Tíminn - 11.10.1973, Blaðsíða 31

Tíminn - 11.10.1973, Blaðsíða 31
Fimmtudagur 11. október 1973. TÍMINN 31 Föstudagur 5. júni. Sigga systir hélt heilmikla veizlu i gær, af þvi að prófin voru búin i skólanum hjá henni. Mamma og pabbi fóru i bíó, og við Pési hjálpuðum til i veizlunni. Við fengum lika að stjórna plötuspilaranum. Það var ógurlega gam- an, og við fengum að vera á fótum fram eftir öllu. Þess vegna er ég lika þreytt og syfjuð i dag. Sunnudagur 9. ágúst. Við Pési fengum að fara i dýragarðinn i dag. Við vorum lengi við apabúrið. Mér fannst einn litli apinn svo ósköp sorgmæddur á svipinn. Og mig langaði mest til að reyna að hleypa honum út úr búrinu. Heldurðu, að hann hefði ekki orðið glaður? Laugardagur 4. júli. í dag var ógurlega heitt. Ég og Pési hoppuðum um á stuttbuxum, og mamma leyfði okkur að sprauta hvort á annað með garðslöngunni til að kæla okkur. Það komu lika margir aðrir krakkar til að leika við okkur og fá sér bað. Svo kom mamma út með iskalda saft handa okkur öllum. Hún er ábyggilega bezta mamman i öllum heiminum. Mánudagur 8. september. Nú er ég byrjuð i skólanum. Við erum tuttugu og átta krakkar i bekknum, og kennslukonan okk- ar heitir Pálina. Hún er alltaf kát og góð. Ég er búin að læra að skrifa A, og nú er ég að æfa mig að skrifa B. Bráðum hlýt ég að geta skrifað i þig hjálparlaust, dagbók i. Þriðjudagur 2. október. Einu sinni i viku fer allur bekkurinn minn i sundlaugina til að læra að synda. Ég get synt fimmtiu metra með engan kút. Pési getur alveg synt hundrað metra, en það get ég nú eflaust lika, þegar ég er orðin átta ára. Heldurðu það ekki lika? Stundum skvettum við heilmikið hvert á annað. Það er nú gaman. En það er alls ekki gaman að fá vatn i munninn, þvi að það er svo mikið klórbragð af þvi. Miðvikudagur 10. nóvember. Ég fer oft i bókasafnið með tJllu. Hún er frá Perú. Það er land i Suður-Ameriku. Þegar úlla var litil, átti hún tiu systkin, en mamma hennar gat alls ekki gefið þeim öllum að borða. Þess vegna var úlla sett á barnaheimili. Nú er Úlla búin að eignast nýjan pabba og nýja mömmu. Þau fundu hana á barnaheimilinu og urðu svo hrifin af henni, að þau tóku hana með sér heim til sin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.