Tíminn - 11.10.1973, Side 17

Tíminn - 11.10.1973, Side 17
Fimmtudagur 11. október 1973. TÍMINN 17 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasími 19523. Askriftagjald 560 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f t -------------------------—------------;__Lf Bílar og börn Mjög er nú rætt um að auka þurfi svonefnda umhverfisvernd i borgum og bæjum til að gera lif fólks þar viðfelldnara og mannlegra. 1 þeim efnum kemur ekki sizt til greina að koma um- ferðinni i þann farveg, að hún valdi sem minnstri röskun, en það stafar öðru fremur frá hinum vaxandi bifreiðafjölda, að borgirnar eru orðnar miklu óhollari og óhugnanlegri sem mannleg heimkynni en áður. Eitrun andrúms- loftsins, hávaðinn og hætturnar, sem fylgja viða umferðinni, eru i vaxandi mæli að breyta mörgum stórborgum i fátækrahverfi, þvi að þeir, sem hafa efni á, leita sér búsetu utan helztu stórborgarsvæðanna. Reykjavik er enn ekki orðin slik borg, að bif- reiðaumferðin sé farin að valda hér sams konar vandkvæðum og i stórborgunum erlendis. En með stækkun borgarinnar og auk- inni bilaumferð stefnir óðum i það horf. Hér er nauðsynlegt að gera ráðstafanir i tæka tið. Meðan bilar voru fáir i Reykjavik og umferð litil, var minna hirt um, þótt þeir fengju viss forréttindi á kostnað gangandi fólks, og þá ekki sizt barna, sem minnst vara sig á umferðar- hættunni. Þótt nokkuð hafi verið gert til að bæta úr þessu siðan umferðin jókst, skortir mikið á, að nægilegt tillit sé tekið til barnanna. Þetta sést ekki sizt i sambandi við fjölmenna skóla. Litið dæmi um þetta er að finna i Vestur- bænum. Einimelurinn var úrskurðaður falleg- asta gata borgarinnar á siðastl. sumri og er þvi ánægjulegt mannlegt umhverfi að þvi leyti. En þess er ekki gætt af borgaryfirvöldum, að um þessa götu fer hópur barna úr fjölbýlishúsum, sem eru þar i nánd, og út á eina mestu um- ferðargötu borgarinnar, Hofsvallagötu, á leið sinni i Melaskólann. Einmitt á þessum stað eru vegamót og aka oft bilar á miklum hraða úr ýmsum áttum út á aðalgötuna, enda eru oft árekstrar á þessu svæði. Það er ófögur sjón að sjá börn iðulega vera að hlaupa undan bilum, sem koma úr óvæntri átt, en oft er á þessum vegamótum ekið á mjög miklum hraða.enda bein aðalbraut framundan. Þetta er aðeins nefnt sem litið dæmi þess, að enn hugsa borgaryfirvöldin oft meira um bil- ana en börnin, þótt talsvert hafi verið gert til bóta i þessum efnum hin siðari ár. Það er eitt höfuðverkefni hinnar nýju um- hverfisverndarstefnu að gera borgirnar að eins góðu umhverfi fyrir börn og kostur er. Það þarf að vera eitt megintakmark reykviskra borgaryfirvalda, að Reykjavik verði sem bezt umhverfi fyrir börnin, sem alast þar upp, og það á meðal annars að setja mót sitt á umferð- arreglurnar. Hannesi þakkað Á landhelgisfundinum, sem haldinn var á Hótel Sögu á sunnudaginnjéðst Heimdellingur á Hannes Jónsson blaðafulltrúa. Pétur Guð- jónsson stóð þá upp og hvatti fundinn til þess að hylla Hannes sérstaklega með lófataki fyrir hið frábæra starf, sem hann hefði unnið að land- helgismálinu. Varð fundurinn fúslega við þess- um tilmælum og hyllti Hannes með miklu lófataki. Það þakklæti var vissulega verðskuldað. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Wilson treystir á vinstri stefnu Vitnar í Abraham Lincoln sér til stuðnings Michacl Fo'ot BREZKI Verkamanna- flokkurinn hélt i siöustu viku sögulegasta landsfund sinn siöan siðari heimsstyrjöldinni lauk. Flokkurinn sameinaðist þar um róttækari og ein- beittari stefnu en hann hefur fylgt á undanförnum tveimur áratugum. Flokksþingið markaði skýra vinstri stefnu, sem er mjög i anda vinstri arms flokksins. Þó fór fjarri, aö vinstri armurinn, sem vafalitið hefur verið i meiri- hluta á landsfundinum, léti kenna afismunar. Þvert á móti áttu tveir aðalforingjar vinstra armsins, Michael Foot og Jack Jones, meginþátt i þvi að jafna ýmis ágreiningsefni og draga úr helztu kröfum rót- tækustu vinstri mannanna. Sama gilti einnig um Anthony Wedgwood Benn, sem styrkti mjög aöstöðu sina á fundinum. Þrátt fyrir þessa tilslökun þeirra þremenninganna og fylgismanna þeirra hefur flokkurinn miklu skýrari vinstri svip eftir fundinn en áður. Hann er lika ótvirætt samstæðari en áöur eða a.m.k. forustuliö hans. Hitt er svo eftir að sjá, hvort þetta nægir honum til kjörfylgis eða hvort hann verður ekki meira dæmdur eftir verkunum, þegar hann fór með stjórn, en af loforðunum nú. FYRIR fundinn þótti liklegt, að komið gæti til alvarlegs ágreinings um þjóðnýtingar- málin. Vinstri armurinn i flokksstjórninni hafði fengið samþykkt, að tekið yrði inn i stefnuskrá flokksins, að þjóð- nýtt yrðu á næsta kjörtimabili 25 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins, ef flokkurinn fengi meirihluta i næstu þing- kosningum. Wilson taldi þetta óhyggilegt og reis á móti þvi. Um það leyti, sem lands- fundurinn hófst náðist samkomulag um það fyrir milligöngu þeirra Jones og Foots, aö ekki skyldi lögð áherzía á þetta atriöi, heldur yrði lýst yfir þvi, að flokkurinn stefndi að þjóðnýtingu ákveðinna atvinnugreina, án þess að lofa þvi aö þeirri þjóö- nýtingu yröi allri lokið á næsta kjörtimabili, ef flokkurinn fengi völdin. Þessar atvinnu- greinar eru hvers konar námurekstur á landi eða hafs- botni, flugvélaiðnaður, skipa- smiðaiðnaöurinn, vélaverk- smiðjur og skyldar atvinnu- greinar, lyfjagerð, flutningar á vegum o.fl. Talið er, aö þegar þessu marki hefur verið náð, verði 4/5 hlutar atvinnu- veganna þjóðnýttir, en nú er 1/5 hluti þeirra þjóðnýttur. Þá lofaði flokkurinn því að þjóð- nýta allar væntanlegar byggingalóðir. Til viðbótar þessari þjóö- nýtingu, lofaði flokkurinn margvislegum félagslegum framkvæmdum. Hann lofaði auknum ibúðabyggingum á vegum hins opinbera, ráð- stöfun gegn húsaleiguokri, auknum tryggingum, aukinni tekju- og eignajöfnun, sem m.a. yrði gerð með hækkun skatta á hátekjum og stór- eignum, auknum réttindum kvenna o.s.frv. Þótt þessi stefna flokksins sé róttæk á brezka visu, er hún hvergi nærri eins róttæk, þegar miðaö er við það, sem hefur verið gert annars staöar i Vestu-Evrópu. I Frakklandi og á ttaliu er t.d. búiö að þjóð- nýta ýmsar atvinnugreinar, sem Verkamannaflokkurinn lofar nú að þjóðnýta. Þá lofar flokkurinn t.d. að auka trygg- ingar á þann hátt, að einstakl- ingar fái 10 sterlingspund i eftirlaun á viku I stað 7.75 nú og að hjón fái 16 sterlingspund i stað 12.50 nú. 1 Danmörku og Hollandi eru hliðstæð eftir- laun hjóna nú um 25 sterlings- pund. ÝMSIR kunnugir telja, að það verði ekki þessi mál, sem flokkurinn muni setja mest á oddinn i næstu kosningum, og a.m.k. ekki þjóönýtinguna. I næstu kosningum muni flokkurinn einkum tefla fram tveimur málum eöa Efna- hagsbandalagsmálinu og dýrtiöarmálinu. Aðildin að Efnahagsbandalaginu virðist eiga minnkandi vinsældum að fagna, en meirihluti flokksins beitti sér gegn henni. Lands- fundurinn endurtók þvi fyrri yfirlýsingu, aö láta fara fram kosningar eða þjóðaratkvæða- greiðslu um aðildina og þannig fengi þjóðin sjálf aö ráða þessu örlagarika máli endanlega til lykta. Þetta sjónarmið virðist eiga vaxandi fylgi i Bretlandi. Minnstu munaði, að lands- fundurinn samþykkti að lýsa flokkinn alveg andvigan aöild, en það heföi getað valdið veru- legri deilu i flokknum. Michael Foot afstýröi þvi meö snjallri ræðu, þar sem hann talaði þó af innblæstri gegn aðildinni. Hann lagði jafn- framtáherzlu á, að þessu stór- máli ætti þjóðin sjálf að ráöa til lykta. Miklar likur eru til, að þetta mál, ásamt dýrtlðarmálinu, geti sett meginsvip á næstu kosningar og skapað Verka- mannaflokknum góða vig- stööu. Dýrtiðarmálið á nú stærstan þátt i óvinsældum rikisstjórnar íhaldsflokksins. ÞAÐ gerðist á þessum landsfundi i fyrsta sinn um langt skeið, að Wilson og fleiri forustumenn veittust harka- lega að Frjálslynda flokknum. Wilson lýsti yfir þvi, að sam- bræöslustjórn Verkamanna- flokksins og Frjálslynda flokksins væri útilokuð, ef Frjálslyndir fengju úrslita- vald á þingi. Fylgisaukning Frjálslyndaflokksins yrði þvi öll til hagsbóta fyrir Ihalds- flokkinn. Aður hefur Heath hins vegar haldið þvi fram, að fylgisaukning Frjálslynda flokksins yrði öll til hagsbóta fyrir Verkamannaflokkinn. Bersýnilegt er, að báðir aðal- flokkarnir óttast nú Frjáls-' lynda flokkinn, en treysta á að fylgi hans minnki aftur, þegar nær dregur aðalkosningunum. Forustumenn hægri arms Verkamannaflokksins undir forustu Roy Jenkins létu litið á sér bera, en fylgdust með straumnum. Þó sagði Jenkins, að þjóönýting leysti ekki vandamál efnahagslifsins, þvi að þau væru annars eðlis og óheppilegt gæti reynzt aö lofa meiru en staðiö yrði við. Wilson svaraði þessu siðar I sjónvarpsviðtali á þann veg, að hann þekkti þaö af eigin reynslu, að gott væri að hafa i aftursætinu gætna tengda- mömmu, sem varaði við of hröðum akstri! WILSON lauk aöairæöu sinni á fundinum með þvi að vitna til eftirfarandi ummæla Abrahams Lincolns: 1 upphafi heimsbyggöarinnar sagöi Guð almáttugur við fyrsta manninn: 1 sveita andlitis þins skaltu neyta brauðs þins. Allar götur siöan hafa menn ekki notið neinna gæða annarra en birtu og lofts, án vinnu. Þar sem öll gæði rekja þannig rætur til vinnunnar, er það eðlileg afleiðing, að þau heyri til þeim, sem hafa aflað þeirra með vinnu sinni. Þrátt fyrir það hefur það viðgengist á öllum timum, að sumir hafa unnið, en aðrir hafa notið mestra ávaxtanna án nokk- urrar vinnu. Þetta er rangt og verður að breytast. Það er göfugasta markmið góðrar stjórnar að tryggja sér- hverjum vinnandi manni eins stóran hluta eða næstum eins stóran hlut og honum réttilega ber af arði vinnu sinnar. Þetta er, sagði Wilson að lokum, boðskapur þessa fundar og þessa flokks til brezku þjóðarinnar og mann- kynsins alls. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.