Tíminn - 14.09.1973, Side 16
16
TÍMINN
Föstudagur 14. september 1973
Enska knattspyrnan:
Stepney skoraði
örugglega hjá
Peter Shilton
landsliðsmark-
Liverpool
tapaði á
Baseball
Ground
verði
..en markið dugði ekki United
1. Deild:
Derby-Liverpoo 3:1
Man. Utd.-Leicester 1:2
Newcastle-Ijiswich 3:1
Norwich-Southampt. 2:0
2. Deild:
Cardiff-Oxford 5:0
Fulham-Blackpool 0:0
Sheff. Wed.-W.B.A. 3:1
ALEX
STEPNEY
...markvöröur
Manchester
United,
skoraöi mark
á móti
Leicester
Alex Stepney, hinn kunni markvörður
Manchester United, skoraði mark hjá enska lands-
liðsmarkverðinum Peter Shilton, þegar Manchester
United lék gegn Leicester á Old Trafford á miðviku
dagskvöldið. Þessi snjalli markvörður tók vita-
spyrnu fyrir United,og skot hans hafnaði i netinu, —
algjörlega óverjandi fyrir landsliðsmarkvörðinn
snjalla, Peter Shilton. Markið dugði þó United ekki
til sigurs, þvi að Stepney var búinn að hirða
knöttinn tvisvar sinnum úr netinu hjá sér. Mörk
Leicester skoruðu þeir Keith Weller og Mike
Stringfellow. Leiknum lauk þvi með sigri Leicester,
sem hefur ekki tapað leik á keppnistimabilinu og er
nú komið i þriðja sæti i ensku 1. deildinni.
Stepney, markvöröur United,
hefur verið einn litrikasti mark-
vöröur i enskri knattspyrnu
undanfarin ár. Hann byrjaöi feril
sinn hjá Lundúnaliöinu Millwali
og lék 137 deildarleiki með
félaginu. Ariö 1966 keypti Tommy
Docherty, þá framkvæmdastjóri
Chelsea, Stepney á 50 þús. pund.
Kaup þessi vöktu þá geysilega at-
hygli, þvi aö Chelsea átti þá frá-
bæran markvörö — Peter Bonetti.
Enda kom þaö á daginn, aö
Stepney lék aöeins einn leik meö
Chelsea og eftir aðeins fjóra
mánuöi hjá félaginu var hann
seldur til Manchester United á 55
þús. pund i setptember 1966.
Þegar Stepney var hjá Millwall
lék hann þrjá landsleiki meö
enska landsliöinu undir 23ja ára
aldri i byrjun ársins 1966. Hann
var þá kominn i raðir beztu
markvaröa Englands. Stepney
hefur leikið einn landsleik fyrir
England og hann var i landsliðs-
hópi Sir Alf Ramsey, sem tók þátt
i HM-keppninni i Mexikó.
Stepney byrjaöi vel hjá
Manchester United, þvi aö strax
fyrsta keppnistimabiliö hjá
félaginu, varö United Englands
meistari. Ariö eftir, 1968, átti
Stepney mikinn þátt i þvi aö
Manchester United tryggði sér
Evrópumeistaratitilinn. Stepney
varöi þá stórkostlega i úrslita-
leiknum gegn Benfica á
Wembley, t.d. varöi hann eitt sin
frábærlega gott skot frá Eusebio.
Stepney hefur leikið yfir 250 leiki
meö United og á yfirstandandi
keppnistimabili hefur hann verið
einn bezti maður liðsins. En nóg
um þaö, snúum við okkur aö úr-
slitum leikja á miövikudags-
kvöldiö:
„SUPER MAC”...skoraöi tvö mörli gegn Ipswich á miövikudags-
kvöldiö. Hann hefur skoraö fjögur mörk i ár.
Ensku meistararnir, Liver-
pool.eiga alltaf i erfiöleikum meö
Derby á Baseball Ground. Liyer-
pool hefur ekki unniö þar siöan
Derby kom i 1. deild 1969. Engin
breyting var þar nú á miöviku-
dagskvöldiö. Roger Davies kom
heimamönnum yfir með góöu
marki, en Phil Boersma jafnaöi
1:1 fyrir Liverpool. Kevin Hector
náöi aftur forustunni fyrir Derby,
en þessi snjalli leikmaður hefur
skoraö yfir 180 deildarmörk á
knattspyrnuferli sinum. Derby
náöi tökum á leiknum og enski
landsliðsmiövöröurinn ágæti,
Roy McFarland, innsiglaöi góöan.
heimasigur með þriðja marki
Derby.
Malcolm MacDonald, eöa
..Super Mac” eins og hann er
kallaöur, var heldur betur á skot-
skónum gegn Ipswich. Hann
skoraði tvö mörk fyrir Newcastie,
sem vann auöveldan sigur 3:1.
Þriöja mark Newcastie var
sjáifsmark David Johnson. Mac-
Donald var keyptur til Newcastle
frá Luton Town á 180 þús. pund.
Til gamans má geta þess, aö
„Super Mac" byrjaöi knatt-
spyrnuferil sinn sem bakvöröur,
en nú er hann oröinn einn mesti
markaskorari Bretlandseyja.
Þess má geta aö þetta var fyrsti
heimasigur Newcastle gegn Ips-
wich I þrjú ár.
Norwich vann sinn fyrsta leik á
' keppnistimabilinu, þegar liöið lék
gegn Dýrlingunum frá
Southampton á Carrow Road.
Sigurliösins var sanngjarn. Mörk
Norwich skoruðu þeir David
Cross og David Stringer.
Staöan er nú þessi í 1. deildinni:
Leeds 6 6 0 0 17:13 12
Burnley 6 4 2 0 12:6 10
Leicester 6 3 3 0 8:4 9
Coventry 6 4 1 1 8:4 9
Derby 6 4 1 1 7:4 9
Newcastle 6 3 2 1 10:6 8
Man. City 6 3 1 2 8:6 7
Liverpool 6 3 1 2 6:5 7
Q.P.R. 6 1 4 1 8:8 6
Southmapton 6 2 2 2 6:8 6
Sheff. Utd. 6 2 1 3 8:7 5
Newcastle 6 1 3 2 8:9 5
Tottenham 6 2 1 3 7:10 5
Arsenal 6 2 1 3 6:10 5
Everton 6 1 3 2 7:7 4
Chelsea 6 2 0 4 8:8 4
Stoke 6 0 4 2 5:7 4
Man. Utd. 6 2 0 4 5:9 4
Wolves 6 2 0 4 7:11 4
Ipswich 6 1 2 3 8:14 4
West Ham 6 0 3 3 8:11 3
Birmingham 6 0 1 5 5:15 1
1 gær gleymdist að geta nánar
um leik West Ham og Queens
Park Rangers, sem lauk með
sigri Q.P.R. 3:2.Leikur Lundúna-
liðanna fór fram á heimavelli
West Ham, Upton Park. Q.P.R.
var sterkara liðið og tókst aö
vinna fyrsta leik sinn á keppnis-
timabilinu. Þaö var markaskor-
arinn Don Givens, sem skoraöi
tvö mörk og nýliöinn Abbot bætti
siðan þriöja markinu við. Givens
var markhæstur í 2. deild i fyrra,
þá skoraði hann 26 mörk, þar af 12
á útivöllum. Mörk West Ham
skoruðu þeir Brian „Pop” Robs-
son og Billy Bond.
SOS.
mark-
hæstur
Peter Lorimer, „þrumu
bombari” I Leeds United er mi
markhæstur i 1. deildinni
ensku. Hann hcfur skoraö sex
mörk eftir sex umferöir.
Derek Dougan, Clfunum
kemur svo meö fimm mörk,
þá koma þeir Billy Bremner,
Leeds, og Malcolm
MacDonald, Newcastle ,
næstir meö fjögur mörk. Atta
leikmenn hafa skoraö þrjú
mörk, en þaö eru þeir: Coo i
Burnley, Law í Man. City,
Givens í Q.P.R., Currie I
Sheff. Utd., Robson I West
Ham. Casper I Burnley,
Peters i Tottenham og Harper
I Everton. Flestir þessara
leikmanna hafa veriö mark-
hæstu leikmenn iiöa sinna
undanfarin ár og má búast viö
aö þeir veröi þaö einnig i ár.