Tíminn - 02.10.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.10.1973, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2. október 1972. TÍMINN 5 Sinfónían að hefja 23. starfsórið: Bengtson einleikari á fyrstu tónleikunum SB—Reykjavik. — Fyrstu tón- ieikar Sinfóniuhljómsveitar ts- lands verða haldnir á fimmtu- dagskvöldið kemur, 4. október. Stjórnandi að þessu sinni verður Frakkinn Jean Pierre Jacquillat og einleikari Erling Blöndai Bengtson. Flutt verður siðdegi Fánsins eftir Debussy, Sellókon- sert eftir Elgar og Sinfónia nr. 4 eftir Beethoven. Það er 23. starfsár sinfóniu- hljómsveitarinnar, sem nú er að hefjast og hefur hljómsveitin nú verið stækkuð litillega, þannig að 60 hljóðfæraleikarar eru fast- ráðnir. Aðalhljómsveitarstjóri þennan vetur og hinn næsta hefur verið ráðinn Karsten Andersen frá Bergen, en hann er gestum sinfóniunnar að góðu kunnur. Auk hans munu i vetur stjórna hljóm- sveitinni þeirOkko Kamu, Róbert A. Ottósson, Vladimir Askenazy, Jussi Jalas, Páll P. Pálsson, og Bodan Wodiczko. Allir þessir stjórnendur, nema J.P. Jacquill- at hafa komið hingað áður og stjórnað hljómsveitinni. Þá mun á árinu koma hingað fjöldi góðra einleikara og söngv- ara erlendis frá. Má þar nefna Kjell Bækkelund, Walter Trampl- ér, Jennifer Vyvyan, John Willi- ams, Kim Borg, Taru Valjakka, Arve Tellefsen, Laszlo Simon, Leon Goossens, Ann Schein og Mady Mesplé. Af islenzkum ein- leikurum og söngvurum verða einnig nokkrir, til dæmis Gunnar Kvaran, Guðrún A. Simonar, Gisli Magnússon, Björn Ólafsson, Hanna Bjarnadóttir, Ruth L. Magnússon, Sigurður Björnsson, og Kristinn Hallsson. Fjögur þau siðastnefndu syngja i Messiasi Handels, sem fluttur verður á is- lenzku hinn 29. nóvember. Filhar- móniukórinn verður einnig i þvi verki. Hljómsveitin mun halda tvenna aukatónleika, þar sem ungir listamenn munu leika með hljóm- sveitinni og auk þess verða tvenn- ir aukatónleikar, þar sem flutt verður léttklassisk tónlist við flestra hæfi. Þá verða haldnir þrennir fjölskyldutónleikar og Nýskipaðir prófessorar FORSETI íslands hefur að tillögu menntamálaráðherra skipað eftirtalda menn prófessora i verkfræði- og raunvisindadeild Háskóla Islands: Jónas Eliasson, verkfræðing, prófessor i byggingaverkfræði, vatnafræði og hafnargerð, frá 1. júli 1973 að telja. Dr. Ragnar Ingimarsson prófessor i byggingaverkfræði, jarðtækni og grundun, frá 1. júli 1973 að telja. Dr. Halldór Eliasson prófessor i hreinni stærðfræði frá 1. ágúst 1973 að telja. Jafnframt hefur dr. Leifi Asgeirssyni verið veitt lausn frá prófessorsembætti i stærðfræði fyrir aldurs sakir frá 1. ágúst 1973 að telja. Þá hefur forseti Islands að tillögu menntamálaráðherra skipað dr. Þuriði J. Kristjánsdóttur prófessor i uppeldissálarfræði við Kennara- háskóla Islands frá 1. ágúst 1973 að telja. VATNS- HITA- lagnir og síminn er 1-30-94 Erling Blöndal Bengtsson. Kunstakademiets Festsal r M- 2$ Koncert dMordcJ far drt Í4*a«Mtcrí.atc fimm tónleikar fyrir skólafólk og svo tónleikar fyrir 6 ára börn i mai. Hljómsveitin mun halda nokkra tónleika á stöðum utan Reykja- vikur, einkum á stöðum i grennd- inni og svo á Akureyri. Einnig munu verða gerðar hljóðritanir fyrir Rikisútvarpið. Eins og fram kom, verður Erling Blöndal Bengtsson selló- leikari einleikari á fyrstu hljóm- leikunum á fimmtudaginn. Eins og flestir munu vita, er hann hálf- islenzkur, átti islenzka móður. Hann fæddist i Kaupmannahöfn árið 1932 og hélt sina fyrstu tón- leika þar aðeins fjögurra ára gamall. Tiu ára kom hann fram með Tivólihljómsveitinni og hefur verið sispilandi að heita má siðan opinberlega. Hann hefur fyrir löngu hlotið heimsfrægð Sprungu- í viðgeroir L 5 Sendum efni gegn póstkröfu. ÞÉTTITÆKNI H.F Nú fæst varanleg þétting á steinsprungum með Silicon Rubber þéttiefnum. Við not- um eingöngu þéttiefni, sem veita útöndum, sem tryggir, að steinninn nær að þorna án þess að mynda nýja sprungu. Kynnið yður kosti Silicon (Impregnation) þéttingar fyrir steinsteypu. Viö tökum ábyrgð á efni og vinnu. Það borgar sig að fá viðgert i eitt skipti fyrir öll hjá þaul- reyndum fagmönnum. j &enaum HSki í Yl HúsaþéUingar /erktakar Kfnissala ^^imi 2-53-66 Pósthólf 503 Tryggvagöi^^^ Vantar mann i sveit i vetur. Gott kaup. Upplýsingar i sima 31205. tyrir afburða kunnáttu og túlkun ýmissa ólikra stiltegunda. Hann er nú prófessor við Konunglega tónlistarskólann i Kaupmanna- höfn. Þessa daga, sem hann dvelst hér á landi i þetta sinn, hefur hann nóg að gera, þvi auk þess að leika á áðurnefndum tón- leikum, fer hann út á land, leikur fyrir útvarpið, sjónvarpið og kammermúsikklúbbinn. MóeoQís mikil er að HÖLDUM SKRÁM OG LÖMUM frá okkur Húslð Skeifan 4 * Sími 8-62-10 Klapparstíg 27 * Sími 2-25-80 Jörð óskast til kaups Upplýsingar um stærð jarðar, húsakost, vélar og búfénað sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 15. október ’73 merkt: „Trúnaðarmál 1542.” Júdó Ný námskeið hefjast 1. október. Judo jafnt fyrir konur sem karla. Judo fyrir alla fjölskylduna. Nánari upplýsingar i sima 83295 alla virka daga kl. 13 til 22. Judodeild Ármanns, Ármúla 32. Jörðin AAjóanes í Þingvallasveit er laus til ábúðar á næstu fardögum. Vélar og áhöfn á jörðinni eru til sölu. Nánari upplýsingar gefur núverandi ábú- andi Pétur Jóhannsson. ®> Júdó HÁBÆR - GARÐURINN Seljum eins og að undanförnu fyrstaflokks máltiðir eftir matseðlum, ennfremur stakar máltiðir og fast fæði. Sendum út til vinnuflokka og fyrirtækja ef óskað er. Upplýsingar á staðnum. Hábær. Ljósaskoðun stendur yfir samlokurnar dofna ekki með aldrinum Notið það besta IILOSSH Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzhjn • 8-13-51 • verkstæði • 8-13-52 skrifstofa Auglýsing frá Iðnrekstrarsjóði Iðnrekstrarsjóður hefur tekið til starfa samkvæmt lögum frá 17. april 1973. Hlut- verk sjóðsins er að stuðla að auknum út- flutningi iðnaðarvarnings, hagkvæmara skipulagi og aukinni framleiðni i islenzkum iðnaði. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um lán og styrki til verk- efna á sviði útflutningsiðnaðar. Sem dæmi um styrk- eða lánhæf verkefni má nefna aðgerðir til að auka framleiðni og afköst i iðnaði, endurbætur á stjórnun fyrirtækja, viðleitni til samvinnu og sam- runa iðnfyrirtækja, og aðgerðir til eflingar sölustarfsemi á erlendum mörkuðum. Umsókn um styrki og lán skal senda bréf- lega til Iðnrekstrarsjóðs, Lækjargötu 12, Reykjavik. Umsóknum skal fylgja greinargerð um verkefni það, sem óskað er eftir stuðningi við, hver sé tilgangur verkefnis og hvers árangurs sé að vænta af framkvæmd þess. Þá skal fylgja sundurliðuð kostnaðaráætlun og áætlun um þann tima, sem það tæki að ljúka verkefninu. Þeim, sem styrk eða lán hljóta, ber að skila skýrslu til Iðnrekstrarsjóðs um framkvæmd verkefnisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.