur i Hvanneyrar- prestakalli. Sr. ólafur Jcns Sigurösson Útvarpið fær loks vararafstöð Verður væntanlega komin á sinn stað i lok næsta mánaðar Klp-Reykjavik. Eins og segir i frétt á öörum staö hér i blaöinu, fór rafmagn af öllu Suö-Vestur- landi um hádegiö i gær, er skammhlaup varö I háspennu- virki viö Elliöaárstööina. Þetta gerðist á versta tima, þvi að vlða var búið að setja hádegis- matinn i pottana, og urðu þvi ORGELLEIKARINN Karel Paukert heldur orgeitónleika I dómkirkjunni n.k. þriðjudag 18. septkl. 9 s.d. Karel Paukert er ís- lendingum að góðu kunnur. Utanríkis- þjónustan í athugun 1 framhaldi af fyrri frétt varð- andi endurskipulagningu utan- rikisþjónustunnar og staðsetningu sendiráða skal tekið fram, að utanrikisráðherra hefur óskað eftir þvi við alla sendiherra Islands erlendis, að þeir láti hon- um i té greinargerð með tillögum, er þeir kunni að vilja gera viðvikjandi framgreindri endur- skipulagningu. margir að láta sér nægja eitthvað snarl eöa hálf kaldan mat. Það, sem fólki fannst þó einna verst var, að það fékk ekki að vita hvað um væri aö vera, enda mun sfminn hafa verið rauðglóandi hjá rafmagnsveitunni, lögreglunni og slökkviliðinu á meðan á biluninni stóð. Starfaöi hann áriö 1961-’62 sem fyrsti óbóleikari f Sinfóniuhljóm- sveit tslands. Þá hefur hann haldið orgeitónleika hér á landi og leikið fyrir rikisútvarpið. Paukert fæddist i Tékkóslóva- kiu. Hann nam orgelleik við Tónlistarháskólann i Prag, og siðar við Konunglega Tónlistar- háskólann i Ghent i Belgíu. Paukert er nú búsettur i Banda- rikjunum og er prófessor i orgel- leik og kirkjutónlist við Northwestern University i Illinois. Hann hefur haldið tón- leika viða I Evrópu, Kanada, Bandarikjunum, Mexikó og Japan. Viðfangsefnin á tónleikunum i dómkirkjunni verða eftir Bach, Liszt, Ligeti, Alain og Eben. Að- gangur að tónleikunum er öllum heimill, en þeim sem vilja styrkja þá, er gefinn kostur á þvi, þegar gengið verður úr kirkju. Ekki bætti það heldur úr skák, aö þegar menn ætluðu að opna fyrir útvarpið var ekkert i þvi að heyra, þvi það hverfur út, þegar einhver bilun verður á rafmagn- inu hér. Það er aðeins á nokkrum stöðum úti á landi, sem þá heyrist i útvarpi, eöa þá hjá hlustendum, sem hafa undir höndum sérstök tæki. Þegar svona kemur fyrir, verð- ur mörgum spurn — hvernig á að fara að þvi að koma fréttum og tilkynningum til fólks, ef náttúru- hamfarir eða annað óvænt steöjar að, þegar ekki heyrist i útvarpi, ef einhver bilun verður á rafmagn- inu? Og hvers vegna er ekki vara- rafstöð hjá útvarpinu eins og hjá mörgum öðrum stofnunum, sem hafa jafnvel enn minna við þær að gera? SEM kunnugt er af fréttum i Timanum steig kalium og natri- um magn i Múlakvisl um helming fyrir fáum dögum, en það benti til einhverra umbrota á jaröhita- svæðum undir jöklinum. Efnagreining á vatnssýni, sem tekið var úr ánni I fyrrakvöld, sýnir, að efnainnihaldið er nú með eölilegu móti, þannig að svo er að sjá sem hjaðnað hafi að Við snerum okkur til útvarpsins með þessa spurningu.en þar var okkur bent á að tala við Landsim- ann, þvi þar væri vitaö meira um málið. Sigurður Þorkelsson forstjóri tæknideildar Landsimans tjáði okkur, að ákvörðun heföi verið tekin s.l. vetur um kaup á vara- rafstöövum handa rikisútvarpinu, og hefði Landsimanum verið faliö aö leita tilboða og sjá um upp- setningu þeirra. „Við erum búnir að panta þess- ar stöðvar,og þær eru væntanleg- ar til landsins i lok þessa mán- aðar”,sagði Sigurður. „Þetta eru tvær vélar, sem lofað hefur verið að afgreiða fyrir næstu mánaða- mót. Uppsetning þeirra á ekki að taka langan tima — varla meir en þrjár vikur til mánuð — en þær verða settar upp við útvarpsstöð ina á Vatnsenda og á Skúlagötu 4.” sinni öll umbrot undir jöklinum, en samkvæmt sýnum voru þau i hámarki 8.-9. sept. Hins vegar varð engra breytinga vart á efna- innihaldi vatns úr Jökulsá á Sól- heimasandi. Héðan i frá verða sýni þvi ekki tekin oftar en einu sinni i viku nema breytinga veröi vart á nýj- an leik, en þá verður nákvæmt eftirlit haft með öllu. HHJ ORGELTÓNLEIKAR í DÓAAKIRKJUNNI Allt með felldu í AAúlakvísl Ungir Sjálfstæðis menn deila á hlutdrægni AAbl. í fréttaflutningi og stjórnmálaskrifum Þjóðviljinn skýrir frá þvi i gær, að tveir ungir Sjálf- stæðismenn heföu komiö aö máli viö ritstjóra blaðsins og sagt lionum fréttir af þingi SUS og látið honum í té ályktanir þingsins, sem m.a. fólu i sér harðar ádeilur á Mbl. og sérstaklega þó óánægju með skrif Mbl. um landhelgis- málið. í frétt Þjóðviljans segir m.a.: „Tveir ungir Sjálfstæöis- menn komu aö máli viö rit- stjóra Þjóðviljans i gær og af- hentu þeir tvær tillögur sem til meðfcrðar voru á þingi Sam- bands ungra sjálfstæðis- manna um siðustu helgi. Skýrðu þeir frá þvi að á þingi þessu hcfðu verið hatrammar deilur milli fylkinga og heföi m.a. komið til handalögmáls. Sérstaklega urðu mikil átök á þinginu um landhelgismáliö og töldu ýmsir að einstakling- ar i Sjálfstæðisflokknum — einkum Eykon — hefðu notaö Morgunblaöiö i sérhagsmuna- skyni en hann er i látlausum slag viö ólaf Jóhannesson. Þessu til sönnunar og árétt- ingar birtir Þjóðviljinn hér ályktun um flokksmálgagn frá fundi ungra ihaldsmanna. Ályktun um útgáfu flokksblaðs XXII. Þing SUS beinir þeirri áskorun til miðstjórnar og þingflokks, að Sjálfstæöis- flokkurinn hefjist hið snarasta handa um útgáfu dagblaðs þar sem vclferð fiokksins og hags- munir verði hafðir i fyrirrúmi. i dagblaði þessu verði lands- mönnum kynnt hin raunveru- lega stefna flokksins í þjóö- málum. „Oft er þörf, en nú er nauö- syn”. Það máigagn, sem nú telur sig vera málssvara Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki sýnt sig vera starfi sinu vaxið. Þetta sannast þegar hugaö er aö uppbyggingu og tilgangi Morgunblaösins, sem sjáliseignarfyrirtækis. Arvak- ur II/F hefur margsinnis hafnað eignaraðild Sjálf- stæöisflokksins aö Morgun- blaðinu, auk þess neitað flokknum þeim sjálfsagöa rétti að sjá um pólitísk skrif blaðsins. Ranglát mismunun hefur skýrlega komiö fram I skrif- um þingmanna og annarra flokksmanna I „málgagninu”. Ersumum hampaö, en öörum hafnað. Alvarlegust eru þó pólitisk skrif og fréttaflutningur blaðsins, sem er I algerum blóra við yfirlýsta stefnu fiokksins. Er gleggst aö minn- ast ábyrgðarlitilla skrifa um landhelgismálið, mesta lifs- hagsmunamál þjóðarinnar. Oft er þvi þörf, en nú nauðsyn að gera flokksmálgagn aö veruleika. ,,Sérhagsmunir einstakra manna innan flokksins" Þá geröu ungir Sjálfstæöis- menn ályktun um landhelgis- málið og i lok hennar segir svo: Ungir sjálfstæöismenn láta i ljós þá von, að viö stefnumót- un vörsluaðgeröa i Isl. land- helgi veröi þjóðareining höfö að ieiðarljósi, en pólitiskir sérhagsmunir einstakra manna og afla innan fiokksins verði ckki látnir ráða ferö- inni.” —TK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.