Tíminn - 02.10.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.10.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 2, október 1973. Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? 93 r Þýðing Magnúsar Asgeirssonar ina og borðar brauðsneiðina sina og fagnar hinum komandi degi. „Þegar þú ferð i bæinn i dag, held ég að þú verðir að kaupa smáklipu af almennilegu smjöri handa honum. Ég er h rædd um að smjörlikiö sé ekki nógu nær- ingarmikið fyrir hann”, segir Pússer. ,,En Puttbreese veröur að fá sin sex mörk”, segir Pinneberg. ,,Já, blessaöur gleymdu þvi ekki”, segir Pússer. ,,Og Heilbutt verður að fá sin tiu mörk. Viö skuldum honum húsaleigu fyrir allan þann tima, sem við höfum verið hérna”. „Auðvitað!” segir Pússer. „En þá er heldur ekkert eftir af kreppustyrkinum. Ekki nema ökuskildingarnir”. „Ég get látiö þig fá fimm mörk”, segir hún. „Það er allt, sem ég hef. En svo fæ ég þrjú mörk i kvöld. Þú kaupir þá smjörið, og ef þú getur einhvers staðar fengið banana fyrir fimm pfenninga stykkið, þá kauptu þrjá handa Dengsa. Hérna kosta þeir fimmtán”. „Ég skal sjá um þetta allt”, segir Pinneberg. „En komdu nú ekki allt of seint heim, svo að Dengsi þurfi ekki að vera lengi einn heima”. Þau hafa bæöi áhyggjur af þvi, að eitthvað misjafnt geti komið fyrir barnið, þegar þau verða bæði að fara svona að heiman og skilja þann litla einan eftir. „Hingað til hefir allt farið vel”, segir Pússer eins og til að draga úr ótta þeirra beggja. „Já, þangaö til þaö fer einhvern tima illa”, segir Pinneberg. „Þvi ertu svona svartsýnn á allt”? spyr Pússer. „Núna þegar ég er búin að fá vinnu, finnst mér i rauninni ekki aö við höfum ástæðu til að kvarta. Það stendur þó hvergi skrifað, aö ólániö skuli alltaf elta okkur”. „Ég veit ekki”, segir Pinne- berg. Hann situr hokinn og álútur og starir döprum augum fram undan sér. „Hannes”, hvislar Pússer i bænarrómi: „Þúmáttekki missa kjarkinn. Það er það einasta, sem ég get ekki þolað”. „Nei”, segir hann: „Það er heldur ekki það. En það kvelur mig svo, að þú skulir verða að sjá fyrir mér. Hefði ég haft hugboð um það, þegar viö giftum okkur — „Hvað þá?” segir Pússer og reynir að snúa þessu upp i gaman. „Hefðir þú kannski hætt við að giftast mér, af þvi að ég fæ þessi skitnu þrjú mörk á dag?”. Hún hlær ertnislega, og hann verður, hvort sem honum likar það betur eða ver, að láta sem honum finnist lika hann sjálfur dálitið skoplegur. „Annars gætir þú gert mér greiða”, segir Pússer. „Það er svo sem ekki skemmtilegt verk, en þaö verður að gerast. Heldur þú að þú komir þér að þvi?” „Ég skal gera allt.sem ég get til að hjálpa þér”. segir Pinneberg alvarlegur. „Hvað er það?” „Fyrir þremur vikumvar ég að staga i tvo daga hjá frú Rusch i Garðastræti. Ég átti að fá sex mörk fyrir það, en frú Rusch hafði ekki nema tuttugu marka seöil og bað mig að biða þangað til daginn eftir, þá skyldi hún senda peningana. En ég er ekki farin að sjá þá enn þá”. „Viltu að ég fari þangað?”. „Já — en þú verður að lofa mér þvi, að gera ekki neina reki- stefnu, þó að þú fáir þá ekki undir eins. Fú Rusch er ekki lambið að leika sér við, Lofar þú þvi?”. Pinneberg lofar þvi hátiðlega. Og frú Pússer Pinneberg verður nú að hraða sér af stað. Henni veitist alltaf erfitt að fara heiman að á morgnana og fela manninum öll heimilisstörfin og umsjá með barninu. Þvi að nú hefir verið skift um hlutverk. Það er Pússer, sem nú verður að sjá fjölskyldunni fyrir lifsviðurværi og jafnframt að gæta þess, að Pinneberg fái ekki tima til að ganga með neina höfuðóra. Þvi að Pinneberg er svo hætt við að fá þá flugu i höfuðið, aö honum sé ofaukið, aumingjanum. Ilinar nýju skyldur Pinnebergs — Barátta um sex inörk Aöur en Pinneberg byrjar að taka til i herberginu, breiðir hann gamalt sjal á gólfið og setur Dengsa á það. Hann fær honum dagblað til að leika sér að. Það er stórt blað, og það liður góð stund, þangað til Dengsi hefur alveg breitt úr þvi með litlu klaufsku höndunum slnum. Herbergið er litið, þrir metrar á hvern vegn, og allt sem þar er inni er rúmiö, vaggan, tveir stólar, borð, og loks búningsborðið, sem Pinneberg keypti eitt sinn i léttúð sinni, sællar minningar. Dengsi hefir komið auga á myndirnar i blaðinu. Karlmanna- myndirnar kallar hann „pebb- pebb”, eins og hann er vanur að kalla föður sinn, en kvennamynd- irnar „memm-memm”, þvi nafni, sem hann hefur gefið móð- ur sinni. Hann er i ljómandi skapi og skrikir af hrifningu. En faðir- inn verður að smáskrafa við hann alltaf öðru hvoru. Pinneberg lætur rúmfötin i gluggakistuna til að viðra þau i sólskininu. Hann sópar og þvær gólfið, þurrkar ryk af húsgögnum og fer siðan fram i eldhúsið til að þvo upp ilátin og taka til þar frammi. Hann getur vel sætt sig viö að hreinsa til, en hins vegar er honum varla mögulegt að fá sig til að skræla kartöflur eða hreinsa gulrætur i miödegismat- inn. Þegar hann hefir lokið innan- hússstörfunum, tekur hann Dengsa á handlegg sér og geng- ur út i garðinn. Garðurinn er svo sem nógu stór — yfir þúsund fermetrar. En hann ber vott um mikla vanrækslu. Siðan Heilbutt erföi hann fyrir þrem árum, hefir ekki verið hreyft við jarðvegin- um. Pinneberg veltir fyrir sér hvort, ekki myndi vera hægt að bjarga jarðarberjunum, ef maður tæki sig til og græfi i kring um allan blettínn. Sólin er komin góðan spöl upp á loftið. Loftið er hreint og svalandi eftir rigninguna i gær. Pinneberg færir son sinn i yfirhöfn og segir honum að nú eigi hann að fara út að aka. Litil barnakerra stendur úti I sólbyrginu. Þau fengu hana i fyrra i skiptum fyrir gamla barnavagninn. Nú setur Pinne- berg drenginn i vagninn, dúðar hann vel i sjölum og fær honum vindlingahulstrið með spilunum. En Pinneberg ætlar i dag aðra leið en hann er vanur. Hann kærir sig ekki um að hitta Krymna fyrst um sinn. Þaðgæti vel haft hávaða og erjur i för með sér. Pinneberg er nú orðinn svo hörundssár upp á siökastið, að hann vill helzt kom- ast hjá öllum árekstrum. En það er auðvitað ekki svo auðvelt, þeg- ar búið er i Garðahverfi, þar sem þennan vetur voru ekki færri en þrjú þúsund manns, sem holuðu sér niður i þessi garðhýsi sin, allir af þeim ástæðum, að þeir höfðu ekki haft ráð á að leigja sér ibúð eða herbergi I borginni sjálfri. Það versta af öllu saman er þó, að helmingurinn af þeim er kommún istar og helmingurinn nazistar, sem aldrei sitja á sáttshöfði og gefa illt auga þeim fáu, er reyna af heilum hug að halda sér utan viö allar flokkadeildur. Pinneberg hefir tekið þá af- stöðu að vera kurteis við alla. Hann heilsar alúðlega á báðar hendur, meðan hann dregur hið litla æki Dengsa gegnum „bæ- inn”. Hann tekur eftir þvi, að margir karlmennirnir eru önnum kafnir við það að höggva brenni. Oðru hvoru heyrist sagarhljóð. Þetta eru menn, sem hafa farið um nóttina til að ná sér i eldivið, annaðhvort með Krymna eða i öðrum hóp. Þeir svara heldur fá- lega, þegar Pinneberg býður þeim „góðan dag”. Hann gerir sér i hugarlund að þeir seu strax farnir að gefa honum hronauga. Og þaðgerir honum þungt i skapi. Pinneberg léttir stórum, þegar hann er kominn út úr Garða- hverfinu. Hann fer yfir litla tré- brú og fram með læknum. Dengsi vill fá að sjá vatnið og kallar „prú-ú — prú!” og kippir i 1515 Lárétt 1) Lestrarmerki.- 6) Kaupstaður.- 10) Hasar.- 11) Haf,- 12) Grútar.- 15) Punt.- Lóðrétt 2) Fornafn.- 3) 1055.-4) Land,- 5) Verkfæri,- 7) Utanhúss,- 8) Eigur.-9) Klaka,-13) Bók,- 14) Dýr.- Ráðning á gátu No. 1514 Lárétt I) Öholl.-6) Drangey.-10) Do,- II) Es.- 12) Akranes.- 15) Snúir,- Lárétt 2) Hóa.- 3) Lýg.- 4) Oddar,- 5) Byssa,- 7) Rok,- 8) Nia,- 9) EEE.- 13) Rán,- 14) Nei.- io mzmi li 7i n n n amy HVELL Égvarhræddur um þetta. Yfirhöfuðið vareitthvað i vafa um Zokko til að byrja 111111 1 Þriöjudagur 2. október 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7,30, 8,15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Magnea Matthías- dóttir flytur miðhluta sögu um „Hugdjarfa telpu” eftir Francis Hodgson i þýðingu Arna Matthiassonar. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Viðsjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar við Jóhann J. E. Kúld um notkun fiskikassa og nýtingu hráefnis. Morgun- popp kl. 10.40: Stevie Wonder syngur. Fréttir kl. 11.00. Hljómplöturabb (endurt. þáttur G.J.) 13.00 Eftir hádegið 14.30 Siðdegissagan: „Hin gulina framtið” 15.00 Miðdegistónieikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphorniö 17.05 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.15 Fyrri landsieikur Norð- manna og íslendinga 19.50 Umhverfismál. Gestur Guðfinnsson blaðamaður talar um ferðalög á hálend- inu. 20.05 Lög unga fólksins Sigurður Tómas Garðars- son kynnir. 20.50 Fljúgandi furðuhlutir Ingibjörg Jónsdóttir flytur erindi, þýtt og endursagt. 21.10 Rómtisk fantasía 21.30 Skúmaskot Hrafn Gunn- laugsson sér um þáttinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. „Hjúkrunarkonan góða”, smásaga eftir Agnar Þórðarson Höfundur les. 22.40 Harmonikulög ansana. 23.15 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 2.október1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Heima og heiman.Bresk framhaldsmynd. 2. þáttur. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Efni 1. þáttar: Aðalpersónan, Brenda, er húsmóðir á miðjum aldri. Börn hennar fjögur eru öll fullvaxta, og samband þeirra við heimilið verður æ lauslegra. Eiginmaðurinn er oftast bundinn við starf sitt eða tómstundaiðju, og Brendu leiðis’t heima. Loks tekur hún á sig rögg og ræð ur sig I vinnu, þrátt fyrir eindregin mótmæli eigin- mannsins og dauflegar und- irtektir barnanna. 21.25 Ralph McTell. Breskur visnasöngvari og gitarleik- ari flytur létt lög og rabbar um sjálfan sig og tónlist sina. Þýðandi Heba Július- dóttir. 21.50 Skák. Stuttur, banda- riskur skákþáttur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.00 Heimshorn. Nýr fréttá- skýringaþáttur um erlend málefni. Þátturinn verður á þriðjudagskvöldum i vetur, og sjá fréttamennirnir Jón Hákon Magnússon og Sonja Diego um hann til skiptis, Jón um þennan fyrsta þátt. Auk þeirra vinna að þættin- um Arni Bergman, Björn Bjarnason og Haraldur Ólafsson. 22.30 Krabbamein i leghálsi. Fræðslumynd frá Krabba- meinsfélagi Islands. Þulur Þórarinn Guðnason læknir. Siðast á dagskrá 10. október 1971. 22.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.