Tíminn - 04.11.1973, Blaðsíða 39

Tíminn - 04.11.1973, Blaðsíða 39
Sunnudagur 4. nóvember 1973. TÍMINN 39 Til hvers hjúkrunarstéttarinnar. Ef við, hér á Islandi ekki sinnum þessu, þá drögumst við óðfluga aftur úr nágrönnum okkaijog vonin um al- mennilega framhaldsmenntun á sérsviðum hjúkrunar fjarlægist i stað þess að færast nær. Vissulega ber að fagna þvi, að Háskóla tslands hefur þegar verið falið það hlutverk að skila sem fyrst hæfum nemendum með B.S. gráðu i hjúkrun, ýmistþeim, sem hefja hjúkrunargrunnnám innan sjálfs Háskólans, eða öðrum, sem hlotið hafa 3ja ára grunnnám við aðra hjúkrunar- kvennaskóla, sem viðurkenningu hafa hlotið. Handhafar B.S. hjúkrunargráðunnar geta siðan farið rakleiðis til hjúkrunar- framhaldsnáms við hvaða há- skóla i heiminum, sem býður upp á slikt nám i framtiðinni, svipað og tiðkast i fjölda annarra há- skólagreina. Þannig þarf náms- dvöl einstaklinga með B.S. hjúkrunargráðu frá Háskóla ísiands ekki að verða hætis hót lengri utan heimalandsins en gerist meðal hjúkrunarkvenna annars staðar á Noröurlöndunum i dag, nema slður sé, þótt á topp- inn sé leitað. Er slíkt ekki tals- verð framför, frá þvi sem veriö hefur? Ekki er gott að spá með vissu um, hversu langt muni liða, þar til unnt verður að afla sér meistaragráðu i hjúkrunarsér- greinum einhvers staðar á Norðurlöndum, en um þessar mundir er verið að endurskipu- leggja starfsemi Norræna heilsu- verndarháskólans i Gautaborg, til að auka menntunargæði hans. Þarna má e.t.v. vænta góðs á sér- sviði heilsuverndar. 1 Sviþjóð ( i Stokkhólmi og i Umeá) er nú á þessu ári að hefjast háskóla- námsbraut i stjórnsýslufræðum (eru það tvö námstimabil, hvort þeirra hálft ár i senn) fyrir ein- stakiinga innan heiibrigðisþjón- ustunnar, svo sem lækna, hjúkr- unarkonur og framkvæmda- stjóra, en ókunnugt er undir- ritaðri, að svo stöddu, hverra inn- tökuskilyrða er krafizt. Aðstaða fyrrverandi og nú- verandi hjúkrunarnema við Hjúkrunarskóla Islands, svo og ljósmæðra þeirra, sem nú stunda nám við Nýja hjúkrunarskólann, er sú, að ef þessir einstaklingar hafa ekki aflað sér jafngildi stúdentsmenntunar, áður en hjúkrunarnámið hófst, þá fá þeir, að sjálfsögðu ekki inngöngu i Há- skóla Islands, nema að viðbættu námi i „öldungadeild” Hamra- hliðarskólans (eða öðru ámóta). Ósk ýmissæþar á meðal alþingis- manna, um að stytta svo lang- dregna menntabraut er mjög skiljanleg og virðingarverðy en þarfnast mikillar aðgatar. Tengslanefnd mun hafa það starf með höndum að stuðla að sann- gjörnu mati ýmiss konar mennt unar utan menntaskólakerfisins, m HÚSGÚGN GG w INNRÉTTINGAR Hátúni 4A sími 21900 Pöntunamóttaka og sýnishorn hjá okkur (þar á meðal hjúkrunargrunn- náms frá 3ja ára hjúkrunar- skóla), sem að hluta gæti veitt rétt til háskólanáms, E.t.v. þarf að endurskoða núgildandi mat nefndarinnar á hjúkrunarprófinu, sem mun verða um 30 einingar. E.t.v. mætti í eitt skipti eöa svo stofna til sérstakrar „hjúkrunar- kvenna-öldungadeildar" til undirbúnings fyrir háskólanám, sem stytt gæti námstima þeirra einstaklinga, sem slikan náms- áhuga hafa, þvi vissulega þarfnast þjóðin þeirra alveg sér- staklega, sem stendur. Til frambúðar þarf önnur úr- ræði. Er ekki möguleg sú leið að skipuleggja kjörsvið innan menntaskólakerfisins; sérstak- lega ætlað nemendum i hjúkr- unarskólanámi, þar sem inntöku- skilyrði væru gagnfræðapróf eða landspróf. Slikir nemendur gætu þannig i senn lokið menntaskóla- prófi og hjúkrunarprófi, hlið- stæðu prófi frá Hjúkrunarskóla Islands, eins og það er i dag. Siöan gætu þeir lokiö B.S. gráðu i hjúkrun við Háskóla fslands á t.d. tveimur árum Um launa- og kjaramál hjúkrunarkvenna. Auk óska um takmörkun vinnu- álags fara hjúkrunarkonur fram á að hljóta laun til samræmis við aðrar starfandi stéttir. Margar og flóknar deilur fylgja kjara- baráttu landsmanna. M.a. hafa margar hjúkrunarkonur nú áhyggjur af þeim möguleika, að þegar hópur innan stéttarinnar öðlast B.S. gráðu i hjúkrun frá Háskóla íslands, þá kunni slikir einstaklingar að kjósa aðild að Bandalagi Háskólamanna til að heyja kjarabaráttu sina innan þess, fremur en að ljá Hjúkrunar- félagi Islands, innan B.S.R.B., fylgi sitt. Slikur klofningur yrði varla til nokkurs góðs fyrir þjóðarheildina. Þar, sem gerðar eru ótima- bærar menntunarkröfur, stað- festar i lögum og reglugerðum, er reynslan , að ýmsar stöður verða settar miður menntuðum einstaklingum, sem taka þó sömu laun og hinir, sem kröfunum full- nægja. Þar með fýkur nauðsynleg hvatning til menntunarauka út i veður og vind. Fráleitt er að launa ekki störf samkvæmt menntun, sé menntunin talin ótvi- rætt koma til góða i starfinu. Ef ekki er launað samkvæmt slikri menntun, hafa menntunarákvæði litið sem ekkert gildi nema þvi aðeins, að um offramleiðslu vinnuafls sé að ræða og ávinn- ingur aukinnar menntunar felist i forgangsrétti til eftirsóttari vinnu. O P. pillan að fjöldi þeirra virðist nokkuð fara minnkandi. t allt eru 5 eða 6 kattaveiðarar i allri Kaupmanna- höfn. Fólkið sjálft eykur vandamálið stöðugt. Ár hvert eru hundruð katta sett á guð og gaddinn. Þeir eru ekki vanir hinni hörðu lifsbaráttu. Nokkrir deyja úr hungri, en aðrir spjara sig og verða villtir. Gleyma aö mjálma. Þegar tamdir kettir verða villt- ir, verður merkileg liffræðileg þróun. Kötturinn er undir venju- legum k r i n g u m s t æ ð u m einkvænisdýr, en við breyttar aðstæður leita þeir saman i hópa, sem er oft stjórnað af gömlum fressköttum þar rikir réttur hins sterka. Þes's vegna eiga ketttl- ingar oftsvo erfitt með að bjarga sér. Villikettir gleyma lika alveg að mjálma. Þeir gefa aðeins frá sér hvæs og breimhljóð. Þess vegna þarf enginn að óttast að katta- veiðarinn taki heimilisköttinn þeirra f misgripum á dimmri nóttu. t staðinn fyrir að brjótast um i gildrunni eins og hinir villtu frændur þeirra, situr heimilis- kötturinn og mjálmar, þangað til honum er sleppt út. Oft verður kattaveiðarinn að reka hann burt með harðri hendi, þvi að sildin i gildrunni lyktar svo vel. (Þýttog endursagt.) KNÖRR VERÐI HÖF- UÐPRÝÐI ÍSLENZKS SJÓMYNJASAFNS A FIMMTUDAG mælti Gils Guð- mundsson fyrir þingsályktunar- tillögu, sem bann flytur ásamt Geir Gunnarssynfum stofnun sjó- minjasafns íslands. Gils gerði itarlega grein fyrir málinu og rifjaði upp, að 75 ár eru siðan hugmyndin um stofnun Islen/.ks sjóminjasafns kom fram. Gils sagði, að i tillögunni væri lögð áherzla á tvö atriði: Hið fyrra, og það sem megin- máli skiptir, er að taka ákvörðun um það að alþingi feli ríkisstjórn- inni, i samráði við þjóðminja- vörð, að hefja nú þegar undir- búning að stofnun sjóminjasafns. Síðara atriðið, sem við flutn- ingsmenn teljum einnig skipta verulegu máli, er að fela stjórn- völdum að leita samvinnu við Hafnarfjarðarkaupstað um hent- ugt land fyrir slikt safn, svo og um byggingu þess og rekstur. Yrði þá, ef samningar tækjust, gerður sérstakur samningur milli rikisins annars vegar, um öll þessi atriði og skiptingu kostnaðar i þvi sambandi, þar sem meginþunginn hlyti eðli málsins samkvæmt að hvila á rikisvaldinu, þvi hér yrði um safn allrar þjóðarinnar að ræða”. En af hverju benda þeir flutn- ingsmenná Hafnarfjröð? Um það sagði Gils: ,,1 fyrsta lagi virðist okkur Hafnarfjörður eiga yfir einkar hentugu landssvæði að ráða undir slikt safn, og kæmi jafnvel fleiri en einn staður til greina, þótt einna álitlegast sé um að litast i þessu skyni við sjóinn vestarlega I bæjarlandinu, skammt frá þar sem dvalarheimili aldraðra sjó- manna mun risa af grunni... 1 öðru lagi teljum við Hafnar- o Skósmiður hér með hóflegum kostnaði. Það er auðvitað margt, sem stuðlar að þvi, að skósmiðum hefur stórfækkað. Skóverk- smiðjurnar urðu rothögg fyrir handsmiðaða skó, og nú er aðeins einn maður eftir hér- lendis, Alfreð Rasmussen i Stórholti, sem fæst að nokkru leyti við að smiða skó á fólk með fætur, sem ekki þarfnast- sérstaks skófatnaðar. Nú — svo er orðið svo sterkt efni i slitsóla, að þeir endast miklu lengur en áður, göturnar i kaupstöðunum eru orðnar betri en áður og fólk gengur orðið nauðalitið, nema þá unglingar og skólafólk, er ekki hefur efni á að eiga bil, en það vill þá aftur skipta oft um skó til þess að tolla i tizkunni. Samt væri ekki rétt að segja, að skósmiðastéttin sé að deyja út. Þetta er dálitil viðkoma — ég man eftir sex lærlingum að minnsta kosti. Nú fyrir skömmu var náms- skránni breytt og hún færð til samræmis við breytta tima, svo að ei þarf lengur að setja upp gömul tæki, rétt áöur en neminn á að taka próf, eins og átti sér stað áður. Fyrsti nem- inn lauk einmitt prófi sam- kvæmt þessu nýja kerfi i gær. Auðvitað væri skarð fyrir skildi, ef engir skósmiðir væru, og það segir sina sögu, að það streyma hingað skór tii viðgerðar austan af iandi, frá FCskifirði, Reyðarfirði og F"á- skrúðsfirði til dæmis, siðan flugferðir urðu tiðar milli Egilsstaða og Reykjavikur. Og sem betur fer held ég, að einhver von sé til, að ungir skósmiðir vilji setjast að úti á landi, sagði Gisli að lokum. Eiinn sveinn heid ég sé að hugsa um að setjast að á Selfossi. Einn læriingur hefur þann stað einnig i huga, og annar er ættlaður frá Egils- stöðum, og mér fyndist ekki ósennilegt, að hann setti sig þar niður að loknu námi. fjörð vel að þvi kominn sem gamlan siglinga- og útgerðarstað, að Sjóminjasafn tslands risi þar af grunni ... Þriðja og mikilvægasta ástæð- an til þess að við flutningsmenn bendum á Hafnarfjörð sem æski- legan stað fyrir Sjóminjasafn Is- lands, er sú að þar i bæ er vaknaður verulegur áhugi á þvi að slikt safn megi risa þar, enda þótt það yrði sameign þjóðar- innar allrar”. Þá kvaðst Gils hafa rætt mál þetta við þjóðminjavörð, sem teldi ekkert þvi til fyrirstöðu að safnið risi i Hafnarfirði. Jón Skaftason tók fram, að honum væri vel kunnugt um hóp manna i Hafnarfirði, er unnið hefði mikið og óeigingjarnt starf til þess að hrinda i framkvæmd hugmyndinni um stofnun sjó- minjasafns i Hafnarfirði. Væru þar að verki menn úr öllum flokkum. Hann hefði þvi talið, eðlilegast og árangursrikast fyrir framgang málsins, að allir þing- menn Reykjaneskjördæmis flyttu málið — ekki sizt fyrir þá sök, að nokkur rikisútgjöld fylgdu sam- þykkt þess á Alþingi. Astæðuna fyrir þvi, að hann kveddi sér hljóðs um málið kvað hann þá, að hann vildi leggja megináherzlu á smiði knarrar, sem yrði höfuðprýði sjóminja- safnsins og alveg ómissandi i safni er rfsa ætti undir nafni. t þvi sambandi sagði Jón m.a.: Ekki er úr vegi að rifja upp ýmislegar staðreyndir varðandi smiði knarrar, en hugmyndir um þá smið hafa verið uppi hjá áhugamönnum i Hafnarfirði um nokkurn tima og óneitanlega verið tengdar hugmyndum um sjóminjasafn. Þorbergur Olafsson, Iram- kvæmdastjóri skipasmiða- stöðvarinnar Bátalóns i Ilalnar- firði, fór á árinu 1972 til Hróars- keldu i Danmörku til að afla upplýsinga um smiði knarra eins og þeirra, sem siglt var á til tslands á landnámsöld. Leifar af slikum knerri fundust i Hróars- keldu og er verið að ná þeim leifum upp um þessar mundir, ef þvi er ekki lokið. Þær sýna glögg- lega, hvernig gerð þessara skipa var, en aldursgreining hefur gert auðvelt að ákvarða að skip þetta hefur verið smiðað á timum land- námsferða til lslands. Knörrinn er um margt mjög frábrugðinn vikingaskipum þeim, sem varð- veitt eru i Noregi, enda var honum ætluð úthafssigling, en vikingaskipum meira beint i hernað, og voru þau þvi bæði hraðskreiðari og lengri. Þorbergur Olafsson fékk góðar móttökur i Hróarskeldu, og var honum heitið þar allri fyrir- greiðslu varðandi uppdrætti af knerrinum og jafnvel lofað nokkrum forgangi vegna væntan- legs 1100 ára afmælis tslands- byggðar. Aðrar þjóðir höfðu sýnt bessu máli áhuea. M.a. höfðu Kanadamenn spurst fyrir um knörrinn með það fyrir augum að smiða slikt skip. Þá mun Jón Kr. Gunnarsson, framkvæmdastjóri i Hafnarfirði, hafa athugað um efnivið i knörr á ferð um Noreg nýverið, en sérstök tré þarf i knörrinn eins og i kjöl og annað þar sem heil tré eru tilsniðin. Knörr sá, sem verið er að grafa upp i Hróarskeldu, mun hafa verið smiðaður i Noregi, og eðli- legt er að knörr, sero smiðaður yrði á tslandi, fengi efnivið sinn þaðan. Erfitt er að segja til um kostnaðarverð við smiði skipsins, en talað hefur verið um að það muni kosta um 7 milljónir króna. Ekki hefur fengizt nægilegur byr fyrir smiði knarrsins, þótt ekki sé ennþá fullreynt, hver mundu verða viðbrögð ýmissa stofnana sjávarútvegs og siglinga, ef leitað yrði til þeirra um fyrirgreiðslu. Slikt er ókannað mál að mestu, en hefði Alþingi einhverja forystu um þetta mál mundi fljótlega á það reyna, hvort fyrrgreindar stofnanir mundi ekki vilja taka þátt i kostnaði. Það, sem gerir brýnt nú að teknar séu ákvarðanir um smíði knarrar er sú staðreynd, að Sjóminjasafn tslands og knörrinn hafa undanfarið átt samleið i hugum þeirra, sem mestan áhuga hafa sýnt þessum málum. Liggur raunar i augum uppi, að eltir- liking af knerri mundi verða for- vitnilegasti gripurinn, sem Sjóminjasaln tslands gæti boðið upp á. Það er enginn vafi á þvi, að samkvæmt þeim upplýsingum, sem fengizl hafa við uppgröftinn i Hróarskeldu, er hægt að gera mjög nákvæmlega eftirlikingu af knerri. Vegna 11 alda afmælisins mundum við njóta sérstakrar fyrirgreiðslu frá Danmörku og Noregi hvað upplýsingar og efnis- útvegun snertir. Það er þvi sjáll'- sagl að nota það tækifæri, sem nú gefst, til að hefja undirbúning að stofnun Sjóminjasafns lslands, og jafnframt helja smiði knarrar, sem auk þcss að verða höluðprýði Sjóminjasafnsins, yrði verðugur minnisvarði um mikla siglinga- iþrótt tslendinga i upphafi land- náms, sem ekki einasta sigldu hingað, heldur fóru á þessum skipum og námu Grænlund og furidu ny lönd i vesturvegi.1 Það væri þvi mjög misráðið, ef fisk- veiði og siglingaþjóðin léti 11 alda afmælið lfða svo, að ekki yrði sjó- sóknar, siglinga- og landalunda minnzt á viðeigandi hátt. Þess vegna á að reisa Sjóminjasafn tslands, þar sem hinn larsæli far- koslur, er flutti hingað fólk og fénað, situr i öndvegi.” TK h.... SKIPAÚTGCRÐ RÍKISINS • • •-**■•* AA/s Baldur fer frá Reykja- vík þriðjudaginn 6. þ.m. til Snæfellsness- og Breiða- fjarðarhafna. Vörumóttaka: Vörumóttaka: mánudag og þriðjudag. AA/s Esja fer frá Reykjavik föstudaginn 9. þ.m. austur um land i hringferð. Vörumóttaka: Vörumóttaka: mánudag, þriðjudag, miðvikudag og til hádegis á fimmtudag til Austfjarðahafna, Þórshafn- ar, Rufarhafnar, Húsavikur og Akureyrar. ! Tíminn er • • peningar | j Auglýsid' : | iTimanuin I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.