Tíminn - 11.10.1973, Síða 6
6
TÍMINN
Fimmtudagur 11. október 1973.
Nauðsynlegt að koma kaupgjalds
málum í Eyjum í eðlilegt horf
Astand i Vestmannaeyjum er
nú komift I þaft horf, aft eftlilegt er
aft bæjarfélagift og einstakir at-
vinnurekendur taki vift fram-
kvæmdum og þeim atvinnu-
rekstri öllum.sem til þessa hefur
verift á vegum Viftlagasjófts. Þá
ber og brýna nauftsyn til þess aft
koma kaupgjaldsmálum I Eyjum
I sama horf og annars staftar ger-
ist á landinu.
Þetta kom fram á blaöamanna-
fundi Viölagasjóös í gær, þar sem
þeir Helgi Bergs, formaður sjóðs-
stjórnar, og Halígrimur Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri sjóösins,
skýröu frá málefnum sjóösins og
þeim timamótum, sem orðið hafa
i starfsemi hans í Eyjum.
Sem kunnugt er, hefur sjóöur-
inn dregið mjög saman seglin I
Eyjum, frá 1. okt að telja, og lagt
niöur nær alla starfsemi sina þar
ytra. Orsökin er sú, að ástandiö i
Eyjum er nú komiö i það horf, aö
bæjarstjórn Vestmannaeyja hef-
ur ákveöið að taka i sinar hendur
ýmsar framkvæmdir, svo sem
rekstur áhaldahúss og gatna-
framkvæmdir, svo aö dæmi séu
nefnd. A sama tima er lokið þeirri
hreinsun bæjarins, sem ákveðin
var i vor er leið, og þess vegna
telur Viðlagasjóður ekki ástæðu
til þess að halda áfram þeim
framkvæmdum, sem hlutust af
þvi neyðarástandi, sem um skeiö
rikti i Eyjum, heldur stuðla að þvi
að framkvæmdir og vinnufyrir-
komulag falli i eðlilegan farveg.
Hér viö bætist, að sjóöurinn er
fyrst og fremst fjármálastofnun,
sem komið var á fót til þess að
bæta þær skemmdir á mannvirkj-
um, sem af gosinu hlutust, en eðli
sinu samkvæmt var honum ekki
ætlað að standa fyrir fram-
kvæmdum.
Af þessu leiddi, að Viðlagasjóð-
ur hætti öllum framkvæmdum
hinn 1. okt., og eftir það var ekki
ætlunin að hafa aðra I vinnu hjá
sjóönum en nokkurn hóp
iðnaöarmanna, sem skyldu vinna
við þær viðgerðir, sem nauðsyn-
legar töldust til þess að koma i
veg fyrir frekari skemmdir á hús-
um en orðið hafa. Þeim var hins
vegar ekki ætlað að gera við þær
skemmdir, sem þegar hafa orðið,
heldur var húseigendum ætlað að
sjá um þá hlið málsins gegn
fébótum samkvæmt mati.
( 500 manns i vinnu, þegar
mest var
Viðlagasjóður hafði allt að 500
manns i vinnu, þegar hann hafði
mest umleikis, og um tima vann
mikill hluti starfsmanna hans
vaktavinnu allan sólarhringinn til
þess að unnt yrði að ná settu
marki hvað hreinsun bæjarins
áhræröi. Það tókst, og ber að
þakka öllum sem hlut hafa átt að
máli.
Viðlagasjóður er hins vegar eðli
sinu samkvæmt ekki fram-
kvæmdaaðili nema brýna nauð-
syn beri til, og þess vegna hefur
sjóöurinn nú fellt niður mikinn
hluta starfsemi sinnar i Eyjum.
Staðaruppbót til þess að
auðvelda umskiptin
Hinn 1. okt., auglýsti Viðlaga-
sjóður, að greiddar yrðu staðar-
uppbætur. Nokkurs misskilnings
hefur gætt i þessu efni, og þvi tel-
ur sjóöurinn nauðsynlegt aö
skýra, hvernig þessum uppbótum
er háttaö og hvert hlutverk þeim
er ætlað. Augljóst má vera, að i
Vestmannaeyjum er enn við
margs konar örðugleika að etja,
og verður svo enn um sinn.
Staöaruppbótunum er öðrum
þræði ætlað að milda þá erfið-
leika, sem samfara eru þvi, að
eðlilegt atvinnuástand kemst á i
Eyjum, til þess að ekki falli ill-1
bærilegur kostnaður á atvinnu-
fyrirtækin þar, enda verður að
teljast réttlátt og eðlilegt, að þau
sitji við sama borð og atvinnufyr-
irtæki annars staðar á landinu.
Ætlun sjóðsins er þvf að hlaupa
undir bagga með þeim og taka á
sig vissar greiðslur i þessu sam-
bandi, svo að aukaútgjöld þeirra
sem starfa í Eyjum lendi ekki á
atvinnurekstrinum.
Þannig fá allir þeir, sem vinnu
stunda i Eyjum og búsettir eru
þar ytra og náð hafa átján ára
aldri, greiddar aukalega 2000
krónur á viku til 8. des. siðan 1200
krónur á viku til 2. febr. og loks
600 krónur á viku hverri fram til
16. marz.
Þegar kemur fram i marz, má
ætla að vertið verði i fullum gangi
og loðnubræðsla í hámarki og
tekjuöflun og þjónusta öll mun
eðiilegri en nú er.
Húsin á ábyrgð eigenda
Fyrir réttri viku sendi Viölaga-
sjóöur út tilkynningu þess efnis,
aö húseigendur i vesturhluta
bæjarins skuli hafa tekið við hús-
um sinum fyrir hinn 1. nóv., sem
og að þeir beri sjálfir ábyrgð á
húsum sinum frá þeim tima. Sið-
ar er von hliðstæðra auglýsinga
varðandi aðra bæjarhluta.
1 þessu felst, að Viðlagasjóður
tekur ekki ábyrgð á þeim
skemmdum, sem kunna að verða
á húsum eftir að eigendur hafa
tekið við þeim.
Orsakir þessarar ákvörðunar
eru þær, að hafi Viðlagasjóðurinn
húsin áfram i sinni vörzlu og beri
ábyrgð á skemmdum, sem gætu
oröiö talsverðar á vetri komanda,
má vænta þess að mörg hús muni
standa auð i vetur. Sjóðurinn hef-
ur ekki möguleika til þess að
koma i veg fyrir skemmdir aö
fullu. Auk þess telur hann það
þjóðhagslega ósanngjarnt að
hann beri þá ábyrgð, þegar hægt
er að koma I veg fyrir tjón á
annan hátt.
Húsnæðisekla á vetri
komanda
Ýmislegt bendir til þess, að
húsnæðisekla verði i Eyjum I vet-
ur, og m.a. hefur bæjarstjórn lát-
ið þá skoðun I ljós. Orsökin er sú,
að húseigendur mundu ekki hafa
áhuga á að ráðstafa húsum sinum
til ibúðar, ef Viölagasjóöur bæri á
þeim ábyrgð, á sama hátt og vera
mundi, ef þau væru i umsjá eig-
enda sinna. Viðlagasjóði ber
skylda til þess að sjá svo um, að
húsnæði i Eyjum verði nýtt eftir
föngum. Auk þessa mætti ætla, að
húsunum yrði mun betur borgið I
höndum eigenda sinna, þvi að
sjóðurinn heföi ekki tök á að
koma i veg fyrir skemmdir. Hér
við bætist aö það hefur ætið verið
ætlan og raunar skylda sjóðsins
aö bæta húsin fébótum en ekki að
annast viögerðir. Vegna alls
þessa telur sjóöurinn eðlilegt, að
húseigendur taki nú smám saman
við.
Fé til viðgerða lætur sjóðurinn I
té, þótt ekki sé lokið mati á
skemmdum, þvi að lán veröa
veitt til viögerða út á væntanlegt
matsfé.
Þegar hafa um 200 fjölskyldur
flutzt til Eyja, en ekki er enn búið
að greiöa mikið af bótum, og
beiðnir um fyrirframgreiöslu
hafa ekki verið margar.
Deilan við iðnaðarmenn
Deilan við iðnaðarmenn I'Eyj-
um á rætur sinar að rekja til
þeirrar breytingar, sem varð á
vinnutilhögun 1. okt., þegar
vinnutimi var styttur. Aður var
algengast, aðunnið værj 13 tima á
dag, en þá var vinnutiminn stytt-
ur um þrjár stundir og jafnframt
hætt að borga mönnum fæði og
ferðapeninga.
Margir þeirra manna, sem hér
um ræðir, eru búsettir i Eyjum og
fá þar af leiðandi greidda staðar-
uppbót, og þeir, sem ekki eru
búsettir þar, hafa sjálfir farið til
Eyja i vinnuleit.
Þeir sem ekki njóta staðar-
uppbótar, en af 40 iðnaðarmönn-
um eru fimmtán ekki búsettir I
Eyjum, hafa átt erfitt með að
sætta sig við hina nýju skipan
mála, en þeir sem búsettir eru i
Eyjum tóku félagslega afstöðu
með hinum.
Viðlagasjóður taldi hins vegar
ekki rétt að kvika frá ákvörðun-
um sinum i þessum efnum, enda
telur hann þær sterkum rökum
studdar, eins og greint er hér að
framan. Sjóðurinn telur eðlileg-
ast að iðnaðarmenn komi undir
sig fótum sem sjálfstæöir at-
vinnurekendur, og það er hald
sjóðsstjórnar, að iðnaðarmenn
séu henni sammála i þessu efni.
I gærmorgun kom enginn
þeirra iðnaðarmanna, sem hlut
eiga að máli, til vinnu, og vitað er,
að einhverjir þeirra hafa þegar
hafið sjálfstæðan atvinnurekstur
og það er von sjóðsins, að sá verði
gangur mála.
Kaupgjaldsmálin í eðli-
legt horf
Sjóðsstjórnin telur almennan
skilning rikja á þvi, hverja nauð-
syn beri til að koma kaup-
gjaldsmálum i Eyjum i eðlilegt
horf og að menn hafi tekið vel
þeirri aðferð, sem valin hefur
verið til þess að brúa bilið þ.e.
staðaruppbótinni.
Sjóðurinn vill hins vegar leggja
áherzlu á, að með þessu er hann
ekki að reyna að hafa áhrif á
samskipti. launþega og atvinnu-
rekenda að öðru leyti.
■ Þá vill sjóðurinn taka fram, að
þótt viðgerðum á húsum fylgi að
sjálfsögðu mikil vinna, er hún þó
ekki eins mikil og ætla mætti i
fljótu bragði, og' margt er þess
eölis, að það er á færi hvers
manns að heita má, svo sem að
setja i rúður og gera við þök.
Það kann þó að valda erfiðleik-
um, hversu erfitt hefur reynzt að
fá pipulagningamenn til að starfa
I Eyjum. Þetta mun sjóðurinn
reyna að leysa á ýmsan hátt, t.d.
með þvi að kaupa rafmagnsofna,
sem menn gætu fengið til upphit-
unar.
Forráðamönnum Viðlagasjóðs
er ljóst, að margs konar erfiðleik-
ar eru samfara búsetu i Eyjum,
en telur þó ekki rétt að þjóðfélag-
ið I heild beri áfram alla ábyrgð.
Helmingur húsa metinn
Búið er að meta um helming
húsanna i Eyjum. Mat hófst i
sept., og metin eru um 200 hús á
mánuði, þannig að ætla má að
mati ljúki ekki fyrr en um eða eft-
ir áramót.
Eigin viðgerðir húseigenda
verða hins vegar teknar inn i
matið, þegar þar að kemur, og
veitt verða lán fyrirfram til við-
gerða.
Unnið er af fullum krafti I fisk-
iðjuverunum. Búið er að meta
þau, og bætur eru borgaðar
jafnóðum og viðgerðir fara fram.
Vegna þeirrar bótaskyldu, sem
á Viðlagasjóði hvilir, taldi sjóður-
inn það skyldu sina að reyna að
takmarka tjónið, og þéss vegna
var ráðizt i viðgerðir.
— HHJ.
NÝTT BARNAHEIMIU FYRIR
VESTMANNAEYJABÖRN
Rauði kross íslands
hefur boðið Reykjavik-
urborg að byggja barna-
heimili fyrir Vest-
mannaeyjabörn, sem
borgin á siðan að endur-
greiða á næstu tveim ár-
um. Einnig ætlar
Hjálparsjóður kirkjunn-
ar að setja á stofn
leikskóla i Vestmanna-
eyjum næsta vor.
A sinum tima bauð Rauði kross
tslands bæjarstjórn Vestmanna-
eyja að byggja fyrir Vestmanna-
eyjabörn barnaheimili, til að
bæta aðstöðu þeirra. Atti það að
vera fyrir söfnunarfé sem barst
til R.K.
Nú hefur Rauöi krossinn komið
þessu boði á framfæri við borgar-
stjórn. Aætlaö er aö þetta nýja
barnaheimili, sem á að staðsetja i
Breiðholti, verði rekið af borginni
og á hún að endurgreiða
kostnaðarverð barnaheimilisins
næstu tvö árin. A það fé siðan að
renna aftur i Vestmannaeyjasjóð
R.K. sem siðan ver þessum
peningum til uppbyggingar Vest-
mannaeyja. Verður þessi tillaga
lögð fyrir borgarráð núna næstu
daga.
Verður húsið keypt tilbúið frá
Noregi eða Sviþj. Eggert Asg.s.
hefur skoðað slik barnaheimili i
Sviþjóð og Noregi. — Húsin voru
nokkuð dýrari en við bjuggumst
viö, sagði Eggert, en gæðin eru
mikil og eru þetta engin bráða-
birgðahús. — Geta svona hús
breytt afstöðunni mikið til slikra-
bygginga, þar sem þessi hús
stytta byggingartimann mikið.
Hafa þessi hús verið reynd viða
annars staðar og alls staðar
reynzt vel. Eru i þeim mörg her-
bergi þannig að barnið á að geta
verið út af fyrir sig ef vill.
Redda barnen I Sviþjóð hefur
gefið Vestmannaeyingum eitt
slikt barnaheimili og er þaö á leið
til landsins. Á það að vera staö-
sett i Keflavík. Mun Keflavikur-
bær sjá um reksturinn á þvi og
endurgreiða Vestmannaeyjabæ
andvirði þess á næstu árum.
Hjálparstofnun kirkjunnar
hefur pantað leikskóla, svipaðan
þeim sem verður i Keflavik.
Verður hann reistur i Vest-
mannaeyjum næsta vor.
Náið samstarf er með öllum
þessum stofnunum. Einnig ætlar
Rauði krossinn að veita styrk til
Vestmannaeyings. A hann að
kynna sér rekstur heimila og
væntanlega að veita sliku heimili
forstöðu.
kris.
Helgi Bergs formaftur stjórnar Viftlagasjófts og Hallgrfmur Sigurftsson framkvæmdastjori sjóftsins á
hlaftamannafundinum. Tfmamynd Róbert.