Tíminn - 14.09.1973, Page 10
10
TÍMINN
Föstudagur 14. september 1973
HANN MÓTMÆLIR
Trúarbrögðin eru stærsti þátt-
urinn ilifi Hakons, en samt hefur
hann gefið sér tima til að klifa
hæsta fjall Evrópu, Mont Blanc.
Það gerði hann, þegar hann var
fimmtugur. Hakon er mikill
tungumalamaður og hefur lesið
Bibliuna á dönsku, norsku,
sænsku, frönsku, spænsku, þýzku
og ensku.
Meðal áheyrenda Hakons er
margt æskufólk. En hann visar
algerlega á bug nýtizku sértrúar-
stefnum þeirra.
— Unga fólkið, sem ég hef talað
við á götunni, og er i rauninni
byrjaöur að halda uppá, er hrifið
af árásum mínum á kirkjuna. En
þvi er ver og miður, að það er
ótraust, sem það byggir á. Skól-
inn afvegaleiðir það. Ekki aðeins,
að það fær ekki að vita sannleik
ann um föðurlandssvikin fyrir
hernámið 1940, heldur llka vegna
þess, að skólinn otar fram þró-
unarkenningu Darwins, sem
hefur eyðilagt siðferðiskenndina.
Reiði Hakons Holm gegn
stjórnmálamönnunum, sem
stjórnuðu landinu meðan á
heimsstyrjöldinni stóð er djúp-
stæð. Hann fullyrðir, að danski
utanrikisráðherrann, dr. phil
Peter Munch og Heinrich
Himmler hafi hitzt i Rostock I
marz 1939.
— Stjórnmálamenn okkar
stóðu saman að þvi, sem geröist,
en það var aldrei opinberlega
viðurkennt. 19 ungir hermenn
voru skotnir niður við landamær-
in, svo að það liti út fyrir, að við
hefðum verið herteknir skyndi-
lega . . .
Ég hef notað allt, sem ég á I
mótmælin min, segir Hakon, sem
hefur látið sig varða allt frá klámi
til bibliufalsana i sjö bæklingum
hans.
— Ég vildi gjarnan láta prenta
einn til, en hvaðan á ég að fá pen-
inga? Það er spennandi að vita.
Þó að Hakon sé svona upptek-
inn af að mótmæla á strætum úti,
yrkir hann stöðugt. 1 skúffum
hans liggja bunkar af handritum.
En dag hvern tekur skáldið
Hakon Holm — sem fórnaði
frægðinni fyrir trúna — vagn I
miðbæinn til að halda áfram
krossferð sinni á aðalgötunni.
— í Bibliunni stendur, að hend-
ir þú brauði þinu i vatn, þá komi
það einhvern tima aftur, segir
hann.
— Og það er það, sem ég geri
hér i miðborginni. Ég hef nógan
tima . .
Þýtt og endursagt g.b.k.
STÖÐUGT
var á spænsku. Arið 1919 dó faðir
minn. Þá fór ég með mömmu og
systkinum minum til Kaup-
mannahafnar. Hér var ég stærð-
fræðistúdent.
Skáldið er viss um, að allt, sem
hann skrifar sé þvert á móti þvi,
sem fólk vill, að hann skrifi. Samt
hafa bækur hans verið gefnar út i
um fjórðungsmilljón eintaka. 1
mörgum verka hans koma svip-
myndir frá útlöndum. Hann hefur
ferðazt um Ameriku, Sviss,
Þýzkaland, Frakkland, Italiu,
Spán og Norðurlönd.
— 1 minum augum hefur kynlif
alltaf verið heilagt, segir hann. —
Og I Bibliunni stendur, að þú skul-
ir ekki drýgja hór. Ég varð mjög
æstur, þegar eitt Kaupmanna-
hafnarblaðanna skrifaði um hóp-
kynlif. Þess vegna þaut ég út með
mótmælaspjald. Það hafði áhrif á
marga. Hvers vegna ég snerist
endilega gegn hópkynlifi? Vegna
þess, að það er eitt af þvi við-
bjóðslegasta, sem til er.
Frá þessum degi hefur Hakon
Holm verið á ferli á götunni flesta
daga vikunnar. Hann hefur talað
við og dreift mótmælabæklingum
meðal þúsunda manna.
— Ég hef aldrei verið
ánægðari með hlutskipti mitt en
nú, þegar ég mótmæli, segir
har.n Ég hef sett lif og sál i þetta
og allar eigur minar. Þess vegna
er stórkostlegt, þegar einhverir
taka á móti. Og þegar ég segi
þeim, að ég trúi á Jesú, svara
merkilega margir, að það geri
þeir einnig, og ekki siður yngri
kynslóðin.
Skáldiö Hakon Holm er manna
þrautseigastur við að ganga um
götui Arhusborgar tii að mótmæla
öllum sköpuöum hlutum, jafnvel
þó að hann hafi orð gagnrýnenda
fyrir, að hann geti orðið þekktur
rithöfundur.
Grein um hópkynlif i einu
Kaupmannahafnarblaðanna fyrir
nokkrum árum var óbeint upphaf
þess, að káldið Hakon Holm i Ar-
hus öðlaðist tilgang I lifinu. Það
fullyrðir hann a.m.k. sjálfur.
Hann málaöi á skilti og fór út á
aðalgötuna i Arhus. A skiltinu
stóö: Ég mótmæli. Og Hakon
Holm hefur mótmælt siðan, ekki
aðeins hópkynlifi, heldur einnig
allavega „kristni”.
, Þetta er einkennandi fyrir sk-
aldið. Alla sina ævi hefur hann
verið upp á móti þjóðfélaginu.
Jafnvel þó að bókmenntagagn-
rýnendurnir hrósuðu honum, hélt
hann áfram I rólegheitum að
hringja dyrabjöllum til að selja
bækurnar sinar. Hann lét ekki
beina sér inn á neina ákveðna
braut . . .
— Ég fæddist i Suður-Amerfku-
rikinu Paraguay árið 1906. Faöir
minn var sonur stórjarðeiganda,
sem var sviptur öllu i landbún-
aðarkreppunni 1888.
Hann flutti út. Ég skrifaði samt
fyrsta ljóðið mitt i Paraguay. Það
Fyrsta æskuverk hans var
„Krossfestingin”, sem kom út
1932. En hann varð fyrst þekktur
með bókinni „Hefur enginn
áhuga”, en hún kom út ári seinna
en sú fyrsta. Allir hossuðu unga
skáldinu og bókaútgefendur rifust
um hann.
— Einn átti að gefa út næstu
bók mina „Frelsi, jafnrétti, lifi-
brauö”, segir Hakon Holm. — En
þeir kröföust, aö ég tæki af kafl-
ana um frelsi og jafnrétti, og þá
var aðeins lifibrauðið eftir. Pen-
ingar hafa aldrei skipt mig mestu
máli . . .
Allt lif okkar var og er heljar-
mikil lygi, heldur Hakon Holm
áfram. Þess vegna hætti ég, þeg-
ar allar dyr stóðu mér opnar. Allt,
sem ég geri eru mótmæli gegn
upplognu samfelagi. Ég er viss
um, að sannleikinn sigrar að lok-
um.
— Ég hef talað við þúsundir manna hér á aðalgötunni i Arhus. Margir trúa mér fyrir, að þeir trúi einnig
á Jesú.
— Þegar ég dreifði mótmælum minum gegn klámi, hió fólk. Þvi fannst
það fyndið, en mér grátlegt.