Tíminn - 04.11.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.11.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 4. nóvember 1973. Menn 09 mákfni ,,Mat okkar sjólfra á heimsdstandinu" ilaustmynd úr Keykjavlk. Myndin er tekin l gamla kirkjugarbinum viö Aöalstræti. Timamynd Róbert. Yfirlýsing þriggja flokka Það hefur jafnan veriö yfirlýst stefna allra þeirra þriggja flokka, sem upphaflega stóðu að þátttöku íslands i Atlantshafsbandalaginu, að hér yrði ekki erlendur her á friðartimum. Aðuren island gekk i Atlantshafsbandalagið, fóru fulltrúar þessara flokka til Was- hington og áréttuðu þetta sér- staklega við forustumenn þar. 1 þeim viðræðum var þaö staðfest, að þótt hér væri ekki erlend her- stöð, væri þátttaka tslands i At- lantshafsbandalaginu eigi að siður mikilvæg, bæði fyrir tsland og bandalagið, þar sem árás á Is- land yrði þá talin árás á banda- lagið og það gæti þvi gripið inn i ef slik árás væri gerð. Þetta gæti bandalagið hins vegar ekki gert, ef tsland stæði utan þess sem hlutlaust land. Þátttaka tslands i bandalaginu væri tslandi þannig mikilvæg vörn, þótt hér væri ekki erlendur her. Areiðanlega var það þessi yfirlýsing hinna erlendu aðila, sem réð mestu um það, að tsland gekk i bandalagið. Það var ekki fyrr en tveimur árum eftir inngönguna i Atlants- hafsbandalagið, sem varnar- samningurinn við Bandarikin var gerður. Þá stóð Kóreustyrjöldin sem hæst og menn óttuðust, að til heimsstyrjaldar gæti komið þá og þegar. Af þeim ástæðum þótti ts- lendingum öruggara að hafa hér herlið um sinn, en með eins og hálfs árs uppsagnarfresli var tryggt, að hægt væri að losna við hersetuna, slrax og friðarhorfur bötnuðu. Alltal' siðan hefur það verið yíirlýst stefna áðurnefndra þriggja flokka, að tsland yrði ekki hersetiö á friðartimum. Þannig fórust t.d. Emil Jónssyni orð á Al- þingi 1970: ,,Þót við höfum góða reynslu af samskiptum við varnarliðið og þau hafi farið batnandi, þá er okkur hollast að hafa ekki erlent herlið hér á landi til langdvalar”. Dregið úr vígbúnaði Það má heita sameiginlegt álit allra, að siðustu árin hafi sambúð austurs og vesturs i Evrópu farið mjög batnandi. Sérstaklega hefur þó orðið augljós bati á sambúð Bandarikjanna og Sovétrikjanna. Augljós afleiðing þess, að menn óttast nú styrjöld minna en áður, er samdráttur vigbúnaðar hjá flestum þjóðum Vestur-Evrópu. 1 grein eftir vestur-þýzka blaða- manninn Theo Sommer, sem nýlegá birtist i Newsweek, segir m.a. um þetta á þessa leið: „Frakkar og Bretar minnkuðu her sinn eins og framast var unnt upp úr 1960. Allar aðrar evrópsk- ar aðildarþjóðir að Atlantshafs- bandalginu eru ýmist að velta fyrir sér eða framkvæma endurskipulagningu og minnkun heraflans. Danir ráðgera til dæmsis að draga það mikið úr varnar- kostnaði, að styrkur hersins minnki nálega um helming. Belgir eru aö hugleiða að kalla heim helming heraflans, sem þeir hafa i Þýzkalandi, og stytta her- þjónustutimann úr fimmtán mánuðum i tólf mánuði (og meira að segja tiu mánuði fyrir þá, sem verða að dvelja i Þýzkalandi). Ráðgeröir um styttingu her- skyldutimans eru einnig uppi i Hollandi og á Italiu. Italir ræða þrjár leiöirað þessu marki. Allar hefðu þær i för'með sér fækkun i italska hernum um 75 þúsund manns frá þvi, sem nú er. Sumir sérfræðingar halda meira að segja fram, að fyrirhugaðar breytingar geti leitt til fækkunar i hernum um 140 þúsund manns. Mjög svipuðu máli gegnir um Vestur-Þjóðverja, en þeir leggja aö sjálfsögðu meira af mörkum til landhelgs Atlantshafsbanda- lagsins en aðrar Evrópuþjóðir. Rikisstjórnin i Bonn lækkaði her- skylduna úr 18 mánuðum i tólf á siðast liðnu ári. Siðan skipaði vestur-þýzka stjórnin nefnd, sem mælti með mjög róttækum breyt- ingum á skipulagi hersins. Samkvæmt þeim tillögum á þó hvorki að fækka i hernum né lækka hernaðarútgjöld, en yfirmenn og þjálfarar þriðju hverrar herdeildar yrðu þá aðeins fjórðungur af þvi, sem nú er. Þetta eru ekki aðeins venju- legar stjórnartillögur á pappir, heldur má telja fullvist, að vestur-þýzki herinn verður end- urskipulagður með þessum eða mjög svipuðum hætti.” Stefna Ólafs og Bjarna Þannig eru nú flestar vest- rænar þjóðir að draga úr herafla sinum. Meginástæðan er sjálfsagt sú, að striðshættan er talin minni en áður. Astandið i þeim heims- hluta, þar sem Island er. hefur gerbreytzt siðan 1951, og hefur aldrei verið friðvænlegra en nú, alla trið frá striðslokum. Það er þvi ekki nema eðlilegt, að af hálfu Islands séu nú teknar upp við- ræður um endurskoðun á varnar- samningnum frá 1951, með það fyrir augum, að herinn fari burt. Allt annað er fyllsta brot á þeim yfirlýsingum þeirra þriggja flokka, sem stóðu að inngöngunni i Atlantshafsbandalagið, að hér skyldi ekki veröa her á friðartim- um. Þvi er það meira en furðulegt, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú risa upp og krefjast hér hersetu um ófyrirsjáanlegan tima, eða að þvi er virðist jafnlengi og Rússar hafi herskip á Norður-Atlantshaf- inu. Þessi afstaða Sjálfstæðis- flokksins er i algerri mótsögn við fyrri yfirlýsingar hans. Hún er fyllst fráhvarf frá þeirri stefnu. sem þeir ólafur Thors og Bjarni Benediktsson mótuðu svo eftir- minnilega, þ.e. að hér skyldi ekki verða erlendur her á friðartim- um. Lengi munu áreiðanlega lifa þessi orð Ólafs Thors, er hann sagði á Alþingi, þegar rætt var um inngönguna i Nato: „Hann (þ.e. sáttmáli Nato) er sáttmáli um það, að engin þjóð skuli nokkru sinni hafa her á is- landi á friðartimum. Hann er sáttmáli um það, að aldrei skuli herstöðvar vera á Islandi á frið- artimum.” Vantraust d Nato Jafnhliða þvi, sem Sjálfstæðis- flokkurinn er hér að snúast frá fyrri stefnu sinni og tekur upp baráttu fyrir varanlegri hersetu, gerir hann eins litið úr þátttöku okkar i Atlantshafsbandalaginu og verða má. Skrif Mbl. gefa nú daglega til kynna, að þátttaka okkar i Atlantshafsbandalaginu sé einskis virði, nema hér séu erlendar herstöðvar. Mbl. reynir eftir megni að fela þá staðreynd, að samkvæmt sáttmála Atlants,- hafsbandalagsins er árás á lsl.and sama og árás á bandalgjjðr'Þátt- takan i bandalaginu tryggir okkur það, að sá aðili, sem kynni að vilja ráðast á tsland eða her- taka það, gerir sér ljóst, að með þvi er hann að ráðast á banda- lagið og yrði þvi að mæta gagn- svari þess. Fyrir Atlantshafs- bandalagið er það lika mikilsvert að geta gripið hér inn i, sem það gæti ekki, ef Island væri hlutlaust land. Það er skiljanlegt, að Þjóövilj- inn reyni að gera litið úr Nato og gagnsemi þess að vera aðili að þvi. En hitt er furðulegt. að Mbl., sem telur sig fvlgjandi Nato. telji þátttöku i þvi einskis virði, nema hér sé jafnframt erlendur her. Þess er svo að gæta, að það hef- ur jafnan komið skýrt fram i máli núverandi utanrikisráðherra, að þótt stefnt væri að brottför hers- ins við endurskoðun varnar- samningsins, yrði það tekið til at- hugunar, hvernig hægt væri að veita Nato nauðsynlega fyrir- greiðslu án erlendrar hersetu. Það mun vafalitið verða eitt helzta atriði þeirra viðræðna, sem eru framundan um endur- skoðun varnarsamningsins. AAat íslendinga sjdlfra Morgunblaðið kvartar undan þvi, að utanrikisráðherra hafi ekki verið nógu duglegur i öflun álitsgerða frá sérfræðingum um hernaðarlega þýðingu Islands. Fyrir liggur þó orðið álitlegt safn slikra greinargerða. Að sjálf- sögðu er rétt að hafa slik skjöl til hliösjónar, þegar rætt er um varnarmál islands. Það, sem ber að leggja til grundvallar, er þó miklu fremur stjórnmálalegt mat en hernaðarlegt eða m.ö.o. hvort ástandið sé metið friðvænlegt eða ófriðvænlegt. Þetta geta ts- lendingar metið eins vel og aðrir og þurfa þar ekki á neinni aðstoð útlendinga að halda. Það hefur lika alltaf verið sjónarmið ts- lendinga, að það ætti að fara eftir mati þeirra sjálfra en ekki út- lendinga. hvort hér eigi að vera erlendur her eða ekki. Á ráð- herrafundi Atlantshafsbanda- lagsins. sem haldinn var i Reykjavik i júni 1968, var þetta mjög sterklega áréttað i ræðu, sem Bjarni Benediktsson hélt, en honum fórust m.a. orð á þessa leið. „Varðandi land mitt er það að visu svo, að viö höfum sérstakan varnarsamning innan Atlants- hafsbandalagsins við Bandarikin, en það fer alveg eftir mati okkar sjálfra á heimsástandinu, þegar þar að kemur, hversu lengi bandariskt lið dvelur á Islandi.” (Mbl. 25. júni 1968). Þvi miður hafa ritstjórar Mbl. annað álit á þessu máli en Bjarni Benediktsson. Eins og þeir túlka þetta mál nú, þá á að fara eftir mati erlendra herfræðinga á fræðilegri hernaðarþýðingu Is- lands en ekki eftir „mati okkar sjálfra á heimsástandinu”, eins og Bjarni Benediktsson orðaði það. Sambúðin innan flokkanna I blöðum andstæðinga Fram- sóknarflokksins er nú reynt að gera sér mat úr vissum ágrein- ingi, sem rikir innan vébanda hans og litillega hafa einnig færzt út fyrir flokkinn. Þessi blöð eru hins vegar sagnafá um ástandið i eigin flokkum. Mbl. greinir t.d. ekki frá þeirri gremju, sem fer hraðvaxandi innan Sjálfstæðis- flokksins sökum þess, að Geir Hallgrimssyni hlotnaðist for- mannssætið á annan og auðveld- ari hátt en búizt hafði verið við. Þ,á er enn ekki séð fyrir endann á afieiðingum bardagans mikla, þegar formannskjör fór fram á þingi ungra Sjálfstæðismanna, sem haldið var á Egilsstöðum fyrir tæpum tveimur mánuðum. Þá gleymist það ekki heidur, að Alþýðubandalagið á það enn ógert að setja sér stefnuskrá, þótt það eigi senn 10 ára afmæli sem stjórnmálaflokkur. Ástæðan til þess er einfaldlega sá ágreining- ur sem rikir um það hvort stefn an eigi frekar að vera sosialistisk eða sosialdemókratisk. Alþýðubandalagið reynir nefni- lega að hafa innan vébanda sinna fólk, sem er verulega ósammála. Þjóðráðið til að fullnægja þeim tilgangi er að hafa enga stefnu- skrá! Litið er ástandið betra hjá Alþýðuflokknum og Samtökun- um. Þessir aðilar hafa fyrir skömmu birt stefnuskrá fyrir- hugaðs Jafnaðarmannafl. Islands og gengiö svo meistaralega frá henni, að þar er sneitt fram hjá öllum ágreiningsatriðum. Útkoman verður þvi stefnuskrá, sem segir raunlegulega ekki neitt. Þetta er vitanlega gert til þess að sneiða hjá ágreiningi, sem er fyrir hendi, og á eftir að koma i ljós, þegar lengra kemur sameiningunni. Norræn reynsla Stundum má lesa það i and- stæðingab1öðunum, að Framsóknarflokkurinn sé stefnu- litill flokkur og byggist það á þvi, að hann aðhyllist hvorki kapital- isma né sosialisma. Samkvæmt þessum kokkabókum eru megin- stefnur i stjórnmálum ekki nema tvær. Þeir, sem ekki aðhyllast aðra hvora þeirra, séu skoðana- lausir og þekki ekki i sundur hægri og vinstri. Til að afsanna þessa kenningu, þarf ekki annað en að visa til Norðurlanda. Þar stenzt þessi kenning illa próf reynslunnar á Norðurlöndum. Þar hefur um all- langt skeið hvorki verið stjórn- að eftir kokkabókum ihaldsstefn- unnar eða sosialismans. Þar hefurþrigja stefnan, frjálslynd umbótastefna, mótað stjórn- málaþróunina um langt skeið. Þessi stefna hefur haft meiri og minni áhrif á alla flokkana þar. Hún hefur gert ihaldsflokkana hófsamari. Hún hefur dregið úr öfgum til beggja handa. Hvernig hefur það svo gefizt Norðurlöndum að hafna hinni ómenguðu ihaldsstefnu og hinum hreinræktaða sósialisma og fylgja i staðinn þróunarleiö frjálslyndrar umbótastefnu? 1 stuttu máli er þessi reynsla sú, að félagslegar og verklegar fram- farir hafa óviða orðið meiri eða lifskjörin betri og jafnari en einmitt á Norðurlöndum. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.