Tíminn - 02.10.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.10.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 2. október 1973. DENNI DÆMALAUSI 180 milljón krónur — nei takk! Marlon Brando var beðinn að leika i kvikmynd, sem átti að vera framhald af „Guðföðurn- um”, en þrátt fyrir að i boði voru um 180 millj. ísl. króna, þá sagði Marlon Brando neitakk! Hann sagðist heldur ætla sér að búa til kvikmynd um lif Indián- anna i Ameriku — bæði fyrr og siðar, og ekki sízt ætlar hann sér að vekja eftirtekt á þvi, hve kjör Indiána eru léleg enn þann dag i dag. Hann ber mjög fyrir brjósti hag þeirra og hefur gert margt til að vekja athygli manna á þessu ástandi. Eitt af þvi, sem Brandon gerði til að vekja umtal um Indiána var það, að þegar hann átti að taka við Oscars-verðlaununum fyrir leik sinn i Guðföðurnum, þá mætti hann ekki sjálfur.heldur sendi unga og fallega Indiána- stúlku til að taka- við verðlaun- unum fyrir sig. Ástin hljóp í unglinginn Við fréttum það fyrir skömmu, að Kosygin hinn rússneksi hafi gengið í hjónaband öðru sinni. Eiginkonan heitir Nina Nicola- ivena og er leikkona. Kosygin er sextiu og niu ára, en upplýsing- ar um aldur brúðarinnar virðast ekki liggja á lausu, enda er ald- urinn auðvitað hennar einkamál og kemur okkur ekki hið minnsta við. Twiggy alltaf auralaus Flestir muna eflaust ennþá eftir Twiggy „baunastöng” þótt fremur hljótt hafi veriö um hana undanfarið. Hún varð sem kunnugt er fyrst fræg sem fyrir- sæta, en siðar hellti hún sér út i kvikmyndaleik með allgrfðum árangri, og peningarnir streymdu inn. En liklega er frökenin talsvert þurftafrek, þótt hún beri það ekki utan á sér, þviað hún segist alltaf vera i peningavandræðum. Þegar Twiggy var spurð að þvi á dögunum, hvers vegna hún hefði tekið að sér aö leika i myndinni Boy Friend, var svarið einfaldlega peningaleysi. Nú er hún i þann veginn að hefja leik i nýrri mynd og að eigin sögn er ástæðan aftur seðla- skortur. Þessi nýja mynd á að heita „W.” Stutt og laggott. „Ljósmyndalygi" Það þarf vist ekki að fara mörgum orðum um með- fylgjandi myndir. Þær sýna það svartá hvitu, að með einni ljós- mynd er hægt að „ljúga” meira en með þúsund orðum. Gamansamur ljósmyndari, Alfred Gescheidt að nafni, brá á leik með myndavélina sina, og hér sjáum við árangurinn. myndir. Raunveruleg „hafmeyja" Hafrannsóknastofnun i Kertj á Krim hefur fengið marga gesti undanfariö, sem hafa komið til að skoða „hafmeyju”, sem áhöfnin á skipinu Kertjenskij Komsomolets kom með heim sem gjöf frá afrikönskum fiski- mönnum. Fyrirbrigði þetta er dugong, sem tilheyrir sömu fjölskyldu og sækýrnar. Visindamenn segja, að í raun og veru sé það ekki svo furðulegt, að fólk hafi trúað á hafmeyjar i aldaraðir. Dugong-kvendýrið hefur marga furðulega eiginleika. Þegar það gefur afkvæmum sinum að drekka, stendur það upp á end- ann, sem er lagaður eins og fisksporður. Það heldur á ung- anum með hreifunum á sama hátt og konur halda á ungbörn- um. Þar að auki tekurþaðoft til sin langar vatnaplöntur frá hafsbotninum sem fæðu, og i fjarlægð geta plönturnar litið út eins og langar hárflygsur. Dugong er mjög sjaldgæft dýr. Annarri tegund, Stellers- sækú, var útrýmt á síðari hluta 18. aldar. Hraðlestin Leningrad -Moskva innan steyptra veggja Verið er að byggja steyptan gang yfir brautarlinuna Moskva-Leningrad, en brautar- linan er 650 km. Reistir verða 400.000 stólpar og settar upp jafnmargar plötur. Járnbraut- arlinan Moskva-Leningrad er orðin eins konar tilraunalina fyrir aukinn hraða. Hraðlestin Aróra, sem fer 160 km á klst., fer nú ætið reglubundnar ferðir. Lestirnar „Russkaja Troika” og Er-200 munu fara á 200 km hraða á klst. Hemlalengd verð- ur I500metrar, og þess vegna er þörf á steypta ganginum vegna öryggisráðstafana i umferðinni. Þegar hafa verið reistir fyrstu kflómetrarnir af ganginum. Koparmólmur úr eyðimörkinni 1 náinni framtið hefst koparnám á yfirborði náma, sem fundust við Sajak i sovézka lýðveldinu Kazakhstan. Talsvert er um kopar á eyðimerkursvæðinu fyrir norðan Balhasjvatnið. Málmurinn er fluttur til næstu vinnslustöðvar, sem er eitt af stærstu koparframleiðslufyrir- tækjum Sove'tríkjanna. er i tilraunaskyni látin falla á gleraugnagler, sem er hitahert (mynd 1), plast (mynd 2) og gler, sem er hert með hinni nýju aðferð, sem er efnafræðilegs eðlis. Þegar er tekið að nota þessa aðferð til þess að herða gler i flugvélar. Sterkara gleraugnagler Þeir eru æði margir, sem nota gleraugu, og margur hefur orðið fyrir því óhappi að brjóta gler- augun sin. Kannski verður minna um slikt i framtiðinni en verið hefur til þessa, þvi að nú hefur bandariskt fyrirtæki fund- ið upp sérstaka aðferð til þess að herða gler, sem gerir það mun sterkara en áður hefur þekkzt. Hér á myndunum má sjá hvað gerist, þegar stálkúla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.