Tíminn - 04.11.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.11.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 4. nóvember 1973. Sunnudagur 4. nóvember 1973. TÍMINN 21 Fullkomið samræmi og fegurð er það sem einkennir skapnað skordýra i 4 i Járnsmiftir Jh kassa. Cíeir Ciigja. náttúrufræftingur. Viðtai: Valgeir Sigurðsson Myndir: Gunnar V. Andrésson meö söfnun. Hvaö mig snertir, sérstaklega, þá hef ég einkum reynt aö safna plöntum frá þeim stööum, þarsem menn eiga sjald- an leiö um. Þegar ég var að ganga á fjöll, hér i gamla daga, reyndi ég allt hvað ég gat að nota þær ferðir til jurtasöfnunar. — Hvaða þættir grasafræðinnar voru það, sem þú gafst mestan gaum? — Útbreiðslan. Ég fékk snemma mikinn áhuga á þvi að vita um útbreiðslu hinna ýmsu tegunda. Sá þáttur hefur verið mjög litið kannaður, sérstaklega vegna þess, að landið okkar er gifurlega stórt, að minnsta kosti, þegar miðað er við fjölda þess fólks, sem það byggir. Kftir að ég var farinn að ferðast að ráði, var ég að visu að mestu leyti með hugann við skordýrin, en þó lagði ég mikla stund á að at- huga jurtirnar, einkum ef mig bar á fáfarna staði. Þegar ég gekk á Hvannadalshnjúk, tók ég og hafði heim með mér jurtir, sem ég fann þar, þvi að þótt þær væru ekki neitt einstæðar i sjálfu sér, þá voru þær merkilegar vegna þess, að þær skyldu geta þrifizt i svona mikilli hæð. Ilvaða tegundir hérlendra plantna eru brekkusæknastar? Það er mosinn. Hann kemst svo að segja allt. Þegar ég gekk á Hvannadalshnjúk fannst mér hann vera upp eftir öllu. Lægstu tegundirnar komast hæst, þvi að þær eru svo nægjusamar, að þær geta lifað við mjög erfið skilyrði. Mér hefur oft fundizt nokkuð skorta á, að við sýndum þessum lágplöntum þá virðingu,sem þeim ber. þvi að það eru þær, sem eru brautryðjendurnir og gera öðrum og hávaxnari gróðri kleift að festa rætur. * Fiskilluga eða ekki? Margt er hvað öðru likt — Vikjum þá að skordýrunum. Er fiskiflugan ekki algengasta skordýrið á tslandi? — Hún er ákaflega algeng, og heima við bæi er hún eitt algeng- asta skordýrið, en þegar fjær dregur mannabyggð er hún það ekki Þó fer hún viða. Þeir sem fjallgöngur stunda — bæði ég og aðrir — hafa orðið hennar varir furðuhátt til fjalla. — Það hefur verið sagt, að einu megi gilda, hvar tekið er upp nesti. alltaf komi fluga svifandi að. Er vist, að það sé ævinlega fiskifluga? — Nei. það þarf ekki að vera fiskifluga og er meira að segja nokkurn veginn öruggt, að það sé ekki nærri alltaf hún. Það eru til fleiri tvivængjur. sem likjast henni mjög. Hinar eiginlegu fiski- flugur eru stórar. Húsflugan er Cleir (ligju náUúrufræðing þekkja allir islendingar. Ilann h e f u r v e r i ð e i n li v e r k u n n a s t i náttúrufræftingur landsins um áraluga skeift. Þaft er þvi ekki ætlunin aftkynna liann sjálfan hér — þess gerist ekki þiirf —en hins vcgar gæti þaft orftift ekki ófróft- legt aft spyrja hann uni ritl og annaft.sriu fyrir lianii liefur horift á áratuga liinguni slarfsferli hans. — Eyrst er þá að vikja að upp- hafinu og spyrja: Hvenær l'ékkst þú, Geir, þinn mikla áhuga á skordýrum? — Þann áhuga hel' ég liklega fengiðum likt leyti og áhugi minn á jurtum vaknaði. Eg ólst upp á Marðarnúpi i Vatnsdal. Þar er gil, sem heitir Marðarnúps'gil Hvammarnir i þessu gili eru framúrskarandi gróðursælir, og þar undi ég bókstaflega öllum stundum, þegar ég var barn og unglingur. Auðvitað var ekki hægt að njóta þessara dásemda nema að sumrinu, en þau notaði ég lika vel, ekki aðeins til þess að dást að gróðrinum, heldur lika að skordýrunum, þvi að þeim veitti ég nána athygli. Þó var áhugi minn að mestu bundinn jurtunum á þessum ár- um, og reyndar Iengur. útbreiðslan er mikið rannsóknarefni liefur þú rannsakað islenzka jurtarikið skipulega? - Eg hel' sal'nað nokkuð miklu af jurtum, en allar jurtarann- sóknir hljóta auðvilað að byrja Kona Geirs, frú Svanhvit Guftmundsdóttir, heldur hér á kassa meft islenzkum fiftrildum. minni, en litur mjög likt út. Svo er enn ein tvivængja,sem er mjög lik húsflugunni. Hún er bókstaflega út um allt og getur birzt á hinum óliklegustu stöðum. Það er mjög 1iklegt,að það sé hún, sem mætir manni svo að segja hvai^sem tek- inn er upp nestispakki, upp til fjalla eða inni á hálendinu. — Nú sýnist leikmanni næstum enginn útlitsmunur á þessum flugum, þegar stærðarmunurinn er undan skilinn. — Rétt er það, en þær eru nú samt ekki alveg eins. Þegar farið er að skoða nákvæmlega, kemur i ljós dálitill skapnaðarmunur, en mikill er hann ekki. Það er al- mennt viðurkennt, að erfitt sé að þekkja þessar tegundir i sundur. Fiskifluguna er þó auðvelt að þekkja, þvi að hún er allmiklu stærri en hinar. — Leggjast ekki skordýr i dvala á veturna hér norður á Islandi? — Jú, um annað er naumast að ræða. Þó er sú regla ekki algild. Skordýr, sem lifa i vatni, þurfa ekki á dvalanum að halda til þess að lifa veturinn af, og eins geta þau lifað i mjög rökum mosa. Hvað flugurnar snertir, er eins að gæta, sem fólk almennt leiðir ekki hugann að. Við þekkjum það öll, að seinni part sumars getur allt verið fullt af flugum, bæði ut- an húss og innan, svo að við erum i hálfgerðum vandræðum. En einn góðan veðurdag eru þær all- ar horfnar, bókstaflega eins og jörðin hafi gleypt þær. Þvi er þó alls ekki þannig farið. Fullorðnu dýrin drepast næstum öll á haust- in, en lirfurnar einar leggjast i dvala. — Komast lirfornar niður fyrir frost, eða þola þær að frjósa? — Það er ekki neinum teljandi vandkvæðum bundið fyrir þær að komast niður fyrir frost, þetta skrfður talsvert djúpt niður i jörð- ina. Annars eru lifnaðarhættir þessara dýra talsvert breytilegir eftir tegundum, og hinu ber ekki heldur að neita, að vitneskja okk- ar um þau er enn harla takmörk- uð, þótt sitthvað hafi verið athug- að. Þeir menn, sem helgað hafa sig skordýrarannsóknum hér á landi, eru svo fáir, að það er ekki von. að vitríeskja okkar sé yfirgrips- mikil. Hugsum okkur tvo eða þrjá menn — já, og þótt þeir væru ein- um eða tveimur fleiri. Þeir fara til fjalla, safna skordýrum og rannsaka lifnaðarhætti þeirra. En hvað er þetta? tsland er stórt, en bletturinn, sem svona fáir ménn ná til að rannsaka á hverju sumri, er næsta takmarkaður. Auðvitað fer þekkingin vaxandi með hverju árinu sem liður, en hins vegar er það ekkert undrunaréfni, þótt hægt miði, þegar einungis fáir menn sinna rannsóknunum. Fegurð skordýra — Hafði ekki verið litið um rannsóknir á skordýrum hér á landi, þegar þú lagðir út á þá braut? — Það höfðu margir rannsakað skordýr hér á landi á undan mér, einkum þó útlendingar. Bæði Danir og Þjóðverjar höfðu stund- að slikar rannsóknir og unnið allt að þvi stórvirki i þvi að athuga skordýralif hér. En hvað Is- lendingum við kemur, þá getur verið(að ég hafi lagt i þetta einna mesta vinnu. — Er ekki óhugnanlegt að fást við og handfjalla skordýr? — Það finnst mér ekki. t fyrsta lagi er þetta mjög fróðlegt, en hinu ber ekki heldur að gleyma, að margar skordýrategundir eru framúrskarandi fallegar skepn- ur, þegar farið er að skoða þær. Litum til dæmis á flugurnar, sem mörgum þykja ógeðslegar. Glær- ir vængir, sem glitrar á i sólskin- inu, — það er sannarlega ekki á neinn hátt óhugnanleg sjón. Ef við svo tökum dýrið, látum það i glas og skoðum það i smásjá eða r Þessi stóri járnsmiður fannst I innfluttri vörusendingu f Reykjavlk. Hann er hvorki meira né minna en fjórir sentimetrar á lengd. Ameriskt fiftrildi. Þaft hefur fimmtán sentimetra vængjahaf, Litir: raufibrúnt og dökkbrúnt. gegnum gott stækkunargler, þá kemur i ljós alveg dásamlegur skapnaður, sem unun er á að horfa. Fullkomið samræmi i öli- um hlutum, eins og vant er að vera hjá náttúrunni. — Fyrst þér býður ekki við skordýrum: Hvaða islenzk skor- dýr þykja þér þá fegurst? — Ég er einna hrifnastur af bjöllunum. Þar á ég til dæmis við brunnklukkur, járnsmiði og aðrar skyldar tegundir. Ég hef lagt mesta stund á að rannsaka þessar tegundir, svo ekki er óliklegt, þótt mér þyki þær skemmlilegar. Og þar er nú ekki ljótleikinn á ferð- inni: Kolsvartur búkur, glamp- andi og glitrandi, þegar þær koma upp úr vatninu, brunn- klukkurnar. Þótt ég nefndi hér svarta litinn, er langt frá.að hann sé einráður. Sumar tegundir lita út eins og glitrandi brennisteinn, og yfirleitt er litskrúðið og fjölbreytnin mikil. Þótt gott geti verið að rannsaka skordýr i stækkunargleri, er þó miklu betra að hafa smásjá. Þá getur dýr, sem er svo litið, að það sést varla rneö berum augum, lit- ið út eins og risi. Og þá koma hin ýmsu atriði skapnaðarins i ljós: Sex fætur, tveir fálmarar fram úr höfðinu, kúptur bolur, svartur, brú’nn eða jafnvel röndóttur. Já, fallegt er það! Veiöar og umhirða — Hvernig fara skordýra- safnarar að þvi að ná þessum litlu dýrum heilum og óskemmdum til þess að setja þau upp? — Það er ákaflega misjafnt, allt eftir þvi hvaöa tegund er um aö ræða hverju sinni. Við skulum hugsa okkur að við séum að veiða flugu eða fiðriidi i þessu skyni. Við þurfum að hafa sérstakan háf, sem við sveiflum yfir dýriö, drögum siðan stöngina að okkur, tökum utan um pokann og lokum honum þannig. Siðan reynum við annað hvort að ná flugunni gæti- lega úr pokanum eöa aö viö látum pokann með þvi sem i honum er, niður i glas með svefnlyfi og bið- um þess aö bráðin sofni þar svefninum langa. Að þessu loknu stingum við mjórri nál i gegnum frambolinn á skepnunni,og þar næst er nálinni stungið á oddinn niður i litla kass- ann okkar, sem við höfðum með- ferðis. Skepnan þolir talsverðan hristing á heimleiðinni, án þess að hrynja i sundur. af þvi að hún stendur á nálinni. — Er ekki geysilegum vand- kvæðum hundiö að breiða úr fiðrildavængjum, án þess að slita þá eða brjóta? — Nei. það er ekki svo mjög erfitt. Við skulum hugsa okkur, að við séum nýkomin heim úr ferðalagi og hölum meðferðis fiðrildi, sem við viljum setja upp og geyma. Við hyrjum á þvi að taka fram lítinn hlut, sem heitir spenniborð. Það eru tvær fjalir, festar saman með lislum, og rila á milli. Nú lökum við fiðrildið, slingum nálaroddinum, sem stendur i gegnum það, niður á milli fjalanna og breiðum siðan vængina gætilega út á fjalirnar báðum megin. Þar næst eru tekn- ar litlar bréfræmur, leggjum þær ofan á vængina og stingum þeim niður með prjónum. Með þessu móli haldast vængirnir útbreidd- ir, eins og fiðrildið væri á llugi, og slirðna i þeim skorðum. Golt er að geyma sþenniborðið með dýr- inu á þurrum slaft og hlýjum, en það er ekkert betra að hitinn sé mikill. t>ú átl mikið sal'n islenzkra skordýra. En hefur þú nokkurn tima sal'nað erlendum dýrum? — Já, það hef ég gert. Ég saln- aði heilmiklu i Danmörku, þegar ég var þar. I þvi ágæta landi var ég heilt ár samfleytt, en auk þess hef ég oft komið þar. Það er mikið tilaf einstaklega fallegum fiðrild- um i Danmörku, en af þeim erum við ósköp l'álæk, hérna á tslandi. Framhald á bls. 23 Amerisk bjalla Geir Gfgja meft nokkur af heiftursmerkjum sfnum, þau er hann haffti hlotift fyrir Iþróttaafrek. Myndin er tekin árift 1928.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.