Tíminn - 02.10.1973, Blaðsíða 11
Alþjóöleg risafyrirtæki — auö-
hringar — eru nú mjög I sviösljós-
inu. Greinin fjaliar um eitt af
þeim, ameriska risann ITT, sem
hefur m.a. á samviskunni sam-
starf viö nasista I Þýskalandi, tii-
raun til aö hefja borgarastyrjöld i
C'hile og afskipti af stjórnmálum i
Bandarikjunum meö geysileguni
fúlgum til kosningaáróöurs Nix-
ons.
Aðalstöðvar ITT eru i New
York, en áhrifavald þess nær til
um 90 landa. Gróöi þess árið 1972
var 8,6 milljarðar dollara og það
er um það bil tiunda stærsta fyr-
irtæki heims.
En hvað umtai snertir slær það
hin út og það er yfirleitt slæmt
umtal. Akefö fyrirmanna ITT við
að taka hagsmuni fyrirtækisins
fram yfir lýðræöislegar leikregl-
ur og sjálfstæði þjóða, hefur leitt
til hneykslismála, sem gefa
Watergate-hneykslinu ekkert eft-
ir. New York Times lýsti einu
sinni yfir, aö enginn sósíalistiskur
gagnrýnandi gæti kastað meiri
rýrð á auðhringana i Ameriku,
eða nitt niður slagorðið „frjálst
framtak” meira en ITT hefur
gert.
Allt milli grasflata
og gervihnatta
Bókstafirnir ITT standa fyrir
International Telephone and
Telegraph Corporation. I raun-
inni á fyrirtækið öll simafyrirtæki
og simaverksmiðjur frá Balkan-
skaga til Kyrrahafs. Það hefur
m.a. haft umsjón meö „beinu lin-
unni” milli Moskvu og Washing-
ton og séð um simastofnunina i
Vatikaninu. Páfinn fékk sima úr
gulli eins og ofurlitinn þakklætis-
vott. En öfugt við önnur risafyrir-
tæki eins og General Motors Ford
Shell, Esso og IBM sérhæfir ITT
sig ekki á einu sviði eingöngu.
ITT er „blandaö” fyrirtæki og
fjöldaframleiðir vörur eins og
krana, rafmagnsperur, djúp-
frystan mat og ratsjártæki. Þaö
framleiöir mest i þá gervihnetti,
sem Bandarikjunum þóknast aö
láta sveima yfir okkur. Og til aö
nefna eitthvað jaröneskara — þá
útbjó það grasvellina á Olympiu-
leikvanginum i Múnchen. ITT
bakar kökur, útbýr niðursuðuvör-
ur, gerir við bilbremsur, byggir
hús (helzt heila bæi) rekur hótel
og bilaleigur. Svo mætti lengi upp
telja. Yfirmenn fyrirtækisins
ráða beinlinis yfir lifsafkomu 1-2
milljóna manna og ráða yfir fjár-
munum, sem eru meiri en þjóöar-
framleiðslan er virði i mörgum
löndum.
Aðferðum þessa risa var lýst
t.d. við Nurnbergdómstólinn eftir
siðari heimstyrjöldina og ung-
verskan alþýðudómstól einnig i
öldungadeildaryfirheyrslum i
Bandarikjunum og nú seinast i
bók eftir brezka blaðamanninn
Anthony Sampson. Hann hefur
m.a. fundiö mikið af skjölum,
sem sanna samskipti ITT viö naz-
ista i Þýzkalandi.
Hluthafar í þýzkum
sprengjuflugvélum
Fyrsti ameríski kaupsýslumað-
urinn, sem Hitler tók á móti eftir
valdatöku sina 1933, var einmitt
stofnandi ITT og yfirmaður,
Sosthenes Behn. Hann var upp-
runninn i Vestur-Indium, en faðir
hans var danskur.
Sosthenes hóf starfsemi sina
stuttu eftir fyrri heimstyrjöldina
með þvi að taka að sér vesalt
simafyrirtæki i Puerto Rico. Þeg-
ar hann kom tuttugu árum seinna
til Berlinar var hann hæstráðandi
i umfangsmiklu fyrirtæki, sem
átti milljóna „útibú” i Þýzka-
landi. „Hitler er prúðmenni og er
einnig mjög glæsilega klæddur”,
lét ITT yfirmaöurinn hafa eftir
ser eftir fundinn með Hitler.
Bankamaður að nafni Von
Schröder, var settur yfir þýzku
ITT fyrirtækin. Hann var siðar
háttsettur SS maður og sá um
fjármál þeirrar stofnunar. Annar
trúr samstarfsmaður var dr.
Westrick, sem jafnframt þvi aö
þjóna ITT var sérlegur útsendari
Ribbentrops utanrikisráðherra
við ýmis tækifæri. Samstarfs-
menn ITT af Gyðingaættum voru
HID RÉTTA ANDLIT
ITT-AUÐHRINGSINS
Já, við buðum milijón dollara til að iosna við Salvador Allende ....ITT-forstjórinn Harold S. Geneen viö
yfirheyrslu.
fljótlega leystir af hólmi af hrein-
ræktuðum Germönum.
Schröder reyndist auövelt að
útvega þýzku ITT fyrirtækjunum
umfangsmikla vopnaframleiðslu.
Auk þess átti ITT 28% af hluta-
bréfunum i Focke-Wulff flugvéla-
verksmiðjunni, sem framleiddi
sprengjuflugvélar til höfuðs
Evrópu og Bandarikjunum.
Framkvæmdastjórar ITT
gerðir að herforingjum
í bandaríska hernum
Stjórnmálastefna ITT nú skýrir
ágætlega andstöðuna gegn auð-
hringum, þvi að þeir eru að eyði
leggja framleiösluna i hverju
landinu af öðru, án tillits til
mannlegra og þjóðfélagslegra
viðhorfa. Velgengni ITT i Þýzka-
landi og þýzk-hernumdum svæö-
um var svo gifurleg, að við lá að
dótturfyrirtæki i öðrum löndum
drægjust saman eöa hættu alveg.
A móti kom, að ITT fékk
athyglisverö friðindi hjá þýzkum
stjórnvöldum. Það lá ljóst fyrir,
að ef Hitler ynni striðið, yrði litið
á ITT fyrirtækin i Þýzkalandi
sem þýzk.
En fyrirtækið var ekki svo ófor-
sjált að veðja aðeins á einn hest.
Um leið og Focke-Wulff flug-
vélarnar sökktu ameriskum her-
og flutningaskipum útbjó ITT-
rannsóknarstofa i Bandarikj-
unum með aðstoð landflótta
franskra visindamanna, kerfi,
sem hjálpaöi herskipum aö
sökkva þýzkum skipum..
Þvi nær sem dró striðslokum og
falli Þýzkalands, þvi betur léklTT
hlutverk sitt sem þjóðhollt,
ameriskt fyrirtæki. Sama dag og
Paris var frelsuð, skaut
Sosthenes Behn upp kollinum þar
klæddur frönskum einkennis-
búningi. Hann var þá i hlutverki
ráögjafa fyrir ameriska herinn.
Þrir framkvæmdastjórar hjá ITT
voru gerðiraðyfirhershöfðingjum
og Westrick, sem var yfirlýstur
striðsglæpamaður fékk að fara
frjáls ferða sinna á þeim for-
sendum, að hann ætlaöi að láta
ameriska hernum i té mikilvægar
leyniskýrslur. ITT-veldið var
greinilega i engri hættu.
Og ekki nóg með það, ITT
komst svo glæsilega yfir þetta
timabil, að áratugum seinna fékk
það greiddar striðsskaöabætur af
ameriskum stjórnvöldum vegna
skemmda á eignum þess i Þýzka-
landi. Uppljóstranirnar um ITT
við Nurnberg-dómstólinn köfnuðu
alveg i heildarreiknings-
skilunum. En aftur á móti var
ITT aðalsakborningurinn við
dómstól i Ungverjalandi árið
1950. Þrir háttsettir starfsmenn
voru ákærðir fyrir njósnir,
hermdarverk o.fl.. Ungverski
ITT forstjórinn Geiger var tekinn
af lifi, en tveir ITT menn, annar
enskur, hinn ameriskur voru
dæmdir i 13 og 15 ára fangelsi.
Traust umheimsins á ung-
verskum dómstólum var ekki
mikið á þessum tima, enda há-
punktur kalda stríðsins, svo
dómur ungverska dómstólsins
var næstum hagstæður fyrir ITT i
hinum vestræna heimi.
Milljón doliara til stjórn-
málaafskifta.
Árið 1957 lét Behn af störfum
sem æðsti yfirmaður ITT og viö
tók Harold S. Geneen, þá 49 ára
að aldri. Hann var mjög stoltur af
„utanrikisráðuneyti” sinu. Á
launalistanum voru m.a. fyrr-
verandi aðalritari Sameinuðu
Þjóöanna Trygve Lie, fyrr-
verandi framkvæmdast jóri
NATO, Paul-Henry Spaak og
fyrrverandi forseti Alþjóða-
bankans, Eugene Black, auk þess
röð af ameriskum yfirhershöfð-
ingjum. Samt flæktist Geneen i
mál, sem hnekkti áliti ITT meira
en öll uppátæki Behns.
Staðreyndir i málinu hafa fyrst
komið i ljós nú i ár, en málið má
rekja aftur til kosninganna i Chile
árið 1964. ITT hafði mikilla hags-
muna að gæta i Chile, t.d. einka-
leyfi á öllum simastofnunum og
óttaðist þvi eins og pestina að
marxistinn Allende kæmist að
völdum. Þessvegna bauð Geneen
ásamt öðrum auðhringa-
foringjum, bandarisku leyni-
þjónustunni CIA fjárhagslega að-
stoð, til að hún styddi mótfram-
bjóðanda Allendes, Frei. CIA-
yfirmaðurinn John McCone
neitaði og Frei sigraði án að-
stoðar auðhringa.
1970 voru aftur forseta-
kosningar i Chile og þá endurtók
Geneen tilboð sitt. Nú átti hann
auðveldara með að ná samkomu-
lagi við McCone, þvi hann hafði
látið af störfum sem yfirmaður i
CIA og var orðinn framkvæmda-
stjóri i ITT. Hann var samt ennþá
ráðgjafi i CIA, svo hann átti auð-
velt með að gerast milligöngu-
maður. Geneen bauð eina milljón
dollara. Tilboðinu var enn ekki
tekið, en ITT gerði margar
tilraunir til að spilla fyrir
Allende.
Markmiðið var aðallega að
koma af stað fjárhagslegri
ringulreið i Chile, án tillits til
hvaða afleiðingar það gæti haft
fyrir borgara landsins.
En að lokum leiddi áætlun ITT
gegn „blóðsúthellingum og e.t.v.
borgarastyrjöld” til rannsóknar
öldungadeildarnefndar, en málið
var tekið upp eftir að ameriskt
dagblað dró það fram i dags-
ljósið.
,/Höföingleg gjöf" til
flokks Nixons.
Um leiö og þetta gerðist var
ITT flækt i annað hneykslismál, i
þetta sinn á heimaslóðum. Upp-
hafið var stærsta fyrirtækjasam-
steypa i sögu Bandarikjanna,
sameining ITT við trygginga-
fyrirtækið Hartford, gamalgróið
fyrirtæki, sem einu sinni hafði
sjálfan Abraham Lincoln fyrir
viðskiptavin. Geneen hafði
einkum áhuga á þessu fyrirtæki
vegna geysilegra tekna af
tryggingagjöldum, sem myndu
tryggja honum fjármuni til enn
frekari útþenslu auðhringsins.
Hingað til hafði slikur samruni
verið borgaður með hlutabréfum,
en það kerfi fórst fyrir, þegar
hlutabréfin tóku að falla i lok
sjöunda áratugsins.
Það var talsvert áfall, þegar
lög gegn stækkun auðhringa i
Bandarikjunum kröfðust að ITT
og Hartford yrðu aðskilin á ný.
Það vakti talsverða undrun,
þegar i ljós kom nokkrum
mánuðum seinna, að dómsmála-
ráðuneytið og ITT höföu komizt
að samkomulagi bak við tjöldin.
Aðalatriði samkomulagsins var
að ITT fékk að halda Hartford
gróðalindinni.
Hneykslið byrjaði, þegar það
kvisaöist að ITT hótelhringurinn
Sheraton bauð repúblikana-
flokknum 400.000 dollara (um 35
milljónir isl. kr.) til kosninga-
baráttu Nixons. Seinna fannst
bréf, þar sem Dita Beard, aöal-
málsvari ITT i Washington, full-
yrti að það væri samband á milli
málaloka auðhringastækkunar-
málsins og „hinnar höfðinglegu
gjafar ókkar”. Samband hennar
viö stjórnina var gegnum
Mitchell dómsmálaráöherra, sem
nú er svo rækilega flæktur i
Watergate málið.
Dita Beard endurtók þessar
upplýsingar munnlega, en ITT og
Mitchell mótmæltu harölega.
Fjöldi yfirheyrsla öldunga-
deildarnefndar leiddu i ljós að
400.000 dollaragjöfin hafði verið
þegin, og nokkrir af æðstu
ráðgjöfum Nixons höfðu staðið á
bak við það, að Hartfordsmálið
var þaggað. En rannsóknin leiddi
engar sannanir i ljós, m.a. vegna
þess að Dita Beard dró framburð
sinn til baka, undir kringum-
stæðum, sem gáfu málinu ógeð-
felldan blæ.
Watergate aðferöir og ó-
keypis golfvöllur.
Vitnið Dita Beard hvarf spor-
laust þegar átti að yfirheyra
hana. Hún fannst loksins á
sjúkrahúsi i Colerado, eftir að
lögreglan hafði leitað hennar um
allt landið. Hún var „yfirheyrð” á
sjúkrabeðnum, en lét sér nægja
að láta lögfræðing lesa upp yfir-
lýsingu, sem tók aftur allt, sem
hún hafði áður sagt.
Við Watergate yfirheyrslur
kom fram, að það var Gordon
Liddy, (náunginn sem stjórnaði
Watergate innbrotinu) sem flutti
Ditu til Coiorado. Við sjúkra-
beðinn birtist einn af Watergate-
persónunum, Howard Hunt (með
hárkollu og sólgleraugu) og útbjó
skýringuna, sem öldungadeildar-
nefndin fékk. Enn eru margir af
aðalmönnum Watergate-málsins
og Agnew varaforseti settir i
samband við ITT málið og
kannski kemur i ljós, eftir að
spilin hafa verið stokkuð upp, að
málin eru samtvinnuð.
Einnig hefur fram komiö til
viðbótar að ITT gaf ekki bara
þessa 400.000 dollara, heldur út-
bjó lika golfvöll viö sveitasetur
Nixons, San Clemente i Kali-
forniu, - ÓKEYPIS!
Fyrir nokkrum mánuðum lýsti
Geneen yfir við nokkra fram-
kvæmdastjóra ITT, að árið 1973
myndi færa auöhringum aukinn
gróða og umsvif. Ef hann hefur
rétt fyrir sér, er bágt að segja um
hvað auðhringurinn getur leyft
sér að gera næst.
(þýtt. gbk)
Dita Beard var ein aðaimanneskjan i hneyksiismálinu, þegar ITT gaf fjármuni til kosningabaráttu
Nixons. Hún hvarf sporlaust og þegar hún fannst var hún umkringd þessum fjórum „hjálparmönnum”
sem sjást á myndinni, tveimur læknum og tveimur iögfræðingum.
TÍMINN
í dökkum fötum
í hitabylgju
Kröfiiganga i I.ondon gegn nýjum innflytjendum.
þrem timum áður en hann var
settur um borð i vél til Bombay.
Þriðja dæmið má nefna, þar sem
er 28 ára Pakistani, er búið hafði i
Wolverhampton i 11 ár. Hann fór i
heimsókn til ættingja sinna
heima, en þegar hann kom aftur
til Bretlands, fann hann öll hlið
lokuð. Hann fékk að hringja i
bróður sinn, en var siðan sendur
með næstu vél úr landi.
t júni s.l. setti stjórnin það
ákvæði, að allir innflytjendur
skyldu leggja fram vegabréf sitt,
er þeir sæktu um almanna-
tryggingar. Að þvi er leiðtogar
innflytjendahópa halda fram, er
stefnu brezkra yfirvalda gagn-
vart þeim helzt að likja við
kynþáttaofsóknir. Nefna þeir
dæmi um yfirgang lögreglu, sem
vaði inn á heimili án tilefnis og
heimti. að sér séu svnd bessi og
þessi plögg. Börn fái sums staðar
ekki inngöngu i skóla, fyrr en
skilriki foreldranna hafi verið
rannsökuð. Og fleira eftir þessu.
Er verið að svæla okkur út? —
spyrja þeir. Stjórn Heaths segir
ekkert slikt vera á ferðinni.
Praful Patel, er fluttist til Bret-
landsfrá Uganda árið 1958, hefur
látið i Ijós, að hann óttist, að
reynsla Asiumanna i „hinni
svörtu Afriku” endurtaki sig i
..hinu hvita Bretlandi”, en Patel
er i þingnefnd allra flokka, er
fjallar um borgararétt i brezka
„heimsveldinu”. Hann segir:
„Hvar endar þetta?” Hvað
hindrar það, að i framtiðinni
verði þess krafizt af öllum
innflytjendum, að þeir hafi at-
vinnuleyfi, hversu skamman
tima, sem þeir hafa dvalið hér i
Bretlandi. Og án atvinnuleyfis yi>i
dvöi i landinu ekki leyfð. Hér yrði
biátt áfram á ferðinni „önnur
Kenya”.
Að lokum má bæta þvi við, að
þessir erfiðleikar innflytjenda
hafa gert þá aö auðveldari bráð
fyrir smyglara og fjárkúgara.
Alitur lögreglan, að fyrirtæki i
London stjórni gjörvöllu smylgi
fólks til Bretlands og hafi til þess
fulltrúa úti um allt land, —- og að
þeir kref jist um hálfrar milljónar
króna (isl.) af hverjum manni,
sem smyglaðer inn. Siðan krefj-
ist þeir greiðslu um lengri eðs
skemmri tima fyrir að halda
nöfnum hinna ólöglegu innflytj-
enda leyndum.
Það er þungur róðurinn fyrir
þeldökkan mann, einkum úr
austrinu, i Bretlandi um þessar
mundir og stefnir að þvi að verða
æþyngri, ef dæma má af tréttum.
Það sem séð verður i fljótu bragði
er þetta : Fólkiö flýr örbirgð, van-
heilsu, og aðra erfiðleika i
heimalandi sinu, — flýr til „fyrir-
heitna móðurlandsins”, Bret-
lands. Þar biða flestra þeirra
geysilegir erfiðkeikar, alla vega
til að byrja með. Þeir einangrast
meira og minna, upp risa
„niggarahverfi” eins og fvrir
vestan haf. örbirgðin og vansæld-
in verður ef til vill enn meiri en
heima i ættlandinu heita. Og þeir
sem fara smyglleiðina liggja und-
ir pressu fjárplógsmannanna.
Það er hitabylgja yfir Bret-
landi. Bretar eru i geysilegum
vanda staddir. Saman rekast
alþjóðahyggja bræðralag og
þjóðarhyggja — þjóðarhagur.
Það er ekki spurningin um „vont
fólk” og „gott fólk”, heldur skyn-
semi og framsýni. En einhverjir
hljóta alltaf að fara varhluta, þótt
„rétta leiðin” sé farin. — Stp.
„Hitabylgja”.
Arið 1962 gerðu stjórnvöld i
Bretlandi ýmsar ráðstafanir til
að draga úr innflutningi þel-
dökkra frá löndum „Hins nýja
heimsveldis” i Afriku, Asiu og
Vestur-Indium. Stjórn Heaths
herti enn mjög eftirlit og jók
hömiur á þessum innflutningi ár-
ið 1971, þannig að þessu fólki er
nú verulega erfitt um vik, miðað
við það sem áður var. Fram til
þessa árs átti fólk, sem flutzt
hafði til landsins'eftir ólöglegum
leiðum, ekki á hættu að verða
flutt úr landi eftir að það hafði
dvalið i landinu, þ.e. Bretlandi, i
þrjú ár.
Nú hefur hins vegar æðsti
áfrýjunarréttur Bretlands, Law
Lords, gert lögin frá 1971 aftur-
verkandi, sem þannig ögra nú
þúsundum innflytjenda, sem
töldu sig vera farna að lifa „lög-
mætu lifi” i landinu.
Mikið er af Asiumönnum i Bret-
landi eða um 600 þúsund manns.
Alitið er, að allt að 10 þúsund
þessara manna hafi komið inn i
landið eftir ólöglegum leiðum.
Mikill ótti rikir þvi meðal þeirra,
þar sem þeir geta búizt við
skyndiiegri brottvisun úr landi.
Það eykur á áhyggjur þessa fólks,
að stundum er farið á svig við
hefðbundna. lagalega vernd.
Innanrikisráðuneytið brezka get-
ur nú gefið út skipun um, að
innflytjendum sé visað úr landi.
Hvorki er kunnugt um nöfn né
fjölda þeirra innflytjenda, sem
handteknir hafa verið á undan-
förnum mánuðum. Þó er vitað, að
allnokkur hluti þessa fólks hefur
þegar verið sent úr landi tii sins
heimalands, en aðrir sitja áfram i
fangelsum um allt Bretland.
Dæmi má nefna um einn ólög-
legan innflytjenda, sem handtek-
inn var dag einn á götu i London i
marz s.l., haldið i fangelsi i viku,
en siðan sendur með flugvél til
Nýju Delhi á Indiandi. Annar Ind-
verji, sem búið hafði i Bretlandi
siðan 1969, var handtekinn alveg
lyrirvaralaust. Fjölskylda hans
fann hann eftir fjóra daga, aðeins
Fjölskylda frá Asiu, i Bretlandi. Yfir ólögiegum innflytjenduin vofir nú
sú hætta, að þeim verði fyrirvaralaust visað úr landi.
STÆRSTA KEPPNI HÉR Á LANDI
A myndinni sjást sigurvegararnir úr hverjum flokki ásamt módelum. (Talið frá vinstri) nr. I af meisturunum, Elsa Haraldsdóttir frá hár-
greiðslustofunni Salon Veh.Nr. 1 af sveinunum Anna Sigurjónsdóttir og nr. 1 af nemunum varð Pamela Thordarson báðar frá hárgreiðslustof-
unni Krista. (Tímamynd Gunnar.)
Á SUNNUDAGINN var
haldin stærsta hár-
greiðslukeppni, sem
fram hefur farið hér á
landi og sú,íengsta. Stóð
keppnin yfír i tólf tima.
Kosinn var íslands-
meistari og mun hann
taka þátt i Norðurlanda-
keppni hárgreiðslu-
meistara.
Að þessari stærstu keppni, sem
fram hefur farið hér á landi, stóðu
Hárgreiðslumeistarafélag ts-
lands og Meistarafélag hárskera.
Hárskerar voru með enga keppni,
aðeins sýningu á þvi nýjasta i
greiðslu og klippingu. Tóku 18
hárskerar þátt i sýningunni.
Höfðu þeir boðið hingað Bent
Wickman þekktum hárskera frá
Danmörku. Var hann með nám-
skeið i Iðnskólanum á laugardag-
inn, þar sem hann kynnti það nýj-
asta í þessari grein. Einnig var
hann dómari i keppni hár-
greiöslukvennanna.
I tslandsmeistarakeppninni i
hárgreiðslu tóku þátt 36 manns.
12 meistarar, 12 sveinar og 12
nemar. Voru veitt 1. verðlaun i
hverjum hópi. Nr. 1 af meisturun-
um varð Elsa Haraldsdóttir frá
hárgreiðslustofunni Salon Veh.
Hlaut hún tslandsmeistaratitilinn
ásamt rétti til þátttöku i Norður-
landakeppni hárgreiðslumeistara
þann 25. nóvember. Mun einnig sú
sem varð nr. 2 hafa rétt til þátt-
töku i þeirri keppni. Nánar verður
sagt frá keppninni i Timanum á
morgun. Kris.