Tíminn - 02.10.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.10.1973, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 2. október 1973. TÍMINN 17 „Takmarkið er, sigurgegn Hibs" Keflvíkingar dkveðnir í, að leggja sig alla fram gegn Hibs d morgun d Laugardalsvellinum....segir Hafsteinn Guðmundsson. - . , , . Hibs hefur leikið misjafna leiki Ahortendur geta hatt dhrit d leikinn ákeppnistimabilinu.sem stendur „JA, Keflvikingar ætla að leggja sig alla fram....sagði Hafsteinn Guðmundsson, formaður tBK, þegar viö spurðum hann um síð- ari leik Keflvfkinga og skozka iiðsins Hibernian, sem fer fram á morgun á Laugardalsvellinum. Keflvikingar munu leggja allt kapp á að sigra i leiknum og reyna aö komast áfram i Evrópu- keppninni. Við vitum, að það verður erfitt, en möguleikinn er alltaf fyrir hendi og ef við náum okkur á strik, þá er ómögulegt aö segja hvernig leikurinn fer. Allir leikmenn liðsins eru ákveðnir i, að gera sitt bezta — takmarkið er, SIGUR GEGN HIBS...sagði Haf- steinn að lokum. Leikmenn Hibs æru örugglega einnig ákveðnir i að vinna leikinn, þvi að leikurinn er nokkuð merki- legur fyrir þá. Hibernian leikur sinn 50. Evrópuleik gegn Keflvik- ingum á morgun á Laugardals- vellinum. Það hafa fá félög i Evrópu leikið jafnmarga leiki i Evrópukeppnum og Hibs. Árang- ur þeirra hefur verið m jög góður i Evrópukeppnum og hafa aðeins þrjú lið náð betri árangri á heimavelli og Hibs, það eru Rheims, Red Star og Liverpool. Hibs er nú talið eitt skemmtileg- asta sóknarlið Skotlands, það er i flokki með Glasgow-liðunum Cel- tic og Rangers og til gamans má geta þess, að Edinborgarliðin Hibs og Hearts, eru nú talin lik- legustu liðin i Skotlandi, sem koma til með að stööva sigur- göngu Celtic. nú yfir i Skotlandi. Liðið leikur oftast mjög góða leiki, en þess á milli dettur það ofan á mjög lé- lega leiki og tapar þá fyrir lélegri liðum. Nú er bara spurningin, dettur Hibs ofan á lélegan leik á morgun gegn Keflvikingum. Ef svo verður, þá eru sigurmögu- leikar Keflvikinga geysilega miklir og einnig má geta þess, að leikmenn Hibs eru óvanir að leika á völlum eins og Laugardalsvell- inum. Það eitt getur sett strik i reikninginn. Ahorfendur eru hvattir til að mæta á Laugardalsvöllinn á morgun og hvetja Keflavikiirliðið til sigurs um leið og þeir sýna Keflvikingum þakklæti, /yrir að hafa ekki selt leikinn út úr landi, eins og þeim var boðið/ SOS ÚRSLITAMARKIÐ SKORAÐ MEÐ HENDI SlGRtÐUR RAFNSDÓTTIR...sést hér skora f leik Ármanns gegn KR. (Timamynd Gunnar) ísfirðingar endurheimtu 2. deildarsætið, með því að sigra Reyni , , - , x. . A laugardaginn, þegar þeir sigruðu honHí r.nnnar Péturs- trd Sandgeröl 1 lU Reyni frá Sandgerði 1:0 á Mela- tSFIRÐINGAR endurheimtu 2. vellinum. Úrslitamarkið var Jeildarsætið sitt I knattspyrnu á skoraðfimm minútum fyrir leiks- lok, með hendi. Gunnar Péturs- son, sló knöttinn i netiö eftir að hafa fengið sendingu utan af kanti. Dómari leiksins dæmdi mark, þar sem hann sá ekki brotið og linuvörðurinn var svo seinn að átta sig á hlutunum, aö hann veifaði ekki fyrr en leikur- inn var hafinn að nýju — LJÓT MKTAIÍ bAn> Þessi úrslitaleikur i 3. deild var ekki upp á marga fiska, svo léleg var knattspyrnan i honum. Reynismenn sóttu mun meira i fyrri hálfleik, en i siðari hálfleik snerist dæmið við. Þá sóttu ts- firðingar nær látlaust og voru þeir klaufar að skora ekki fimm til sex mörk. Bezti leikmaðurinn á vellinum, var gamla landsliðs- kempan Björn Helgason, sem lék með 1. deildarliði tsafjarðar og einnig lék hann með 1. deildar- liði Fram, á sinum tima. ísland — Noregur í kvöld ISLENZKA landsiiöið I hand- knattleik leikur fyrri lands- leikinn gegn Noregi i kvöld. Leiknum, sem fer fram i Nor- egi, verður lýst i útvarpinu ki. 19.00 og mun Jón Asgeirsson þá lýsa siðari hálfleiknum. GUÐRUN SKORAÐI SEXMÖRK GEGN KR Þegar Ármann vann KR 11:8 í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins í kvennahandknattleik ARMANN vann KR i fyrsta leik Reykjavikurmótsins I kvenna- handknattleik 11:8 I Laugardals- höllinni á laugardaginn. Það var Guðrún Sigurþórsdóttir úr Ármanni, sem skoraði fyrsta mark mótsins og þessi unga og efnilega handknattleikskona átti eftir að koma mikiö við sögu I leik Ármanns og KR. Guðrún skoraöi fjögur fyrstu mörk Ármanns í leiknum og ails sendi hún knöttinn sex sinnum I netið hjá KR-stúlkunum. Armanns«túlkurnar náðu fjögurra marka forustu i hálfleik, en staðan var þá 7:3. 1 siöari hálf- leik sóttu KR-ingar i sig veðrið og tókst að minnka muninn i 11:8 áður en leiknum lauk. Guörún skoraði flest mörk Armanns, eða sex. Hjördis Sigurjónsdóttir var drýgst hjá KR, hún skoraði fjögur mörk. —SOS ALAN GORDON.... skoraði 27 mörk fyrir Hibs sl. keppnistimabil Markakóngur í Skotlandi Alan Gordon leikur gegn Keflvíkingum ó Laugardalsvellinum ALAN Gordon miðherji Hibs var kosinn bezti knattspymumaður Skot- landsárið 1973. Gordon er einn marksæknasti knatt- spyrnumaður Evrópu í dag, og var hann nýlega valinn í heimslið. Alan Gordon lék fyrst með HEARTS i Skotlandi, en fór síöan til Dundee United, en árið á morgun 1972 skrifaði hann undir samn- ing hjá HIBERNIAN. S.l. keppnistimabil var Alan Gordon markahæstur i 1. deild i Skot- landi, skoraði alls 27 mörk. Mörg 1. deildarliöanna i Eng- landi hafa reynt að ná i Gordon, en hannhefurtil þessa afþakkað öll boð. Verður gaman að sjá þennan snjalla leikmann á Laugardals- vellinum á morgun gegn Kefl- vikingum. Hvaða 1. deildarlið fær Jón? Jón Hermannsson, einn bezti varnarmaour landsins ætlar að ganga yfir í 1. deildarlið JÓN Hermannsson, knattspyrnumaður úr 2. deildarliði Ármanns, hefur nú ákveðið að skipta um félag. Jón hefur verið einn bezti maður Ármannsliðsins undanfarin ár. Hann JÓN HERMANNSSON. sagði i stuttu viðtali við íþróttasíðuna, að öllum líkindum myndi hann ganga í 1. deildarfélag og koma þá Reykjavíkur- félögin helzt til greina. Jón getur leikið hvaða stööu sem er á vellinum. Hann sýndi það I sumar, þegar hann lék með „pressunni” gegn lands- liðinu, að hann er einn af okkar skemmtilegustu varnarspil- urum. Leikur hann byggist á öryggi og nákvæmum send- ingum. Jón hefur þjálfað kvennalið Armanns meö góðum árangri undanfarin ár og á hann mikinn heiður af þvl, að Armannsliðiö er nú bæöi íslandsmeistari i innanhúss og utanhúss knatt- spyrnu kvenna. Þegar viö spuröum Jón að þvi, hvort hann heföi áhuga á að fara út á land og þjálfa, sagði hann, að þaö gæti einnig farið svo, og hann hefði einnig áhuga á þvi. Eitt er vist, að það félag, sem Jón gengur i, fær mjög góöan knattspyrnumann i sinn hóp. SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.