Tíminn - 27.09.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.09.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 27. september 1973 i Damuskus og Beiruter enn hægt aö fá stúlkur keyplar á þræla- mörkuöum. Þaö var þar, sem ég fann stúlkuna, sem ég leitaöi aö. Hún stóö þarna og var til sölu.... Ef satt skal segja, hefur mig aldrei langað til að verða leyni- lögreglumaður i einkaþjónustu. Alveg frá þvi aö ég var smástrák- ur, hafði ég brennandi löngun til að ná einu marki — að vera tekinn I „New York Finest” þ.e. lögregl- una. betta var eins konar hefð i fjölskyldu minni. Faðir minn var einn bezti leynilögreglumaðurinn i Morödeildinni og fékk meira en tuttugu mál til rannsóknar áður en hann var myrtur af bófaflokki niðri við höfnina. Eftir að ég hafði lokið skólanámi, sótti ég um inn- göngu i lögregluna, en var þvi miður ekki talinn nógu góður. Það var ekki einungis það að ég var of Htill, ég vóg aðeins 67 kg. heldur haföiégoghef -20-15sjónina og þarf gleraugu til að lagfæra hana. Þetta var meira en nóg til þess að mér var synjað um inngöngu. En ég vildi ekki láta undan svona auðveldlega, þetta hafði of lengi verið draumur minn til þess. Svo ég hóf að lesa og tók próf og varð einkaspæjari. Tilbreytingar- laus atvinna. En það hefur aldrei verið neinn ljómi yfir vinnunni minni. Þvert á móti. Ég eyddi mörgum stundum á viku I stórri verksmiðju, til að finna bófa, sem stal viðgerðar- hlutum og seldi síöan. öðru sinni vann ég i kjörbúð við að koma upp um búðarþjófa, oftast gamlar konur, sem höfðu stungið ostbita eða kaviartúbu niður i innkaupa- töskurnar. Og oftar en einu sinni hef ég eytt kvöldinu við að fylgj- ast með rikum, gömlum manni, sem eiginkonau heldur fram að eyði allt of miklum peningum i huggulegar, ungar stúlkur. Leiðinlegt? Það geturðu bókað. Óvænt tilbreyting. En kvöld nokkuð boðaði Sol Le- vitt, — það er saksóknari sem ég þekki — mig á skrifstofuna sina. Þegar ég kom þangað, sat hann fyrst grafkyrr um stund og horfði á mig. — Jimmy, sagði hann þegar ég haföi setzt. — Ég hef mál, sem þú hefðir kannski áhuga á. Hann dró upp úr skúffu bunka af lögfræðiskjölum. — Fyrir nokkrum árum, byrjaöi hann, gerði ég erföaskrá fyrir skjól- stæöing, Joe Hadcliff. Hann var einkennilegur maður, vellauðug- ur, en yfirleitt heldur nizkur. Ein- hverntima hitti hann konu, sem hér Charity Blessingham. En það, að hún hét Charity (kær- leikur) þýðir ekki að hún hafi ekki kostað neitt. A.m.k. gerði þessi kona eitthvað það við skjólstæö- ing minn, sem hann gleymdi ekki meöan hann lifði. Þegar hann lét gera erfðaskrána, ánafnaði hann henni 50.000 dollara. Ég er nú að verða búinn að skipta dánarbú- inu, en hef ekki getað hitt Blessingham kvenmanninn og þess vegna eru þessar 50.000 áfram i bankanum. Ég hélt kannski að þú vildir spreyta þig á þessu. Hvar sem þú finnur hana, er ég sannfærður um að rétturinn lætur þig hafa sómasamleg laun. — Ég vil fúslega reyna þetta, sagði ég við Sol, — en ég hef ek'ki minnstu hugmynd um hvar skal byrja. Hefur þú einhverjar upplýsing- ar um hana? — Látum okkur sjá, sagði hann meðan hann rótaði i skjölunum. — Hann hitti hana, þegar hún var 18 ára fyrir um það bil fjórum ár- um siðan, svo hún er þar af leið- andi um 22 ára nú. Hún er fædd hér i Brooklyn, og faðir hennar Billy Blessingham fórst i bilslysi, þegar Charity var aðeins þriggja ára. Móðirin bjó meö hverjum manninum á fætur öðrum. Núna býr hún með einhverjum hippa i East Village. Hún kom hingað á skrifslofuna til min og sagði, að dóttir hennar hefði stungið af fyr- ir um það bil hálfu öðru ári. — Hefurðu lýsingu af stúlkunni skaut ég inn i. Levitt kinkaði kolli. — Já og hana mjög góða, Hún er á að giska um 170 sm á hæð, vegur um 53 kg, hrafnsvarthærð, með fjólublá augu. og eftir þvi sem móðir hennar segir er hún mjög ásjáleg, brjóstamikil, mittisgrönn og hefur langa, fallega fætur. Ég blistraði. — Stórglæsilegt! Sol hló. — Það hlýtur hún að hafa verið, fyrst að nizkupúkinn Á þrælamark- aði í Damaskus, , Magadansmeyjarnar iMið-Austurlöndum lenda fyrr eöa siðar á þrælamörkuðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.