Tíminn - 04.11.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 04.11.1973, Blaðsíða 27
Sunmidagui' 4. nóvember lí)7:i. TÍMINN 27 Guðmundur Jónsson, þjálfari Fram. Lið hans vann bæði Reykjavikurmót og Bikarkeppn- ina. bezta. þegar þeir hafa þekkingu og dugnað til að framkvæma það bezta. Til eru svo samvizkusamir menn. að þeir vilja frekar hætta. en að starfa gegn sannfæringu sinni. Þetta á bæöi við um útlend- inga og íslendinga. eins og sannaðist á þjálfara l.B.K. Og ekki var hann fyrr horfinn úr islenzkri knattspvrnu. en harmagráturinn bvrjaði. Ekki þá til að syrgja hann. heldur yfir öllu erfiðinu. svitadropunum og kröfunum, er hann hafði gert til liðsmanna. Og öll iþróttapressan tók undir. En mér duttu i hug. fyrir hönd islenzkra 1. deildar- þjálfara. ljóðlinur Vilhjálms frá Skálholti: llver siðastur þú sagðir að yrði fyrstur en svona varð nú endirinn með þig og úr þvi að þeir krossfestu þig Kristur livað gera þeir við ræfil eins og mig. — Ilvað er ráðlegast til að ná upp stétt góðra isl. þjálfara? — Með þvi að koma á föstu formi i námskeiðahaldi, þannig að stignámskeiðum verði komið á árlega. Þannig t.d. að I. stigs námskeið verði árlega, II. stigs námsk. annað hvert ár og III. stigs námskeið á þriggja ára fresti, og yrði þá vel til þess vand- að, t.d. meðerlendri aðstoð. Þá er mér óskiljanlegt, að knattspyrnu- hreyfingin skuli ekki hafa nýtt samning þann, er gerður var við íþróttakennaraskóla Islands fyrir mörgum árum, og markaði þá timamót i samskiptum skóla- Hinn rússneski þjálfari Vals. Færði liðið upp um þrjú sæti í 1. deild, að öðru leyti er árangur hans ekki umtalsverður Rikharöur Jónsson, þjálfari 1A, fjarri þvi aö fá svipuö laun og er- lendu þjálfararnir. jMf kerfisins og iþróttahreyfingar- innar. Mér er nær að halda, að forystumönnum knattspyrnu- hreyfingarinnar sé ókunnugt um hann. Koma þarf á ábyrgu eftir- liti með allri unglingaþjálfun á landinu. Það á að vera óþarfi að þekkingarlausir menn séu við þjálfun, ef gefinn er kostur á ár- legum grunnnámskeiðum I. sigs. Og sem aðhald vil ég leggja til, að enga kennslustyrki, ætti að veita út á þá flokka, sem hafa réttinda- lausa menn sem þjálfara. Hafa ætið opna möguleika á þjálfara- námskeiöum erlendis, og ekki einskorða okkur við eina eða tvær þjóðir, eins og okkur hættir til. Með þvi mundum við ná meira viðsýni. Gera verður K.Þ.t. að virku afli við allt, sem lýtur að málefnum knattspyrnuþjálfunar. — Ilafa félögin inikinn áhuga á mennlun þjálfara? — Ekki hef ég orðið var við áhuga félaga á menntun þjálfara. Ég held, að almennur sofanda- háttur riki þar. Forráðamenn félaga láta sig litlu varða um vinnubrögð þeirra manna, er sinna yngri flokkunum. Þeir hafa ef til vill ekki þekkingu á hvort rétt er að farið eða rangt. Ég veit dæmi þess úr stóru félögunum hér á Reykjavikursvæðinu, að ung- lingaþjálfarar hafa starfað svo árum skiptir án þess að litið hafi verið eftir þjálfun þeirra eða þeir beðnir að gefa skýrslu. Ollu verra er, að ungir menn eru litt hvattir til að sækja námskeið, en eins og ég sagði áður, lit ég á þettasem sofandahátt en ekki að þeir séu á móti þekkingu. Krafa þeirra um þekkingu til þjálfunar einskorðast aðeins við annan end- ann — meistaraflokk en það ung- ur nemur, gamall temur. Mikill hluti meistaraflokksþjálfunar takmarkast af þvi starfi, er unnið hefur verið i yngri flokkunum. En þar tel ég aö stærsta brota- lömin sé i islenzkri knattspyrnu. Þar þarf að gera stórátak. En það fyrsta er að beina augum manna að réttum enda. — Telurðu að nánara samband ætti að vera milli þjálfara og dómara? — Já, vissulega mætti það vera. En til þess þurfa dómarar að brjóta odd af oflæti sinu. Sam- starf verður að byggjast á jafn- réttisgrundvelli, en ekki a þeirri sannfæringu dómara, að þeir hafi alla tið rétt fyrir sér. Mér er nær að halda. að mál eins og kom upp i Keflavik i sumar, hefði átt að ganga alla leið upp á æðsta dómsstig I.S.I., þvi ég er þess fullviss, að þar hefðu dómarar fengið að vita, að þeir eru ekki óskeikulir frekar en aðrir. Með þessu er ég ekki að segja, að ósamkomulag sé á milli dómara Hvenær fá nútima vinnubrögð að sjá dagsins ljós, innan knatt- spvrnuhreyfingarinnar? Þar sem kunnáttumaður i sérhverjum málaflokki verður látinn ráða og taka ábyrgð, en ekki eins og verið hefur, að allirséu að vasast i öllu og enginn beri ábyrgð. Megum við eiga von á þvi að geta sleppl neðsta sætinu á lista Evrópulanda i knattspyrnugetu, sem við sitjum nú i ásamt Möltu? — alf. Duncan, þjálfari IBV, árangurinn ekki til aö hrópa húrra fvrir. SIGURÐUR STEINDÓRSSON.. sést hér aöstoöa GISLA TORFASON, I Mile, þjálfari Breiöabliks, árang- einum leik Keflavíkurliösms I sumar. ur hans varö ekki góöur. og þjálfara, en ég er viss um, að fundahöld með gagnkvæmum skoðanaskiptum gætu orðið mjög gagnleg, þvi hvorki þjálfarar né dómarar hala lagt sig fram um að setja sig i spor hvors annars. Og ég bendi jafnvel á þá leið að dómarar, leikmenn og þjálfarar hittist til málelnalegra umræðna. Máli minu til sönnunar vil ég benda á, að á siðasta keppnistimabili voru leikbönn fleiri en nokkru sinni áður. En i öllum bænum ekki dómara á lundi aðeins til að láta vita af óskeikulleika sinum. Lokaorð Ef litið er ylir liðið kcppnistimabil, kemur eftirfar- andi fram: Mjög slakur árangur islenzkra knattspyrnumanna i samskiptum við útíönd. Minni almennur áhugi á is- lenzkri knattspyrnu, sem kemur út i afar lélegri aðsókn leika. Fræðslustarfsemi fyrir þjálfara innanlands i algeru lág: marki. Enginn islenzkur þjálfari á námskeiði erlendis. Stanzlausar deilur og illindi innan stjórnar K.S.t um hin ólik- ustu málelni. Tveir l'ram- kvæmdast jórar sambandsins hætta stiirfum a sama stjórnar- ári, og stjórnarmönnum ber ekki saman ;e ofan i ;e. IJtkoman er sundurþykk stjórn. Al þessu má sjá að mikilla úr- bóta er þörf i islenzkri knatt- spyrnu. Ég er þess lullvis, að nýta mælti belur þá menn. sem að þessum málum vinna, el' hægt vteri-aö leggja til hliðar l'lokks- pólilisk mál og lélagsleg lil- iinningamál. Að koma á einum landsleik við Kæreyinga árlega lil að ná lands- liðssigri, er ekki sérlega háleitt m arkmið. Ekki ætla ég að gleyma ljósasta punktinum l'rá liðnu sumri, en það er góður árangur unglínga- landsliðsins, og eiga þeir menn þakkir skildar, er þar hafa stjórn- að lerðinni siðustu árin. En hvers vegna hafa þeir ekki fengið stærri verkefni til úrlausnar? Þeir hafa þó sannarlega unnið til trausts. Joc llooley, þjálfari Keflvikinga, náöi góöuin heihlarárangri. En var þaö nokkurt þrekvirki aö leiöa Kellvikinga til sigurs? Sigurður Steindórsson, ómetan- leg hjálp fyrír hinn erlenda þjálf- ara ÍBK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.