Tíminn - 27.09.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 27.09.1973, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 27. september 1973 TÍMINN 23 Greifinn i önnum á heimili sínu i Stokkhólmi á striösárunum ásamt konu sinni. Kstclle. óttaðist stöðugt að skaða aðra — Ég minnist eins atburðar sérstaklega, þaö var siöla kvölds. Hann var ólikur öllum frá þessum árum. Það var hringt i okkur frá Danmörku og tilkynnt, að skotið hefði verið á nokkra af hvitu vög- unum. Nokkrir fyrrverandi fangabúðarmenn hefðu látizt af völdum þessa og sænskur liðsfor- ingi, er verið hafði vögnunum til verndar hafði særzt alvarlega. — Mér þótti þetta afar alvar- legt. Þarna hafði þessu veslings fólki tekizt að komast með hvitu vögnunum á leið til frelsisins, og svo gerðist þetta. Það alvarleg- asta var það, að það höfðu verið flugmenn bandamanna, sem skutu á vagnana. — Við verðum hringja þegar i stað til brezka sendiráðsins, sagði ég við Folke. Ef þú gerir það ekki, þá geri ég það. Folke réð mér frá þessu, sagðist álita, að ekki væri hægt að ásaka sendiherrann fyrir þennan hræðilega atburð, er gerzt hafði. — En ég varð að hringja. Sendiherrann svaraði, — hann var alveg örvæntingarfullur. Hann var rétt búinn að fá sömu fréttir og hafði þegar i stað reynt að fá fram staðreyndir og orsakir atburðarins. —Að baki þessa bjó, að þegar flugmenn bandamanna voru sendir á loft var þeim um leið greint frá þvi, að þýzki herinn notaði einnig hvita litinn á sin ökutæki. Og sömuleiðis merki Rauða krossins. Flugmenn bandamanna gátu þvi ekki reitt sig á neitt i þessum efnum. — Skipanir þeirra voru á þá leið, að þeir skyldu skjóta á allt, sem hreyfðist á vegunum... — Þau tiöindi, sem ég fékk þetta kvöld hjá brezka sendi- herranum i Stokkhólmi, voru meðal þeirra alverstu gegnum öll striðsárin, að minu áliti — Milli min og Folke rikti mjög mikil varkárni öll striðsár- in skýtur Bernadotte greifynja hugsandi inn i. — Éf, mátti undir engum kringumstæðum eiga möguleika á, ef óhapp bæri að höndum, að lát.°. óvinininum i té nokkrar einuslu upplýsingar. Þess vegna urðum við Folke sam- mála um, að ég væri yfirleitt ekk- ert inni i þvi, sem hann fengist viö. Beinum spurningum gæti ég þá svarað algjörlega neitandi, á sannfærandi hátt... Auðvitað vissi ég i stórum dráttum, út á hvaö björgunaráætlanirnar gengu. En smáatriðin þekkti ég ekki. — Allan þennan tima óttaðist Folke stöðugt að skaða annað fólk. Af þeim sökum taldi hann oftast reftara að þegja en tala. t þvi sambandi langar mig að greina frá dæmigerðum atburði. — undir striðslok var hert mjög að dönskum Gyðingum. Þá tók Gústaf konungur frumkvæðið að þvi að fá dönsku Gyðingana flutta yfir til Sviþjóöar. Fyrst i stað gekk þetta allt að óskum. En þá gerðist nokkuð, sem hefði getaö orðiö örlagarikt. Sænskir blaöa- menn tóku viðtöl við flóttamenn- ina um vandamenn þeirra i Danmörk og birtu siðan nöfn þeirra i blöðunum. — Ég sá Folke sjaldan eins æstan, eins og hann varð við þetta tækifæri. — Skilurðu ekki, hvað þeir hafa gert, hrópaði hann. Hann hringdi samstundis i nokkra blaðamenn, sem hann þekkti og baö þá vinsamlegast aö láta af þvi að opinbera nöfn á benna hátt i framtiðinni, — benti þeim á hverjar afleiðingar það gæti haft fyrir viðkomandi fólk. — Folke heppnaðistað telja um fyrir sænsku blaðamönnunum. Upp frá þvi voru blöðin einkar hliðholl Folke i starfsemi hans. Nú vissu þau, að ef hann vildi ekki veita svör við þessu eða hinu, voru nægar áslæður fyrir þvi —i allflestum tilfellum vernd- un annarra mannslifa. Friðarboði fellur i Palestinu Ungur átti Folke Bernadotte við mikil veikindi að striða i maga, miklar blæöingar. Fyrir orð læknis fór hann inn á það að taka C-vitaminpillur, sem gerðu honum mjög gott, ekki sizt undir álagi striðsáranna, enda tók hann þær þá i mjög miklu magni. Magasárin löguðust aö nokkru leyti, en hann átti við heilsuleysi að striða uppfrá þvi. Ekki leiddi heilsuleýsið hann þó til bana. Hann hafði ekki lokið sinu lifshlutverki eftir striðið, heldur hélt ótrauður áfram af jafnvel enn meira krafti. Hann var skipaður sáttasemj- ari af öryggisráði S.Þ. i deilu Araba og Israelsmanna i Palestinu i mai 1948. Folke Bernadotte greifi af Wisborg var fæddur árið 1895. Faðir hans var Oscar Augustus prins og föðurbróðir Gustav V. Sviakonungs. Að lokum kemur hér smáfrá- sögn, er Folke trúi konu sinni fyr- ir nokkrum árum eftir strið. — Folke fann ætið til djúprar gleði yfir þvi aö geta hjálpað öðr- um mönnum, — og örvæntingar, er þeir gátu ekki eða vildu ekki taka á móti hjálp hans. — Folke hafði hitt Þjóðverja nokkurn, sem setið hafði i fangabúðum nazista á striðsárun- um. Maðurinn bar sterk merki vistarinnar, eins og allir fyrrver- andi fangar. Folke spurði hann, hvorthann myndi gera það sama afturog hann geröi þá. Maðurinn svaraði: — Aldrei. Þaö samfélag, sem ég er nú kominn aftur til, er ekki það, sem ég barðist fyrir. Folke fannst þetta hörmulegt. Þessi maður hafði barizt hart fyr- ir málefni, sem hann trúði á, þjáðst i fangabúöum, haldið það út og var nú snúinn til baka úl i hið nýja samfélag. Og þá var öll þessi barátta til einskis, aö hans dómi. Alls bjargaði Bernadotte greifi 15.000 manns úr klóm nazista. (Stp, lausl. þýtt og injög stytt). Þökk sé Útsölustaöir: Rafha, óöinstorgi, Smyrill, Ármúla 3 simi 8-44-50, Stapafell, Keflavik og hjá okkur Greda (áöur Parnall Þurrk- aranum) Auðveldur i notkun. Þér snúiö stillihnappi og þurrkarinn skilar þvottinum þurrum og sléttum. Framleiddur i 2 stærö- um: TD 275/2,75 kg. af þurrum þvotti, h. 67,5 — b. 49 og d. 48 c.m. TD 400/4 kg af þurrum þvotti, h.85 — br. 59 og d. 58 c.m. Löng og farsæl reynsla Parnall þurrkaranna sannar gæöin. Veröin mjög hagkvæm Raftækjaverslun íslands h.f. Ægisgötu 7 - Símar 17975 - 17976 : Tíminner peningar | Auglýsitf I iTÍmanum Bankastræti 9 - Sími 11811 Nú eigo allir erindi í Casonova I Höfum opnað 1 efri hœðina ★ j Mikið úrval j af herrafötum ( og stökum ( jökkum ★ j Höfum tekið upp S mikið úrvol af i dömu- og ( herraskóm ! ! I VERIÐ VELKOMIN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.