Tíminn - 27.09.1973, Blaðsíða 28

Tíminn - 27.09.1973, Blaðsíða 28
28 TÍMINN ~ Fimmtudagur 27. september 1973 Ingóllur A. Porkelsson skóla- meistari. Magnús Torfi ólafsson mennta málaráðherra. UM siðustu helgi var mennta- skólinn i Kópavogi settur i fyrsta skipti — að sem næst tiu árum liðnum frá þvi, að Andrés Krist- jánsson bar fyrst fram i bæjar- stjórn Kópavogs tillögu um að vinna að stofnun sliks skóla i bænum. Menntaskólakennsla hófst svo i fyrra I Vighóiaskóla, en endanleg skólastofnun var ákveðin á siðastliðnu vori. Skóla- meistari var skipaður Ingólfur A. Þorkelsson, og við setningu skólans komst hann meðal annars svo aö orði: ,,1 dag verður sá atburður hér i Kópavogi, að sjálfstæður menntaskóli veröursettur i fyrsta skipti. Kópavogur á langa og við- burðarika sögu að baki. Hér munu þrælar Ingólfs hafa gengið fjörur fyrir tæpumll öldum i leit að virðingartáknum húsbónda sins, öndvegissúlunum. Hér mun snemma hafa risið upp byggð á bæjunum þremur, Kópavogi, Digranesi og Hvammi. Þó er það ekki hin hljóðláta byggð bóndans, sem dregur Kópavog inn i ljós sögunnar, heldursú staöreynd, að hér i námunda við sjálft Bessa- staöavaldiö var löngum athafna- samt þinghald. Hér niðri við Þinghólinn stóð löngum þing'Alft- nesinga, Seltirninga og Mosfellinga. Viö Þinghólinn sést móta fyrir dómhring og rústum fjögurra fangakofa. Þessar rústir tala sinu máli. Þaö gera lika hjónadysog systkinaleiði, minjar um athafnasamt þing i réttar- myrkri miöalda. Þá var rökkur yfir nafni Kópa- vogs. Höggstokkurinn við Þinghól mun ekki hafa verkað uppörvandi á þinghána og fólkið, sem þar bjó. A toriengum vegi undir Stóra- dómi fetuðu umkomulitlir ein- staklingar sig þangað siðasta spölinn til þess að hljóta innsigli á jarðneskt lif sitt. Þá var Kópa- vogur tákn kúgunar og dauða. Nú er sköpum skipt. Sá Kópa- vogur er ekki lengur til i hugum fólks. Þinghóllinn er oröinn aö minjareit um grimma og beiska fortið — mitt i vaxandi mannlifi, þar sem virðingin fyrir mann- inum sjálfum situr i öndvegi. Hér er ekki lengur staður dauöans heldur lifsins. Tilurð Kópavogs sem þéttbýlis er ekki án samhengis viö aöra þróun hérlendis. Hún hefst um 1930, á örðugustu kreppuárunum. Þá var það sem ýmsir menn úr höfuðstaðnum leituðu á náðir landsins, fengu að stofna sér grasbýli hér við voginn. Þeir ruddu grjót hér suður á Hálsi. Þessir nýbyggjar voru framtaks- samir og dugandi menn, sem breyttu grýttum uröum i grónar lendur. En svo var það einn veðurdag að yfir skall heimsstyrjöld. I kjölfar hennar varð regin- breyting. Atvinnuleysið hvarf, og hver hönd fékk nú vinm» eins og hún orkaöi. Þá þótti það ekki lengur borga sig að breyta melum I tún suður i Kópavogi. Hingað tók fólk að streyma i miklum mæli. Ungar og vaxandi fjölskyldur I meirihluta, atorkusamt fólk- upp- vaxandi fólk. Hér varð bær — bærinn, sem i vöggugjöf hlaut að vera nefndur bær æskunnar. Hér voru fleiri ungmenni að hlutfalli en i öðrum bæjum. Börn og unglingar kalla á skóla. Skólahaldið hófst á haustdægri 1945, útibú frá Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Þetta ár voru ibúar i Kópavogi 521. Nú eru þeir rúm 11 þúsund og hér hafa risið þrir barnaskólar, tveir gagn- fræöaskólar, tónlistarskóli og auk þess starfa hér námsflokkar. Hin öra þróun Kópavogskaupstaðar verður ei rakin hér. Þó veröur ei fram hjá þvi gengið að minnast á það mikla framtak, sem bygging Kópavogsskóla var. En skólinn flutti i hið nýbyggða hús árið 1949. Hér var þá bær að fæðast og skorti allt. Götur, holræsi, lóðir, félagslegar þjónustustofnanir, allt kallaði að, og auðvitað skorti fé. En úr steini var húsið gjört, byggt af áhuga, atorku og bjart- sýni frumbýlinganna. Á þeim árum sleit ég barnsskónum i starfi kennarans, við þessa stofnun, og á þaðan minningar, er siðast gleymast. 1 viðbyggingu við þetta fyrsta skólahús Kópa- vogs, hefur menntaskólinn i Kópavogi nú starfsemi sina Hér við Digranesveg reis fyrsta skólahús Kópavogsbúa, þar hóf barna- og unglingaskóiinn starf- semi sina. Nú hefur menntaskólinn göngu sina á sama stað. Er þetta ekki táknrænt fyrir visst samhengi i þróunarsögu Kópavogs? Börn þeirra, sem á sinum tima stikiuðu á steinum hingað i barnaskóla, ganga nú malbikað stræti tilmenntaskólans hér á hæðinni. En þó staðurinn sé hinn sami, þá er timinn annar. Nærri aldar- fjórðungur aðskilur þessar tvær stofnanir. Og mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum 24 árum. Viðast hvar i Vestur- Evrópu — ekki sist i Skandinaviu — og Norðurameriku hefur orðið gjörbylting i skólamálum á þessu timabili. Þessi bylting gerist i fræðslumálum þeirra þjóða, sem við höfum tekið okkur til fyrir- myndar. Við búum enn að meginstofni við fræðslulög frá 1946, sem eru úreltorðin og á eftir timanum. Ný lög um menntaskóla voru að visu sett 1970 og er margt til bóta Í þeim, sem siðar verður vikið að, en engu að siður eru þau fyrst og fremst við það miðuð að búa tiltekið úrval nemendanna undir háskólanám. Mennta- skólarnir eru að þessu leyti enn þann dag i dag með annan fótinn i nitjándu öldinni. Og námskröfur menntaskólanna teygja arma sina niður i barna- og gagnfræða- skólana og marka þeim básinn. 1 þessum skólum miðast flest við undirbúning undir landspróf, fyrst og fremst vegna þess að skortur er á nýjum mennta- brautum i skólakerfinu. Kröfur Háskóla Islands sniða svo aftur menntaskólunum stakkinn. Þannig þjónar allt menntakerfið fyrst og fremst elitunni, úrvalinu. Engin skilji orð min svo, að ég telji þetta ofrausn við þá nemendur, sem búa sig undir háskólanám. Þvi fer viðs fjarri. Það er brýn þjóðfélagsleg nauð- syn — ekki sist vegna visinda- legra rannsókna og æðri tækni- menntunar — aö búa vel að menntaskólanemendum. En menntunarhugsjón okkar tima hlýtur að vera þessi: Skólinn er fyrir alla. Enginn má verða útundan. Eða með öðrum orðum sagt: Þjóðfélaginu er brýn nauðsyn, að hæfileikar hvers einstaklings nýtist sem best, og hver og einn á rétt á þeirri menntun, sem hugur hans og hæfileikar hneigjast til. Hér er komið að kjarna málsins, tengslum skóla og sam- félags. Skólinn drattast nú langt á eftir þróun þjóðfélagsins. Hann hefur verið brenndur marki ihaldssemi og stöðnunar. Eftir að núgildandi fræðslulög voru sett á Alþingi 1946, féll niður umræða á Islandi um skólamál i hart nær tvo áratugi. Við vöknuðum upp við vondan draum um miðjan siðasta áratug og sáum, að skólinn var orðinn eyland i sam- félaginu. Þá upphófst gagnrýni mikil og oft óvægin, ekki sist á yfirstjórn fræðslumála. En hér á enginn einn aðili alla sökina. Við erum öll ábyrg. Þjóöin fær það skólakerfi sem hún á skilið. Og sem betur fer sjást þess nú merki, að við höfum rumskað. Kennarar og nemendur eru á leiöinni út úr filabeinsturninum. Mikið umbótastarf hefur verið unnið á vegum skólarannsókna- deildar menntamálaráðuneytis- ins i samvinnu við kennara á ýmsum skólastigum. A ég þar við endurskoðun námsefnis og kennslu á barna- og gagnfræða- stigi. Og allt skólakerfið er raun- ar i deiglunni. Nýtt frumvarp um skyldunámsstigið, grunnskóla- frumvarpið, liggur fyrir Alþingi. Tækni og verkmenntun er i end- urskoðun. Frumvarp um fjöl- brautarskóla er orðið að lögum. Opinn skóli er tekinn til starfa i Fossvogi og nýir kennsluhættir •feta sig inn á menntaskólastigið. Brýnasta verkefnið framundan er án efa samræming og endur- skoðun alls framhaldsskólakerf- isins. Slik endurskoðun hlýtur að koma i kjöifar lagasetningar um grunnskóla. Það sem framar öllu einkennir vora tima er: Breyting, ör og hraðfara. Endurskoðun og sam- ræming skólakerfisins verður einkum að taka mið af þessari staðreynd. Framvindan i heimin- um hefur verið mjög hröð siðustu áratugina og islenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum. Breyttir þjóðfélagshættir valda þvi, að ekki er lengur unnt að búa sig undir ævistarf i eitt skipti fyr- ir öll. Þessi þróun kallar á bætta menntun þegnanna og sifellda endurmenntun, ekki sist vegna þess, að visindalegar rannsóknir draga nýja þekkingu svo ört fram i dagsljósið. Og þróunin mun si- fellt verða örari. Þess vegna þarf skólinn að gera nemandann færan um að tileinka sér nýja þekkingu og bregðast við nýjum aðstæðum. Þær þjóðir, sem fyrr eru nefnd- ar og eru skyldastar okkur að menningu, hagnýta hina nýju þekkingu i æ rikara mæli i fram- leiðslu sinni og láta þannig bók- vitið i askana. Þær, sem lengst eru komnar, nota háþróaða raf- einda- og tölvutækni við lausn margs konar verkefna og gervi- tungl til þess m.a. að leita að nátt- úruauðæfum. Viljum við talda til jafns við umræddar þjóðir hvað snertir lifskjaraþróun og efna- hagslegar framfarir, þá hljótum við að draga dám af þekkingar- byltingunni við endurskoðun skólakerfisins og i skólastarf- inu. En aukin tækni á ekki að vera æðsta markmiö okkar, heldur ber að nota hana sem tæki til að bæta mannlifið og fegra það. Visindi og tækni eiga að þjóna manninum, ekki að vera herra hans. Og við lifum ekki á brauði einu saman, eða sagt með orðum Páls postuia eins og þau eru skráð i Rómverja- bréfinu: „þvi aö ekki er guðsriki matur og drykkur, heldur réttlæti og friður”. Hversu mikla áherslu, sem við Framhald á bls. 29.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.