Tíminn - 27.09.1973, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Fimmtudagur 27. september 1973
Illllll Hlll
Blönduós — Atvinna
Stúlka óskast til starfa á skrifstofu Húna-
vatnssýslu á Blönduósi.
Vélritunarkunnátta æskileg.
Upplýsingar i simum 95-4157 og 95-4231.
Sýslumaöur.
Starf skrifstofustúlku
við embætti sýslumannsins i Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu er laust til umsóknar.
Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun
samkvæmt kjarasamningi opinberra
starfsmanna.
Sýslumaður Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu.
Leirulækjar-Fúsi
1 ÞÆTTI Landfara 4. sept. sl. er
m.a. efnis eftirfarandi máls-
grein: „Margir munu kannast við
Leirulækjar-Fúsa, forgöngumann
og lærifööur allra islenzkra atóm-
skálda. Eitt sinn fékk Fúsi tiltal
hjá presti sinum fyrir það, hve
hann fór oft út undir messu.
Þegar Fúsi om næst til kirkju
hafði hann kollu sina bundna á
herðum sér og kvað:
Kollu ber ég hægt á herðum,
hallast ekki má,
fagurt þing með fjórum gjörðum
Fúsi karlinn á.”
Þetta mætti gjarnan athuga
litilsháttar. Ef greinarhöfundur
trúir þvi, að visa þessi, sem hann
fer hérmeð.sé atómkveðskapur,
og að Leirulækjar-Fúsi sé þar
með lærifaðir og forgöngumaður
allra islenzkra at'omskálda, eins
og hann oröar það, þá er það mis-
skilningur. 1 fyrsta lagi má benda
á það, að visan er bæði með
hlóðstaf og endarimi, er það
meira en hægt er að segja um
hinn nútima atómsamsetning.
Svo mikið er til af kveðskap
Fúsa I gömlum prentuðum
heimildum, bæði lausavisum, og
ööru bundnu máli, þar sem öllum
bragreglum er fullkomlega fylgt.
Electrolux
Þessu til sönnunar skulu hér
nefnd nokkur dæmi, sem sanna
það, að það eru öfugmæli að Fúsi
hafi kveðið atómljóð. Þess þurfti
hann ekki, svo góður hagyrðing-
ur, sem hann var.
Hitt er annað mál, að i visna-
gerð sinni, bregður Fúsi stundum
fyrir sig nokkuð grófu orðalagi.
Varð honum eitt sinn hált á þvi,
þegar hann kastaði fram visu til
manns, sem hann ekki þekkti.
Maðurinn svaraði samstundis, þó
ekki I sama tón sem til hans var
talað, heldur og sinni alkunnu
hógværð og speki sem hann var
þekktur fyrir. Varð Fúsa þá ljóst
hver maðurinn var, skammaðist
hann sin þá og b'aðst fyrirgefning-
ar og sáriðraðist eftir að hafa
kveðið visuna, sem naumast er
prenthæf. Verður heldur ekki
farið með hana hér. Benda má á
það, að visan er prentuð i
Þjóðsögum Torfhildar Hólm
blaðsiðu 135.
Hins vegar ætla ég að hafa hér
yfir tvær stökur eftir Fúsa. Hafa
þær lifað góðu lifi, þótt orðbragðið
sé ekki vel heflað. Tek ég þær út
gömlum heimildum með skýring-
um, sem þeim fylgja.
Sveitungi Fúsa kom eitt sinn
til hans og bað hann að hjálpa
sér, hann þjáðist mjög af verk i
augunum, þvi sagnir eru til um
það að Fúsi fékkst nokkuð við
lækningar og þóttu efni stundum
vel gefast. En hvað sem um augn-
lækningar hans má segja, þá tók
Fúsi beiðni mannsins vel.
Hann skrifaði nokkrar linur á
blað og sagði manninum að
leggja það við augun, en bannaði
stranglega að lesa skriftina fyrr
en verkurinn væri horfinn.
Maöurinn fór i öllu að ráði
læknisins og eftir skamma stund
var verkurinn með öllu horfinn.
Manninum lék nú forvitni á þvi,
hvað Fúsi hefði krotað á blaðið.
Þar stóö skrifað:
„Sá er i Viti sem þig græöi,
sem áliti bænirnar.
(Ir þér sliti augun bæði
og aftur skiti I tóftirnar”.
Sögur eru til um það, að Fúsi
hafi stundum setið brúðkaups-
veizlur. í einni slikri veizlu kvað
hann þessa stöku til þeirra ný-
giftu:
„Ollum ber að óska góðs,
engum er það bannað,
eftir staupa fylli flóðs
fari þið hvort á annað.”
1 áðurnefndri bók Torfhildar
Hólm segir svo á einum stað orð-
rétt: „Leirulækjar-Fúsi átti einu
sinniaðhafa setið brúðkaup dótt-
ur sinnar. Var þá skorað á hann
að mæla fyrir minni brúðhjón-
anna Kastaði hann þá fram
eftirfylgjandi erindi:
„Húsmóðir nú má heita héðan af,
dóttir min,
búiðeraðbreytabráðlega nafni
þin,
varst áður vinnukind
svoddan sóma og heiður sendir
þér
Þorkell gleiður,
munnvið er sú mannkind.”
Allir kannast lika við þetta
erindi Leirulækjar-Fúsa.
„Brúðhjónabolli berst að höndum
mér,
I tizkunni ég tolli og tali svo
sem ber,
öllum þeim til æru, sem eiga
samsæti,
heitri undir hæru,hafi þeir ró
og frið.
Aukist þeir sem önd i mó
eða grásleppa i sjó,
hér á enda hnoða ég ró
og haldið þið piltar við.
Meðan ekkert kemur fram um
þaö, að Leirulækjar-Fúsi hafi
kveðið eitthvað án þess að
nokkrum bragreglum sé fylgt,
verður ekki með sanni sagt að
hann sé forgangsmaður og læri-
faðir allra islenzkra atómskálda.
Erlingur Guðmundsson.
Samvinnuskólinn
framhaldsdeild
Nemendur framhaldsdeildar Samvinnu-
skólans mæti i húsakynnum deildarinnar
að Suðurlandsbraut 32, Reykjavik, mánu-
daginn 1. október, til skrásetningar og
viðtals, milli kl. 14-16 (kl. 2-4)
Skólastjóri.
Hlýindin afgóöri
hitaeinangrun
vara lengur en ánægjan af
”lágu”verði.
vantnr
SIMR
IGGR
litla íbúð eða
stóra stofu.
Upplýsingar d
Auglýsingadeild
Tímans - símar
1-95-23 og 26-500