Tíminn - 11.10.1973, Síða 35

Tíminn - 11.10.1973, Síða 35
Vií. * -> i d„i i ; » i i ( r , * Fimmtudagur 11. október 19V3. TÍMINN 35 o Safnið í Görðum Steinsvör. En þótt ég styðjist að miklu leyti við vörina, eins og hún eitt sinn var, þá hefur þó eitt og annað komið inn i myndina siðan, byggingar og annað. Ég hafði þó nógu mikið áf henni til þess að geta byggt upp þetta likan. Ég reyndi að koma fyrir á lik- aninu flestu þvi, sem var i einni verstöð, jafnframt þvi að sýna athafnir manna við þær aðstæður, sem þeir áttu við að búa á þeim tima, sem likaninu er ætlað að leiða hugann að. Byggingarnar i verstöðinni eru: Fjórar verbúðir, gerðar eftir gömlum lýsingum á verbúðum, svo og hjallur. Enn fremur grjótbyrgi til þess að herða i fisk, þar er hlaðið i topp. Þá eru opin byrgi, þar sem fiskur var saltaður. Þá er sundvarða — leiðarmerki, önnur' af tveimur, sem jafnan voru. Sýndur er þorskhausahlaði á garðbroti, burður á handbörum, það er að segja fiskbörum, lifrar- eða slor- skrina, brókakvislar, upp á þær var sjóbrókum smeygt til þerris, þá er aðgerð á veiðarfærum og fleira. Við hugsum okkur að við séum stödd i verstöðinni árla morguns. Það er verið að fara i róður, eitt skipanna er fyrst af stað og tekur slaginn i hægum kalda frá landi. Annað skip er og komið af stað og skipverjarnir róa út úr vörinni, formaðurinn undir stýri. Það er búiö að setja þriðja skipið fram, formaður er kominn fram i, i sitt rúm, hásetar bera farviðinn á skip. Setning fjórða skipsins er að hefjast. Áhöfnin raðar sér á skip, hver maður við sitt rúm, formaður er að signa yfir skutinn eins og venja var og segja um leið: „Nú setjum við fram i Jesú .nafni”. Farviður skipsins er reistur upp við búðina. 1 einni búðinni virðast menn fara sér hægar en i hinum. Má þó vera að þeir rói eins og hinir. Tveir búðarmanna standa fyrir utan búðina og ræða saman, bát- urinn stendur skoraður i fjörunni fyrir neðan, — fjögurra manna far. Hin skipin eru sex- og áttær- ingar. 011 eru skipin með sunn- lenzku lagi og seglabúnaðurinn eins og hann tfðkaðist löngum á skipum við Faxaflóa. Sú ösk fylgir þessu likani, að hinir yngri i landinu megi, með þvi að athugaþá mynder likanið bregður upp, fá nokkra fræðslu um muninn á þvi sem var og þvi sem er. Likanið er mótað i september 1963 og gefið safninu. Minjagripur frá stór- slysi — Það hafa auðvitað oft orðið sjóslys hér við Akranes, eins og annars staðar þar sem róðrar eru stundaðir? — Já, þvi miður urðu þau bæði mörg og stór á liðnum árum og öldum. Þetta koffort, sem við höfum hér fyrir framan okkur, minnir okkur á eitt þessara hörmulegu slysa. Það slys var meira að segja óvenjulega átak- anlegt. Það var sextánda september 1905. Opið skip , sem var á leið frá Reykjavik til Akraness, lenti i dimmu éli á Flösinni hér fyrir utan, fórst þar. Þeir sem á skipinu voru, alls ellefu manns,. drukknuðu allir. Þar af voru tvær ungar stúlkur. Flestir, sem á skipinu voru, voru sjómenn að koma heim eftir langa útivist á skútum, sem gerðar voru út frá Reykjavik. Þeirra á meðal voru fjórir bræður frá Kringlu á Akranesi, Helgasynir. Nöfn þeirra og aldur voru sem hér segir: Jón, 28 ára, Helgi 26 ára, Gunnar 22 ára og Olafur 19 ára. Systir þeirra, Valgerður, var 21 árs, hafði verið i kaupavinnu i Gufunesi um sumarið, en tók sér nú far með skipinu heim i fylgd með bræðr- um sinum. Það varð hlutskipti þessara systkina að ljúka ævinni i blóma aldurs sins við strönd æskubyggðar sinnar. Eitt af þvi fáa, af farangri skipsins, sem fannst óskemmt, var þetta koffort. Það rak með mmhaldi sinu nærri óskemmdu. Meðal þess var sumarkaup tveggja bræðranna, þeirra Gunn- ars og Ölafs. Foreldrar systkin- anna gáfu Jóhönnu Isleifsdóttur frá Katanesi koffortið að Gunnari látnum, en hún var heitbundin honum, þegar slysið varð. Siðan átti Jóhanna koffortið, unz hún gaf það byggðasafninu, 4. október 1959. Hún er nú látin. Koffortið er eins og það var, þegar sjórinn skilaði þvi á land , 16. september 1905, utan að settur hefur verið listi innan i það og það málað. Aður var það gult á lit. Koffortið var sprengt upp, þegar það rak, og það ber þess enn menjar. Með skipinu drukknuðu einnig þrir bræður frá Innsta-Vogi, Björnssynir, allir um- og undir tvitugu. Enn fremur Aldis Kristjánsdóttir frá Kirkjuvöllum á Akranesi, mikil vinstúlka Valgerðar. Höfðu þær verið sam- an i Gufunesi um sumarið. Hver vill vita tóbaks- pontuna sina i London — eftir sinn dag: — Á eftir þessari miklu sorgarsögu væri gott að breyta um efni. Áttu ekki eitthvað hér i safninu, sem tengt er gamansömum minningum? — Jú, ekki neita ég þvi, — og þó fer það nokkuð eftir þvi, hvað mönnum þykir skemmtilegt. Það sem einum þykir kimilegt, lætur annan með öllu ósnortinn. Hér er saman komið drjúgt safn af tóbaksbaukum, og yfir þeim stendur skráð: ,,Þeim varð ekki rótt i útlegðinni.” Arið 1958 var Sturlaugur Böövarsson, framkvæmdastjóri á Akranesi á ferð i London og kom þá til frænku sinnar, þar i borg, lafði Elton. Hún fer þá að færa það i tal við hann, að kunningja- kona hennar þar I borginni, ekkja fyrirmanns, ætti safn af tóbaks- baukum, sem komnir væru frá Islandi, og vildi hún gjarna að þeir færu til Islands aftur. Svo var mál með vexti, að fyrir- og um seinustu aldamót hafði þessi látni herramaður ver- ið við laxveiðar á tslandi og feng- iðáhuga á þvi að safna islenzkum tóbaksbaukum. Honum hafði orð- ið vel ágengt, og átti hann stórt safn, er hann lézt. Eftir dauða mannsins haföi kona hans látið baukana fala, og hafði mjög reytzt úr safninu, er Sturlaug bar þar að garði. Fór frúin fram á, að Sturlaugur keypti af sér, það sem eftir væri og flytti það með sér heim til fyrri átthaga. Lét hún i það skina, að ekki væri kyrrt i kringum baukana, en Sturlaugur lét til leiðast að kaupa þá, með- fram til þess að létta af frúnni og húsinu óþægindum þeim er af baukunum stöfuðu. Sturlaugur keypti þarna tiu bauka og tvennar tóbaksdósir, allt saman á háu verði. Siðan gaf hann safninu þetta i septembermánuði 1963. Eins og sjá má, eru baukarnir allir af betra taginu og flestir úr völdu efni og vel búnir. — Er nokkur leið að vita um fyrri eigendur baukanna? — Nei, en vafalust má teja, að margir þeirra hafi verið i eigu fyrirmanna islenzkra. Tveir baukanna erumerktir, svo og dós- irnar hvorar tveggja, þó aðeins fangamarki og ártölum. Annar baukurinn ber fyllra auðkenni á stétt: H. J. Bachmann. Þess má og geta, að hinn brezki herramaður mun aðallega hafa verið við laxveiðar hér i Borgar- firöi og hefur þvi fengið baukana hér um slóðir, flesta ef ekki alla. Það má þvi segja, að þeir séu nú komnir i sina heimahaga. — Ætli að það hafi verið veruleg brögð að ókyrrleika i kringum baukana þarna I Lundúnum? — Já, það var vist hreinn og beinn draugagangúr. Eftir þvi sem frúin sagði, var henni ekki rótt ihúsinu. Hlutir voru færðir úr stað, og sitthvað gerðist, sem henni þótti óviðkunnanlegt. Nú, það var kannski ekki við þvi að búast, að gamlir og góðir tóbaksmenn borgirzkir vildu vita ponturnar sinar vera að flækjast úti i London. — Var svo ekki allt rólegt i kringum þessa hluti, eftir að þeir voru hingað komnir? Verður Elliðaár- svæðið nú skipulaat? A fundi borgarstjórnar Reykja- vikur, lögðu fulitrúar Frara- sóknarmanna fram merkilega til- lögu um skipulag Elliðaársvæöis- ins. Guðmundur G. Þórarinsson hafði framsögu af hálfu flutnings- manna og sýndi fram á það með rökum, að mjög aðkallandi væri að setja skorður við framkvæmd- ir á þessu svæði og fela stofnun- um, einsog þróunarstofnun, náttúruverndarnefnd og skipu- lagsnefnd að vinna saman að heildartillögum, sem fælu I sér framtiðaráform höfuðborgarinn- ar varöandi þessa perlu I borgar landinu. Var tillögu þeirra vfsað til nefndra aðila. Það kom fram við umræður, að uppfyllingar við ósa Elliðaánna eru til komnar á mjög einkenni- legan hátt. Enginn embættismaður eða stofnun á vegum borgarinnar kannast við að hafa fyrirskipað, eða heimilað sorp og jarðvegs- flutninga, sem mynda svonefnd- an „Geirshólma” og renna Elliðaárnar þvi nú gegnum jarð- vegsbakka, sem sturtað hefur verið — að þvi er virðist — skipu- lagslaust af flutningabilum. Merkileg jarðlög hafa verið hulin um alla eilifð og fugla og dýralifi breytt. Nánar er sagt frá þessu á öðr- um stað i blaðinu i viðtali við Guðmund G. Þórarinsson. JG Miklar framkvæmdir á Vopnafirði SS-Vopnafirði. Framkvæmdir eru með mesta móti á Vopnafirði sem annars staðar á landinu. Langt er komin smiði nýs frysti- húss I eigu kaupfélagsins og er búizt við að það komist i gagnið á næsta ári. Verið er að reisa sex verka- mannabústaði og smiði þriggja þeirra má heita lokið. Auk þeirra er i smiðum nær tugur annarra ibúðarhúsa. Þá er mikið um úti- húsbyggingar i sveitinni. I haust lýkur lagningu oliu- malar á hálfs annars kilómetra götukafla og þeim framkvæmd- um verður haldið áfram á sumri komandi. Oliumalarlögnin er þáttur i þriggja ára áætlun Sam- bands sveitarfélaga á Austur- landi um gerð varanlegra gatna. Sláturtið stendur sem hæst og er áætlað„að slátra 15000-16000 fjár. Dilkar eru vænir. Togarinn Brettingur hefur aflað ágætlega, en afli bátanna hefur verið lélegur i sumar. Veðrátta hefur verið einmuna góð að undanförnu. Atvinna er gifurlega mikil og skortir raunar tilfinnanlega fólk til flestra starfa. -HHJ. — Eftir að þessir baukar voru komnir I safnið i Göðrum, spurði ég safnvörðinn, Magnús Jónsson, kennara, sem lengi var vörður i safninu, hvort nokkur breyting hefði orðið á andrúmsloftinu, eftir að baukarnir komu þangað. Hann svaraði þvi til, að sér hefði að visu alltaf þótt ágætt að vera i safninu og kunnað vel við sig, en eftir að baukarnir hefðu komið, hefði brugðið svo við, að nú’liði sér þar ennþá betur en nokkru sinni fyrr. Andrúmsloftið væri enn rórra og hlýlegra nú en áður, sagði hann. Á morgun verður dagur- inn i dag orðinn saga. — Þetta er meira en liklegt. En segðu mér nú eitt, séra Jón: Safnar þú nokkrum hlutum nema þeim, sem komnir eru til ára sinna? — Já, blessaður vertu. Ég held nú það. Eins og vitum báðir, þá er það sem gerðist i gær, er að gerast i dag eða mun gerast á morgun — þetta er allt orðin saga innan skamms. „Sjá, timinn, það er fugl, sem flýgur hratt,” kvað skáldið forðum. Ég er alltaf að safna. Þetta er orðið svo mikil árátta, að ég stoppa ekki fyrr en ég stingst niður i hana, þessa dimmu, sem okkar allra biður. — Þróunin er lika svo ör, að það er engu siður nauðsyn að safna þeim hlutum, er voru i notkun fyrir fáum árum, teir verða orðnir úreldtir eftir skamma stund, margir hverjir. Ég náði lika I fyrsta sementspok- ann sem pakkaður var hérna i sementsverksmiðjunni. Hann er mjög sögulegur gripur. Mér er annt um að ná i allt, sem snertir söguna — alltsem er saga, er mér kært. Sementsverksmiðjan lét smiða vandaðan skáp utan um pokann og hann er hér til sýnis i safninu, undir gleri. Og auðvitað erhann fullur af sementi, þetta er ekki aðeins poki með nafni v.erk- smiðjunnár, nei, ég held nú siður. — Nú hafa ekki allir jafnmikinn áhuga á söfnun. Finnst þér þetta fara eftir aldri fólks? — Mér til mikillar ánægju þykist ég hafa orðið þess var, að unga fólkið hafi engu minni áhuga á þessum hlutum en þeir sem eldri eru. Til þess er lika gott að vita, þvi að fátt er ungu kyn- slóöinni hollara en þekkja fortið þjóðarinnar. Bezta sögukennsla sem til er, er að lofa nemendum að sjá þá hluti, sem talað er um, og dreifa á þeim, Kennari getur lýst gömlu hlóðaeldhúsi vel og skilmerkilega og nemendur hans verið litlu nær, þegar kennslu stundin er úti. En þegar hann hef- ur farið með allan hópinn I gamalt hlóðaeldhús, sýnt þeim pott á hlóðum og allt annað, sem i sliku eldhúsi á að vera, þá fyrst er von til þess að nemendunum renni I merg og bein munurinn á llfsháttum ömmu og langömmu og nútimahúsmóðurinnar, sem ekki þarf annað að gera en að snúa takka og skrúfa frá krana, þá hefur hún vatn, ljós og heitt undir potti, hvenær sem hún vill. Það er dálitið annað en að þurfa að byrja á þvi að moka öskunni út úr hlóðunum, kveikja upp eld, sækja vatn út I læk, áður en hægt er að hita sér kaffisopa. Slíkur samanburður fortiðar og nútiðar held ég að sé drýgsta söguþekk- ing sem hægt er að öðlast. „Bezta hvildin er að.....” — Hvernig hefur nú verið, séra Jón, að stunda svona gifurlega umfangsmikið aukastarf með annasömu embætti? — Ef mönnum finnst þeir þurfa að slappa af, án þess þó að þeir séu dauðþreyttir likamlega, eiga þeir ekki að leggjast upp i sóffa. Það er þveröfug aðferð. Bezta hvildin er að skipt alveg urn verk, leiða hugann að einhvevju allt öðru og óskyldu þvi, sem dagsverkið er venjulega holgað. Þessi söfnun min hefur verið mér ómetanleg hvild og tilbreytingi annasömu embætti, þangað hef ég sótt þá endurnæringu, sem ég ekki hefði öðlazt nieð þvi að leggjast fyrir og sofa, þegar mér fannst ég vera þreyttur. Þetta hefur mest verið fyrir mig sjálfan gert, og er þvi ekki af miklu að státa. Hitt er sve annað mál, að ef einhver hefur gang af þessu tóm- stundaverkí minu, þá er það gott, og eykur ánægju mina af þvi að hafa fengizt við þessa iðju. — VS Minnir á snotran bursta bæ „Hann er ráðrikur og öfga fullur undir sléttu yfirborði og löngum eins og á varðbergi Hann minnir helzt á snotran jarðgróinn burstabæ, sem hrististog skekst við minnsta landskjálfta, án þess að hrynja.” Þetta segir Lúpus meðal annars i palladómi um Stefán Gunnlaugsson alþingis mann. . Það er alltaf gaman að lesa hina hressilegu dóma Lúpusar um alþingismennina okkar, þótt ekki séu allir sam mála honum. i skagfirzkum stóöréttum Stóðréttir eru að mestu niður lagðarhér sunnan fjalls, enda mun bændum meinað að reka hross sin á afrétt. En hrossa- bændur fyrir norðan hafa enn heimild til að nytja afréttinn til beitar fyrir stóðið. Skag- firðingar eiga margt hrossa og ekki færri en fimm þúsund- ir rúmar samkvæmt framtali. Stóðréttir eru þvi mikill við- burður i Skagafirði. Ljós myndari Vikunnar brá sér i skagfirzkar réttir og tók þar skemmtilegar myndir af mönnum og hestum. handverks- náði heims- Sonur mannsins frægð „Hann var þriðji i röðinni af átján systkinum, en af þeim komust aðeins sex á legg. Hann átti sér drauma, sem engin likindi voru til að gætu nokkurn tima rætzt. En með ósigrandielju og sjálfstrausti, sem nálgaðist það að vera sjúklegt, tókst honum að komast i mikil efni og sitja við borð voldugustu þjóðhöfðingja Evrópu.” Sjá grein um þýzka málarann Albrecht Diirer i nýjustu Viku, en henni fylgja litmyndir af verkum hans.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.