Tíminn - 02.10.1973, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 2. október 1973.
TtMINN
9
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ititstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f
-
Iðnaðurinn,
sem er útundan
Það var ljóst, þegar Island gerðist aðili að
Efta, að það myndi skapa margvislega erfið-
leika þeim iðnfyrirtækjum, sem framleiða
aðallega fyrir innlendan markað, þegar toll-
vernd sú félli niður til fulls, sem þau hafa notið
hingað til. Sú hefur orðið reynslan annars stað-
ar, þar sem likt hefur verið ástatt. Þessi áhrif
hafði t.d. Eftaaðildin i Noregi. Á timabilinu
1959-1970 minnkaði hlutdeild norskra iðnfyrir-
tækja i heimamarkaði úr 58% 138% fyrstu árin
eftir inngönguna i Efnahagsbandalagið.
Eins og er, framleiðir meginþorri islenzkra
iðnfyrirtækja fyrir heimamarkað. Útflutning-
ur iðnvara hefur nokkuð aukizt siðustu árin, og
aðildin að Efnahagsbandalaginu ætti heldur að
bæta stöðu hans. En það tekur tima að ryðja
sér braut á erlendum markaði.
Hingað til hafa það verið aðalviðbrögð is-
lenzkra stjórnvalda við þeim vanda, sem hér
er fyrirsjáanlegur, að gera ráðstafanir til að
efla útflutningsiðnaðinn. Fyrrv. rikisstjórn
stofnaði sérstakan útflutningssjóð i þessu
skyni, og núv. stjórn hefur stofnað iðnrekstrar-
sjóð, sem á eingöngu að veita lán til út-
flutningsiðnaðarins. Þá hefur Seðlabankinn
hingað til framkvæmt lögin um veðlán
iðnaðarins aðallega á þá leið, að kaupa fram-
leiðsluvixla af útflutningsiðnaðinum.
Allt er þetta góðra gjalda vert og ber að meta
að verðleikum. Það er vissulega nauðsynlegt
að styðja útflutningsiðnaðinn. En það má ekki
verða til þess, að iðnaðurinn, sem vinnur fyrir
heimamarkaðinn.gleymist. Hér er um að ræða
meginhluta islenzks iðnaðar, eins og hann er i
dag. Ef hann verður fyrir verulegu áfalli,
munu hundruð manna missa atvinnu, og margt
af þvi er fólk, sem búið er að fá mikilsverða
þjálfun, sem hvergi kæmi þá ef til vill að not-
um. Þetta myndi einnig hafa óhagstæð áhrif á
gjaldeyrisskiptin við útlönd. Menn verða að
gera sér grein fyrir þvi, að það er engu veiga-
minna að spara þjóðinni gjaldeyri en að afla
hans.
Mál iðnaðarins hljóta að verða meðal aðal-
mála á næsta þingi. Afstaða þingsins verður að
sýna, að iðnaðurinn, sem framleiðir fyrir
heimamarkað, sé ekki hafður útundan.
Útvegurinn
þarf sitt
Sú hugdetta Magnúsar Kjartanssonar
iðnaðarmálaráðherra að stofna einn alls-
herjarverðjöfnunarsjóð fyrir atvinnuvegina,
hefur vakið óþarfa úlfaþyt i herbúðum
stjórnarandstöðunnar. Hún telur hana fyrir-
boða um, að rikisstjórnin ætli að breyta
eitthvað núgildandi lögum um verðjöfnunar-
sjóði sjávarútvegsins. Vitanlega hefur það ekki
komið til tals, enda öllum ljóst, að sjávarút-
vegurinn þarf sitt. Reynslan hefur lika sýnt,að
yfir honum vofa meiri sveiflur en nokkurri
annarri atvinnugrein.
ERLENT YFIRLIT
Frjálslyndir sigur
vissir í Bretlandi
Landsfundur þeirra vakti mikla athygli
Þingflokkur Frjálslynda flokksins eftir kosningasigrana í
sumar. Fremst á myndinni er formafturinn, Jercmy Thorpe.
t FYRRI viku hélt Frjáls-
lyndi flokkurinn i Bretlandi
hinn árlega landsfund sinn i
Southport. Filhdur þessi ein-
kenndist af óvenjulegri bjart-
sýni. Það er að Visu ekki nýtt,
að leiðtogar Frjálslynda
flokksins geri sér vonir um að
endurreisn hans sé i nánd, en
þær hafa jafnan brugðizt. Að
þessu sinni er bjartsýnin hins-
vegar byggð á öllu gildari rök-
um en áður. t átta siðustu
aukakosningum til þings, sem
fram hafa farið i Bretlandi,
hefur flokkurinn unnið i fjór-
um. Hann hefur þvi orðið 10
þingmenn i stað 6, sem hann
fékk kjörna i þingkosningun-
um 1970. t héraðs- og borgar-
stjórnarkosningum, sem fóru
fram siðastl. vor, bætti hann
við sig um 1000 fulltrúum, en
flokksforustan hefur lagt
gifurlegt kapp á það að undan-
förnu að treysta undirstöðu
flokksins á þann hátt að efla
hann á sviði héraðs- og
borgarmálefna. Siðast, en
ekki sizt, er svo það, að undan-
gengnar skoðanakannanir
hafa sýnt, að fleiri kjósendur
hyggjast nú kjósa hann en
nokkru sinni eftir 1920, eða
nær 30% kjósenda. Ihalds-
flokkurinn er aðeins örlitið
hærri, en Verkamanna-
flokkurinn nokkru hærri.
Fylgisaukning Frjálslynda
flokksins er fyrst og fremst á
kostnað Ihaldsflokksins, en
Verkamannaflokkurinn hefur
einnig misst fylgi til hans.
A LANDSFUNDINUM i
Southport snerust umræðurn-
ar að sjálfsögðu mjög um það,
hvernig flokkurinn gæti bezt
hagnýtt sér hið nýja viðhorf.
Meðal annars var rætt um,
hvort flokkurinn ætti að stefna
að þvi að fá oddaaðstöðu á
þingi eftir næstu kosningar og
leggja þvi aðaláherzlu á þau
kjördæmi, sem eru sigurvæn-
legust fyrir hann, eða hvort
hann ætti að bjóða fram i svo
mörgum kjördæmum, að hægt
væri að sýna fram á, að hann
stefndi að meirihluta á þingi.
Siðari stefnan varð ofan á, og
er nú takmark flokksins að
bjóða fram i a.m.k. 500 kjör-
dæmum. Með þvi að velja
þennan kost, getur flokkurinn
komizt hjá þvi að segja, hvort
hann kýs heldur samstarf við
Verkamannaflokkinn eða
íhaldsflokkinn.
Nokkuð var deilt um það,
hvort flokkurinn ætti heldur að
beita sókn sinni gegn Ihalds-
flokknum eða Verkamanna-
flokknum. Trevor Jones, sem
hefur átt mestan þátt i að
skipuleggja hina nýju sókn
flokksins á sviði sveita- og
borgarstjórna, vildi að
flokkurinn beindi aðallega
geiri sinum að Verkamanna-
flokknum og stefndi að þvi að
ná sæti hans i brezkum stjórn-
málum. Niðurstaðan varð
helzt sú, að flokkurinn skyldi
beina sókn sinni gegn báðum
núverandi aðalflokkunum,
Ihaldsflokknum og Verka-
mannaflokknum. Það væri
bersýnilegt, að þjóðin væri
orðin þreytt á þeim báðum og
teldi stjórn þeirra beggja hafa
misheppnazt. Þetta sæist
gleggst á þvi, að Verka-
mannaflokkurinn hefði ekki
hagnazt neitt á óvinsældum
rikisstjórnar Ihaldsflókksins.
DÓMAR blaðamanna, sem
fylgdust með þinginu, eru
yfirleitt á þá leið, að það hafi
tekizt vel. Það hafi t.d. haft
mikið að segja, hvernig for-
ustumenn flokksins hafi komið
fram. Þeim hafi tekizt að
skapa þá mynd, að þeir væru i
senn umbótasinnaðir og
ábyrgir. Ekki sizt hafi for-
maður þingflokksins, Jeremy
Thorpe, fullnægt þessari
mynd. Allt bendi þvi til þess,
að hann muni reynast full-
komlega jafnoki þeirra
Heaths og Wilsons i þeirri
stjórnmálahrið, sem sé fram-
undan. Fulltrúar samtaka
ungra manna i flokknum, sem
oft hafi verið uppivöðslusamir
á landsfundunum, hafi nú set-
ið á strák sinum og ekki haldið
fram sérskoðunum sinum.
Eining og samhugur hafi þvi
einkennt meira þennan lands-
fund flokksins en átt hafi sér
stað um langt skeið.
Landsfundurinn samþykkti
mjög itarlega stefnuskrá. Þar
ber einna hæst, að flokkurinn
vill stefna að þvi aö koma á
hlutfallskosningum. Hann hef-
ur ærna ástæðu til þessa, þar
sem hann fékk 2 millj. at-
kvæða i siðustu kospingum, en
ekki nema sex þingmenn, og
hann hefði ekki þurft að missa
nema 7000 atkvæði til þess að
fá engan þingmann kjörinn.
Þá vill flokkurinn að Skotland
og Wales fái sérstök þing og að
heimastjórn annarra lands-
hluta sé einnig mjög aukin,
eða m.ö.o. að dreifa valdinu
sem mest um landið. Flokkur-
inn lýsti fylgi sinu við viðtækt
atvinnulýðræði, aukin réttindi
kvenna, auknar tryggingar,
lögbundin lágmarkslaun og
stórauknar framkvæmdir i
húsnæðismálum. Þá benti
hann á ýmis úrræði til að
sporna gegn verðbólgu, en for-
ingjar hans tóku þó fram, að
þeir kynnu ekki ráð til að
stöðva hana, en hinsvegar
mætti með ýmsum aðgerðum
draga úr vexti hennar, en það
hefði bæði stjórn Wilsons og
stjórn Heaths vanrækt.
Flokkurinn tók afstöðu gegn
viötækri þjóðnýtingu en viður-
kenndi, að hún gæti átt rétt á
sér i vissum tilfellum.
ÞAÐ kom strax i ljós, eftir
að landsfundinum lauk, að
stóru flokkarnir höfðu vaxandi
beyg af honum. Heath for-
sætisráðherra hélt ræðu á
stjórnmálafundi rétt á eftir og
réðst einkum á Frjálslynda
flokkinn. Hann hélt þvi sér-
staklega fram, að fylgisaukn-
ing Frjálslynda flokksins
myndi fyrst og fremst verða
Verkamannaflokknum til
framdráttar, og gæti þannig
tryggt honum stjórnina á
næsta kjörtimabili. Þeir, sem
væru að kjósa Frjálslynda
flokkinn, væru raunverulega
aö stuðla að yfirráðum Verka-
mannaflokksins.
Þótt siðustu skoðana-
kannanir styðji þessa kenn-
ingu Heaths, fer fjarri þvi, aí
fylgisaukning Frjálslynda
flokksins valdi honum ekki
áhyggjum. Hún gæti einnig
orðið Verkamannaflokknum
hættuleg. Þetta fer þó senni-
lega mest eftir þvi, sem gerist
á ársþingi Verkamanna-
flokksins, sem verður haldið i
þessari viku. Það gæti orðið
vatn á myllu Frjálslynda
flokksins, ef þing Verka-
mannaflokksins samþykkti
mjög róttæk þjóðnýtingar-
áform. Þess vegna vinnur Wil-
son nú að þvi af öllu megni að
koma i veg fyrir slikt. Úrslit
þessa máls á þingi Verka-
mannaflokksins getur ráðið
verulegu um það, hvort sigur-
ganga Frjálslynda flokksins
heldur áfram eða ekki.
Þ.Þ.
—Þ.Þ.