Tíminn - 11.10.1973, Qupperneq 26
TÍMINN
26
Fimmtudagur 11. október 1973.
I ALÞJOÐAKEPPNI EFTIR 2 AR
VÍKINGS-LIÐIÐ FRAMBÆRILEGT
— segir Sigurður Jónsson, formaður Handknattieiksdeildar
Víkings. Telur, handknattleiksmenn eyði allt að 22
— Það getur allt eins orðið,
en það er samt ekki endilega
markmiðið að verða tslands-
meistari á þessu keppnistíma-
bili. Okkur skortir ekki mann-
skap, við eigum úrval góöra
leikmanna, bæði eldri og
yngri, og auk þess hefur bætzt
frábær markvörður i hópinn.
Að minu mati tekur það meira
en eitt ár að stilla þessa
strengi svo vel, að topp-
árangur náist. En að tveimur
árum liðnum, svo fremi að
ekkert óvænt komi fyrir, á
þetta Vikings-lið ekki einugis
aö vera á toppinum i islenzk-
um handknattleik heldur einn-
ig mjög frambærilegt i al-
þjóðakeppni.
— Nú hefur ýmsum þótt
ganga illa hjá ykkur i byrjun,
Sigurður. Hvað hefur þú að
segja um það?
— Já, þetta hefur ekki geng-
ið nógu vel i Reykjavikurmót-
inu, en fyrir þvi eru ýmsar
ástæður, og þá kannski fyrst
og fremst sú, að liðið hefur
ekki náð að æfa saman nema i
örfá skipti. tþróttahúsið i
Réttarholtsskóla var lokað um
hálfsmánaðartima vegna við-
gerða, og einnig hafa lands-
liðsæfingar skemmt fyrir okk-
ur.
Jón Sigurðsson, einn af hinum efniiegu leikmönnum Vikings.
vinnuvikum til handknattleiksiðkana
Islandsmótið i
handknattleik hefst
innan fárra vikna.
Getgátur eru um það,
hvaða lið muni bera
sigur úr býtum, og
sýnist sitt hverjum,
eins og gengur.
Merkileg þáttaskil
urðu i siðasta íslands-
móti, þegar áratugs
einveldi FH og Fram
var brotið á bak aftur
með sigri Vals. Nú er
spurt, var það aðeins
lognið á undan
storminum? Er við
þvi að búast, að fleiri
feti i fótspor Vals. Og
þá er það helzt Vik-
ingur, sem er undir
smásjá.
Flestir, sem fylgjast með Is-
lenzkum handknattleik, eru
sammála um, að Vlkingur hafi
öll skilyrði til að ná topp-
árangri, m.ö.o. að hljóta Is-
landsmeistaratitil. Hvort
tveggja er, að Vikingur hefur
glæsilegan efnivið og við þjálf-
un liðsins hefur tekið reynd-
asti og bezti þjálfari islenzks
handknattleiks, Karl Bene-
diktsson. í þriðja lagi mætti
svo nefna það, sem er kannski
ekki þýðingarminnst, aö for-
maöur Handknattleiksdeildar
Vikings er Sigurður Jónsson,
fyrrum landsliðseinvaldur,
sem er hugmyndarikur og
djarfur framkvæmdamaður.
iþróttasiðan spurði Sigurð
að þvi, hvort hann byggist við
þvi, að Víkingur yrði islands-
meistari 1973-74.
Jón Hjaltalfn Magnússon, reyndasti leikmaður Vikings.
— Nú ert þú i þeirri aðstöðu
að koma féiagsliði áfram i
stað landsliðs. Frá hvaða
sjónarhóli líturðu á samskipti,
eða öllu heldur samvinnu,
félagsliða og landsliðs nú?
— Ég hef alla tið verið þeirr-
ar skoðunar, að góð samvinna
geti rikt milli félaganna og
landsliðsins af þeirri einföldu
ástæöu, að báðir aðilar eiga að
geta hagnazt á henni, ef rétt er
á spilunum haldið. Spurningin
er sú að finna heppilegar leiðir
til aö geta gert þeim leik-
mönnum, sem valdir eru til
landsliðsæfinga, kleift að æfa
einnig hjá félaginu. Æfingaað-
ferðir breytast i sifellu. Ég
hygg, að skynsamlegast muni
vera, að landsliðið noti sumar-
timann sem bezt til æfinga og
þátttöku i alþjóðlegum mót-
um, sem viða fara fram I
formi æfingamóta. Meö þessu
móti þurfa leikmennirnir ekki
svo mikla æfingu af hálfu
landsliðs yfir vetrarmánuð-
ina, þegar félögin þurfa mest
á þeim aö halda. Eins mætti
hugsa sér það, að ef einstaka
landsliðsmenn þyrftu sér-
æfingu að mati landsliðsþjálf-
ara, þá tækist samvinna milli
hans og félagsþjálfarans um
það, að tiltekin atriði yrðu æfð
sérstaklega hjá félaginu. A
þetta atriði vil ég leggja sér-
staka áherzlu, þvi að ég tel, aö
með betra skipulagi á
Sigurður Jónsson.
þjálfunarmálum megi ná
miklu betri árangri, án þess
að leikmenn séu keyrðir út
með allt of mörgum æfingum
hjá tveimur aðilum.
— Nú er það ljóst, Sigurður,
að leikmenn, sem eru i lands-
liði, auk þess, sem þeir taka
þátt í keppni með eigin félags-
liðum, eyða miklum tima i
æfingar og keppni. Er verið að
ofbjóða þeim með núverandi
fyrirkomulagi?
— Miðað við, að hér er um
áhugamenn að ræða, segi ég
hiklaust já, og það er einmitt
þess vegna, sem ég vil hvetja
til skipulegri vinnubragða. Ég
vil i þessu sambandi geta
þess, að ég hef reiknað það út,
að leikmaður, sem er i lands-
liði og keppir fyrir félag sitt,
eyöir ekki færri en 22 vinnu-
vikum á ári I handknattleik.
Er þá allt meðtalið að sjálf-
sögðu, æfingatimar, keppni I
mótum innanlands, svo og
keppnisferðir erlendis, og sá
timi, sem fer i ferðalög og
undirbúning undir keppni.
— Þetta er ekki svo lltill
timi. Er ekki fyllsta ástæða til
að greiða ieikmönnum vinnu-
tap?
— Það stendur fyrir dyrum
hjá HSl að greiða landsliðs-
mönnum vinnutap nokkuð rif-
legar en áður, þó að sú upphæð
sé engan vegin nægjanleg. En
varöandi Viking vil ég geta
þess, að við höfum tekið upp
þá stefnu að greiða öllum okk-
ar leikmönnum, sem þátt taka
I landsleikjum, hvort sem það
eru landsleikir meö a-landsliði
eða unglingalandsliöi, 5 þús.
króna ferðastyrk, ef keppt er
erlendis.
— En nú hlýtur að vera erfitt
fyrir fjárvana félög að inna
slikar greiðslur af hendi?
— Já, þvi er ekki að neita, en
félögin verða að sýna áræðni
og kjark i fjármálum. Min
skoöun er sú, að þau eigi að
reka eins og fyrirtæki. Þau
þurfa að gera áætlun til eins
eða fleiri ára i senn, og mega
ekki einvörðungu treysta á
framlög opinberra aðila. Helzt
þyrftu félögin að eiga eignir,
sem skiluðu það miklum arði,
að hann stæði undir rekstri
þeirra.
— Svo við vikjum að hand-
knattleiksliði Vlkings aftur,
Sigurður, er ykkar vandi
kannski aðaiiega fólginn i þvi,
að þiö eruð með of marga góða
leikmenn, sem allir ætia að
framkvæma meira en eitt lið
þolir?
— Það er nokkuö til i þessu.
Þegar ég tala um, að þetta lið
verði fullmótað á tveimur ár-
um er það vegna þess, að við
þurfum að innleiða leikaðferð-
ir, sem tekur lengri tima en
svo að ná tökum á, að það ger-
ist á einu ári. Leikaðferðirnar
gera það að verkum, að hver
leikmaður hefur sinu hlut-
verki að gegna, og það kemur I
veg fyrir að leikmenn hafi al-
gerlega fritt spil, þó að ég sé
nú ekki það róttækur i skoðun,
að ég viðurkenni ekki, að ein-
staklingsframtakiö geti stund-
um reynzt býsna vel.
— Viltu að lokum, Sigurður,
spá um úrslit islandsmótsins?
— Nei, ég held ég láti það
ógert. En þó að ég búist ekki
viö Vikingssigri á þessu
keppnistimabili, er það trú
min, aö liðið verði það sterkt,
að ekkert annað lið geti gengið
til leiks við okkur öruggt um
sigur fyrirfram.
— alf.