Tíminn - 27.09.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.09.1973, Blaðsíða 5
5 - » „ „r-♦ r-f ■ r. »■>*• 1 Fimmtudagur 27. september 1973 TÍMINN Tuttugu ára fangelsi fyrir að bjóða út stúlku Patrick Miranda er tuttugu og fimm ára, óásjálegur og ósköp lágur i loftinu (1,5 m). Hann sit- ur i fangelsi og biður dóms fyrir tilraun til flugvélarráns. Astæöan fyrir afbrotinu var örvænting ástfangins manns. Osköpin byrjuöu, þegar Patrick sá Lindu Patrick flugfreyju i flugvél á milli New York og Denver. Hann varö þegar i staö yfir sig ástfanginn og bauð Lindu ilt að boröa aö flugferð- inni lokinni. Linda sagöi kurteisislega nei takk, og hélt aö þar meö væri hún laus viö hann, enda vön þvi I starfi sinui aö karlmenn gæfu henni hýrt auga og byðu henni út. En þaö var nú aldeilis ekki þvi aö heilsa. Patrick var ekki af baki dott- inn. Og á næstu vikum eyddi hann offjár i að fljúga á milli New York og Denver, og I hverri einustu ferð bauö hann Lindu út, enda var þaö eini til- gangur feröanna. Og alltaf sagöi Linda nei. Þess vegna varö Patrick örvæntingarfullur og keypti enn einu sinni flugfar- miöa fyrir siöustu aurana sina. Skömmu eftir flugtak gekk Patrick að Lindu, þrýsti skammbyssu milli rifja henni og hvislaöi: — Ef þú ferö ekki meö mér út, þegar viö komum til Denver, neyði ég flugstjór- ann til að lenda á Kúbu. Nú voru góð ráö dýr, þvi aö * Linda var handviss um aö manninum var fúlasta alvara meö hótun sinni. Hún ákvað þvi aö setja traust sitt á leikhæfi- leika sina og setti upp sitt allra • bezta flugfreyjubros: — Ég á svo hræðilega afbrýðisaman mann, aö hingað til hef ég alls ekki þorað aö taka boöi þinu, þótt mig hafi dauðlangaö til þess, en... Þegar hér var komið sögu, klappaöi Linda bliölega á hönd Patricks, um leið og hún greip leiftursnöggt af honum byssuna. Nokkrum sekúndum siöar haföi farþegunum i sameiningu tekizt aö ráöa niöurlögum Pat- ricks og afstýra flugvélarrán- inu. Ognú situr hann eins og fyrr sagöi og biður sins dóms. Brúðkaupsterta með hestum á Brúökaup þeirra önnu, prinsessu I Bretlandi og Mark Philipps, sem á að fara fram I nóvember, er mikið umtalað og vangaveltur miklar hjá fólki þar um ýms atriði i sambandi viö þaö, svo sem klæönaö prinsessunnar, veizluhöldin, og fleira. Nú nýlega hefur það frétzt af brúðkaupstertunni, aö hún á aö vera prýdd tveimur hestum — úr marsipan —, já auðvitað hestum sögöu allir, hvaö kæmi annaö til greina? A Jass-hótíð! Fyrsta daginn á siðustu jass- hátiðinni i Newport þá rigndi heldur betur. Þar sem vanalega er allt troðfullt eins og troðið sé sild I tunnu, þá voru aðeins fá- einar hræður, sem voru svo ákveðnar i að missa ekki af neinu, að þær sátu undir * regnhlifum 1 Wollman-útileik- húsinu og hlustubu á uppáhalds- jassleikarana sina. Liklega hafa hljóðfæraleikararnir verið á yfirbyggðu leiksviði, þvi aö annars mætti ætla aö saxófón- arnir þeirra og önnur hljóðfæri hefur fyllzt af vatni. Það er erfitt að vera fræg Sophia Loren hefur iátið svo ummælt, að það sé oft erfitt að vera fræg manneskja, og margt neikvætt fylgi þvi, sem venju- legt fólk er laust við. Ef einhver óþekkt kona hefði látið út úr sér, að hún ætlaði sér ekki aö eiga fleiri börn heldur en syni sina tvo, og að þetta hafi verið hræði- lega erfitt i bæði skiptin, þá hefði enginn ljáð þvi eyra og konan fengið að hafa sina skoðun á málinu I friði. En þegar Sophia Loren segir slikt og þvilikt, þá heyrist hljóð úr horni. Sumir segja að það sé nú liklega ekki svo erfitt að liggja nokkra mánuði á „lúxus- sjúkrahúsi” og láta stjana við sig, en engu að siður þá er þaö staðreynd, að i sambandi við þessar barnsfæðingar hafa ver- iö erfiðleikar og margar og miklar áhyggjur hjá Sophiu Loren og hennar eiginmanni, Carlo Ponti. Væntanleg drottning? Þessi glæsilega stúlka heitir Caroline og er prinsessa af Mónakó. Hún hefur verið mjög umrædd i blöðum um nokkurt skeið, þótt hún sé ekki nema sextán ára, og slúöurdálka- höfundar um viða veröld hafa keppzt viö að spá um framtiö hennar, gott ef hún á ekki að vera trúlofuö bæði Karli Breta- prinsi og Karli Gústaf nýorðn- um Sviakonungi. Þetta er nú kannski ekki svo undarlegt, þvi að mikill hörgull er á „ekta” prinsessum á hjónabands- markaðnum. V Caroline haröneitar þó öllum sögusögnum um væntanlega trúlofun og segist ætla aö helga sig algerlega náminu næstu ár- in. Hún er nú i heimavistarskóla I Englandi. ' nbkss

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.