Tíminn - 04.11.1973, Blaðsíða 7
TÍMINN
7
íslendingar kaupa 250.000
fermetra af gólfteppum ó óri
Græddi fyrstu pening-
ana á Hvalfjarðarsild-
inni
— Ég fór frá Siglufirði alfarinn
árið 1946 og byrjaði til sjós á fiski-
bátum um það leyti. Ég var einn
vetur i Reykholti, en hafði áður
verið i gagnfræðaskóla á Siglu-
firði. Var siðan á mótorbátum
meira og minna i sjö ár: Kára
Sölmundarsyni, Elsu gömlu og
Marzinum, sem sökk fullur af sild
i Reykjavikurhöfn.
Þessir bátar voru á sildveiðum
og við ymsar veiðar aðrar, og
gekk ýmist vel eða illa en á Hval
fjarðarsildnni græddi ég mina
fyrstu peninga. Hvalfjarðarsildin
er einstættt fyrirbrigði i fisk-
veiðasögu Islendinga. Fjörðurinn
varð allt i einu sneisafullur af
sild, eins og sjóðandi pottur.
Þetta voru ekki veiðar. Skipin
fóru bara og sóttu farmana upp i
Hvalfjörð.
Svo var beðið i nokkra daga
eftir löndun.
Ég var á Kára Sölmundarsyni,
Sævaldi og Elsu. Þetta voru tvi-
lembingar, eins og það var
kallað, Sævaldur og Elsa voru
saman um eina nótt. Við fylltum
þá til skiptis . Þegar annar bátur-
inn var fullur, fórum við og tókum
hinn og fylltum hann, meðan sá
fyrrnefndi beið löndunar. Þetta
var afskaplega auðvelt,.og milli
ferða var ég mest á skiðum með
ungu fólki sem ég hafði kynnzt i
Reykjavik, en auðvitað hafði ég
kynnzt skiðaiþróttinni norur á
Siglufirði.
Olympiuleikar
i Osló 1952 —
hnoðaði barnavagna
En ég er ekki einn um það. Ég
held að flestir, sem voru með mér
i Stýrimannaskólanum og hjá
Eimskip, séu hættir til sjós.
í verzlunarskóla
hjá Marinó Péturs-
syni
Þegarég hætti hjá Eimskip, fór
ég að vinna hjá Marinó Péturs-
syni heildsala. Var ég i tvö ár hjá
þeim sómamanni.
Marinó var stórkostlegur
maður, og það er án efa mesti
verzlunarskóli, sem hægt er að
komast i að vinna meö honum.
Við gerðum allt sjálfir: pöntuðum
vörur, sóttum vörur, afgreiddum
vörur, bankaskjöl og tollskjöl.
Festa og skilvisi á öllumsviðum,
og svo góðviljaðar leiðbeiningar,
ef samstarfsmaðurinn fór ekki
rétt að.
Heildverzlun i
Reykjavik 1964
Árið 1964 stofnaði ég svo heild-
verzlun með byggingayþrur og
skrautvörur. Viðskiptavinirnir
voru verzlanir, trésmiðaverk-
stæði og bólsturverkstæði viðs-
vegar um landið.
Þetta var i fremur smáum stil,
og fyrsta árið vann ég einn að
þessu, en fékk svo skrifstofu-
stúlku mér til aðstoðar.
Var fyrirtækið, sem ég nefndi
VtÐIR FINNBOGASON HEILD-
VERZLUN, til húsa i Ingólfs-
stræti 9a er var litið hús á bak
við Amtmannshúsið gamla,
Ingólfsstræti 9, þar sem Félags-
bókbandið var lengst af til húsa.
Nú eru bæði þessi hús horfin.
Ég náði smám saman tökum á
JL t ‘ W nHnn T / Kk á'TÆ^
Jón Karlsson, afgreiðslumaðui)aö sýna gólfteppi. Hægt er að draga meö litlum tilfæringum stórt sýnis
horn út á gólfið, svo aö viöskiptavinurinn getur séö teppiö I fullri stærö. Bak við Jón er rafknúinn sýn
ingarstandur, en Innréttingabúöin var lyrst meö þá hér á landi.
— Ég stundaði skiðaiþróttina
eins mikið og ég gat, með störfum
minum á sjónum. Ég náði sæmi-
legum árangri, og árið 1952 var ég
fyrsti varamaður islenzka liðsins
á vetrarolympiuleikunum i
Osló. Ég komst þó ekki með
liðinu, en ákvað að kosta mig
sjálfur út til Noregs. Það gerði
ég og vann sex mánuði við að
hnoða barnavagna i barnavagna-
verksmiðju i Osló.
Það var svo gaman að vinna
þarna, að ég hélt áfram i nokkra
mánuði, eftir að Olympiuleik-
unum var lokið, og auðvitað fór
ég á skfði i fristundunum.
t islenzka liðinu voru svig
mennirnir Ásgeir Eyjólfsson og
bræðurnir Haukur og Jón Karl
Sigurðssynir frá ísafirði.
Við vorum reyndar þrir saman,
sem fórum á eigin vegum og
unnum i barnavagnaverksmiðj-
unni, en hinir voru Steinþór
Guðmundsson, Helgi Óskarsson,
og Einar Guðjónsson.
Eftir nokkurn tima fórum við
Steinþór heim, en Helgi hefur
aldrei komið til Islands aftur,
svo ég viti. Hann ílentist i Noregi,
og er núna skipstjóri á 100.000
tonna norsku oliuskipi i Suður-
Ameriku. Hann komst i heims-
fréttirnar fyrir nokkrum árum,
þegar uppreisn var gerð um borð
hjá honum austur i Kina. Það
voru einhverjir kinverskir
sjómennfsem gerðu uppreisnina.
— Þegar ég kom heim, komst
meiri alvara i hlutina. Ég byrjaði
sem háseti hjá Eimskip árið 1953,
fór svo i Stýrimannaskólann, og
þar lauk ég farmannaprófi árið
1956. Ég sigldi svo hjá Eimskipa-
felaginu fram til ársins 1962
Lengst af var ég háseti, en tvö
siðustu árin stýrimaður, og þá fór
m^r að leiðast á sjónum.
Gólfteppin eru sniöin eftir máli i Innréttingabúöinni viö Grensásveg. Hér eru snföameistarar verzlunarinnar aö störfum meö reizlur og
kvarða. Þeir eru, taliö frá vinstri: Kari Finnbogason, lagerstjóri, Vilhjálmur Þórhallsson, teppalagningamaöur, Ars. . Björgvinsson,
teppalagningamaöur og Sigmundur Guöbjarnarson, sniöingastjóri.